Morgunblaðið - 18.02.1962, Page 12

Morgunblaðið - 18.02.1962, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. febr. 1962 pitrpjjjMaMti) Cftgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavik. r’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTVEG URINN ER HYRNINGAR- STEINNINN að sem af er yfirstandandi . vetrarvertíð, hafa ógæft- ir dregið mjög úr róðrum víðs vegar um land. Afla- horfur eru hins vegar sæmi- legar og sums staðar mjög góðar. Ef úr rættist um gæft- ir ætti því að mega vænta sæmilega hagstæðrar vertíð- ar.. — Vetrarsíldveiðin hér við Vestur- og Suðvesturland hefur dregið mikla björg í bú. En einnig þær veiðar hafa torveldazt vegna óstöðugrar veðráttu. Auðsætt er, að ef áframhald verður á vetrar- síldveiðum, þá mun þaðhafa í för með sér mikla eflingu útgerðarinnar og verulega bú bót fyrir framleiðslu þjóðar- innar í heild. Aldrei verður það ljósara en einmitt þegar ógæftir hamla sjósókn, hvílíkur hyrningarsteinn sjávarútveg- tirinn er í íslenzku atvinnu- og efnahagslífi. Frá honum koma svo að segja öll út- flutningsverðmæti þjóðarinn ar og stór hluti hennar hef- itr atvinnu við framleiðslu- tæki hans. Hraðfrystihúsin og fiskiðjuverin eru aðalat- vinnutækin í hverjum ein- asta kaupstað og sjávarþorpi í öllum landshlutum. Fiski- iðnaður okkar er í raun og veru orðinn að stóriðnaði, sem afkoma landsmanna stendur og fellur með. Það breytir að sjálfsögðu ekki þeirri staðreynd, að brýna nauðsyn ber til þess að gera atvinnuvegi okkar fjölbreytt- ari og ekki eins háða brigð- ulum sjávarafla og þeir eru í dag. En þótt útvegurinn sé sú atvinnugrein, sem stærstan skerf leggur fram til þjóðar- búskaparins býr hann ennþá við að ýmsu leyti erfiðar að- stæður. 'Skipin hafa að vísu stækkað og mikill fjöldi myndarlegra og afkastamik- illa fiskiðjuvera hefur risið um land allt. En verðbólgu- stefnan, sem mótað hefur ís- lenzkt efnahagslíf í ríkum mæli lengstum síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, hef- ur bitnað harkalega á útveg- inum. Tæki hans hafa hvað eftir annað sokkið í botn- lausan hallarekstur og margs konar vandræði steðjað að. Sérstaklega hefur togaraút- gerðin orðin hart úti síðustu árin af þessum sökum. Afla- brestur hefur einnig valdið henni stórkostlegu tjóni. Er það nú eitt erfiðasta viðfangs efni þings og ríkisstjórnar að rétta togaraútgerðina við og koma rekstri hennar að nýju á heilbrigðan grundvöll. Það skiptir miklu máli, að við íslendingar gerum okkur það ljóst, að sjávarútvegur- inn er enn lífæð íslenzks efna hagslífs. Afkoma og lífskjör þjóðarinnar í heild farafyrst og fremst eftir því, hvemig útveginum vegnar á hverj- um tíma. Þess vegna verður að leggja megináherzlu á að bæta starfsskilyrði þessarar þýðingarmiklu atvinnugrein- ar, tryggja öruggan rekstur tækja hans á heilbrigðum grundvelli og stöðuga þróun og uppbyggingu. NÝTT ÁRÓÐURS- BRAGÐ TVFikita Krúsjeff hefur fyrir -*•’ skömmuboðið upp á nýja ráðstefnu „æðstu manna" til þess að ræða alþjóðamál. 