Morgunblaðið - 01.02.1962, Qupperneq 2
2
MORCUTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. febr. 1962
Sl. FÖSTUDAG kom tll Akur-
eyrar hollenzka skipið LEAN.
Þar sem skipið kom beint frá
London taldi héraðslæknir
rétt að bólusetja alla áhöfn-
ina 10 manns. Lögrregrluvörð-
ur var við skipið meðan það
stóð hér við, enda höfðu allir
IögTegluþjónar bæjarins verið
bólusettir, sömuleiðis hafnar-
verðir og tollverðir, og allir
þeir, sem við skipið unnu.
Myndin sýnir skipið við
bryggju á Akureyri, og lög-
reglubifreið á verði. — Ljósm.
St.E.Sig.
S.R. vill kaupa
Sfldarbræðsluna
h.f. á Seyðisfirði
Seyðisfirði, 31. janúar —
LAGT var fraim á bæjarstjórnar-
fundi á Seyðisfirði í gær kaup-
tiiboð frá Síldarverkjsm iðj um
ríkisins í hlutabréf bæjarins í
Síldarbæðslunni h.f.
Bjóða S. R. fimimtánfallt nafn-
verð hlutabréfanna. Seyðisfjarð-
arbær keypti þessi hlutabréf
fyrir nokkrum’ árum á tíföldu
nafnverði.
S. R. hyggst stækka verfcsmiðj-
uina í 4000—5000 mála verk-
smiiðju og jafnframt sfcapa að-
stöðu til umskipunar á bræðislu-
sílid. — Málinu var vísað í nefnd
til frefcari athugunar. — Frétta-
ritari.
— Alslr
Framhald af bls. 1.
þeir að sögn játað að hafa stað-
ið fyrir leynisendingum þeim,
sem heyrzt hafa undanfarið í
Alsír. —
Orðrómurinn um væntanlega
vopnahléssamninga hefur enn
aukið á spennuna í Alsír og
nokkrir árekstrar orðið þar í
dag. Einn Evrópubúi var drep-
inn og annar særður þegar land
ar þeirra, sem voru í bifreið,
hófu skothríð á þá á götu í
Algeirsborg.
Verkfalli kennara hefur verið
aflýst, en hafnarverkamenn eru
enn í verkfalli og hafa 41 skip
stöðvazt í Algeirsborg af þeim
sökum.
^t^agÁrá'
ALÞINCIS
Dagskrá samoinaðs Alþingis í dag:
1. Rannsókn kjörbréfs.
2. Hlutdeild atvinnugreinanna í
þjóðarframleiðslunni, þáltill. —
Hvemig ræða skuli.
3. Lýsisherzluverksmiðja, þáRill. —
Ein umr.
4. Landafundir íslendinga í Vestur-
heimi, þáltill. — Ein umr.
5. Hveraorka til fóðurframleiðslu,
þáltill. — Ein umr.
Aukin útgerð og
atvinna í DaBvik
DALVÍK, 31. jan.: — Framan af
janúarmánuði var tíðarfar hér
allrysjótt, aldrei stórviðri en þrá-
lát norð-austan átt, allt frá ára-
mótum og fram til 17. janúar, en
þá brá til betri tíðar.
Fannkoman var allmikil víð-
ast hvar, þótt samgöngur teppt-
ust aldrei með öllu, en um skeið
var vegurinn til Akureyrar ófær
öðrum en bílum með drif á öll-
um hjólum. Vegurinn hefur nú
verið mokaður og er fær öllum
bifreiðum.
Útgerð er nú heldur meiri hér
en undanfarið. Áttu bátar stunda
veiðar héðan, tvö togskip, tveir
60—70 lesta bátar og fjórir minni
bátar. Róðrar hófust strax upp
úr áramótum, en gæftaleysi háði
mjög sjósókn framan af mánuð-
inum, og var þá eingöngu róið
á innfjarðarmið. Frá 17. þ. m.
hefur tíð verið sæmileg og aldrei
landlega vegna veðurs fram til
þessa. Aflabrögð hafa verið frem
ur góð eftir því sem við eigum
að venjast á þessum tíma árs,
innanfjarðar og á Grímseyjarmið
um, 5—8 lestir á stærri bátana
og 2—4 á þá minní at óslægðum
fiski.
Allt að % hluti aflans hefur
verið ýsa, sem farið hefur í
frystingu, hitt að'mestu leyti í
salt. Björgúlfur. sem er í úti-
legu, og togskipið Björgvin hafa
aðeins farið eina veiðiför. Afli
var fremur rýr, 20—25 tonn.
