Morgunblaðið - 01.02.1962, Síða 6
6
MORGlllSni 4»1L
Fimmtudagur 1. febr. 1962
Bjartmar Guðmundsson:
Fiskeldi
f ÖNDVERÐu voru allar ár á fs-
landi fullar af fiski. Sama er að
segja um stöðuvötnin. Þar hafði
engin manshönd við hreyft fyrr
en Flóki Vilgerðarson fór að
fiska við Breiðafjörðinn, sem
frægt er af sögum.
Nú eru sumar laxár í landinu
laxlausar og segja nöfnin ein
mikla sögu en heldur ömurlega.
Um alla veröld hafa veiðiföng
þorrið vegna rányrkju, bæði á
láði og legi. Heil hafsvæði eru
orðin að veiðileysum, þar sem
áður var margt fiska. Tæknin
hefur látið greipar sópa um mið-
in og gert „bankana" að ördeyðu
sjó. Framsýnir menn eru farnir
að hugleiða fiskrækt í sjálfum
úthöfunum og sumstaðar komn-
ir vel á veg með að skapa að
nýju veiðiföng í vötnum, sem
orðin voru veiðilítil eða veiðilaus
vegna ofveiði.
Búpeningsrækt í vötnum lætur
nýstárlega í eyrum. En þó er það
staðreynd, að þesskonar búgrein
er að verða að veruleika og hlýt-
ur að eiga framtíðina fyrir sér í
stað hinnar aldagömlu rányrkju
í vötnunum.
Á fjárlögum 1962 er lánsheim-
ild fyrir ríkisstjórnina vegna
framkvæmda við fiskeldisstöð í
Kollafirði. 4 millj. kr. f Koila-
firðí eru staðhættir góðir til slíkr
ar starfsemi. Jörðin er orðin ríkis
eign og undirbúningsframkvæmd
ir hófust þar í sumar. Heyhlöðu
hefur verið breytt í klakhús,
nýju fjárhúsi er verið að breyta
í uppeldisstöð fyrir smálax, og
mörg önnur mannvirkjagerð er
þar á döfinni. Um fjárhlöðuna í
Kollafirði liggja leiðslur, bæði
hlýjar og kaldar. og er vatn
blandað saman og hiti þess mæld
ur, unz réttu hitastigi er náð.
Þarna er verið að klekja út um
900 þús. laxahrognum í vetur. í
grennd við klakhúsið er jarðylur
og laugavolgrur og jafnframt nóg
af köldum lækjum og smá ám.
Undirbúningur að fyrirtæki
þessu hófst 1960 undir stjórn
Þórs Guðjónssonar. veiðimála-
stjóra, og forystu Ingólfs Jóns-
sonar, ráðherra. Veiðimálastjóri
dvaldi í Bandaríkjunum í fyrra
að kynna sér það, sem þar er að
gerast á þessu sviði.
Hin villta náttúra er frjósöm
móðir og um leið bruðlunarsöm.
Talið er, að þar sem hún er nú
einaáð um uppeldi laxfiska í
venjulegri laxá, lifi 1 seiði af 1000
það lengi, að það verði fullvaxinn
lax. 999 hafa farizt á einhvern
hátt frá vöggunni til þess tíma,
flestir á fyrsta eða öðru ári. I
uppeldisstöð er vaxtartíminn
miklu skemmri og vanhöldin iítil
hjá hinu, vöxturinn örari, fæðan
meiri og betri og hitastig vatns-
ins hentugra.
Laxaseiðin í Kollafjarðarhlöðu
verða fóstruð og fóðruð innan-
húss yfir mesta hættutíma æsk-
unnar, síðan í þróm og tjörnum
undir beru lofti, unz þeim verð-
ur sleppt stálpuðum í ár. Þar
hagvenjast þau um sinn og leita
síðan. samkvæmt lífsins lögmáli,
á haf út. Og mun enginn vita
gjörla, hvar í höfum þau dvelja
næsta tímann. En hitt vita menn,
að vöxtur þeirra og þroski er þar
undra skjótur, og í fyllingu tím-
1 ans skeður undrið Fullþroska
j kemur laxinn af hafi í júní, júlí
eða ágúst, stór og frækinn og
„stiklar þá fossa sterklega“. En
undrið mesta er þó það, að allir
leita þessir fiskar inn í þá hina
sömu á og þeir syntu frá, þegar
útþráin leiddi þá fram í hinn
mikla veraldarsjó. Sú taug er
röm, sem togar þannig í fiskinn,
ekki síður en sú, sem togar í far-
fuglinn — og raunar herra jarð-
arinnar líka, nema þann, sem er
alheimsborgari. En hve margt
mundi þá koma aftur af hafi af
uppfósturslöxunum úr klak'húsi
og eldistjörnum?
