Morgunblaðið - 09.02.1962, Side 13

Morgunblaðið - 09.02.1962, Side 13
0- Föstudagur 9. febr. 1962 MORCVNBLAÐ1Ð 13 fc*W f ^ ^ ^ Asgeir Asgeirsson forseti Islands: Athugasemd um Collingwood-myndir í GREIN í Morgunblaðinu í gær um hinar merku Colling- wood-myndir frá íslandi seg- ir svo: „Dr. Jón Stefánsson segir í endurminningum sínum, að hann hafi ritað forsætisráð- herra bréf, og lagt áherzlu á, að ísland eignaðist heild- arsafn myndanna af sögu- stöðimum.... Var þáverandi forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson, þessu samþykkur, en skýrði Jóni hinsvegar svo frá, að fjárkreppa væri skoll- in á, og engir peningar af- lögu til kaupa á myndunum, — Collingwood hélt þá að íslendingar hefðu engan áhuga á myndunum, en kvaðst raunar hafa verið reiðubúinn að gefa þær, ef hann hefði komizt að raun um, að íslenzka ríkisstjórnin væri félítil en hefði áhuga á myndunum.... Collingwood andaðist 1930“. Þetta er allt rétt hermt eftir bók dr. Jóns Stefáns- sonar, og má þó bæta við þessari tilvitnun: „Þegar Ás- geir Ásgeirsson var forsætis- ráðherra skrifaði ég honum fyrir hönd Collingwoods". Höfuðdrættir í frásögn dr. Jóns Stefánssonar eru þessir: Hann skrifar Ásgeir Ásgeirs- syni forsætisráðherra fyrir hönd Collingwoods. (Colling- wood deyr 1930, og Ásgeir Ásgeirsson varð ekki for- sætisráðherra fyrr en 1932). Ásgeir Ásgeirsson svarar að hann sé dr. Jóni Stefánssyni samþykkur um, að íslending- ar eigi að eignast heildar- safn Collingwood-myndanna, en engir peningar til vegna fjárkreppu. (Það var fyrst eftir dauða Collingwoods, sem hér var farið að tala um „kreppu"). Collingwood var reiðubúinn að gefa mynd- irnar, ef íslenzka ríkisstjóm- in hefði sýnt nokkurn áhuga á myndunum. (Áður er dr. Jón Stefánsson búinn að segja, að Ásgeir Ásgeirsson sé honum samþykkur. Hver hefir þá flutt Collingwood þessa frétt, að íslendingar séú bæði auralausir, áður en „kreppan" skellur á, og ríkis- stjórnin áhuga- og skeyting- Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands arlaus, þó Ásgeir Ásgeirsson hafi skrifað dr. Jóni Stefáns- syni, að hann væri honum samþykkur um myndirnar?) Svo andast Collingwood tveim árum áður en Ásgeir Ásgeirsson verður forætisráð- herra, vonsvikinn, ekki beint vegna þess, að Islendingar hafi „enga peninga aflögu", heldur meir vegna þess, að ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar, sem kom ekki til valda fyrr en tveim árum eftir dauða hans, „hafði eng- an áhuga á myndunum". Dr. Jón Stefánsson hefir tilkynnt honum um „fjárkreppu“, Ás- geir Ásgeirsson hefir skrifað dr. Jóni Stefánssyni, að hann hafi sama áhuga og hann sjálfur á myndunum, en samt deyr Collingwood í þeirri vonsviknu trú, að ríkisstjórn, sem kemur til valda tveim árum eftir að hann deyr, sé bæði peningalaus og áhuga- laus. Við erum dulspakir ís- lendingar og Englendingar, en samt held ég að þessi saga eigi ekkert erindi í sál- arrannsóknarrit. Það er raunar fullnægjandi svar, að Collingwood deyr árið 1930 og ég verð ekki forsætisráðherra fyrr en 1932. En samt tel ég rétt að bæta því við, að ég minnist þess ekki, að hafa nokkum tíma fengið bréf frá dr. Jóni Stefánssyni eða skrifað hon- um, hvorki fyrir eða eftir dánardag Collingwoods 1930. Ég rakst á þessa sögu um Collingwood myndirnar, þeg- ar æfiminningar dr. Jóns Stefánssonar komu út, en taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við hana í blöð- um, fremur en margt ann- að misminni og missagnir í æfisögu þessa fjörgamla 1 manns. Ég heyrði hann hvorki né sá, fyrr en í London árið 1934. Hann átti þá í erfið- leikum, sem ég reyndi að greiða úr á ríkisins kostnað, en skar þó við nögl. Þessa naut hann svo til æfiloka, og fann enginn að. Máske þess vegna hefir mitt nafn sezt