Morgunblaðið - 18.02.1962, Page 6

Morgunblaðið - 18.02.1962, Page 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. febr. 1965. ÞjóðSeikhúsið: aðl eftir það guðfræðinám við Háskóla íslands um tveggja ára skeið. Hélt hann síðan utan og GESTAGANGUR eftir Sigurð A. Itlagnússon FIMMTUDAGINN 15. þ. m. var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nýr íslenzkur sjónleikur, „Gestagang ur“, eftir Sigurð A. Magnússon. Höfundurinn er ungur maður, fæddur hér í borg 1928, enþeg- ar orðinn þjóðkunnur fyrir margháttuð ritstörf sín. Hann lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann hér árið 1948 og stund- Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson í hlutverkum. stundaði nám í ýmsum löndum Evrópu og einnig í Bandaríkj- unum og vann þá jafnan ýms störf meðfram náminu af mikl- um dugnaði, var meðal annars fréttaritari Morgimblaðsins með an hann dvaldist í Grikklandi, var útvarpsfyrirlesari hjá Sam- einuðu þjóðunum og kennari í íslenzkum fombókmenntum við The City College of New York og The New School for Social Research o. fl. Sigurður hvarf aftur hingað heim haustið 1956 og gerðist þá starfsmaður Morg- unblaðsins. Hefur hann síðan verið annar bókmenntagagnrýn- andi blaðsins og einnig leik- dómari þess ásamt undirrituðum frá því í haust. Sigurður A. Magnússon hefur verið mikilvirkur rithöfundur, skrifað mikið í blöð og tímarit, innlend og erlend, og auk þess hafa komið hér út eftir hann fimm bækur, ferðabók, ritgerða- safn, tvær ljóðabækur og skáld- saga. Komu þrjár þessara bóka út á árinu sem leið. Hér við bætist svo leikrit það, sem hér er um að ræða, en það hefur ekki verið gefið út. _„Gestagangur“ er eitt þeirra fjögurra leikrita, sem verðlaun hlutu í leikritasamkeppni Menn- ingarsjóðs í fyrravetur. Gerist leikurinn hér í Reykjavík á vor- um dögum. Er hann öðrum þræði hjúskapardrama, en kjarni leiksins er þó fyrst og fresmt sú veigamikla spurning hvort mannfólkið sé ekki oftast meira eða minna að leika, hve- nær um leik sé að ræða og hvenær ekki og hvar séu mörk- in milli leiks og raunveruleika. Auk þessa tekur höfundurinn til meðferðar vandamál unga fólks- ins ástalíf þess og viðhorf þess til lífsins. Allt eru þetta vissu- lega athyglisverð viðfangsefni, sem alla varða, og því ærið fróðlegt að sjá og heyra hver skil höfundurinn gerir þeim og hvað hann hefur til málanna að leggja. Haft hefur verið eftir höfund- Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum. inum í blaðaviðtölum að leik- ritið sé að meira eða minna leyti í hefðbundnu formi allt að síð- asta þætti, en þá rofni formið og verði nýtízkulegra. Satt er það að höfundurinn heldur sér dyggilega við hið gamla hefð- bundna form í 1. og 2. þætti leiksins, en þess ber einnig að geta, að 3. þáttur er ekki eins nýtízkulegur að formi og sagt hefur verið. Nægir 1 því efni að benda á leikritið „Sex per- sónur leita höfundar“ eftir Pir- andello, samið 1921, en það var sýnt hér síðast fyrir um tveim- ur árum. Beitir höfundur „Gestagangs“ í 3. þætti leiksins sams konar vinnubrögðum og Pirarrdello í þessa leikriti sínu. Er þetta síður en svo sagt, „Gestagangi" til hnjóðs, enda hafa margir ágætir leikritahöf- undar á síðari tímum beitt sams konar vinnubrögðum. „Gestagangur" er um margt athyglisvert verk og furðuvel samið, ekki sízt þegar þess er gætt að hér er um fyrsta leik- rit höfundarins að ræða. Vita- skuld hefur höfundinum ekki Framhald á bls. 8. • Hvað er mikilvægast í hjónabandi? Nýlega birtust í dönsku blaði niðurstöður úr Gallup- skoðanakönnun um málefni sem varða fjölmarga í hvaða landi sem er. Spurningarnar