Morgunblaðið - 17.03.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1962, Blaðsíða 18
18 MORGITSBLAÐ1Ð Laugardagur 17. marz 1962 Svíþjóð vann tsland IJnglingalandsliðið vekur mikla athygli í GÆRKVÖLDI lék Unglinga- landsliðið í handknattleik sinn fyrsta leik á Norðurlandameist- aramótinu. Léku piltarnir gegn Svíum og fór keppnin fram í Köge að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Þrátt fyrir það, að Svíar ynnu þennan leik með 14 mörkum gegn 10, þykir frammistaða okkar manna mjög góð og hljóta þeir mikið lof fyrir leik sinn. Svíar eru álitnir líklegastir sigurvegarar á móti þessu. Formaður danska Hand- knattleikssambandsins, Freds- lund Pedersen, setti mótið. Gangur leiksins r víar skoruðu fyrsta markið, en Kristján Stefánsson jafnaði samstundis með mjög fallegu skoti. Liðu nú nokkrar mínútur, án þess að mark væri skorað, en síðan komu þrjú mörk frá Svíum. Aftur svarar Kristján og bætir stöðuna í 2:4. Hörður Kristinsson kemst nú inn í send- ingu Svíanna og brýzt einn upp völlinn til að skora, 3:4. Stuttu seinna jafnar svo Kristján. Öll 2 skíðamót um helgina UM helgina verða tvö skíðamót haldin við KR-skálann í Skála- felli. Á laugardaginn kl. 4 hefst brunmót (Reykjavíkurmót). 1 Skálafelli er mjög skemmtileg- ar brekkur fyrir brun og munu reykvískir skíðamenn leiða þar saman hesta sína á laugardag- inn eftir hádegi. Stefánsmótið (svigmót) hefst f. h. á sunnudaginn (einnig við KR-skálann í Skálafelli). Mót þetta er haldið til minningar um Stefán heitinn Gíslason, einn aðalhvatamann úr skíða- deild KR. í báðum þessum mótum keppa um 50 manns frá fjórum félögum: Ármanni, KR, ÍR og Víking. — Beztu skíðamenn Reykjavíkur eru meðal þátttak- enda í þessu móti. í drengjaflokki eru um 20 drengir skráðir og er skemmti- legt að sjá hve mikill áhugi er kominn hjá drengjtmum við þessa skemmtilegu íþrótt. Reykvískir skíðamenn! Fjöl- mennið á mót þessi um helgina mörk íslenzka liðsins voru mjög glæsileg og fallega skoruð. — Næst kemur það, að grófleg'a er brotið á Hörð uppi við mark Svíanna og er íslendingum dæmt vítakast, sem Kristján skorar úr, og þar með hefur ís- Frímann Gunn- laugsson dæmir ÞÆR fréttir bárust í gærkvöldi frá Köge, að íslenzkur dómari, Frímann Gunnlaugsson, muni dæma tvo leiki á Norðurlanda- meistaramótinu í handknattleik unglingia. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslenzkur dómari dæmir landsleik í karlaflokki, og er ís- lenzkum dómurum og handknatt- leiknum í heild mikill sómi og traust sýndur með með þessari ráðstöfun. Áður hafa 3 íslenzkir dómarar dæmt landsleiki kvenna, þeir Frímann, Valgeir Ársælsson og Valur Benediktsson, en þessir menn eru allir með alþjóðarétt- indi. Leikirnir, sem Frímann dæmir, eru Noregur—Svíþjóð, sem fer fram í dag, og Svíþjóð—Finn- land á morgun. Finninn vnnn MAENTYRANTA, Finnlandi, vann 15 km gönguna á Holmen- kollenmótinu í fyrradag. Tími hans var 50 mín. 58 sek. Hann hafði forystuna frá upphafi til loka. Harald Grönningen, Noregi, varð annar á 51.12 mín. og Lars Olsson, Svíþjóð, þriðji á 51.19 mín. Maentyranta er heimsmeist- ari í 30 km göngu. land yfir í fyrsta sinn, 5:4. Sví- ar fá nú dæmt vítakast, sem þeir jafna úr. Enn skorar Krist- ján