Morgunblaðið - 01.02.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.02.1962, Qupperneq 20
20 MORGllTSJtLAÐIÐ Fimmtudagur 1. febr. 1962 Barbara James: 15 Fögur og feig Ég veit að minnsta kosti, hverju hún kom til leiðar. Ég hef enga hugmynd um, hvað þú átt við, sagði hann þreytulega. En ég þarf að fara. Eg er þegar orðinn of seinn á æf- inguna. Þegar ég var orðin ein, var ég fullkomlega ringluð. Þetta hlaut að hafa verið sjálfsmorð. Þessi tilgáta lögreglumannsins um. að það hefði verið morð. var bara bragð til að sjá, hvaða áhrif það hefði á okkur. Og það hafði sann- arlega haft á'hrif á mig. Eg vissi, að þetta var sjálfsmorð, en gat bara ekki sagt það. Enginn hefði getað komizt inn í íbúðina, á þessari örskömmu stund frá því Rory fór út og þangað til ég kom þar inn, síðari hluta þriðjudags- ins. A þessum tuttugu mínútum eða þar um bil. hlaut hún að hafa skotið sig. Ef ég hefði bara komið efurlítið fyrr. hefði hún verið lifandi og þetta hefði aldr- ei komið fyrir. Ef bara stúlkan hjá henni, hefði aldrei komið heim um kvöldið, hefðu þessar grunsemdir lögreglunnar um tímann aldrei komið til greina. Já .... ef .... ef .... Þá mundi ég nokkuð. Það var eins og hjartslátturinn í mér fyllti alla stofuna. Eg gekk að innbyggða skápnum og opnaði hann. Ekkert þar virtist hafa verið hreyft. Þarna voru tveir yfirfrakkar af Rory, regnkápa af mér, tvær regnhlífar. hattaaskja, askja sem Vandy átti og fiski- net á stöng. sem Tim átti og hafði [ á einhvern óskiljanlegan hátt ver ið skilið þarna efth, í eina skipt- | ið sem hann hafði komið þarna. | En þar var nægilegt rúm fyrir mann að fela sig. Eg gekk aftur inn í setustofuna. Næstum ósjálf- rátt greip ég símann og hringdi á Leó. Leó kom og sótti mig í bílnum sínum rétt eftir hálfþrjú. Fyrirgefðu, að ég gat ekki komið fyrr, sagði hann. Eg var í hádegisverði með viðskiptavini og gat ekki losnað. Mér finnst þú nú vænn að vera yfirleitt að eyða tímanum þín- um í mig. sagði ég. Eg veit, hvað þú hefur mikið að gera. Eg verð nú að sjá um Rory — og það er mér mikilvægt áhuga- mál, að það takist. Hann ex ein- stakur og mér er áríðandi að gæta hagsmuna hans vel. Vernda hann í þessu laiðinlega máli, eft ir því sem mér er unnt. Eg horfði á skarpleitt ránfugls- andlitið, er hann gætti að um- ferðinni. Það var ósveigjanlegt á svipinn og vottaði jafnvel fyr- ir grimmd í því. En mér var það mikil huggun. Þegar hann var einhversstaðar nærri, fannst mér þetta ekki nærri eins vonlaust og kvíðvænlegt. En ég hef enga umsjón með þér, nema óbeint sem konu Rorys. En ég vildi bara, að ég hefði það. Tónninn var ópersónulegur. Aftur fann ég til þessa undarlega samblands af óbeit og hrifningu, sem nærvera hans olli hjá mér. — Mamma. Þú skalt gefa Lilla indíánabúning í afmælisgjöf. Hann beygði inn í Hyde Park við Marmarabogann og ók fram með qorðurbakka tjarnarinnar, en stanzaði svo alveg við hana. Þetta er ekki verri staður en hver annar til að tala saman í heyrði tíðindin í gærkvöldi — | Já, ég skal lofa þér því, ef þú sorg hans yfir dauða hennar og heldur- að það sé hyggilegast. fullkomin hreinskilni hans við Mig furðaði á þessum ákafa I lögreglumanninn. Eg þori að honum. sverja að það hefur enginn leik- Það er fyrir öllu, sagði hann araskapur verið. stuttaralega og tónninn í honum næði, sagði hann. Segðu mér alla söguna. Eg gerði það. Eg sagði honum alla söguna. Hann hlustaði án þess að gripa fram í fyrir mér og ég gat ekki merkt. að hann yrði einu sinni neitt hissa. Sýndi lögreglumaðurinn af sér nokkurn grun, um að líkið hefði verið flutt? sagði hann. Nei, það held ég ekki. Þá þarftu ekki að hafa nein- ar áhyggjur. Lögreglan verður að rannsaka svona mái vandlega. Það er ekki nema eðlilegt, að þeir þurfi að spyrja Rory, sem hefur