Morgunblaðið - 17.03.1962, Blaðsíða 10
10
MORGVNfíL AÐ1Ð
L'augardagur 17. marz 1962
oYgttiiiiritofrUÞ
Dtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: ft.ðalstrseti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
MÓTMÆLI
INGÓLFSMANNA
Tj’ins og Morgunblaðið skýrði
frá í gær hafa hásetar
á b.v. Ingólfi Amarsyni mót-
mælt eindregið breytingum
á vökulögum, en togaraeig-
endur hafa farið fram á
slíka breytingu eins og kunn
ugt er. Og fleiri áhafnir hafa
einnig mótmælt við Sjó-
mannafélag Reykjavíkur.
Athyglisvert er hins vegar,
að sjómenn virðast ekki mót-
mæla því að einhver fækk-
un yrði á togurunum meðan
aflaleysi er, en Morgunblað-
ið hafði hreyft því, að sú
leið yrði athuguð og Alþýðu-
blaðið tekið undir það sjón-
armið.
Hins vegar segir Alþýðu-
blaðið ranglega í ritstjórnar-
grein í gær, að Morgunblað-
ið hafi „tekið upp baráttu
fyrir þeirri kröfu togaraeig-
enda, að vökulögin skuli af-
numin“. Þeirri skoðun hef-
ur Morgunblaðið aldrei hald-
ið fram, né heldur að breyta
ætti vökulögunum. Hins veg-
ar birti blaðið fréttatilkynn-
ingu togaraeigenda með
þeirri fyrirsögn, sem svaraði
til efnisins. Vill Morgunblað-
ið trúa því, að þessi fullyrð-
ing Alþýðublaðsins stafi af
mistökum og verði því léið-
rétt. '
Hitt er svo allt annað mál,
að vökulög eru ekki eins þýð
ingarmikil í dag og á þeim
tíma, þegar verkalýðsfélög
voru vanmáttug. Nú eru þau
samtök svo sterk, að þau
geta yfirleitt tryggt hags-
immi félaga sinna án atbeina
lögjafarvaldsins, enda höfðu
togarasjómenn með samning-
um að mestu tryggt þann
rétt sinn árið 1952, sem stað-
festur var með nýju vöku-
lögunum 1956.
En meginatriðið er, að tog-
arasjómenn' og togaraeigend-
ur ræðist öfga- og fordóma-
laust við. í þeim viðræðum
þurfa þeir að leitast við að
komast að niðurstöðu um
það, hve marga menn sé
hægt að komast af með í
aflaleysi, án þess að um ó-
hóflega vinnu sé að ræða,
svo að fengnum verði ekki
skipt í ofmarga hluti og of
lítið komi í hlut hvers eins.
Hefur Morgunblaðið trú á
því, að slíkar umræður geti
leitt til niðurstöðu, sem báð-
ir aðilar geti sæmilega við
unað, en vökulögunum verð-
ur vafalaust ekki breytt,
nema um það kæmi sameig-
inleg ósk frá sjómönnum og
togaraeigendum, enda hefur
hér í blaðinu verið lögð á-
herzla á, að sjónarmið tog-
aramanna sjálfra yrðu að
ráða, en ekki „landkrabb-
anna“.
ÓHAGKVÆM
VIÐSKIPTI
IT'regn sú, sem Morgunblað-
* ið birti í fyradag um við-
skiptahátt þann, sem komm-
únistaríkin viðhafa gagnvart
íslendingiun, hefur vakið
mikla athygli. Við kaupum
þilplötur frá Pólverjum og
Tékkum, sem eru allt að
49% dýrari en á heims-
markaði.
Á sama tíma kaupa Tékk-
ar sömu vöru af Finnum á
heimsmarkaðsverði — og þó
meiri gæðavöru, því að al-
kunna er, að iðnaðarvörur
frá kommúnistaríkjunum eru
yfirleitt lélegar.
