Morgunblaðið - 01.02.1962, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.1962, Page 14
14 MORGUNJtr *aiÐ Fimmtudagur 1. febr. 1962 Sigurjón Einarsson skipstjóri Hvað bíður togara- útgerðarinnar á íslandi? ÍSLENZKUR sjóvarútvegur á í vök að verjast, undanfarið, þó einkum togaraútgerðin, eftir út- færslu landhelginnar og fisk- þurrð á fjarlægum miðum. í orði kveðnu ber öllum sam- an um að úr þessu þurfi að bæta, en varla eru það meir en orðin tóm hjá sumum, eftir því sem fram kemur nú, þegar á herðir. Hvernig menn snúast við þessu máli má ef til vill rekja til þeirr ar fádæma ævintýramennsku, sem greip um sig, þegar hvert bæjar og sveitafélagið af öðru heimtaði sinn togara og fékk hann, án þess að fyrir hendi væru nauðsynleg skilyrði á sjó eða landi um útgerð slíkra skipa og stundum varla nokkur maður fá anlegur á skipin. Var því ekki von að vel færi, enda hafa af- leiðingarnar ekki látið standa á sér og komið fram í ýmsum mynd um, sumum leiðinlegum í meira lagi. Væntanlega sjá allir, að erfið- leikar togaranna verða ekki leyst ir með því að bægja þeim frá landgrunninu og öllum sínum bestu fiskimiðum hér við land, sem tilvera þeirra hefir hvilt á frá því við höfum veiðar á þeim. Það segir sig sjálft, að einhlítu ráði er fylgt í eyðileggingu ís- lenzkrar togaraútgerðar, ef þeim skipum er bannaðar allar veiðar hér við land, en það er svona hér um bil búið að gera, en verður sjálfsagt betur gert með sömu stefnu og frekari útfærslu, sem lendir þá á togurum með sama þunga og erlendum veiðiskipum. íslenzkir togarar verða ekki reknir á þeim snöpum, sem þeim eru nú heimilar hér um slóðir. Höfum við efni á að henda togur unum okkar í brotajárn af þeim sökum? Er nokkur heil brú í því, þegar þess er gætt, að við er látin taka ennþá hættulegri veiðitækni sem beitt er af fullu afli af hundruð- um báta á þeim sömu miðum og togararnir áður stunduðu. Tog- ararnir eru rúmlega 40 að tölu. En við rökstuddum útfærsluna með því að hún væri nauðsynleg Hjartans þakklæti og kveðjur flyt ég börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum kunningjum og vin- um, sem heiðruðu mig á s.iötugs almæli mínu 24. jan. síðast liðinn. — Lifið hc-il. Jóhann B. Loftsson, Háeyri, Eyrarbakka Innilega þakka ég öllum þeim sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Kjartan T. Örvar Vinkona min BJARNFKÍÐUK JÓNÍNA BJARNADÓTTIR andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, 31. þ.m. Sigríður Jafetsdóttir. Eiginkona mín og fóstudóttir okkar VALGERÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR /Egisgötu 11, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu biiðjudaginn 30. jan. Jarðarförin fer +ram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 5. febrúar kl. 13 30. Björgvin Júníusson, Guðrún Jóhannsdóttir, Jcns. Eyjólfsson. ÞORLEIFUR JOHANNSSON skósmiður frá Stykkishólmi, Grettisgötu 24, er andaðist 22. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 2. febrúai kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sesselja Jónsdóttir, börn og tengdabörn Jarðarför eiginmanns míns, ÍVARS MAGNÚSSONAR fer fram laugardaginn 3. febr. kl. 1 e.h — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Grindavíkurkirkju. Ferð vérður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11 f.h. Guðný Stefánsdóttir, Steinaborg, Grindavík. Eiginmaður m;nn, faðir okkar og bróðir GUÐJÓN B. ÓLASON verður jarðsunginn föstudaginn 2. febrúar kl. 2,30 frá Fríkirkjunni. Blóm vinsamlegast afbeðin, en bent á líknarstofnanii'. Gyðríður Jónsdóttir, börn og systkini ' til verndar fiskstofninum, og : fiskveiðum landsmanna, sem væri aðalatvinnuvegur þjóðannn ar. Hvað er hægt að gera til að bjarga togaraútgerðinni, sem I gerð hefur verið homreka? Er hægt að jafna metin með hækkuðu fiskverði? Munurinn á ferskfiskverðinu hér og erlendis, er fyrir útgerð- ina geigvænleguA Fiskur upp úr skipi þarf að hækka í verði segja sjómenn- irnir og