líklega séð hana lifandi síðastur manna. Þetta upplýsist allt innan fárra daga. Það er eng inn vafi á. að þetta hefur verið sjálfsmorð og ég er viss um að lögreglunni dettur ekki annað í hug . Hann var algjörlega sannfær- andi og jafnvel dálítið óþolinmóð ur við mig. Það er vel hugsanlegt, að þetta hafi verið morð, Leó. Þegar ég kom fyrst inn í íbúðina, fannst mér endilega einhver vera þar inni — ég hélt að það væri Rory — og líklega Crystal lika — í svefnherberginu En ég kom mér ekki að því að fara þangað inn og gá að því. Það stóðu tvö glös, sem þau höfðu notað á borðinu. Eg fór með þau fram í eldhús. Meðan ég var að þvo þau. heyrði ég eins og ofurlítinn smell í hurðinni. Eg kallaði, en enginn maður. Ertu viss um það? Bæði svip- ur hans og rómur voru litlaus- ir og áherzlulausir. Já, alveg viss, enda þótt ég hugsaði alls ekki um það fyrr en lögreglumaðurinn kom. Mér fannst það ekki hafa neina þýð- ingu. Eg hélt, að kannske hefði það verið í hurðinni í íbúðinni á móti. Það hefur vafalaust verið. En skilurðu ekki Leó, að þetta hefði getað verið einhvec, sem hefði falið sig í skápnum og svo læðzt burt meðan ég var frammi. Hann leit einkennilega á mig. Eg er hræddur um. að ímyndun- araflið sé að hlaupa með þig í gönur, Rosaleen. Kann að vera. Ef einhver hefði skotið hana til bana í íbúðinni þinni, hvers- vegna var hann þá að koma aft- ur og flytja líkið burt? Hvaða 'hugsanleg ástæða gat verið til þess? Það er alls ekki óhugsandi þó að það virðist svo. En ef þetta hefur ekki verið, þýðir það sama sem, að Rory hefur flutt hana, og það er álíka óhugsandi. Hversvegna það? Hún var ekki heima hjá sér klukkan hálfsjö, og þá var Rory kominn í leikhúsið. Það þýðir sama sem að hann hefur ekki getað gert það fyrr en sýning- unni var lokið. Og sá tími hefði verið naumur. Hann var kominn heim fyrir miðnætti. Auk þess Auk þess hvað? Viðbrögð hans voru svo eðli- leg. Hryllingur hans þegar hann Rory er furðulegur maður. Eg held, að hann sé aldrei að leika. Hann trúir fullkomlega því, sem hann er að gera á hverri stundu — og leikur getur fyrir honum verið eins eðlilegur og raunveru- leikinn sjálfur. Það var satt. Eg minntist hinn- ar eðlilegu kæti hans þegar börn- in voru að leika leika sér í skemmtiferðinni. Kannske þekkti ég ekki Rory almennilega. Kannske enginn raunverulegur Rory væri til. Himinninn var allur skýjaður og ofurlítill rigningarsuddi var yfir tjörninni. Þarna var fátt fólk á ferli en þó var þarna gam- all hrumur maður að gefa fugl- unum úr bréfpoka. Dúfurnar settust á axlirnar á honum og mávarnir stungu sér á flugi og gripu molana með furðulegri fimni og nákvæmni. Litskrúðug- ar endur flugust á um matarmol- ana. Það mátti sjá ánægjuna, sem gamli maðurinn hafði af þessu iðandi lífi allt kring um hann. Eg hugsaði með mér, að líklega þekkti engin mannleg vera þenn an mann, en fuglarnir þekkja hann og þarfnast hans — þeir fyrirlíta hann ekki Þeir gefa honum ástæðu til að vera til. Hversvegna spurðirðu hann ekki sjálfan? Eg hrökk við og áttaði mig aftur. Hvernig gat ég hafu orðið svona utan við mig? Spurði ég hann að hverju? Því spurðirðu ekki Rory, hvort hann hefði flutt Crystal. eftir að hún var dáin? Hversvegna hef- urðu sýnt mér trúnað en ekki honum? Hann leit á mig fast, en órólegur á svipinn. Eg veit það ekki. Það er kom- inn einhver veggur milli okkar. Eg get ekki lengur talað við hann. Og af því að ég sagði hon- um ekki hreinlega, að ég hefði komið að henni dauðri, þá verð- ur það æ erfiðara eftir því sem lengra líður frá og nú .... Og nú .... ýtti hann undir mig. Ef hann hefur í raun og veru flutt hana, vill hann geta trúað því, að enginn viti um það, nú eða framvegis. Ef hann gerði það ekki og veit ekkert um það — ef hann heldur, að hún hafi