Tíminn hefur einnig vikið
að þessum viðskiptum og
bendir réttilega á, að auk
verð- og gæðamismunar séu
miklir erfiðleikar í viðskipt-
um við kommúnistaríkin
vegna slælegrar afgreiðslu,
svo að oft og tíðum sé skort-
ur á þessu byggingarefni hér
lendis.
Viðreisnarstjórnin hefur
mjög rýmkað um innflutn-
ingshöftin, en enn eru þó
ákveðnar vörutegundir
bundnar við vöruskiptalönd-
in, þ.á.m. masonit og svipað-
ar þilplötur, með þeim á-
rangri, sem að framan getur.
Af þessu litla dæmi má
nokkuð marka, hve mjög ís-
lendingar hafa skaðazt á við-
skiptum við kommúnistarík-
in á þeim tíma, þegar inn-
kaup fjölmargra vörutegunda
voru bundin við þau lönd.
Ættu upplýsingar þær, sem
nú eru alkunnar, um þessi
viðskipti að nægja til þess að
áfram yrði haldið eins hratt
og unnt reynist, að koma á
frjálsræði í innflutnings-
verzluninni.
RÆÐA SEÐLA-
BANKASTJÓRA
Tll'orgunblaðið birti í gær í
heild ræðu Jóns G.
Maríassonar, bankastjóra, for
manns bankastjómar Seðla-
bankans, sem hann flutti í
tilefni af ársfundi bankans.
í ræðu bankastjórans er því
lýst, að þróun gjaldeyris- og
efnahagsmála hafi yfirleitt
verið hagstæð á sl. ári. Um
vöruskiptajöfnuðinn segir
bankastjórinn t. d.:
Aukin hryðjuverk
OAS í Algeirsborg
Skutu á mannfjolda og réðust inn á fund
— 9 yíirmenn OAS handteknir
Algeirsbórg, 15. marz (AP)
HRYÐJUVERKAMENN OAS-
hreyfingarinnar gerðu tvær meiri
háttar árásir á Serki í úthverfum
Algeirsborgar í dag. A. m. k. 10
manns biðu bana og sex særð-
ust er Evrópumenn skutu af vél-
byssum á hóp Serkja á strætis-
vagnastöð nokkurri í úthverfi
Algeirsborgar og nokkrum
klukkustundum síðar réðust
hryðjuverkamenn OAS inn á
funid manna í öðru hverfi og
skutu sex þeirra til bana. Er hér
um að ræða einhverjar verstu
árásir OAS manna í Algeirsborg
síðustu vikurnar.
Fyrri árásin átti sér stað um
klukkan fimm í gærmorgun eft-
„Sé bæði inn- og útflutn-
ingur reiknaður á f.o.b. verði
og á sama gengi allt árið,
kemur í Ijós að vöruskipta-
jöfnuðurinn hefur verið
hagstæður á árinu 1961 um
hér um bil 100 millj. króna.
Jafnframt sýna bráðabirgða-
tölur hagstæðari jöfnuð á
duldum greiðslum á árinu
1961 en á árinu áður“.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu, er
hér um að ræða hagstæðasta
vöruskiptajöfnuð, sem íslend
ingar hafa haft við útlönd
síðan á styrjaldarárunum.
Um greiðslujöfnuðinn segir
Jón G. Maríasson bankastjóri
m. a.:
„Enn er allangt í land, að
fyrir liggi endanlegar tölur
um greiðslujöfnuðinn á árinu
1961, en samkvæmt bráða-
birgðaáætlun hefur greiðslu-
'ir ísl. tíma. Hryðjuverkamenn-
irnir, sem allir voru af evrópsk-
um uppruna, námu staðar í bíl
skammt frá strætisvagnastöð í
útihverfinu Hussein Dey, og
beindu vélbyssuskotihríð að mann
fjöida, sem beið þar eftir strætis-
vagni. A. m. k. 10 manns biðu
bana og sex særðust. Óku hryðju
verkamennnnir síðan af staðn-
rnn, en mannfjöldinn flúði í allar
áttir.