1 því sambandi rifjast það upp, að það var þessi sami Krús- jeff, sem hleypti með ósköp- um upp ráðstefnu æðstu manna, sem halda átti í París fyrir tæpum tveimur árum. Þeir Kennedy Bandaríkja- forseti og Macmillan, forsæt- isráðherra Breta, hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé heppilegt að boða nú þeg- ar til leiðtogaráðstefnu. Telja þeir að heppilegra sé að ut- anríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands og Sovétríkj anna undirbúi fyrirhugaða afvopnunarráðstefnu og sitji jafnvel fyrstu fundi hennar. Hins vegar lýsa þeir sig reiðu búna til þess að mæta á fundi æðstu manna þegar einhver von hefði skapazt um árang- ur af ráðstefnunni. En eins og kunnugt er samþykkti 16. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir jólin að setja á stofn 18 ríkja nefnd, til þess að vinna að lausn af- vopnunarmálsins. Því miður bendir allt til þess, að krafa Krúsjeffs um tafarlausan fund æðstu manna sé fyrst og fremst nýtt áróðursbragð, en bygg- ist ekki á einlægum vilja til þess að komast að samkomu- lagi um lausn vandamálanna. Ekkert er eðlilegra en að reynt verði að tryggja ein- hvern árangur af afvopnun- arráðstefnunni áður en hlaup ið er til og boðað til fundar i - —i, —nftifif^r UgyMSML : Kirkjan í Nanortalik. Jól í Grænlandi eftir Þórarin Magnusson kristniboða HVERNIG skyldu Eskimó- arnir halda jól, var ég að hugsa fyrir jólin. Ég var dá- lítið spenntur fyrir þessu og hugði jafnvel að jólhhald þeirra væri mikið frábrugðið því, sem við eigum að venj- ast. En ég gleymdi því að jólasiðir frá Dönum hafa í stórum dráttum mótað af- stöðu Eskimóanna til jól- anna. Snemma í desember var byrjað að setja upp stór jólatré í bæjunum og skreyta verzlanir með margs- konar jólaskrauti, jólavarn- ingi og jólagjöfum. Öllum vörum, sem keyptar voru í desember, var pakkað inn í jólapappír. Var þetta gert í öllum verzlununum. Jóla- gjafakaupin hófust löngu fyrir jól, því sumar vöruteg- undir vilja fljótt ganga til þurrðar 1 þessu landi. Og vissara er að kaupa meðan varan fæst, því skipakomur eru strjálar. Aðfangadagur jóla var að þessu sinni sunnudagur. Þá höfðu Eskimóarnir guðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 12,30. — Kl. 18 byrjuðu svo jólin. Þá ganga Eskimóarnir hús úr húsi, heilsa hvorir öðrum og óska gleðilegra jóla. Hélt þessu áfram allt kvöldið og fram undir miðnætti. Það ínátti vel sjá til ferða fólks- ins frá kristniboðsstöðinni, því flestir báru ljósker. Voru þau úr marglitum pappír. Sást fjöldinn allur af þess- inn Ijóskerum á hreyfingu um þorpið. Kl. 20 kom hóp- ur bama 1 þjóðbúningum að tröppum kristniboðsstöðvar- innar og þar sungu börnin fallega jólasálma. Eftir það gáfu sænsku kristniboðahjón in þeim öllum sælgæti, sem þeim þótti bersýnilega mjög vænt um að fá. Á jóladagsmorgun kl. 8 var svo guðsþjónusta í kirkj- unni. Var kirkjan fullsetin prúðbúnum Eskimóum í marg litum þjóðbúningum. — Að messu lokinni safnaðist allur mannfjöldinn saman fyrir framan kirkjudyrnar og var það fögur sjón að sjá alla þessa Grænlendinga klædda þjóðbúningum. Kl. 20 báða jóladagana voru samkomur í kristniboðs- stöðinni og var aðsókn góð. Einnig var haldin sérstök samkoma kl. 14 á annan dag jóla fyrir foreldra og böm. Komu þangað um 70 börn og 20—30 fullorðnir. Frú Gunvor Ásblom talaði á grænlenzku og tókst mjög vel. Eftir sam- komuna fengu börnin poka með margskonar sælgæti, en fullorðnum var boðið kaffi. Margir þágu kaffið. — Við borðin settust aðeins Græn- lendingar, því ekki voru þar sæti fyrir heimafólk. Mörg 1 föt og diskar voru borin fram, full af jólabrauði og kökum, og drukku