voru að vísu margar, en í raun inni má sameina þær í eina: — Hvað er mikilvægast í hjón- bandi til að það verði far- saelt? í skoðankönnuninni í Danmörku kom það t. d. fram nð aðeins 1% af eigin- mönnum ög eiginkonum taldi að ástarlífið skipti ihöfuðmáli. Ýmislegt annað var fram talið, sem væri miklu þýðingarmeira. Þetta var sem sagt tilefnið til að ég ákvað að leggja slíka spurningu fyrir konu eða karl imann á íslandi, sem ég vissi að lifði í góðu hjónabandi. Fyrir valinu varð frú Sara, kona Harðar Helgasonar, deild arstjóra í utanríkisráðuneyt- inu. Sara er bandarísk að þjóð erni, en giftist til íslands 20 ára gömul og hefur búið með manni sínum í París og í Reykjavík síðan. Eg lagði fyr- ir hana svipaðar spurningar og í Gallupskoðanakönnuninni og hún svaraði: • Hjónin reiðist ekki í einu Eg held að það sem mestu máli skiptir í hjónabandi sé að hjónin reíðist aldrei bæði í einu. AUir verða einhverntíma óþolinmóðir og láta sér gremj ast, ekki sízt þar sem mörg börn eru með hávaða og læti, á heimilinu. Ef annar aðilinn segir eitthvað óþægilegt undir slíkum kringumstæðum, þá er um að gera að svara aldrei um hæl Og reiðast ekki. Ef sá aðilinn, sem ekki var gramur, bíður með svarið, þá er lík- legast að hættan líði hjá. í mínu hjónabandi vill svo heppilega til, að ég er upp- lögðust á morgnana og mað- urinn minn á kvöldin. Eg ólst upp við að fara snemma á fætur og mér líður alltaf vel á morgnana, en ég á það til að vera orðin þreytt á kvöld- in og þá er helzt hættutími. Maðurinn minn er aftur á móti seinn upp á morgnana Og þá alltaf að flýta sér, sem orðið getur tilefni til gremju, en yfirleitt í sólskinskapi á kvöld in. Svo þetta hefur aldrei ver- ið vandamál hjá okkur. Einnig er það mikilvægt, þar sem bbrn eru, að hvorugur aðili láti á sér heyra að hann sé ekki sammála, ef hinn hef- ur gefið börnunum einhver fyrirmæli. Við höfum aldrei rætt þetta eða sett neinar reglur um það. En ef maður hefur tilfinningu fyrir þvi hvernig annarri manneskju líður og hvarnig andrúmsloftið er, þá hlýt.ur maður að finna hve allt geng ur mikiu betur ef reynt er að fylgja þessum meginreglum. Heimihð verður miklu rólegra og bcrnin þá um leið rólynd- ari. • Svipuð menntun Hvað það snertir að hjón- in þurfi að vera alin upp við svipaðar kringumstæður, vil ég segja þetta. Eg held að svipuð menntun skipti máli, þó ég viti að fjölmörg hjóna- bönd hafa blessazt þó svo sé ekki. Þetta skipti máli til að líkur séu til þess að hjón- in hafi svipaðar skoðanir í mikilvægum málum heimilis- ins, eins og t. d. hverja mennt- un börnin skuli fá, hvort á- herzlu eigi að leggja á að hafa á heimilinu bækur, hljómplöt- ur eða góifteppi, vélar O. s. frv. Þá eru líka meiri líkur til að manni geti fallið vel við fjölskyldu og vini hvors annars og átt sameiginlega vini. Utan við heimilið held ég aS gott sé ef hjónin hafa gaman af því sama, en ég held að þetta skipti ekki máli. Maður eyðir tiltölulega litlum hluta af æfinni í dægrastyttingu ut- an heimilis. Bæði verða bara að láta átölulaust þó hinn að- ilinn geri það sem honum þylc ir skemmtilegast, alveg eina og maður mundi gera ef kunn ingjar ættu í hlut. Tryggð í hjónabandi? Mér finnst að það ætti ekki að vera nein spurning um það, Hún þarf að vera fyrir hendi. Og ástalífið ? Það skiptir ekki miklu máli ef það er í lagi. En ef ólag er á því, þá getur það sjálfsagt valdið miklu tjóni. Fólk er auðvitað misjafnt.. Og ég á erfitt með að svara fyrir aðra, en ég held að það sem ég hefi talið upp skipti máli til að hjónabandið verði farsælt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.