Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 12

Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 12
12 MORGUNBLZÐ1Ð Föstudagur 9. febr. 1962 Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. • Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: ^ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HEILBRIGÐ SKATTA- LÖGGJÖF jMns og skýrt var frá í blað- inu í gær hefur ríkis- stjórnin nú lagt fram frum- varp að heildarlöggjöf um tekjuskatt og eignaskatt. Inn í þá löggjöf eru felld ákvæði laganna vun lækkun tekju- skatta einstaklinga, sem ork- uðu því að skattgreiðendum fækkaði úr 63 þúsundum í 16 þúsund. Þá eru þar einnig ýmis nýmæli til hagsbóta einstaklingum, en fyrst og fremst fjalla hinar nýju breytingar þó um lagfær- ingu á sköttum fyrirtækja, eins og stjórnin hafði heitið. Með þessari löggjöf má segja að hag fyrirtækja yrði sæmi- lega borgið. Þau ættu að geta haldið eftir nokkurn veginn nægilegu fjármagni til endurnýjunar og aukningar og síðast en ekki sízt ætti nú að vera hægt að fylgja því fast eftir að rétt væri fram talið. Sjálfsagt munu stjórnar- andstæðingar nú halda því fram, að verið sé að ívilna hinum ríku á kostnað hinna fátækari, og heyrðist sá söng ur raunar líka þegar breytt var í skynsamlegt horf skatt- greiðslum einstaklinga. Slík- ur áróður er þó alveg mátt- laus, því að öllum er ljóst að skattalög hafa hérlendis ver- ið með þeim hætti að til hreinnar vansæmdar hefur verið, enda hefur mikill hluti tekna aldrei verið tal- inn fram og fyrirtæki oft og tíðum orðið að haga rekstri sínum á þann veg, sem miklu óhagkvæmara var fyrir þjóð- arheildina en heilbrigður og þróttmikill rekstur, sem greiddi eðlilega hlutdeild hagnaðarins til hins opin- bera. Menn verða að gera sér grein fyrir því, ef þeir . á annað borð vilja búa við lýð ræðislegt þjóðskipulag, að einn af hornsteinum þess er öflugt einka- og félagsfram- tak. Óheilbrigð skattalöggjöf er vísasta leiðin til að spilla heilbrigðum viðskipta- háttum og rýra virðingu manna fyrir lögum, sem aft- ur býður heim öfgastefnum og spilltu stjórnarfari. GRUNDVALLAR- BREYTING ¥|ó mörg merk ákvæði séu í * hinu nýja skattalaga- ákvæðin um það að nú skuli heimilt að endurmeta eignir og telja þær fram á réttu verði í stað þess að pukrast með algjörlega óraunhæfa efnahagsréikninga, sem byggj ast á gömlum og úreltum tölum. Segja má að þessi ráð- stöfun sé í fullu samræmi við aðrar athafnir viðreisn- arstjórnarinnar til þess að endurreisa heilbrigðan efna- hag. Er þarna í rauninni um svipaða hugsun að ræða og fram kom í því þegar óreiðu- skuldum útvegsins var breytt í föst lán, svo að sá atvinnu- vegur gæti orðið rekinn á heilbrigðari grundvelli. Þessi nýju ákvæði eru einnig eðlilegt framhald af viður- kenningu réttrar gengis- skráningar o. s. frv. Hitt ákvæðið er um heim- ild hlutafélaga til að greiða 10% arð af hlutafé eins og það er á hverjum tíma og heimild til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, svo að hlutafjár- eign í félögum svari nokk- urn veginn til raunveru- legra eigna þeirra. Á þenn- an hátt verður nú í fyrsta skipti um áratuga skeið gert kleift að stofna stór hlutafélög, þar sem almenn- ingur getur orðið virkur þátttakandi í atvinnurekstri. Slík lagaákvæði eru hvar- vetna í gildi í lýðræðisríkj- um og til hreinnar van- sæmdar, hve lengi hefur dregizt að lagfæra íslenzka löggjöf að þessu leyti. STARFSFRÆÐSLA lifæstk. sunnudag verður efnt til 9. starfsfræðslu- dagsins hér í Reykjavík. Er hann að þessu sinni helgað- ur sjávarútveginum og skyld um starfsgreinum. Tilgangur starfsfræðslunn- ar er tvíþættur. Hún stefnir í fyrsta lagi að því að hjálpa æskunni til þess að velja sér starf við sitt hæfi og tryggja það að hæfileikar einstakl- inganna nýtist sem bezt og skapi þeim sem mesta far- sæld og starfsgleði. í öðru lagi er það takmark hennar að beina kröftum eín staklinganna að nauðsynleg- um og gagnlegum störfum í zrr yutu vi ATnito r Annáll átakanna í Alsír 1954 1. nóv. —, Þjóðfrelsishreyfing Serkia (F.L.N.) grípur til vopna gegn stjórn Frakka í Alsír. 