Morgunblaðið - 01.02.1962, Side 24
Fret tasimar Mbl.
— eftir lokon —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
Lambakjöt
Sjá bls 13.
26. tbl. — Fimmtudagur 1. febrúar 1962
VERIÐ er aff Ieggja síðustu
hönd að verki í nýja verka-
mannaskýlinu við höfnina.
I»að verður rúmgott og vist-
legt. — Mynd þessi er tekin
úr aðalsal skýlisins, J*ar sem
sér yfir höfnina.
Ljósm. M'bl.: Ól. K. M. (
Eldur í Þor-
katli Mána
KL. 20,40 í gærkvöldi var slökkvi
liðið kvatt að togaranum Þor-
katli Mána, þar sem hann liggur
við hafnargarð. Hafði eldur kom-
ið upp í togaranum frá olíukynd-
ingu í hásetaklefa fram í. Eld-
urinn var fljótlega slökktur og
urðu engar teljandi skemmdir af
völdum hans.
Gjaldþrotaskipti
ísafirði, 31. janúar. —
EINS og skýrt heifur verið frá
í blöðunum, fór fram nauðungar-
uppboð á eignum ísfirðings h.f.
29. jan. s.l. í fyrradag hélt svo
stjóm félagsins fund. Á fund-
'innm ákvað félagsstjórnin a@
láta fara fram gjaldþrotaskipti,
vegna breyttra viðhorfa, sem
Skapast hafa við það, að megin
hluti af eignum félagsins hafi
verið seldur á uppboði. — Frétta-
ritari.
Færð þyngist sunnanlands
Hellisheiði orðin ófær
NOKKUR snjókoma hefur verið
hér sunnan lands sl. sólarhring,
svo vegir tepptust til Reykja-
víkur í gærdag — eða voru um
það bil að teppast. T. d. var
Hellisheiði svo til ófær stórum
bílum síðdegis í gær — og al-
gjörlega minni bílum.
Mbl. hafði í gær samband við
Vegamálaskrifstofuna, og tjáði
Kristján Guðmundsson birgða-
vörður, blaðinu, að Hellisheiði
væri þá að lokast stærri bílum,
én hefði um morguninn verið
orðin ófær öllum minni bílum.
Þó myndu mjólkurbílar reyría
að brjótast yfir hana og hefðu
lagt á heiðina einhvern tíma um
daginn, enn ékkert hefði frétzt
af því, hvernig þeim gengi.
★
Krísuvíkurleiðin var hreinsuð
snemma 1 gærmorgun, aðallega
brekkur og slakkar, og tókst að
halda henni opinni fyrir bif-
reiðir, sem voru á leiðinni að
austan. Eftir hádegi var svo bíll
með tönn sendur af stað — en
hann hafði verið lítils háttar í
ólagi fyrr um morguninn — til
Keflavíkurflugvöllur
lokaðist í gær
50 manna rutubíll fauk út af veginum
Keflavík, 31. jan.
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
hefur verið SV-éljagangur og
skafhríð í allan dag og vindur
komtzt í éljaganginum allt upp í
10—12 vindstig.
Tvær flotaflugvélar, sem lentu
um eftirmiðdaginn, hafa tafizt
úti á flugbrautum vegna hálku
og veðurhæðar. Er ekki talið
fært að aka þeim inn á flugvéla-
stæði fyrr en veðrinu slotar.
Áætlunarflugvél Loftleiða frá
Noregi sneri til Prestwick eftir
um hálfrar stundar flug til
Keflavíkurflugvallar. Áætlunar-
flugvél Pan American beið hins
vegar í Prestwick.
Flugvöllurinn hefur alveg lok
azt í éljunum, en verið sæmi-
lega bjart á milli. Keflavíkurút-
Framh. á bls. 23
þess að fylgjast með Krisuvík-
urleiðinni og bifreiðum, sem
voru á ferð.
Hvalfjarðarleiðin hafði lítið
spillzt og var fær öllum bifreið-
um. Lítilsháttar hafði snjóað í
Mosfellssveit, en þó ekki svo að
vegir spilltust. Nokkur snjór var
einnig á Hafnarfjarðarvegi og
talsverð hálka sums staðar, en
verið var að hreinsa hann eftir
hádegi í gær.
Talsvert snjóaði á Snæfells-
nesi sl. sólarhring og má búast
við að vegir teppist þar eitthvað
í bráð, en Vegamálaskrifstof-
unni höfðu ekki borizt fregnir
þaðan, er blaðið hafði samband
við hana. En fregnir höfðu bor-
izt um það, að Bröttubrekku-
vegur, vegurinn í Dalasýslu úr
Borgarfirði, væri að lokast.
Askja hvít
og köld
BJÖRN PÁLSSON, flugmað-
ur, flaug norður til Þórshafn-
ar í gær, og vegna frétta um
að Askja kynni að vera farin
að hreyfa sig aftur, fór dr.
