Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Iðnaðarmálin Frh. af bls. 13 Einnig hefur Byggingaþjónust- an stofnaS til svipaðra funda víða úti á landi í samvinnu við félög iðnaðarmanna á viðkom- andi stöðum. Er þessi starf- semi lofsverð, þar sem hún er einn þáttur í því mikla máli að sjá þeim iðnaðarmönnum fyrir aukinni fræðslu, sem lok- ið hafa reglulegu iðnnámi. Iðnaðarmálastofnunin hefur komið sér upp ágætu tækni- bókasafni og fer aðsókn að því vaxandi. Auk þess hafa félög iðnaðarmanna fengið léðar fræðslu- og tæknikvikmyndir hjá stofnuninni til sýninga fyr- ir félagsmenn. 1 nóvember sl. lauk þriggja vikna námskeiði um vinnurann- sóknir hjá Iðnaðarmálastofnun- inni. A námskeiði þessu, sem er hið fyrsta af þremur með sömu þátttakendum, var sér- staklega tekin fyrir vinnuein- földun m. a. í sambandi við skrifstofustörf, rannsóknir í sambandi við hópvinnu, nýtingu vinnuafls og véla og handa- vinnu. Haldnir voru fyrirlestr- ar um skipulagningu fyrirtækja, skipulagningu vinnurannsókna í fyrirtækjum og fræðslu og þjálfun starfsmanna. Með þessu námskeiði er haf- in fræðsla í nýrri námsgrein hér á landi og með hliðsjón af þeim árangri, sem okkur skyld- ar þjóðir hafa náð með vinnu- Iðnaðarmálastofnun Islands hefur sem fyir fengið verk- fræðinga til þess að halda fræðsluerindi fyrir iðnaðarmenn. rannsóknum og vinnuhagræð- ingu, í aukinni framleiðni og þar með bættum lífskjörum þegnanna, þá er fyllsta ástæðá til þess fyrir iðnaðarmenn al- mennt að kynna sér ítarlega þessi mál. ★ Skatta og tollamál. Skatta- og tollalöggjöf okkar hefur verið í endurskoðun nú um hríð og eins og getið var um í síðustu áramótagrein um iðnað- ai'málin, hefur sú endurskoðun txorið égætan árangur. að því er snýr að skattlagningu einstak- linga. Vonandi verður reglunum «m skattlagningu fyrirtækja breytt á þessu ári á þann veg, sem samtök atvinnuveganna hafa gert tillögur um á undanförnum érum, og sérfróðir menn telja að verða muni til þess að tryggja aðstreymi nýs fjármagns til at- vinnuveganna og gera þeim 'kleift að safna fé til eðlilegrar endurnýjunar og aukningar. Álagning tolla hér á landi hef- «r svo að segja eingöngu miðast við fjáröflunarþörf ríkissjóðs. Þótt ýmsar iðngreinar hafi að sjálfsögðu notið góðs af þessari Her ris syningarholl atvmnuveganna í Laugardalnum fjáröflunarleið ríkissjóðs, þá fer því fjarri, eins og ýmsir hafa haldið, að iðnaður okkar eigi til- veru sína tollvernd að þakka. í ágætri skýrslu um þjóðhags- legt gildi neyzluvöruiðnaðarins, sem út kom fyrir ári, segir m.a. um þetta atriði: „Að vísu er óhætt að segja, að þær framleiðslugreinar sem ekki njóta neinnar tollverndar, séu yfirleitt allar mjög hagkvæmar, enda mundu þær ekki hafa feng- ið staðizt samkeppni að öðrum kosti. Hins vegar er það álit nefndarinnar, að margar þær iðn- aðargreinar, sem nú njóta veru- legrar tollverndar, mundu geta 'komizt af með miklu minni toll- vernd, og sumar mundu ekki vinnugreinum. Er þess að vænta, að endur- skoðun sú, sem unnið hefur verið að af hálfu ríkisstjórnarinnar á tollskránni og hlýtur að vera að komast á lokastig, verði til þess að móta réttlátari og jafn- ari aðstöðu hinna ýmsu iðngreina í samikeppni um vinnuafl og fjár- magn. ★ Félagsmál Dagana 1.