Morgunblaðið - 25.03.1962, Side 12
12
MORCVN BL1Ð1Ð
Sunnudagur 25. marz 1962 '>
JflfaWglltltlFlfafrÍfr
CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
SigufSur Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: iðalstræti 6.
Augiýsingar og argreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HRAÐA ÞARF AÐ-
GERÐUM
■fTið kosningamar í laun-'
" þegafélögunum, sem
fram hafa farið að undan-
förnu, hafa lýðræðissinnar
barizt undir kjörorðinu:
Kjarabætur án verkfalla.
Verkfallamenn hafa goldið
algjört afhroð í þessum kosn
ingum. Þannig hafa laun-
þegar lýst því yfir, svo ekki
verður um villzt, að þeir
vilja reyna kjarabótaleiðina.
Nú í vor hækka laun sjálf-
krafa um 4%, og má gera ráð
fyrir að sú kauphækkun
verði raunhæf kjarabót, þann
ig að verðhækkanir verði
ekki samfara henni svo neinu
nemi. Þeirri kjarabót vilja
launþegar ekki stofna í hættu
með nýju verkfallsbrölti.
En þar með er þó alls ekki
nóg að gert, því að enn er
eftir að hrinda í framkvæmd
því fyrirkomulagi, sem felst
í tillögunni um raunhæfar
kjarabætur, sem alhr Alþing
ismenn stóðu að fyrir jólin.
Launþegarnir ætlast til að
enginn óþarfur dráttur verði
á framkvæmd þeirrar tillögu.
Um leið og launþegar lýsa
stuðningi sínum við kjara-
bótaleiðina og afneita verk-
fallastefnunni, krefjast þeir
þess, að þegar á þessu ári
verði gerðar róttækar ráð-
Stafanir til að bæta kjörin
með meiri vinnuhagræðingu,
samstarfsnefndum launþega
og vinnuveitenda og aukinni
ákvæðisvinnu. Þeir eiga líka
heimtingu á því að komið sé
á fót stofnun, sem fylgist með
framleiðsluaukningu og geri
opinberlega grein fyrir
greiðslugetu atvinnuveganna,
svo að öruggt sé, að launþeg-
ar fái á hverjum tíma rétt-
mæta hlutdeild í meiri fram-
leiðslu.
Eins og kunnugt er starfar
nú nefnd að undirbúningi til-
lagna í samræmi við þings-
ályktunina, sem áður var
getið um. Sú nefnd verður að
hraða störfum eins og frek-
ast er unnt. Hún á að ráða
hæfa menn í þjónustu sína og
hafa fullt samstarf bæði við
Vinnuveitendasambandið og
Alþýðusambandið. Undir eng
um kringumstæðum má spara
fé til þessarar starfsemi. Ef
því er að skipta á ríkið að
leggja fjármagnið til, en
skemmtilegast væri að það
kæmi frá Vinnuveitendasam-
bandinu og Alþýðusamband-
inu, enda mundu þessir aðil-
ar með þeim hætti undir-
strika samstarfsvilja sinn og
þann ásetning að tryggja
launþegum kjarabætur eftir
heilbrigðum leiðum.
AHUGALEYSI
KOMMÚNISTA
TVTokkrir þingmenn komm-
’ únista, þar á meðal for-
seti Alþýðusambands íslands
og formaður Dagsbrúnar,
fluttu þingsályktunartillög-
una um raunhæfar kjarabæt
ur á Alþingi. Aðrir þing-
flokkar tóku henni opnum
örmum og samþykktu hana
þegar í stað. Gerðu menn
sér þá vonir um, að komm-
únistar hefðu horfið frá villu
síns vegar í verkalýðsmálum
og mundu taka upp einlægt
samstarf um kjarabætur. —
Brátt kom í ljós, að áhuginn
var minni en gera hefði
mátt ráð fyrir.
Kommúnistar gripu til
þess ráðs að dreifa athygl-
inni frá eigin tillögu með því
að setja saman óskalista, sem
þeir fóru með á fund ríkis-
stjómarinnar með miklu
brambolti og hafa síðan lagt
á það megináherzlu, að ríkis-
stjórnin geti með einu penna
striki bætt kjörin, en hafa
verið hljóðir um kjarabóta-
tillöguna.
Nýlega var frá því skýrt
í blaðinu, að með góðu sam-
starfi rafvirkjameistara og
sveina hefði tekizt að stór-
bæta kjör hæfra og duglegra
rafvirkja. Efnt var til sér-
staks námskeiðs og prófs að
því loknu, og fengu þeir sem
prófið stóðust 10% kaup-
hækkun.
Vinnuveitendasamband Is-
lands fylgdist með þessari til
raun og studdi hana. Hins-
vegar kom á daginn, að for-
seti Alþýðusambands Islands
vissi ekki einu sinni að þetta
námskeið hefði verið háð og
rafvirkjar hefðu fengið 10%
kjarabætur.