Ætla má, segja fiskifræðingar,
og styðjast þar við erlenda
reynslu, að um S0% vitji átthag-
anna. Hinir hafa lent í einhverj-
um hákarlskjaftinum.
Fiskeldi er mál, sem hrópar á
athafnir. Undirstaða þess að vel
takist er þekking, rannsóknir og
reynsla. Mikil erlend reynsla er
þegar fyrir hendi og gefur mikl-
ar bendingar. En innleftd reynsla
er þó það, sem ábyggilegast ætti
að reynast. Fiskrækt í ám og vötn
um gefur vonir um mikið. ekki
aðeins c.ð því er laxinn snertir,
heldur einnig silunginn, bæði
göngusilung og stöðuvatnasilung
— að ógleymdum regnbogasil-
ungi, sem er erlendur að upp-
runa. Tilraunastarfsemi þarf að
hraða en þó með allri gætni.
Framtíð búpeningsræktunar í
vötnunum er ótvíræð. Þar eru
möguleikar mikilir og margvís-
legir. Áhugi almennings á mikils
verðu máli er vaknaður. Margir
mundu gjarnan panta „sleppi-
seiði“ strax á morgun, ef unnt
væri að sinna slíkum pöntunum.
Stækkun og viðgangur fiskeld-
isstöðvarinnar í Kollafirði er að-
kallandi mál. Og fleiri slíkar
stöðvar þurfa eftir að koma
eða samhliða. Árnar bíða með
sín lífsskilyrði. Vötnin bíða með
sína möguleika. Bóndinn bíður
eftir því að geta gert sér arð og
MIKLAR umferðatruflanir
urðu í London á mánudai
vegna ólöglegs verkfalls flutn
ingaverkamanna. Neðanjarð-
ar járnbrautirnar stöðvuðusi
og öll umferð á strætum og
götum horgariimar tafðist stór
lega. Við biðstaði strætisvagna
mynduðust langar biðraðir og
>ést ein þeirra á meðfylgjandi
mynd. Myndin er tekin kl. 9
á mánudagsmorgun og bíður
þar fólk þess að komast til
vinnu sinnar. Margir þeirra,,
sem áttu langt að sækja, töfð
ust um fleiri klukkustundir.
verð úr ánni eða stöðuvatninu.
Veiðimaðurinn með stöngina bíð-
ur eftir meiri og betri tækifær-
um. Átu má auka í vötnum með
áburði. Og fiskinn má einnig ala
í þar til gerðum tjörnum ef henta
þykir, unz hann er fiálagshæfur.
Og þá er fiskrækt komin á hlið-
stætt stig og búpeningsrækt á
landi. Miklir möguleikar blasa
við og margþættir. En allt slíkt
kostar að sjálfsögð- fé og fyrir-
höfn. Tvö til þrjú togaraverð
mundu þar mikið segja og miklu
valda, ef notuð væru vel í þessu
skyni — “inar hundrað mil'jónir
eða svo til að byrja með. Verk-
efnið er heillandi eins og öll önn-
ur ræktunarstörf.
Umræðuíundir um vondumút
nútímuns og luusn ú þeim
d vegutm Alliance Francaise
FRANSKI sendikennarinn við
Háskóla Islands, M. Boyer, hefur
á vegum Alliance Francaise haft
forgöngu um að kalla saman á-
hugafólk, utan og innan félags-
ins, til umræðu um hiumanism-
ann á líðandi stund "ög um lausn
þá á ýmiss konar vanda í nú-
tímaþjóðfélagi, sem ýmsir fransk
ir rithöfundar og heimspekingar
hafa bent á. Er ætlunin að koma
saman á umræðufundi 1—2var
í mánuði. Hefur M. Boyer skipu-
lagt umræðuefnið og látið prenta
fyrir þátttakendur það helzta
sem fjallað verður um hverju
sinni, auk lista yfir bækur sem
gagnlegt er að lesa varðandi við-
fangsefnið.
Fyrsta umræðukvöldið var
haldið 22. janúar í Tjarnarkaffi
uppi. Ræddi M. Boyer þá al-
mennt þá umbrotatíma, sem við
lifum á, tíma sem krefjast endur-
skoðunar á gömlum verðmætum
eða sköpun nýs humanisma. Kom
hann víða við og var framsögu-
erindi hans hið fróðlegasta.