að honum í sambandi við Collingwood myndir, sem hann hefir vafalaust haft á- huga á, enda var hann fylgd- armaður Collingwoods í ís- landsferðinni. En aldrei bar það í tal við mig. Dr. Jón Stefánsson var vel greindur og fjölfróður, eins og bók hans ber með sér — en sann- sögu heimild er hún ekki. Það litla ,sem ég kynntist honum á gamals aldri þá lifði hann meir í ímyndun en veruleika. Ég geri þessa athugasemd nú, en ekki þegar bókin kom út, vegna þess að áhugamað- ur hefir komizt á slóð Coll- ingwoods myndanna, og væntanleg sýning í vor. Eng- inn mundi gleðjast meir en ég, ef sem flestar af þeim myndum yrðu hér eftir og þjóðareign. Collingwood er einn af þeim beztu mönnum, sem ísland hafa heimsótt og höfuðsnillingur. Bessastöðum 8. febr. 1962 Ásgeir Ásgeirsson. Hryðjuverkum haldið áfram Breytt tilhögun hja útlendingaeftirlitinu íslendingar þurfa ekki lengur að fylla út spjöld við heimkomu — samskon- ar tilhögun varðandi Norður- landabúa í athugun SVO sem kunnugt er hafa ís- lendingar, sem komið hafa flug- leiðis frá útlöindum, þurft að fylla út þar til gerð spjöld fyrir lendingu, þar sem tilgreint er nafn, fæðingardagur og ár, at- vinna o. s. frv. Um mánaðamótin varð sú breyting á að Útlendings eftirlitið hætti að krefja íslend- inga um að fylla út þessi spjöld, enda mun þessi tilhögun víðast hvar hafa verið lögð niður er- lendis. Útlendingar þurfa eftir sem áður að fylla út þessi spjöld. Mbl. hefur aflað sér upplýs- inga um að í athugun sé hvort Norðurlandabúar geti notið sömu fríðinda og Íslendingar, þ.e.a.s. þurfi ekki að gera grein fyrir sér á þessum spjöldum við kom- una hingað, en engin ákvörðun mun hafa verið tekin í því máli enn. Ef til kemur munu íslend- ingar váfalaust njóta sömu fríð- inda við komu til hinna Norður- landamna. Loftleiðir hefja rekstur í Tjarnarcafé Alsír, 7. febrúar.— SJÖ menn voru vegnir í Alsír í dag — fimm menn af evrópsk- um ættum og tveir Serkir. Þessir hryðjuverk urðu víðsvegar um landið, flest þó í Algeirsborg. Franska herstjórnin í Alsír til Ikynnti að meðal hinna látnu væri majór André Boulle og hefðu þrir einkennisklæddir hermenn frá OAS unnið á honum. Majór- inn var í bifreið sinni á leið imn í borgina Oran þegar hinir ein- kennisklæddu menn gáfu honum merki um að stanza. Hann mun hafa talið, að hér væri um venju lega vegavörzlu að ræða og fór út úr bifreið sinn. Var hann þá skotinn tveim skotum í höfuðið og lézt þegar. Mennirnir fóru þegar á brott og skildu lík majórs ins eftir a götunni. í Oran voru einnig framin tvö rán í dag og stolið um 111 þús- tmd nýfrönkum • Unnið úr skjölum OAS-manna I Paris var sprengd plast- sprengja í húsagarði franska menntamálaráðherrans, André Maulraux og særðist f jögurra ára stúlkubarn, er þar var að leik. Miklar skemmdir urðu á húsi ráðherrans. De Gaulle var í forsæti ráðu- neytisfundar, sem haldinn var í París í dag — og var aðalum- ræðuefnið þær ráðstafanir sem gera á vegna hermdarverka OAS-manna. Stjórnin vinnur nú úr þeim gögnum, sem lögreglan hefur komizt yfir við handtökur nokkurra forystumanná samtak- anna og segiv talsmaður upplýs- ingamálaráðuneytisins, Louis Terrenoire, að engar ákvarðanir verði teknar lun nýjar aðgerðir gegn OA8 fyrr en úr þeim hafi verið fuliunnið. LOFTLEIÐIR munu hef ja veitingarekstur sinn í Tjarn- arcafé strax eftir næstu helgi. — Munu farþegar á leið austur eða vestur um haf, fá þar beina, og ennfremur verður þar tilreiddur matur handa farþegum og áhöfnum á flugleiðum félagsins. Jafnframt mun almenni veitingarekstur Tjarnarcafés leggjast niður. 