Sigurður Þórarinsson með
’ honum. Flugu þeir yfir Öskju,
en þar var allt dautt að sjá.
Sigurður sagði að veður
hefði verið heldur leiðinlegt,
en þó hefðu þeir getað séð
nægilega vel niður að gígun-
um. Þeir voru hvítir af snjó og
alveg kaldir, og ekki vottur af
neinni gufu. Taldi Sigurður
að það sem sást úr Mývatns-
sveitinni hefði líklega verið
uppstreymi sem myndaði
hnoðraský.
Hætt verði
við ríkis-
rekstur
d Ýmsuin sviðum
V arðarfunduir
í gærkveldi
„RÍKISREKSTUR og einka
sölur“ voru til umræðu á al-
menmun félagsfundi, er
Landsmálafélagið VÖRÐUR
efndi til í Sjálfstæðishúsinu
£ gærkvöldi. Þar hafði Þor-
varður Jón Júlíusson hagfræð
ingur framsögu, en fjörugar
umræður urðu að ræðu hans
lokinni og stóðu þær enn yfir,
er blaðið fór í prentun í gær-
kvöldi.
í upphafi ræðu sinnar vék
Þorvarður að þvá, að í lýðræðis-
rlkjum væri mjög d,eilt utm, hve
langt slkuli farið í ríkisrekstri,
iþótt menn almennt séu sammála
um, að það fari betur á sumum
sviðuim, svo sem þeim, sem beyra
til löggæsliu, menningarmiála og
heiibrigðismlála, fyrirtækja eins
og póstis og síma o.s.frv. Hins
vegar sé auðlséð, að til mikilla
hagsbóta yrði, ef hætt yrði við
ríkisrékstur á ýmisum sviðum
öðrum og nefndi hann þar sér-
staiklega til Lanidsismiðjuna, Við-
tælkjaverzlun ríkisinis, ö.fl. og
leiddi hann rök að því, að þau
fyrirtæki yrðu betur komin
í höndum einstaklinga.
Aðrir ræðumenn tóku mjög I
sama streng, fanmst þeim öllum,
að of miikið væri hér um ríkis-
rekstur og einkasölur, þótt ekkl
hafi þeir allir vilja ganga jafn
langt í þeim efnium. — Er blaðið
fór í prentun í gærkvöldi höfðlu
þessir menn tekið til máls auk
framsögúmannis: Lúðvig Hjálm-
týsson framfcvst., Vilihjálmur H,
Vilhjáimsson stórkaupm., Birgir
Einarsson apótekari og Jón Hjör-
leifssön viðskiptafræðingur.
Nánar verður sagt fiá. fundin-
um síðar. í
Unglingar óskast til að hera
blaðið til kaupenda í eftir-
talin hverfi:
Grenimel og Hvassaleiti.
Hafið samband við af-
greiðsluna, sími 2-24-80.
Sjötug kona lá mjaömar-
brotin í fimmtíu tíma
eín á bæ, matarlaus og í kulda
fsafirði, 31. janúar —-
UM tíuleytið sl. sunnudag varð
Jóhanna Þórðardóttir á Arngerð-
areyri í ísafjarðardjúpi fyrir því
slysi að detta á stofugólfi með
þeim afleiðingum, að hún mjað-
marbrotnaði.
Á Lítið um mannaferðir.
Jóhanna, sem er nær sjöftug að
aldri, hefur búið eiin á Arngerðar-
eyri í tæp tvö ár. Enginn sími er
á bænum og engar mannaferðir
nema í sambandi við Djúpbátinn,
sem kernur þar við á þriðjudög
um' og föstudö'gum, og þá sjald-
an er þangað kornu menn af
næstu bæjum, sem eru Lauga-
ból og bæir í Langadal.
Á Beið í 50 tíma.
Eins og fyrr sagir, mjaðmar-
brotnaði Jóhanna á sunnudags-
morgun sl. og gart hún sig ekki
hreyft fyrst í stað, en skreidd-
ist síðan að dívani og gat náð
þar í sængurfatnað til að hlúa
að sér. Þannig lá hún matarlaiuB
og í kulda þar til á þriðjudaig,
er Sigurður Þórðarson bóndi að
Laugarbóli, bróðir hennar, kom
að henni. Þá var hún búin að
liggja þama svona á sig komin |
fimmtíu tíma.
Á Jóhanna hress.
Svo vel stóð á að Djúpbáturinm
kom um lfkit leyti og Sigurður,
og var Jóharxna flutt með honum
til ísafjarðar, þar sem hún var,
lögð inn í f jórðUngssjúikraihúsið,
Jóhönnu líður vel eftir atvik-
um og er hin hressasta. — AKS.