• Sjálflýsandí mynd
á siglingamerkin
Sæmundur Tómasson skrif-
ar:
- Af því tilefni að bilun á raf-
magnslínu að höfninni í
Grindavík og innsiglingarljós-
um á leiðinni inn í höfnina
urðu þess valdandi að m/b
Viktoría fór þar út af réttri
leið, eða gat ekki beygt á rétt-
um stað og tíma ,að því sem
mér skilst af skrifum og við-
tölum í blöðum, langar mig
til að vekja athygli á eftirfar-
andi.
Um hinn tiivonandi „Odds-
vita“ höfum við Guðbjartur
sálugi Ólafsson fyrrvemndi
forseti Slysavarnafélags ís-
lands oft rætt og frá ýmsum
hliðum. Við höfðum báðir
mikinn áhuga á þessum vita,
og mér er það vel ljóst hver
hætta er þarna á ferðum. þó
vel tækist til í þetta sinn, svo
ekki varð manníjón.
Eftir að þó nokkrir pening-
ar höfðu safnast ineð frjálsum
samskotum, var hafizt handa
og fengin tæki, nokkurs kon-
ar mdiomiðun, og voru þau
reynd nokkuð, en það kom í
Ijós að þau voru ekki hæf til
þess hlutverks er þeim var
ætlað. Eftir það fórum við
Guðbjartur sálugi að athuga
aðrar leiðir og kom þá fram
hugmynd um hvort ekki væri
hægt að setja einskonar mynd
af sr. Oddi V. Gíslasyni úr
sjálflýsandi efni eða því efni
sem sjáanlegt væri í dimm-
viðri og/eða í radartækjum,
sem flesxir oátar hafa nú orð-
ið. Þá mynd átti svo að setja
Næsti umræðufundur verðuí
mánudaginn 5. febrúar i Tjarn-
arkaffi og þá fjallað um þær
hugmyndir sem þegar hafa
komið fram til lausnar þessum
vandamálum og sem virðast ó-
fullnægjandi. Verða m. a hug-
myndir ýmissa franskra rithöf-
unda og skálda. Á þriðja um-
ræðufundinum verður svo fjall-
að um hugsanlegar lausnir. Eru
öllum sem áhuga hafa á þessum
umræðum frjálst að taka þátt i
þeim. • Umræðurnar fara fram á
frönsku.
en ha-n féll svo skyndilega og
sorgiega fljótt frá. Einmitt
þessvegna vil ég vekju st-
hygli Slysavarnafélagsins og
annarra góðra manna á þess-
ari hugmynd okkar, svo að at-
hugað verði hvort hún er þes3
virði að koma henni í fram-
kvæmd, ef hún telzt ön gg,
svo lan-t sem hún nær og
hvort þetta kann að geta af-
stýrt hættu sem alltaf er til
staðar ef út af ber á þessum
stað rg getur kostað ir.anns-
líf, ef svona fer oft. Reynum
að byrgja brunninn áður en
barnið felVpt' ofan í hann.
í hæfilegum stærðum á öll
leiðarljós eða við þau, t. d.
höfum við talað um að aðal-
myndin og sú stærsta yrði á
vitanum á aðalleiðinni inn
Djúpsundið, þar sem þarí að
sjást lengst út, en síðan aðrar
við beygjuna (á Snúningnum)
úr sama efni. Þyrfti þar ekki
eins stóra og ekki endilega
mynd af sr. Oddi frekar en
vildi. En í öllu falli þyrfti
efni, sem værl sjáanlegt í
myrkri og dimmviðri, og nógu
langa leið.
Reynið að byrgja
brunni
Ég veit ekki hvort Guðbjart
ur sálugi hafði komið þessan
hugmyud nokkuö áleiðis áður
• Peysufatakonur beri
sjálflýsandi merki
í sambandi við hugmynd
Sæmundar um sjálflýsandi
mynd á siglingamerkinu,
minnist ég þess að einhvern-
tíma, þegar ég ók á gangstétt-
arlausri götu í úthverfi ákvað
ég að koma þeirri áskorun á
framfæri við fullorðnar kon-
ur, sem ganga í íslenzkum bún
ingi eða eru svartklæddar, að
þær setji sjálflýsandi skjöld á
kápu sína engu síður en krakle
arnir. Svartklædd manneskja
rennur alveg saman við myrkr
ið nú í skammdeginu, og er í
stórhættu fyrir bílum, er um
götuna fara. Gæti það ekki
verið ein skýringin á því hve
oft gamalt fólk verður fyrir
bíl, að það gengur yfirleitt
það ekki fyrr en á síðustu
dökkklætt og bílstjórar sjá
stundu í myrkrinu?