1956 21. apr. — Hægfara þjóðernis sinnaðir Serkir undir for- ustu Ferhat Abbas ganga í lið með F.L.N. 1957 9. jan. — F.L.N. afþakkar boð Molletts forsætisráðherra Frakka um frjálsar kosn- Raoul Salon hershöfðingi, leiðtogi O.A.S. ingar eftir að vopnahléi hafi verið komið á. 1958 13. maí — Byltángarstjórn úr hernum hertekur Algeirs- borg með stuðningi franskra innflytjenda. — Krefst þess að de Gaulle verði skipaður forsætisráð herra. 1. júní — De Gaulle skipaður forsætisráðherra og honum veitt óskorað vald í sex mánuði til að vinna að breytingum á stjómar- skránni og semja um frið í Alsír. 1959 8. jan. — De Gaulle veitt víð- tæk völd er hann tekur við embætti sem fyrstú forseti Fimmta Franska Lýðveld- isins. 18. sept. — F.L.N. myndar út- lagastjórn 1 Alsír undir forsæti Ferhat Abbas. 1960 24. jan. — Alsírbúar af evrópskum ættum gera uppþot í Algeirsborg af ótta við að látið verði und- an kröfum serkneskra bylt ingarmanna. Herinn bíður í fimm daga en kæfir svo uppþotin niður. 4. nóv. — De Gaulle gefur í skyn að hann sé samþykk- ur væntanlegu sjálfstæði Alsír er hann ræðir um „Alsírskt lýðveldi“. 1961 8. jan. — Alsírstefna de Gaulle vinnur stuðning meirihluta greiddra at- kvæða 1 þjóðaratkvæða- greiðslu í Frakklandi og Alsír. Fjórðungur atkvæð- isbærra manna í Frakk- landi og 47 % í Alsír greiða ekki atkvæði. 15. marz — Frakkar hætta við kröfu sína um að við- ræður við útlagastjórnina í Alsír snúist eingöngu um undirbúning vopnahlés. 27. marz — Frakkar og útlaga stjórnin í Alsír samþykkja að hefja formlegar samn- ingaviðræður. 22. apríl — deildir úr franska hernum og úfclendingaher- sveitinni gera byltingu í Alsir til að reyna að koma i veg fyrir væntanlegar viðræður um friðarsamn- inga. 25. apríl — Byltingin fer út um þúfur við komu her- sveita fylgjandi de Gaulle til Alsír. Salan hershöfð- ingi, einn af leiðtogum bylt ingarinnar, kemst undan, kemst undan, fer huldu höfði og stofnar leynisam- tök hersins (O. A. S.), of- beldissamtök, sem eru helg uð því að viðhalda franskri stjórn í Alsír. 20. maí — Formlegar viðræð- ur hefjast milli Frakka og útlagastjórnarinnar í Alsír, en viðræðurnar bera lítinn árangur og gert hlé á þeim 13. júní. De Gaulle forseti. 20. júlí — Viðræður hefjast að nýju en samkomulag strandar á ágreiningi um yfirráð á Sahara. Formleg- um viðræðum lýkur 28. júlí, en þeirn er haldið áfram á laun. 1962 3. jan. — Fjörutíu og einn maður drepinn í árekstrum milli Serkja og O.A.S. í Alsír. 2. feb. — Frakkar og útlaga- stjóm Serkja sagðir vera að ganga frá tilkynningu um að styrjöld þeirra sé lokið. En í stórborgum Alsír fremja O.A.S. menn daglega ofbeldisverk. • (Úr New York Times). þágu þjóðfélags þeirra. — Á miklu veltur, að þjóðin hag- nýti starfskrafta sína sem bezt. Sjávarútvegurinn er sú frumvarpi, þá er þó einkum tvennt sem grundvallarþýð- ingu hefur. Annarsvegar eru atvinnugrein, sem stendur undir svo að segja allri gjaldeyrisöflun landsmanna. Þess vegna eru lífskjör þjóð- arinnar mjög háð afkomu hans. íslenzkur sjávarútvegur á í dag betri skip og tæki en nokkru sinni fyrr. Engu að síður hefur hann oft átt í erfiðleikum vegna skorts á mannafla. Við höfum oft og einatt orðið að fá útlendinga til þess að manna fiskiskipa- flotann. Úr þessu hefur að vísu rætzt verulega undan- farið. Tilgangurinn með starfs- fræðsludeginum á sunnudag- inn er að glæða áhuga unga fólksins fyrir þessum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Okkur vantar unga og dugandi menn á sjóinn til þess að draga björg í bú. Reykjavíkurborg hefur haft merkilega forystu um starfs- fræðsluna. En hún þarf engu að síður að verða víðtækari. Brýna nauðsyn ber til þess að gera hana að skyldunáms- grein í öllum unglinga- og framhaldsskóluxn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.