Þetta áhugaleysi Hanni-
bals Valdimarssonar á raun-
hæfum kjarabótum spáir
ekki góðu um samstarf í
þessum efnum við núverandi
stjórn Alþýðusambands Is-
lands. Er því hætt við að
verkalýðurinn verði að
skipta um stjóm í Alþýðu-
sambandinu, áður en mikill
árangur verður af kjarabóta-
leiðinni.
Að vísu hefur forseti ASl
lýst því yfir, að hann hafi
mikinn áhuga á að bæta
kjörin eftir heilbrigðum leið-
um, en því miður eru þar
enn sem komið er a. m. k.
■■ ■■
Verkalýðs-
íorinffiim
Andre
Framini,
með
sólglerauffn
fagnar
með
vinum
sínum
unnum \
sigri
í Buenos Airea.
Perons yfir
Skuggi
Argentínu
JUAN Peron, fyrrverandi ein-
ræðisherra Argentínu hefur unn,-
ið óvæntan og e. t. v. afdrifa-
ríkan sigur í argentískum stjórn
málum, þótt hann sjálfur hafi þar
hvergi komið nærri. f kosning-
unum, sem fram fóru í þessum
mánuði unn.u stuðningsmenn
menn hans 43 af 187 þingsætum
sem kosið var um og fengu kjörna
fylkisstjóra í tíu af fjórtán fylkj-
um landsins, — með þeim afleið-
ingum, sem kunnar eru af frétt-
um síðustu daga.
Dr. Arturo Frondizi, forseti
Argentínu hefur látið undan
þeirri kröfu yfirstjórnar hersins,
að meina perónistuon að taka við
þessum embættum og beita þeim
ákvæðum stjórnarinnar, sem
heimila honum að setja herstjórn
ir yfir þessi fyl'ki. Mikiivægastur
var sigur perónista í stærsta
fyllki landsins BuenOs Aires, en
þar var perónistinn Framini, for-
maður félags verkamanna í
vefnaðarvöruverksmiðjum kjör-
inn með yfirgnæfandi meirihluta.
Þingsætin verða hinsvegar
ekki af perónistum tekin með
neinum ákvæðum stjórnarskrár
— og þykir víst að hinir nýju
þitigmenn eigi eftir að láta veru-
einungis orð, en engar at-
hafnir.
Morgunblaðið vonar að því
skjátlist, þegar það heldur
því fram, að Hannibal sé á-
hugalítill um raunhæfar
kjarabætur, en tími er sann-
arlega til þess kominn að
hann sýni vilja sinn í verki,
ef hann í raun réttri vill
fara kjarabótaleiðina.
Það er orðið tímabært, að
vinnuveitendur og forystu-
menn launþegasamtakanna
taki upp heilbrigt og heiðar-
legt samstarf til að bæta í
senn kjör launþega og hag
atvinnuveganna og girða fyr-
ir vinnudeilur og átök, sem
öllum eru til tjóns. I því efni
gæti Hannibal Valdimarsson
vissulega unnið gott starf og
sýnt með því, að hann vilji í
raun réttri kjarabætur, en
ekki verkföll.
Vinnuveitendur verða líka
að gera sér fulla grein fyrir
því, að þeir verða að leggja
sig alla fram til þess að slíkt
samstarf beri árangur og
verkamenn sjái svart á hvítu
að þeir fá kjör sín bætt. Á
þessu má enginn dráttur
verða.
lega að sér kveða á þeim vett-
vangi.
• Lifði á fyrningum
Skýringin á því hversu öfluig-
an stuðning Perón á enn í Argen-
tínu er sú, að hann byggði ein-
ræðisstjórn sína á höllustu mikils
hluta þjóðarinnar, þ. e. a. s. verka
lýðsins.
Peron kor»n til valda árið 1946
eftir að hann í þrjú ár hafði
notað til hins ítrasta stöðu sína
sem yfirmaður félagsimála riíkis-
ins í þáverandi stjórn, sem var
herstjórn. Hann fékik því fram-
gengt, að laun voru hækkuð,
vinnutími styttur og ýmsar breyt
ingar gerðar í þjóðfélagsmálum.
Hann tryggði sér algera stjóm
stéttarfélaganna og byggði upp
öflugan stjórnmólafliokk. Þetta
tryggði honum sigur í kosning-
unum 1946 og 1951 og gerði hon-
um kleift að koma fram stjórnar-
skrárbreytingu, sem heimilaði
endurkjör hans í forsetaemibætt-
ið. PerOn beitti sér fyrir iðnvæð-
ingu og ýmsum aðgerðum sem í
ríkum mæli bættu hag verka-
lýðssstéttanna. En stefna hans
byggðist á þeirri velmegun og
þeim gjaldeyrisforða, sem Argen-
tína hafði safnað á styrjaldar-
árunum, var þess utan rekin á
kostnað landbúnaðarins, því að
Peron keypti landbúnaðarafurðir
heima fyrir iágu verði og seldi
erlendis með ríflegum hagnaði
fyrir rikiskassann. Landeigendur
snerust brátt gegn þessari stefnu
Og drógu verulega úr framleiðsl-
unni. Þegar svo sala argentískra
landtoúnaðarafurða minnkaði á
evrópákum mankaði varð Peron
að breyta til. að þessu sinni til
hagsbóta fyrir landtoúnaðinn.