—4. nóvember sl. var 23. Iðnþing íslendinga háð í Reykjavík, en það er auk þess aðalfundur Landssambands iðn- aðarmanna. Til Iðnþings komu 79 fulltrúar víðs vegar að af landinu, og er þetta því fjölmennasta Iðnþingið, þurfa á henni að halda. Að vísu skapa margvísleg vandamál, sem þó ætti að vera hægt að leysa, ef tollalækkunin færi fram á alllöngu tímabili.......í þessu sambandi er líka rétt að benda á það, að þeim hluta iðnaðarins, sem engrar verndar nýtur, hafa að mörgu leyti verið búin lakari skilyrði af hálfu ríkisvaldsins en öðrum atvinnurekstri. Hann hef- ur ekki notið neinnar verndar, hafta eða tolla, en ekki heldur þeirrar fyrirgreiðslu, t.d. varð- andi lánveitingar. sem sjávarút- vegurinn hefur notið. Á þetta t. d. greinilega við um allan þann iðnað. sem sér um framleiðslu rekstrarvara og fjárfestingar- vara fyrir sjávarútveginn, svo sem veiðarfæraiðnaðinn, skipa- byggingar, umbúðaframleiðslu o. fl. Er það álit nefndarinnar, að nauðsynlegt sé, að mörkuð sé af hálfu ríkisvaldsins ný stefna í þessum efnum, er miði að því að draga úr misræmi í tollavernd, en jafnframt að veita samkeppn- ishæfum fyrirtækjum í iðnaðin- um sambærilega þjónustu í öllum efnum og bezt gerist í öðrum at- sem háldið hefur verið. Mörg mál voru á málaskrá Iðnþings- ins, þótt höfuðmálin megi telja iðnfræðslu- og lánamál iðnaðar- ins. Voru gerðar samþykktir í þessum málum og öðrum, sem á málaskrá voru, og stjórn Lands- sambandsins falið að vinna að framgangi þeirra. Úr stjórn Landssambandsins áttu að gar.ga Vigfús Sigurðsson, húsasm.m. og Gunnar Björnsson, bifreiðasm.m., en þeir voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Halldórsson, húsa- sm.m., forseti, Tómas Vigfússon, húsasm.m. og Jón E. Ágústsson, málaram. Dagana 22. okt. —4. nóv. sl. dvaldi hér á landi Knut Öfström, fulltrúi hjá Iðnaðarmannasam- bandi Svíþjóðar. Hann kom hing að samkvæmt ósk Landssam- bands iðnaðarmanna, en fyrir milligöngu Iðnaðarmálastofnun- ar íslands. Tilgangurinn með komu Öfströms var sá, að hann leiðbeindi félögum iðnaðai'manna í skipulags- og félagsmálum. Hann ferðaðist um þann tíma, sem hann dvaldi hér, auk þess sem hann sat 23. Iðnþingið. Væntanlega kemur skýrsla frá Öfström innan tíðar, þar sem hann gerir grein fyrir ferð sinni og kemur með tillögur þess efnis, hvernig félög iðnaðarmanna geti aukið starfsemi sina og þjónustu við félagsmenn. ic Rannsóknir Á sl. ári var haldin ráðstefna hér á landi á vegum mennta- málaráðherra um nauðsyn raun- vísindarannsókna í nútíma þjóð- félagi Og skipulag slíkrar starf- semi hérlendis. Þátttakendur í ráðstefnunni voru frá ýmsunj stofnunum og félagssamtökum. Engum getur blandast hugur um það, að íslendingar verða að auka rannsóknir sínar í þágu at- vinnuveganna, þar sem þær hljóta hér sem annars staðar að vera undirstaða framfara og efna hagslegrar velmegunar. Vandinn er aðeins sá, að þjóðin er fámenn og þar af leiðandi verð ur að skipa* þessum málum