fallegt mark, en Svíar fylgja fast eftir og jafna. Nú kemur Lúðvík Lúðvíks- son til skjalanna og skorar lag- lega, en Svíar kvitta fyrir sig úr vítakasti. Bæta nú Svíar einu marki við, en skömmu síð- ar er flautað til leikhlés. Staðan í hálfleik var þannig 8:7 Sví- um í vil, en frammistaða ís- lendinganna hafði vakið óskipta athygli allra viðstaddra. Byrjun síðari hálfleiks var lakasti kafli íslendinganna og skora Svíar þá þrjú mörk í röð, sem í raun og veru gerir út lun leikinn. En nú kemur Ámi Samúelsson til skjalanna og skorar fallegt mark með því að stökkva kröftuglega inn í teig- inn og í veg fyrir háa svifsend- ingu frá Hans. Þannig mörk eru mjög sérstæð og ekki á allra færi að framkvæma, en áhorf- endur að Hálogalandi minnast þess vafalaust, að Árni er manna leiknastur við þessa að- ferð. Svíar bæta við tveim mörkum, en Ámi leikur nú tvisvar í röð sama bragðið og áður var lýst. Öll þessi mörk Áma vöktu sérstaka hrifningu áhorfenda. Þessi aðferð til mark skota er lítið þekkt á Norður- löndum, en okkar menn tóku hana upp eftir Hassloch, sem kom hér fyrir nokkrum árum. Þessum fyrsta leik unglinga- landsliðsins er lokið, að vísu með tapi, 10:14, en frammistað- an er eins og bezt var vænzt og íslenzkum handknattleik til sóma. Fararstjórar hinna Norð- urlandanna létu í ljós mikla hrifningu yfir leik liðsins og fóru um drengina lofsamlegum orðum. Mörk Islands skomðu: Krist- ján Stefánsson 5, Árni Samúels- Billy Wright til Arsenal ÞAÐ hefir komið eins Og reiðar- slag yfir brezka knattspyrnuheim inn, að George Swinden mun láta af framkvæmdastjórn hjá Arsen- al í vor. 1 hans stað verður ráð- inn hinn heimsfrægi knattspyrnu maður Biliy Wright (Wolver- hampton), sem lék 104 landsleiki fyrir England og á heimsmet í landsleikj af jölda. í þessu nýja embætti fær Wright 3000 punda laun, en þessi staða er ein virðingarmesta inn- an brezkrar knattspyrnu, því að þar er Arsenal eins og riíki í rík- inu. Swinden hefir þjónað Arsenal í nær þrjá áratugi, fyrst sem leikmaður, er heimsfrægð hlaut á blómaskeiði félagsins og síð- an sem frarnkvæmdastjóri. Wright hefir starfað hjá enska sambandinu og verið aðstoðar- landsliðs þjálfari, Og sérgrein hans þar verið: „Enska unglinga- liðið innan 23 ára aldurs.“ Til þess er ætlazt af honum, að hann færi Arsenal aftur í forystusæti í Lundúnum — og Englandi. og son 3, Hörður Kristinsson 1 Lúðvík Lúðvíksson 1. Kristján Stefánsson, sem er reyndastur íslendinganna, var bezti maður vallarins og í sann- leika sagt stjarna kvöldsins. — Þorsteini Bjömssyni markverði og Áma Samúelssyni er einnig hrósað fyrir góðan leik. Nokk- urs taugaóstyrks gætti í byrjun leiksins, en það lagaðist fljót- lega. í síðari hálfleik gættu Svi- amir Kristjáns mjög vel, enda hafði hann í fyrri hálfleik skor- að 5 af mörkunum 7. Dómari leiksins var finnskur og fær hann ekki góða dóma fyrir sitt hlutverk. Þeir Gylfi Hjálmarsson og Bjöm Bjarnason léku ekki með í þessum leik. Norðmenn unnu auðveldan sigur yfir Finnum, 18:11. Kristján bezti maður vallarins Svíar vilja ekki banna atvinnuhnefaleika SÆNSKA þingið felldi í gær tillögu um áð banna skyldi at- vinnumannahnefaleika í Svíþjóð. 