það er von að þeir segi það, því að þeir þekkja þennan mun manna bezt. Það myndi líka bæta tekjur þeirra og skipsins og það á líka svo að vera að til þeirra sé fyrst skipt. íslenzkur sjómaður dregur jafnverðmætan fisk úr sjó og hinn erlendi starfsbróðir hans miðað við sömu veiðiaðferð og að báðir séu á sama sjó. Útgerðarkostnaður er síst minni hjá honum og því er hinn mikli verðmunur honum torráð- in gáta. Ekki er hægt fram hjá því að fara, að oft fer fiskur hjá okkur og Norðmönnum í sömu verkun, á sömu markaði, svo að ekki rétt- lætir það lægra verð hér en þar. Sú rökfræði, að það gerir mun inn, að fiskur sé hér nærtækari nægir heldur ekki, því að bæði er það. að þeir fiska heima við eins og við, þótt þeir eigi lang- sótt stundum, en það eigum við líka svo þar er um tómt mál að tala. Ekki styðst þessi röksemi heldur við þjóðirnar við Norð- ursjó, því að hjá .þeim ræður gæðamatið algjörlega verðinu, og heima veiddi fiskurinn jafnan verðhæstur, þar eð hann kemur ferskastur á markaðinn. Nú er það spurning hvað veld- ur því að þeir. sem verkið taka að sér í landi hér. segjast ekki geta unnið með íslenzkum hönd- um fisk til útflutnings fyrir jafn- lágt eða sama verð og þeir úti. Þess vegna geti þeir ekki borgað sama verð fyrir fiskinn upp úr skipi. Afsakanirnar liggja ekki að fullu Ijósar fyrir en bent hef- ir verið á ýmsa kostnaðarliði sem þungt liggja á, svo sem háa vexti og útflutningsgjöld, hærri en hjá þeim norsku. ! Erum við þá nokkru nær því , að sjálfsagt er á þessum liðum ' lagfæringar að vænta, en samt i mun ekki fyllt skarðið í vör 1 Skíða. Meira mun þurfa í þann gífurlega verðmun á fiski hér og erlendis, eins og togarasölurnar sýna, en þeir hafa nú á s.l. ári selt fisk sinn í Þýzkalandi og Englandi að meðaltali fyrir meir en þrefalt heimaverð. Sýnist mörgum að minna mætti á milli liggja. En þetta er engin ný bóla, held ur aðeins nýjasta sönnunin um of lágt fiskverð upp úr skipi á Islandi. Hverra úrbóta. sem leitað verð ur, þá ættu menn að gæta þess að byrja á réttum enda fram- j vegis á skiptunum, en ekki eins og verið hefir með aukinni fisk- vinnslu í landi. að tryggja fyrst öllum, sem í landi vinna það, sem þeir vilja hafa en afhenda svo útgerð og sjómönnum -af ganginn, en það verkar í þá átt að sagt sé við þá: i Það varðar okkur engu hvort hann nægir til ykkar þarfa. Ofan á pessa köldu kveðju bæt ist illt umial eða ónot í garð þeirra, sem að veiðunum standa, ef þeir mögla um sinn hlut og eru það firn mikil hjá þjóð, sem I annars veit að hún byggir að miklu leyti tilveru sína á fisk- I veiðum. I Jafnframt því að útgerðin leggur til hinn ódýra fisk til út- flutningsvinnslu, þá leggur hún landsmönnum til ódýrustu fæð- una og þá einu, sem seld er hér langt undir heimsmarkaðsverði. A sama tíma ®g þýzkar og ensk ar húsmæður verða að kaupa 10—20 daga ísaðan fisk á verði, sem slagar upp í kjötverð. Vegna þessa mikla verðmunar vilja togararnir heldur selja í Þýzkalandi og Englandi en heima. enda kemur þá til greina hallalaus rekstur hjá þeim á móti botnlausu tapi, ef heima er landað. Hér skal því ekki slegið föstu, að mál þetta sé auðleyst, síður en svo. Þó verður ekki frá því hvikað. að fiskverðið verður að vera í samræmi við allan til- kostnað, og þetta verður að lag- ast svo fljótt sem auðið er og áður en allur flotinn er kominn í rúst, í bið eftir réttlátu fisk- verði og starfsgrundvelli. Hausatölusamþykktir þeirra, sem annarsvegar eiga persónu- legra hagsmuna að gæta, gegn heimild okkar fáu togara til veiða innan 12 mílna markanna, er lítið upp úr að leggja. Og þeg- ar þess er gætt að aðal andstað- an kemur frá mönnum, sem all- ar flóðgáttir vilja hafa opnar fyrir nælonnetum og dragnót, þá virðist ekki fiskverndin í sjálfu sér vera ástæðan hjá þeim í and stöðunni gegn því að 30—40 tog- arar fái takmarkað veiðileyfi innan fiskveiðitakmarkánna. Eg get ósköp vel sett mig inn í óskina um olnbogarúm bátasjó