★
Sæmileg atvinna hefur verið
hér í janúar, einkum síðari hluta
mánaðarins. þar sem engar land-
legur hafa verið á þessu tíma-
bili. Hefur því verið nóg að
starfa, bæði í frystihúsinu og á
fiskverkunarstöðvunum. Fáir
hafa farið héðan í atvinnuleit,
ef undan eru skildar skipshafn-
irnar á Baldvin og Bjarna, sem
Rækjuveiðar í
Ingólfsfirði
GJÖGRI, 31. jan. — Tveir bátar
frá Súðavík og ms. Guðrún frá
Eyri eru nýbyrjaðar á rækju-
veiðum í Ingólfsfirði. Er sæmi-
leg veiði.
Þess má geta að í haust stund
uðu 9 bátar rækjuveiðar í Ing-
ólfsfirði og öfluðu þá ágætlega.
Þeir voru allir úr Isafjarðar-
djúpi nema Guðrún.
Von er á fleiri bátum á
rækjuveiðar, ef veðráttan batn-
ar. Mb. Kristján flytur rækjuna
til Súðavíkur. — Regína.
stunda veiðar frá Keflavík. —
í nótt er von á togskipinu Björg-
vin með sæmilegan afla.
— Fréttaritari.
Fjölmennasta skáta-
mót hérlendis
verður á ÞmgvÖllum næsta sumar
JÓNAS B. JÓNSSON, skátahöfðingi, skýrði fréttamönnum frá þvi
í gær, að Bandalag íslenzkra skáta hefði ákveðið að efna til
hátíðaskátamóts á Þingvöllum í sumar í tilefni af 50 ára afmæli
skátahreyfingarinnar á íslandi á þessu ári. Benda allar líkur til
þess, að þetta verði fjölmennasta skátamót, sem hér hefur verið
haldið. —
Nær 2000 skátar
Forvígismenn skátahreyfingar-
innar gera ráð fyrir að um 1500
ísl. skátar sæxi mótið og hátt á
400 skátar írá öðrum löndum:
Norðurlöndunum, Bretlandi,
Spáni, Kainada og Bandarikjun-
um Hafa iönd þessi tilkynnt þátt
töku sína. Um leið halda skáta-
höfðingjar X>íorðurlandanna og
skátaforingjar ráðstefnu í Reykja
vík.
Tjaldismótsnefnd undirbýr nú
mótið á Þingvöllum. Páll Gísla-
son verður mótstjóri og með hon-
um í nefndinni Aðalsteinn Júlíus
son, Guðmundur Ástráðsson,
Erna Guðmundsdóttir, Elín Kára
dóttir, Hermann R. Stefánsson og
Magnús Stephensen.
Skátar búa 1 tjaldbúðum að
vanda, m. a. verða fjölskyldubúð
ir. Tjaldibúðir verða á Leirunum,
eins og á landsmótinu 1948. Þar
verður leikvangur fyrir sýningar
IMýstárleg ,vinstri samtök6
í ÚTVARPSFBÉTTUM í gær-
kvöldi var skýrt frá því, að 1.
des. sl. hefði verið stofnað „Mál-
fundafélag vinstrimanna í Rvík.“
að tilhlutan Einars Björnssonar
frá Mýnesi.
Skýrt var frá þvi, að tilgang-
ur félagis þessa væri að sameina
lýðræðissinnaða vinstri meiffl á
stjómmálasviðiniu og vinna að
stofnun nýrra stjórnrmálasamtaka
16árekstrai
yfir daginn
GÖTULÖGREGLAN lét í gær
morgun birta aðvörun til öku-
manna, vegna mikillar hálku
á götum bæjarins.
Þrátt fyrir þessa aðvörun —
og vegna hálkunnar — urðu
alls 16 árekstrar í bænum í
gærdaig. Er það óvenjuilega
há tala á einum degi. Engin
slys urðu af völdum þess-
ara árekstra, en ökutækin
skemmdust meira og minna.
Þó varð drengur á skelli-
nöðru fyrir hnjaski, er hann
ók undir pall á vörubifreið á
Laugavegi. Skrámaðist hann
í andliti og hlaut blóðnasir,
en sakaði ekki að öðru leyti.
Viðskipta-
bann
Lagos, NigerSu, 31. j>an. (AP).
Á ráðstefnu leiðtoga 20 Afríku
ríkja í Lagos, sem lauk í dag,
var samþykkt að mynda nú þegar
eindregin samtök ríkjanna um að
hætta öllum viðskipta og stjórn-
málasamböndum við þau erlend
nýlenduríki, sem ekki vilja vinna
að því að veita nýlendum sínum
sjálfstæði við fyrsta tækifæri.