Raunveruleg laun verkalýðsins
læfekuðu stórum vegna mikillar
og vaxandi verðbóligu og hin
ótrygga stefna í efnabagsmálum
landsins hitti sjálfa sig fyrir.
Þegar svo Peron tók að elda
grátt silfur við Kaþólsku kirkj-
una, svo ekki sé talað um fráfall
konu hans Evu, sem var orðinn
dýrlingur í augum alþýðu, runnu
stoðirnar undan valdastóli Per-
ons. Verkalýðurinn snerist að
vísu efeki gegn honum — en hafð-
izt ekki að gegn valdatöku hers-
ins árið 1955, sem á fáum dögum
leiddi til falls Perons og flótta
hans úr landi. Áður tókst honum
þó að láta greipar sópa um ríkis-
ka.ssann og hefur lifað góðu lífi
síðan, nú síðast hjá Franco á
Spáni.
• Perón.istar studðu
Frondizi til valda
Þegar dr. Frondizi varð forseti
Argentín/u árið 1958 var landið
í þjóðfélagslegu og efnahagslegu
öngþveiti. Bráðabirgðastjórn P.
Aramburu, heiböfðingja, hafði
’látið sér nægja að gera það, sem
nauðsynlegast var til undirbún-
ings því, að lýðræðisstjórn, kosin
í frjólsum kosningum gæti tekið
til við hin óleystu verkefni og
beint landinu inn á braut fram-
fara.
Menn gerðu sér háar vonir,
en þeir sem varkárari voru gerðu
sér ljóst, að byrðarnar, sem hið
nýja ráðuneyti átti að bera, voru
þungar. Tvö höfuð vandamál
yrðu erfið úrlausnar. Annars veg
ar endurreisn efnahagslífsins og
hinsvegar, sem var nátengt,
hvernig ríkisstjórnin gæti unnið
tryggan stuðning verkalýðsina
við þær aðgerðir sem nauðsynleg
ar reyndust í þessu sfcyni.
Dr. Frondizi aðhylltist lýðræðia
lega þjóðemisstefnu og hafði i
ræðu og riti lýst sig andvígan þvl
að reisa við hag landsins með er-
lendu lánafé! Þó fór svo að hann
sá þá leið færasta til þess að hag-
nýta hinar miklu olíulindir lands
ins. Hann leitaði einnig eftir er-
lendri fjárfestingu til eflingar iðn
aðinum, stálframileiðslu og raf-
væðingu landsins. Þetta hvarf
FrOndizis frá hinni þröngu þjóð-
ernisstefnu Perons jók traust á
landinu erlendis Og svo virtist,
sem end-urreisn Argentínu gæti
Orðið með skjótum hætti ef stjórn
málaástandið yrði stöðugt.
Til þess að tryggja kosningu
Frondizi var ieitað stuðnings
Perorfista og réðu atkvæði þeirra
úrslitum í kosningunum. Þess í
stað skyidi stjórn Frondizi gang-
ast fyrir því að móta ríkið að
nokkru leyti samkvæmt stjórn-
málastefnu Perons, þótt hann
sjálfur væri fjarri. Ennfremur
skyldu náðaðir þeir stuðnings-
menn Perons, sem fangelsaðir
voru á tímum herstjórnarinnar.
Hinn nýi forseti lét það verða
sitt fyrsta verk að fyrirskipa al-
menna launahækkun til að mæta
hækkuðum framfærslukostnaði.
Vonbrigði létu þó efeki á sér
standa. í hernum heyrðust há-
værar óónægju raddir yfir skipan
perónista í mikilvægar stöður ög
dómarar landsins mótmæltu harð
lega öllum tilraunum til þess að
skipa perónistum á bekk með
þeim. Stéttarfélagsforingjar, sem
höfðu barizt gegn einræði Perons
og persónudýrkun neituðu að
ganga til samstarfs við stuðninga
menn hans'og helmingur þjóðar-
innar andmælti þeirri yfirlýs-
ingu Frondizi, að hann værl
forseti 20 millj. manna þjóðar.
Áður en langt um leið hættu
verkalýðsfélög peronista stuðn-
ingi við Frondizi og við næstu
kosningar skiluðu þeir auðu, en
framtojóðendur stjórnarinnar
fengu áðeins 30% allra atfcvæða.
Kröfur um launahæfckanir urðu
toáværar og verkföll tíð. Fram-
færslulkostnaður hækkaði en hag-
ur framleiðenda fór þó tiltölulega
batnandi. TJtflutningur jókst veru
lega, þótt hann sé enn töiuvert
lægri en þmflutningur.
Framto. á bls. 17.