Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 11

Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 11
Föstudagur 9. febr. 1962 MORCT’Nnr A fí 1 fí 11 Bjartmar Guðmudsson Hin „samræmda árás“ í MBL. 2. þ. m. og í Tímanum daginn eftir birtist „Athuga- semd um útflutning dilkakjöts" eftir Helga Pétursson, fram- kvæmdastjóra útflutningsdeildar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. Fullyrðir hann þar að þingsályktunartillaga ein, sem liggur fyrir Alþingi, sé einungis flutt í árásarskyni á Samband- ið, sé einn aðalþáttur í „sam- ræmdri árás“ á það. Þetta er dálítið stór fullyrðing og naum- ast sæmandi jafn gáfuðum manni. En þingsályktunartillag- an er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tilraunir verði gerðar með útflutning á dilkakjöti, þar sem reyndar verði nýjar aðferð- ir með pökkun og verkun á kjötinu. Verði kannaðir til þraut ar hugsanlegir markaðsmöguleik ar fyrir dilkakjötið í hverju því formi, sem gefur hagstæðast verð“. Greinargerð fylgir að sjálf- sögðu, sem skýrir enn nánar hvað fyrir flutningsmönnum vakir. A Búnaðarþingi síðastliðinn vetur var samþykkt ályktun með samhljóða atkvæðum, er gekk í sömu átt, að öðru leyti en því, að þar er áskoruninni beint til Framleiðsluráðs land- búnaðarins og Sambands ísl. •amvinnufélaga, og landbúnað- arráðuneytisins 1 þriðja lagi að atanda undir kostnaði við markaðsleit að einhverju eða öllu leyti. Bendir Bendir Bún- aðarþing m. a. á I skynsamlegri greinargerð, að t.d. sjávarafli •é nú að miklu leyti unninn, flakaður og pakkaður í frysti- húsum og matbúinn á borð neytendanna og að svipuð með- ferð á kjöti, sem út er flutt, hljóti að vera orðið timabært verkefni. Þáttur SlS i útflutningi dilka- kjöts um áratugi hefur verið mikilsverður enda hefur það lengst verið eini útflytjandinn. Starf H. P. hefur þar einnig verið mikilsvert. En þar með er þó ekki sagt að ógjörlegt sé að umbæta þeirra verk nú um leið og breyttir tímar koma með nýjar kröfur. Sú aðferð, sem á •ínum tíma var bezta aðferðin, eð flytja kjötið út í heilum ekrokkum, hlýtur nú að gerast úrellt með hverju árinu sem líður. H. P. bendir á að nú hafi það enga hagnýta þýðingu fyrir bændur, hvort meira eða minna fáist fyrir útflutt dilkakjöt, ríkissjóður borgi mismuninn á útflutningsverði og verðlags- grundvallarverði samkv. lögum frá 1960. Og lesandanum skilst að bændur og búalið eigi ekki að vera að skipta sér af þess- um málum. Þetta er furðuleg Staðhæfing. Eða hversvegna mundi það ekki hafa hagnýta þýðingu fyrir bændur, eins og aðra Islendinga, að spara rikis- sjóði útgjöld? Verðtryggingin frá 1960 hefur reynzt bændum mikilsverð. Á síðasta ári fengu þeir í fyrsta sinn grundvallarverð vísitölu- bús fyrir vörur sínar samkvæmt 6 manna nefndar samkomulagi. Allir kjósa fyrir því, að sem minnst þurfi á því að halda eftirleiðis að ríkissjóður greiði útflutningsuppbætur á vörur þeirra — greiði þær niður fyr- ir erlenda kaupendur. Og verð- tryggingarákvæðið gerir það m. a. eðlilegt að ríkið beiti sér fyrir því að leitað sé nýrra ráða til að fá verðhækkun á dilka- kjötinu erlendis með þeim hætti, sem umrædd þingsálykt- unartillaga bendir til. Enda er hún í samræmi við ýmsar aðr- ar tillögur, sem fluttar hafa ver ið varðandi sjávarútveginn. Hér skal að sjálfsögðu engu um það spáð, hvort bjartsýni þeirra manna, sem hreyft hafa þessu máli, bæði á Búnaðarþingi og Alþingi, reynist drýgri er fram í sækir en íhaldssemin og svartsýnið. Flest bendir þó á að svo verði. 1 fyrsta lagi: gjörbreýttar kröfur um meðhöndlun mat- væla í hendur neytenda. I öðru lagi: íslenzkt lamba- kjöt hefur unnið sér það álit, að nú sé það jafnvel bezta dilkakjöt, sem á markað kemur. H. P. segir að þessu valdi bragð gæði og það að minna sé af fitu í íslenzka kjötinu en flestu eða öllu öðru kjöti. Þessi glæsilegi vitnisburður lofar að vísu ekki hærra verði. En áreiðanlega gefur hann mikl ar vonir um hækkandi verð, ef kjötið kemst á rétta staði í rétt- um umbúðum. Útflutningsuppbætur eru út af fyrir sig ekki fagnaðarefni fyrir neina, þó þær séu nauð- synlegar í dag. I framtíð veltur sauðfjárbúskapur hér á landi á því að dilkakjötið nái því áliti og um leið verði, sem gerir þann atvinnuveg eftirsóknar- verðan. Möguleikar til fjórrækt ar og fjárfjölgunar eru miklir: ónotað land, sem rækta má og víðlendar heiðar, sem einnig má umbæta sem haga. En því að- eins á þessi atvinnuvegur fyrir sér vöxt og viðgang, að hann geti skilað fullum daglaunum til þeirra, sem að honum vinna og þar veltur allt á verði vör- unnar. Og framtíð íslenzkra sveita er ekki hvað minnst und- ir því komin hvernig fer um sauðfj árræktina. Svo þakka ég Helga Péturs- syni fyrir fróðleikann í athuga- semd hans og bið hann að hug- leiða um leið, að talið um árás- na stafar af of mikilli viðkvæmni og misskilningi. Ný sending UllarkjáSar Skólavörðustíg 17 ATVINIMA Stúlka óskast nú þegar i efnagerð. — Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: Dugleg — 7116. 5 krifs tofustúlka Innflutningsverzlun vill ráða til sín góða skrif- stofustúlku með Verzlunarskólamenntun. — Umsóknir sendist afgr Mbl. merktar: „Vélritun — 7918“, fyrir 11. þ.m. - Jcluklcu V'' s kjr^ÁXÁbwwjírxi r sbcLÍvöruf Skjuifþóf Jor\ssor\ & co rfaftw/stvcelij tf. P í P IJ R Svartar og galvaniseraðar væntanlegar í lok þessa mánaðar Tökum við pöntunum Vinsamlegast endurnýið eldri pantanir HELGI MAGMIJSSOINI & CO. Hafnarstræti 19 — Sími 1-31-84 Úrval af vönduðum Hollenzkum vetrarkápum og kuldahúfum tekið upp í dag. — Lágt verð Bernhard Laxdal Kjörgarði bbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb STAHLWILLE Stakir lyklar og toppar í tommu- og millimetramáli Skröll, sköft og átaksmælar. yggingavörur h.f. Síml 35697 Lougoveg 178 I IMÆTLRKLLBBIMIilVI tvcggja manna — 2 stofu stólar ÓKEYPIS AÐGANGUR Fríkirkjuvegi 7 mánudaginn 12 febrúar kl 8,30 (Vinningarnir eru til sýnis í glugga MarkaðS' ins Hafnarstræti 5) Borðapantanir í síma 22643. F. F. M. acrcro’crcro'o’cracro-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.