Fulltrúar ríkjanna 20 ítreka
trú sína á „óveifengjanlegan rétt
allra þjóða til sjáifsákvörðunar"
og neita Þvi algjörlega að nokk-
urt erlent ríki eigi kröfu á yfir-
ráðum á landisvæðum í Afríku á
þeim grundvelli að landsvæðið
sé hluti hins erlenda ríkis. Er
yfirlýsingu þessari beinit aðal-
lega gegn Portúgal.
vinstri manna í landinu.
Þá var skýrt frá því, að fram-
haldsstofnfundur félagsins hefði
verið haldinn sl. mánudag og
eftirtaldir menn kjörnir i stjórn
þess:
Guðmundur Óskarsson, for-
maður, Magnús Þórðarson, Svav-
ar Pálsson, Björn Benediktsson
og Jón Þorbjörn Einarsson.
(Nánari deili voru efcki sögð á
mönnum þessum)
Mbl. tókst í gœrkvöldi að ná
tali af einum þeirra manna, sem
sagt var í útvarpsfréttinni að
væri í stjórn félagsins, Jóni Þor-
bimi Einarssyni.
Aðspurður kvaðst hann ekki
vera í stjórn þessa félags — og
ekki heldur í félaginu. Hann
kvaðst þó kannast við tilgreind-
an formann félagsins, og kvað
það vera Guðmund Óskarsson,
kaupmann.
En þrátt fyrir tilraunir, tókst
blaðinu ekki að ná sambandi við
þann mann þar sem hann var
og skátaíþróttir og rnörg varð-
eldasvæði.
Skv. starfsáætlun HEIMDALLAR
verður efnt til tvímennings-
keppni í bridge á mánudags-
kvöldin 5., 12., og 19., febrúar.
Að keppnislokum verða veitt góð
verðlaun. Bridge áhugamönnum
innan félagsins er bent á að
láta skrá sig tii þátttöku hið
fyrsta á skrifstofu félagsins í
Valhöll, sími 17102.
Stjórnin.
Keflavík
í KVÖLD kl. 9. spila Sjálfstæð-
isfélögin í Keflavík bingó í Nýja
bíói. Ómar Ragnarsson skemmtir
í hléinu. Stórglæsilegir vinning-
ar. Aðgangur 10 krónur. — Sjálf-
stæðisfélögin í Keflavík.
Hafnarfjörður
HAFNARFIRÐI — STEFNIR
heldur málfund í Sjálfstæðishús-
inu í kvöld kl. 8,30. Umræðu.
efni: Sjónvarp. Frummælendur
verða þeir Sveinn Guðbjartsson
og Magnús Kristinsson. — Stefn-
isfélagar f jölmennið og takið með
ykkur gesti.
Vélin brotnaði
Akranesi, 31. janúar. —
ÞAÐ fór illa hjá Höfrungi
fyrsta, þegar hann fcoan úr síð-
asta róðri. Vélin í bátmum, sem
er 7 ára gömul, þrotnaði niðir.
Ný June Munktell-dieselvél hef-
ur verið pöntuð í bátinn, og fer
hún um borð í skip ytra uim
næstu helgi.
Efckert lát er á rosanum og 1
dag hefur brimað talsvert. Svona
lengist landllegan dag frá degL
ekki viðlátinn. — Oddur.
Z' NA /5 hnútor / SV 50 hnútor ¥: Snjókomo f C/Si "*** \7 Skúrír K Þrumur w*%, KuUosht ZS* Hiltlhit H Haí I
KL. 11 í gær var vestan átt og Breiðafjarðarmiða: Hvass
með éljagangi um vestanvert vestan og éljagangur, lygn-
Island. Yfir Bretlandseyjum andi Og batnandi veður í fyrra ®
er hlýtt loft, um og yfir 10 málið, kaldi síðd. Hivesisir á %
stiga hiti. I London hefur þó SA annað kvöld. f
ekki hlýnað ennþá, hitinn er Vestfirðir til NA-landis og ®
þar 1 stig.. I Vestur-Evrópu miðin: Alihvass og NV í nótt, «
er vægt frost víðasthvar, þó stinningskaldi og síðar fcaldi %
teygir sig tunga af hlýju lofti á morgun, él. ^
með allri vesturströnd Aiustfirðir og miðin: NA «>
upp
Noregs.
stinningskaldL létbskýjað.
SA-land og miðin: Allhvase
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. vestan til í nótt, lygnandi og
SV-land til Breiðafjarðar batnandi í fyrramálið.