manna, en það er dýrt spaug að fórna togaraflotanum á altari bátaflotans af þeim sökum að bátasjómönnum þyki of þröngt um sig með nælonnetin. Menn mega ekki í þessu máli láta blind ast af gamalli andúð á togveiði erlendra skipa, sem stunduðu veiðar inn um allar víkur og voga hér og samanburðinn á önglaveiði landsmanna og þeirra. Það eru tvennir tímarnir og síð- an ' nælonnetin og dragnótin komu til sögunnar, er það mjög um deilt, hver sé mestur skað- valdurinn á íslenzka fiskstofn- inum. Það má hiklaust fullyrða að þau tonnin sem þessir fáu togar- ar tækju úr stofninum innan markanna, ef þeim heimilaðist veiðin, hyggju ekki stórt skarð í hann og sama magn tekið með dragnót og nælonnetum, því að þar í mundu ekki verða eins margar hrygnur og smáseyði. Þess utan yrðu þau á fleiri vegu dýrmætustu tonnin, meðal ann- ars fyrir það, að þau mundu mik- ið rétta úr fyrir togaraútgerðinni eins og brýnust er þörfin nú sem stendur. Sjálfsagt er að skipuleggja veiðar íslenzkra fiskiskipa innan fiskveiðilögsögunnar og hafa hönd í bagga um notkun veiðar- færa. Það er samt ekki áhyggjur af fiskstofninum eða strádrep- andi veiðarfærum. sem fram koma i áskorun til alþingis um að leyfa togurunum ekki neinar veiðar á sínum fyrri miðum inn- an fiskveiðimarkanna, heldur er sú ástæða tilfærð, að það mundi skaða bátana, og er þá auðvitað átt við, að það mundi hefta neta- lagnir þeirra, sem eru allt of miklar að margra dómi. Þessi ástæða er hvorki sann- færandi né mikilvæg. Henni verður því að taka með varúð, þegar jafn mikið er í húfi og togaraútgerðin. Til hvers höfum við þá barizt til aukinna yfir- ráða yfir landgrunninu, ef við ekki kunnum önnur rök, þegar við ræðum um hagnýtingu landgrunnsins en þau, að einn sé fyrir öðrum við veiðarnar? Manni verður á að hugsa i þessu sambandi til þeirra tíma, þegar hundruð erlendra skipa voru samhliða íslenzka flotanum á umræddum miðum við veið- ar. En nú, þegar við erum bún- ir að bægja öllum útlendingum frá, þá á hvergi að vera pláss fyrir 40 íslenzka togara á mið- unum vegna þrengsla? Hvílík fjarstæða! Ekki veit ég hvaðan það er komið að það muni álitshnekkir út á við, ef við nýtum fiskveiði- réttindin fyrir öll okkar veiði- skip, þar með talið togarana. Hitt kannast ég við að hafa orðið að standa fyrir svörum út af því, sem kallað hefur verið hreinn molbúaháttur, að leyfa jafnvel ekki okkar eigin skipum að ná í dýrmætasta fiskinn, kol- ann og ýsuna, og hefur þá verið um togarana að ræða. Þannig skilja útlendir menn það ekki, hve stórir steinar eru lagðir í veg fyrir togaraútgerð á Is- landi. Davíð Ólafsson sagði það í ársfréttum frá sjávarútvegin- um, að útfærsla fiskveiðimark- anna hefði orðið allri þjóðinni til góðs. Það er rétt, að til þess var ætlazt. En er það nú svo, ef það leiðir til þess að gengið sé af togaraútgerðinni dauðri? ‘Norðmeiín hafa leyst þetta mál á þánn veg að þeír heimila sín- um togurum veiðar upp að 4—6 mílum .frá grunnlínum. Hafa þó togveiðar aldrei verið jafn snar þáttur í þeirra lífi og okkar. Sigurjón Einarsson, ______________skipstjóri. Samkomw K. F. U. M. Aðaldeildar-fundur í kvöld kL 8.30. Jóhann Hannesson, pró- fessor flytur erindi: „Misgengis- línur í sögu íslenzkrar kirkju“. Kaffi. Séra Bjarni Jónsson, vígslu biskup, hefur hugleiðingu. Allir karlmenn velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8.30. —» Sennilega síðasta samkoman að Hverfisgötu 44. Samkoma fellur niður nk. sunnudag. Verið vel- komin á samkomuna í kvöld. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30 almenn sam- koma. Kafteinn Höyland og frú stjórna og tala. Föstudag, Hjálp- arflokkurinn. Allir velkomnir. áfc, SKIPAUTGERB RIKISÍNS M.s. HEKLA austur um land í hringferð hlnn 6. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Páskrúðs- fjarðar, Heyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Raufarhafnar, Húsavík- ur og Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.