Nokkrum klukkustundum síðar
réðust óa’.darmenn OAS inn á
góðgerðarstarfsemisfund átján
manna í úthverfinu E1 Biar. Er
fundur þessi var nýlega hafinn
birtust skyndilega þrír menn í
dyrunum vopnaðir vélbyssum. og
jöfnuður á vörum og þjón-
ustu verið hagstæður á ár-
inu um 200—250 millj. króna,
en segja má, að þessi tala
sýni rekstrarafkomu þjóð-
arinnar út á við. Er þetta í
fyrsta sinn, sem greiðslujöfn-
uður þjóðarbúsins er hag-
stæður út á við, síðan styrj-
öldinni lauk. Er því óhætt
að segja að náðst hafi mikil-
vægur árangur í þeirri við-
leitni að styrkja stöðu þjóð-
arinnar gagnvart útlöndum".
Um það ætti ekki lengur
að þurfa að deila, að við-
reisnarráðstafanirnar hafa
tekizt, og mun áframhald
þessarar þróunar valda því,
að Islendingar geta búið við
frjálsræði í gjaldeyris- og við
skiptamálum innan skanuns.
Hrun og kreppusöngur stjórn
arandstæðinga er því sann-
arlega broslegur.
tilkynntu að ,.OAS hefði dæmt
sex fundarmanna til dauða.“ Lásu
OAS-menríumr síðan upp nöfn
þeirra fundaimanna, sem „dæmd-
ir“ höfðu verið og var þeim síð-
an skipað að ganga út.
Sexmenningarnir voru síðan
reknir út í húsagarð Skammt frá
kirkju eiuni og sbotnir þar. —
Fimm þeirra biðu bana þegar f
stað en hinn sjötti lézt Skömmu
síðar á sjúkralhúsi. Þrír mann-
anna voru Serkir og þrír Evrópu
menn.
Á hádegi í gær höfðu a. m. k.
20 manns beðið bana Og yfir 30
særzt í 15 árásum hryðjuverka-
manna í Algeirsborg.
Frönsku yfirvöldin í Algeirs-
borg tilkynntu í dag að þau hefðu
haft hendur i hári höfuðpaura
eins helzta neðanjarðarhrings
Evrópubúa, sem staðið hafa fyrir
hryðjuverkum að undanförnu.
Voru níu yfirmenn hryðjuverka-
hrings þessa, sem heyrir undir
OAS, handteknir í dag, en nöfn
þeirra hafa enn ekki verið látin
uppi.
Fundur mikilsverðra skjala kom
lögreglunni 1 Algeirsborg á spor-
ið, og voru óaldarmennirnir níu
handteknir skömmu síðar. A3
sögh lögreglunnar höfðu allir
mennirnir á sér skipanir um
hryðjuverk frá OAS og voru í
þann veg að framkvæma þær.
Lögreglan segir að menn þessir
hafi leyst frá skjóðunni varðandi
OAS-ihreyfinguna og fleiri hand
tökur séu á næsta leiti.
Innanríkisráðu-
neytið fer með mál
Rhodesiu
London, 15. marz, —
NTB—AP.
BREZKA stjórnin hefur ákveðið
að öll mál varðandi Mið-Afríku.
sambandið muni eftirleiðis heyra
beint undir innanríkisráðuneyt-
ið. Mcmillan, forsætisráðherra,
sagði á þinginu í dag, að stjórn*
in hefði falið Richard A. Butler
innanríkisráðherra, að hafa yfirw
umsjón með málum ríkjasam-
bandsins. — Sir Roy Welensky,
forsæ tisráðherra ríkjasambands-
ins, sagði að það væri samfoand-
inu mjög í hag að öll málefni
þess væru nú komin undir einn
hatt í innanríkisráðuneytinu.