hér á annan veg en hjá fjölmennum og ríkum þjóðum. Ráðstefnan um raunvísinda- rannsóknir í sumar var tímabær og til þess fallin að efla skiln- ing á gildi þeirra. ér Sýningamál. Vörusýninganefnd gekkst fyrir þátttöku í vörusýningu í Gauta- borg í maí. Var sýndur þar alls konar handiðnaður svo sem ullar vörur silfur og leirmuniir. Auk þess hefur nefndin staðið fyrir tvenns konar sýningum í Banda ríkjunum, umferðasýningu, þar sem sýndur hefur verið varn- ingur ýmissa fyrirtækja og leir- munasýningu í sept—nóv. Enmfremiur tók Félag húsgagna arkitekta þátt 1 handiðnaðarsýn- ingu í vor í Miinohen fyrir milli göngu vörusýninganefndar. Þar voru sýnd húsgögn, keramik, værðarvoðir, gærur, myndvefn- aður, silfur, smelti, trévinna og húsgagnaáklæði. Sá ánægjulegi atbui'ður gerðist á þessari sýn- ingu, að íslenzkur stóll hlaut önnur af tveim gullverðlaunum, sem veitt voru á .ýningunni fyrir húsgögn. Hér hekna hélt Ljósmyndara- félag íslands sýningu á ljósmynd um í byrjun marz og Félag hús- gagnaarkitekta húsgagnasýningu í lok marz og fram í apríl. Iðnminjanefnd stóð fyrir sýn ingu í iðnminjum í Bogasal Þjóð minjasafnsins í desember, en nefndin hefur unnið að því af kappi í nokkur ár að safna göml um munum og verkfærum. Unnið hefur verið að byggingu sýningaskála í Laugardal og standa vonir til, að aðal sýninga húsið verði fobhelt í vor, en sú bygging er um 3000 ferm. ★ Lokaorð Iðnaður okkar hefur vaxið úr grasi á nokkrum árum og tekið árlega framförum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Sú vantrú á iðn aðinum, sem margur lét í ljós áð- ur, er að mestu horfin, en í stað þess kominn almennur áhugi á eflingu iðnaðar. Þessi hugarfars- breyting lærðra og leikra er mik- ill sigur fyrir þá menn, sém á und anförnum árum hafa barizt hér fyrir vexti iðnaðar i orði og verki. Enginn vafi er á bví. að tölu- verð framleiðsluaukning getur átt sér stað í iðnaðinum með bættri verkmenningu og skipu- lagi. Sú fræðsla, sem hafin er hér á landi um þessi efni, gefur þvi vonir um aukna framieiðni og bætt kjör. Hins er einnig að minnast, að náttúruauðaafi landsinis, vatns- orka og jarðhiti, hafa aðeins ver ið nýtt að litlu leyti. Á s.l. áxi hefur mikið verið rætt og ritað um það, hvernig takast mætti fjárhagslega að nýta þessar orku lindir og stofna til fjölbreyttari atvinnulífs. Er vonandi, að sá áhugi, sem nú er vaknaður á þessum málum, verði fcil þess, að skammt sé í raunhæfar aðgerðir. Við iðnaðinum blasa því mik- il viðfangsefni, sem hann mun þeim mun betur leysa af hendi sem þeir, er hann stimda hafa meiri þekkingu til að bera. Spónlagning Önnumst spónlagningu. Fyrirliggjandi ýmsar tegundir af spæni. SPÓIMIM H.F. Suðurlandsbraut 16 — Simi 35780. Veitingahúsrekstur Maður sem hefur rekið sjálfstæðan veitingahús- rekstur í mörg ár, óskar eftir að taka á leigu eða veita forstöðu hóteli eða veitingahúsi. Sumargisti- hús eða veitingastofa úti á landi kæmi til greina. — Aiger reglusemi. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. febr. merkt: ,.Veitingahús—7831“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.