Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. jan. 1962 læsileg há-, tíðasýning ÍSI Varpaði skýru Ijósi á jbrót/n og fram- farir i iþróttamálum landsmanna HÁTÍÐASÝNINGIN í Þjóðleik- húsinu sem efnt var til í tilefni af 50 ára afmæli ISÍ var stór- glæsileg og fagurt vitni um þá grósku og líf sem nú er innan sambandsins og íbrótta alment. Rakin var svo til óslitinn þráður íþrótta á íslandi allt frá söguöld, gegnum dimmar miðaldir kúgun- ar og áþjánar og ófrelsis og síð- ari hluti sýninarinnar var helg- aður íþróttum nútímans. Hver sú grein sem iðkuð er innan vé- banda ÍSÍ var kynnt á sérstæðan og eftirminnilegan hátt. ★ ÁVÖRP OG RÆÐUR Hátíðin hófst með ávarpi for manns afmælisnefndar Gísla Halldórssonar formanns ÍBR. Síð an flutti menntamá'laráðherra Gylfi Þ. Gíslason ávarp og dró upp skýra mynd af því þjóð- félagslega gagni sem íþróttir og starf ÍSÍ gerir i þjóðfélaginu. Benedikt G. Wage forseti ÍSÍ flutti ræðu og rakti í stórum dráttum sögu ÍSÍ, gat ýmissa brautryðjenda og drap á helztu markmið og hagsmunamál sam- bandsins. íþróttasýningin hófst með kynningu á íþróttum fornaldar, fangbrögðum, hráskinnsleik, — steintökum og handahlaupum svo og skemmtilegri list, að ganga undir sauðalegg. Inn í hinn forna þátt sýningar- innar fléttuðust þjóðdansar, söng ur og hljómlist, glímur og frá- sögn af íþróttum og leikum í bókmenntum og sögum þjóðar- innar. ★ NÚTfMA fÞRÓTTIR Síðari hluti sýningarinnar var helgaður þeim greinum íþrótta sem stundaðar eru af fé- lögum innan ÍSÍ. Fyrst var glímu sýning, ®íðan skemmtilega upp- færð sýning á iðkun handknatt- leiks bæði pilta og stúlkna. Síðan kom leikfimi stúlkna sem vár vel upp sett og vel framkvæmd. Þá var knattspyrnuiðkun kynnt með sérstaklega vel upp settri sýningu ungra pilta, sem sýndu knattþrautir og leiðtoga er kenndi yngri piltum á töflu. Sýningin tók a<£pins 2—3 mín. en gaf ótrúlega góða og skemmti- lega innsýn í iðkun þessarar vin- sælu greinar hér á landi. Karl Guðmundsson stjórnaði þessari sýningu. Sýndir voru vikivakax i stuttri sýningu. Þá voru kynntar frjálsíþróttir undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar, einkum inniæfingar. Nýj- asta grein íþrótta hér á landi judo eða japönsk glíma fékk sinn hlut. Badminton sýndu bæði karlar og konur. Körfuknatt- leiksfólk, piitar og stúlkur kynntu íþrótt sína á skemmtileg- an og lærdómsríkan hátt og síð- an fékk leikfimin sinn stóra hlut sýningarinnar. Me®ta athygli og fögnuð vakti drengjaflokkur ÍR en karlar úr KR og Ármanni sýndu staðæfingar og æfingar á tvíslá og svifrá við mikinn fögn- uð. Lokaatriði sýningarinnar vakti sérstaka athygli. Þar komu flest- allir þátttakendur sýningarinnar fram, bæði þeir sem sýnt höfðu iþrótt sína og eins hinir sem komu fram til kynningar á þeim greinum sem ekki var unnt að sýna. Var leikið nýtt göngulag sérstaklega samið í tilefni afmæl is ÍSÍ og myndaði íþróttafólkið stafina ÍSÍ með skipulögðum röð um á leiksviðinu. ★ Heildarsvipur sýningarinn- ar var mjög góður, þó að hún væri dálítið langdregin er á leið, einkum fimleikarnir. Al- menn ánægja ríkti meðal gesta og felstir munu hafa öðlazt meiri trú á íþróttum á íslandi, getu og kunnáttu íþróttafólks og kennara, með sýningunni. Hún var góður vottur um mátt og getu ísl. íþróttaæsku. HANDKNATTLEIKSMÓTINU var fram haldið um helgina. Á laugardag fóru fram 4 leikir í yngri flokkunum og á sunnudag leikir í 1. og 2. deild karla. I 1. deild sigraði FH Val með yfir- burðum miklum, skoraði 43 mörk gegn> 19. FH hafði algera yfirburði yfir Val, og meira en menn almennt bjuggust við. Svo gersamlega voru Valsmenn sneyddir getu til að standa móti sókn FH að ekki virðist öðru félagi hættara við falli niður í 2. deild. Það vár að- eins í byrjun sem Valsmenn vöktu bjartar vonir. Þeir skor- ÍÞRÓTTASAMBAND íslands minntist 50 ára afmælis síns á veglegan og eftirminnilegan hátt. Geysilegur fjöldi einstaklinga, félaga og félagabandalaga fluttu samtökunum kveðjur og gjafir í tilefni afmælisins, en stærstu gjafir fékk sambandið frá Reykja víkurborg og ríkinu, 300 þús. kr. frá Reykjavík og 450 þúsund kr. frá ríkinu en báðar þessar fjáir- leik stóð 21:9 og leik lauk með 43:19. • Haukar unnu Akumesinga í byrjun virtist leikur Akurnes inga Og Hauka í 2. deild ætla að verða harður og jafn. En smám saman tóku Haukar örugga for- ystu og sigruðu með nokkrum yfirburðum 