1 neðri deild voru 123 á móti en 54 með. 12 sátu hjá. I efri deild voru 73 á móti en 37 með. 6 sátu hjá og 35 voru fjarver- andi. Langar umræður urðu um tillöguna í báðum deildum áður en kom til atkvæðagreiðslu. Fjöldi þingmanná tók þátt í umræðunum. Kom fram að í Svíþjóð eru sjö atvinnuhnefa- leikamenn og verði atvinnu- grein þeirra bönnuð myndu þeir aðeins flytja í annað land og iðka atvinnu sína þar. En þungamiðjan í málflutningi þeirra er tillöguna felldu var að ekki bæri að setja höft eða takmarkanir á íþróttaiðkun manna. Athygli skal vakin á að til Fræðslufundur um íþróttir að Selfossi UNGMENNAFÉLAG Selfoss efnir til almenns fræðslu- og kynningarfundar um íþróttir og æskulýðsmál í dag bl. 5 síð- degis í Selfossbíói. Benedikt Jakobsson mun flytja erindi um gildi íþrótta og þjálfun almennt, og sýna skugga myndir til skýringar. Þá mun síra Lárus Halldórsson flytja ræðu um æskulýðsmál. Síðan verða sýndar kvikmyndir: Frjáls íþróttamynd og mynd frá heims meistaramóti í knattspyrnu árið 1958. Öllum er heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyfir. Enska knattspyrnan ■:■ 1. deild (England) ÚRSLIT í nokkrum aukaleikjum, sem fram hafa farið: Aston Villa 1 — W. Bromwich 0 Cardiff 1 — Bumley ........ 1 Sheffield Utd. 1 — Everton .. 1 Tottenham 1 — Ipswich .... 3 2. deild: Sunderland 4 Charlton Skotland: Bikarkeppnin (endurt. leikur) Third Lanark 0 — Celtic .. 1. deild: Airdrieonians 2 — Dunf. line 1 Dundee 0 — Rangers ......... 0 Hibernian 1 — Motherwell .. 2 Raith Rovers 2 — Kilmarock 2 Stirling Albion 0 — Dundee U. 1 umræðu var tillaga gegn at- vinnuhnefaleikum. Að banna hnefaleika datt engum í hug. Gerda Harb- ig látin NÝLEGA barst okkur til eyma sú frétt, að frú Gerda Harbig hafi látizt eftir stutta en þunga legu hinn 24. febrúar sl. f sjúkrahúsi í Berlín, aðeins 42 ára gömul. Gerda Harbig var ekkja hins fræga íþróttamanns, hlauparans Rudolfs Harbig. Hún var ís- lenzkum íþróttamönnum kunn og þá sérstaklega frjálsíþrótta- mönnum og fulltrúum Islands f Ólympíunefnd. — Frú Harbig hafði jafnan stuðlað að sam- skiptum íslenzkra óg austur- þýzkra frjálsíþróttamanna, og stóð hún fyrir rausnarlegum boðum til íslenzkra þátttakenda á alþjóðamót það, sem haldið er árlega í frjálsíþróttum f Dresden og kertnt er við minn- ingu látins eiginmanns hennar, Rudolf Harbig. Gerda Harbig var mjög þekkt í heimalandi sínu fyrir hið mikla og fómfúsa starf hennar þar í þágu íþróttalífsins og upp- byggjngu þess ásamt útbreiðslu íþróttastarfseminnar og þá sér í lagi fyrir barna- og kvenna- íþróttaiðkanir. Hún átti sæti f Ólympíunefnd Austur-Þýzka- lands frá stofnsetningu nefnd- arinnar 1951. Þeir, sem liynntust frú Gerdu Harbig, tóku strax eftir hinum sérstöku persónueiginleikum hennar, sem komu einkum fram í meðfæddum mannkær- leika og hjálpsemi við náung- ann. Hún lifði fyrir annað æðra takmark en að fórna íþrótta- starfseminni líf sitt, en það var að sjá fyrir að ala upp einka- bam sitt, sem var aðeins reifa- bam, þegar Rudolf Harbig lézt, Með þessum fáu línum kveðj- um við Gerdu Harbig og þökk- um fyrir að hafa átt því lánl að fagna að kynnast henni og hafa átt samstarf við hana á undanförnum árum. Frjálsíþróttasamband Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.