dáið heima hjá sér, þá þori ég ekki að segja honum sannleik- ann. Ef ég gerði það væri hann alveg vís til að fara til lögregl- unnar og segja henni alla sög- una. Einmitt. Og þessvegna var rétt hjá þér að segja honum ekki neitt. Hann tók í höndin á mér. Rosaleen .... veiztu hvað þú átt að gera? Nei. Þú átt að gera það, sem erf- iðast er af öllu. Láta eins og ekkert sé og þú vitir ekki neitt. Haga þér alveg eins og ekkert sé um að vera. Segja engum neitt, allra sízt Rory .. stein- þegja yfir þessu, sem þú hefur sagt mér. Hann þrýsti hönd mína til þess að leggja áherzlu á orð sín. Lofaðu mér því. bætti hann við með mikilli áherzlu. varð allur annar. Vertu nú ró- leg, elskan. Eftir fáa daga er þetta allt saman búið að vera — allar áhyggjur þínar. Ef út i það er farið. þá var það nú nær- gætnislegt af Crystal að hverfa af sviðinu, enda þótt hún hafi gert það á óþægilegan hátt fyr- ir ykkur. Þú hefur hjálpað mér mikið, Leó. Ekki veit ég, hvernig ég hefði farið að án þín. Hann setti upp bros, sem gerði hann mörgum árum yngri. Eg geri það, sem ég get. Veiztu hvað þú gerir nú í kvöld? Eg hristi höfuðið . x Eg hef miða á frumsýningu á Alec Guinness-mynd, og þú kemur þangað með mér Nei. Og svo nefnum við ekkl Crystal Hugo á nafn, Á eftir ná- um við í Rory og borðum svo kvöldverð einhversstaðar þar sem nógu margir geta séð okk- ur. Við verðum að láta sjást. að þetta atvik í sambandi við Crystal Hugo sé okkur alveg óviðkomandi. Eg ætla að panfca borð í Savoy. SUUtvarpiö Fimmtudagur 1. febrúar 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna — (Guðrún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfí*. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: Um Svarta dauða; fyrrl hluti: Eðli og útbreiðsla veikinn ar (Páll Sigurðsson, læknir). 20:30 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Jóhann Sebastian Bach; II. Árni Arinbjarnarson leikur — Dr. Páll ísólfsson flyt- ur fáein formálsorð. a) Fantasía og fúga í g-moll* b) Sónata í c-moll. 21:00 Dagskrá Sambands bindindisfé- laga í skólum: a) Ávarp (Róbert Jónsson for- maður sambandsins). b) Þáttur úr félagslífi nemenda héraðsskólans* að Laugar- vatni: Frásagnir, söngur og hlj óðf æraleikur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: ..Marmennill", smá- saga eftir Jan Neruda, í býðingu Málfríðar Einarsdóttur (Margrét J ónsdóttir). 22:30 Harmonikuþáttur: Högni Jóns son og Henry J. E.vland hafa um- sjón með höndum. 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 2. febrúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurfr.)* 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 ,,t»á riðu hetjur um héruð": Ingl mar Jóhannesson segir frá Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétiir, — Tónleikar. — Kæru eldri borgarar. Eg ætla að biðja Lýdíu Kyle, sem er nýkom- in, að leggja sþurningu fyrir Mysti- kus Metallíkus..... Fru Lýdía spyr þessarar venjulegu spurningar, góðir gestir: „Hvar fæddist ég?“ Það eru ekki margar konur, sem spyrja „hvenær“......Þær vita að Mystikus segir sannleikann! 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Bj'örgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; XII: Alexand er Kipiais syngur. 21:00 Ljóðaþáttur: Bríet Héðinsdóttú? les kvæði eftir Sigurð Breiðfjörð, 21:10 ,,Lævirkjakvartettinn“: Strengja kvartett í D-dúr op. 64 nr. 5 eftir Haydn (Janacek kvartettinn leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnua ar“ eftir J. B. Priestley; IX, (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. a) Þýzk lög í flutningi þarlendra listamanna. HVespumar", leikhústónlist eftir Vaughan Williams (Filharm oníuhljómsveit Lundúna leik- ur; Sir. Adrian Boult stj.). 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.