27:18. í hálfleik stóð 12:10. Leikur þessara liða er þó yfir- leitt ekki góður. Samt koma ágæt ir kaflar hjá liðunum, einkum þó hjá Haukum, stundum bráð- skemmtilegt spil, en fellur ótrú- lega þess 1 milli. Á laugardaginn gengu yngri flokkar Keflvíkinga glæsilega sig urgöngu. Fyrst og fremst vann 2. flokkur ÍBK lið FH en þeir eru núverandi íslandsmeistarar. — í 3. flokki mættust Keflvíkingar og Breiðablik í Kópavogi. Kefl- víkingar sigruðu með yfirburð- um. Þessir yngri flokkar Kefl- víkinga eru sérlega athyglisverð Dregið hefur verið um hvaða liö mætast í 5. umferð ensku bikarkeppninnar, sem fram fer 17. febrúar. n.k. Liðin eru þessi: Manchester U. eða Arsenal gegn Sheffield W. Liverpool gegn Preston eða Waymouth. W.B.A. gegn Totten- ham. Burnley eða Leyton Orient gegn Everton. Sheffield U. gegn Norwich hæðir skulu lagðar í byggingu íþróttamiðstöðvar ÍSI í Laugar- dal. Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ sem stjórnaði afmælishófinu sagði er hann þakkaði gjafimar að með þeim hillti undir það, að 30 ára draumur samtakanna um íþróttamiðstöð rættist. Á Vottuð virðing og þökk. Nokkrir einstaklingar og fyrir- tæki gáfu einnig peningagjafir í þennan sama byggingarsjóð. Sam tökunum bárust fjöldi annarra gjafa og öll sú virðing og vin- átta sem ÍSÍ var sýnd í tilefni afmælisins sýnir að landsmenn meta þessi fjölmennu samtök á verðugan hátt og gera sér ljósa grein fyrir gagnisemi af starf- semi þeirra. Mátti heyra það af ræðum flestra þeirra sem til máls tóku en ÍSÍ voru flutt 15 minni í opnu samlkvæmi á laugar dag Og 10 í afmælishófinu á sunnudagskvöld og meðal þeirra sem töluðu var forseti íslands, sem er verndari samtakanna. Erlendir fulltrúar. Sex erlendir gestir töluðu í hófinu á sunnudag. Færðu þeir ÍSÍ allir gjafir frá samböndum sínum, en ræðumenn voru tveir finnskir, sem gáfu kristalvasa og akjöld, formlaður nortska sam- foandsins A.P. Höst sem færði ÍSÍ Skjöld, æðstu heiðursverð- laun norska samfoandsins, for- maður sæns'ka samibandsins sem afhenti fagran vasa. Af hálfu Dana talaði Axel Petersen for- seti danska sambandsins og af- henti að gjöf postulínsvasa. Þá eða Ipswich. Blackburn gegn Shrews- bury eða Middlesbrough. Aston Villa gegn Charlton. Fulham eða Walsall gegn Port Vale eða Sunderiand. 6. umferð keppninnar fer síðan fram 10. marz, undúrslit þann 31. marz og lokis úrslitaleikurinn þann 5. maL talaði einnig Ebbe Stíhwartz for- maður danska knattspyrnusam- bandsins og aflbenti fagra skál að gjöf og flutti einnig kveðjur frá Edrvard Yde og sjálenska knatt- spyrnusambandinu og afhenti litla skál sem gjöf frá því. Allir þessir erlendu ræðumenn lofuðu ísl. íþróttamenn, dáðu há- tíðasýninguna, sem þeir sögðu að enginn norræn þjóð gæti sýnit nema ísland og sérstaklega þökk- uðu þeir Ben. Waage fyrir mik- ið og ómetaniegt starf til kynn- ingar isl. ijþróttum á erl. vett- vangi. ■Á önnur minnl. Menntamáiaráðherra og borg- arstjóri aflhontu áðurnefndar peningagjafir með snjöllum ræð- um. _ Eiríkur J. Eiríksson flutti minni ÍSÍ Og Magnús Kjaran minntist kvenna. Skátahöfðinginn Jónas B. Jónsson flutti ávarp otg færði ÍSÍ fagra gjöf frá skátum. Fleiri fluttu krveðjur og Guðmumdur Jónsson söng einsöng. Afmælis- hófið tókst hið bezta. ár Aðrar gjafir. Á laugardag hafði ÍSÍ móttöku í Sjálfstœðishúsinu. Þar fluttu fulltrúar sérsambandann'a og ýmissa héraðssamfoanda kveðjur og afhentu gjafir. Gísli Halldórs- son form. IBR tilfkynniti 100 þús. kr. gjöf frá íþróttafélögunum j Rvík. í bygginigarsjóð íþrótta- miðstöðvarinnar, héraðssamibönd in úti á landi gáfu segulfoanda tæki, 5 sérsambönd í félagi færðu 1. S. í. glæsilegan nýjan ISÍ-fána, handlkinattleiksamlband- ið gaf áritað hrútshorn og yngsta samfoandið, körfulknattleikssam- bandið gaf oddfána sinn oig er það fyrsti oddfáni KKÍ sem veittur er. HéraðssamJbandið Skarphéðinn gaf áritað skinn, íþrótrtafréttamenn færðu ÍSÍ gjöf svo og ílþróttafélögim í Hafnar- firði, félögin á Suðurnesjum að ógleymdu því að íþróttasam- band Færeyja sendi fagurt mál- verk eftir Heinesen. Loks gaf Lárus Salómonsson gjöf og Þór- arinn Magnússon. Framh. á bls. 23 uðu 2 fyrstu mörkin, en það var -S>líka eini ljósi punkturinn. í hálf- Valsmaður skorar. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. FH gersigraöi Val * Enska knaffspyrnan ■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.