1 fréttatilkynningu, sem Mbl. barst frá Loftleiðum í gær, segir m. a. svo: Eftir brunann á Reykjavikur- flugvelli voru engin skilyrði til þess að veita farþegum Loft- leiða bema á Reykjavíkurflug- velli, Og var því horfið til þess ráðs til bráðabirgða, að láta allar flugvélar félagsins lenda á Kefla- víkurflugvelli, þar sem unnt var að fá brýnustu fyrirgreiðslu í gisti og veitángahúsi flugvallar- ins. Ýmsar ástæður valda þvi, að Loftleiðir vilja, að óbreyttum aðstæðum á Keflavíkurflugvelli, halda áfram að hafa aðalbæki- stöð í Reykjavík, en frumskilyrði þess er, að unnt verði að veita farþegum félagsins nauðsynlega fyrirgreiðslu í Reykjavík meðan þeir eiga þar viðdvöl. Af þeim sökum var, strax eftár brunann, hafizt handa um að finna ein- hverja lausn á þessu nýja vanda- málL Eins og nú er komið er ekkert það húsnæði laust á Reykja- víkurflugvelli, sem unnt væri að fá til veitingastarfsemi Loftleiða. Á hinn bóginn er það mjög æski- legt að sú aðstiaða fáist þar, og hafa Loftleiðir því með umsókn- um til hlutaðeigandi yfirvalda gert ráðstafanir til að finna lausn á því máli sem geti orðið til nokkurrar frambúðar, en fulln- aðarsvör við þeim málaleitunum eru ekki fengin. í því sambandi «; þess rétit að geta, til að forð- ast misskilning, að með af- greiðslu- og veitingastofubygg- ingum á Reykjavíkurflugvelli vill félagið ekki taka afstöðu til spurningarinnar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þar sem þær byggingar, sem Loftleiðir telja nú nauðsynlegt að reisa þar gætiu bæði sómt sér vel í nýju bæjarhverfi og fullnægt brýnni þörf meðan flugvöllurinn er not- aður með svipuðum hætti og nú. Á þessu stigi málsins er naumast tímabært að gera þessum þætti eleggri skil, en það verður gert, strax Og fyrir liggja fullnaðar- svör viðkomandi yfirvalda, svo sem fyrr segir. Loftleiðir tóku nú að leita fyrir sér um húsnæði inni í bæ, sem hentugt mætti telja, eftir atvik- um; fyrir þá starfsemi, sem áður hafði verið til húsa í skálunum á Reykjavíkurflugvelli. Möguleikar voru kannaðir í nær öllum veitingahúsum bæjar- ins, og lauk þeirri leit með því að fundinn var samastiaður fyrir veitingastarfsemina í húsnæði því, sem Tjarnarcafé hefir haft í salarkynnum Oddfellöwregl- unnar við Vonarstræti 10. Kristján Gíslason veitingamað- ur, sem veitt hefir Tjarnarcafé forstöðu að undanfömu og aðrir hluthafar, seldu Loftleiðum eign- ir Tjarnarcafé h/f. og samningar tókust um leigu á húsnæðinu milli Loftleiða og forystumanna Oddfellowreglunnar. Gert er ráð fyrir að Loftleiðir hefji veitingarekstur sinn í hinu r.ýja húsnæði strax eftir næstu helgi. Með þessum samningum lýkur hinni almennu veitingastarfsemi í Tjarnarcafé, og er ástæðan sú, að hún er talin ósamrýmanleg þeirri þjónustu, sem Loftleiðir þurfa að veita farþegum sínum. Með hinum 22 ferðum til Og frá íslandi, sern hefjast hinn 1. apríl n.k. má gera ráð fyrir að far þegahópar út tveim og jafnvel þrem flugvélum, verði samtiímis hér í Reykjavík á vegum félags- ins, og er þá ærið um að sýsla fyrir veitingafólkið þó að annað komi ekki til, en vegna þess verða húsakynni Loftleiða í Odd- fellow lokuð öðrum en gestum félagsins. Enda þótt vonir standi til að farþegar Loftleiða muni vel una því að skipta á skálum Reykja- víkurflugvallar og hinum vist- legu salarkynnum í Oddfellow, þá er með þessari breytingu um mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir Loftleiðir einkum vegna þess að bifreiðar verður stöðug- lega að hafa í förum milli flug- vallarins og Oddfellow-hússins. Vegna bessa verður að telja, að þó kaupin á Tjarnarcafé séu eftir atvikum, sú lausn, sem æskileg- ust er, þá vona Loftleiðir, að þar sé um stundarfyrirbæri eitit að ræða, sem hverfi úr sögu félags- ins, strax og reist verður bygg- ing á Reykjavíkurflugvelli, er rúmi bæði afgreiðslu- og veitinga sali fyrir hina sívaxandi farþega- hópa félagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.