menn og Snæddu með góðri lyst. Það, sem vakti athygli mína, var að Eskimóarnir átu allt upp og var ekkert eftir á brauð- fötunum nema mylsnan ein. Á gamlárskvöld eru engar brennur. Hinsvegar er mikið um rakettur og mátti sjá mikið af þeim. Einnig var mikið um allskonar spreng- ingar og hófust þær löngu fyrir jól, en þær náðu há- marki á miðnætti á gamlárs- kvöld. En svo var því sem betur fer lokið. Hinn 28. desember fór ég alfarinn frá Nanortalik eftir rúmlega 5 mánaða dvöl þar. — Sænsku kristniboðahjónin voru nú komin aftur og höfðu tekið við starfinu að nýju. Nanortalik er af sum- um nefnt „fátækraheimili" Grænlands. Víst má með sanni segja að þar eru marg- ir fátækir. En Eskimóarnir láta það ekkert á sig fá, eru alltaf jafn lífsglaðir og taka lífinu með ró. Mér virtist þeir aðeins hugsa um líðandi stund og svo var að sjá sem þeir hefðu engar áhyggjur af framtíðinni. Kristniboðsstöðin I Juliane- hab stóð mannlaus. Norski kristniboðinn, sem þar hafði verið, var nú farinn heim. Mér fannst það vera Guðs vilji að ég værí þar í vetur og héldi uppi starfinu. Ætl- unin er að vera hér fram á vor, en þá vona ég að nýir kristniboðar verði komnir hingað. Löng er sjóferðin milli Nanortalik og Julianeháb. — Stór vélbátur gengur viku- lega á milli og flytur bæði farþega og vörur til allra þorpa á þessari leið, en þau eru mörg. Lagt er af stað kl. 6 að morgni og komið til Julianeháb kl. 18. Á sigling- arleiðinni má sjá fjöldann allan af feiknárstórum borg- arísjökum, og geta þeir verið hættulegir þegar dimmt er. Þegar við að þessu sinni komum inn í höfnina í Julianeháb, sigldum við í gegn um þykkt lag af loðnu. Urðum við varir við loðnuna er við áttum eftir um 500 metra að bryggju og sást hún vel í geisla ljóskastarans. Ég hef aldrei séð önnur eins ósköp af loðnu og þarna var og náði hún alla leið að Framhald á bls. 23. ***** æðstu manna. Mjög hætt er við því að lítill árangur næð ist af slíkum fundi, án þess að hann hefði verið vendi- lega undirbúinn og kannað, hvort um raunverulegan vilja til samkomulags sé að ræða. Enginn myndi fagna því meira en hinar vestrænu lýð ræðisþjóðir, ef afvopnunar- ráðstefnan sýndi það, að kommúnistaríkinhefðu breytt um stefnu og væru nú fáan- leg til þess að ganga til heið- arlegra samninga og sam- komulags um afvopnun og raunhæft eftirlit með fram- kvæmd þess. SAMNINGUR NORÐURLANDA Ríkisstjórnir hinna fimm Norðurlanda hafa nýlega gefið út yfirlýsingu, þarsem frá því er skýrt að áform séu uppi um að þessi lönd geri með sér samning, þar sem staðfest verði hin víðtæka samvinna, sem þróazt hefur með þessum löndum um langt skeið, og lýst yfir vilja þjóða þeirra til þess að efla hana enn meira. Hafa for- sætisráðherrar landanna. sam kvæmt tilmælum forseta Norðurlandaráðs, ákveðið að láta undirbúa frumvarp að slíkum samningi. Mun ætlun in að Norðurlandaráð ræði mál þetta á fundi sínum í Helsingfors í næsta mánuði. Allir þeir sem unna nor-. rænni samvinnu munu fagna þessari yfirlýsingu frá ríkis- stjórnum Norðurlanda. Hinar náskyldu norrænu þjóðir hafa stöðugt verið að efla samvinnu sína og færa hana yfir á fleiri og fleiri svið á síðustu árum. Hefur Norður- landaráð haft þar merkilega forystu, en það verður eins og kunnugt er 10 ára á þessu ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.