Morgunblaðið - 25.03.1962, Side 13
{ Sunnudagur 25. marz 1962
MORCVNBLAÐI&
13
Á NOKKRUM áratugum hefur Reykjavík breytzt úr sjávarþorpi í nýtízkulega borg. Á myndinni til vinstri, sem tekin var 1961, sést hið nýja Háloga-
landshverfi. Hin myndin var tekin á sama stað aðeins 4 árum áður.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 24. marz
Frumkæði
Reykjavíkur
, r Á nokkrum áratugum hefur
Reykjavík breytzt úr sjávarþorpi
. í veglega borg. Höfuðborgin hef
ur orði-ð að taka við miklum
bluta fólksfjölgunarinnar í land-
inu og sjá hinni hraðvaxandi
fbúatölu fyrir margháttuðum
þörfum.
Samhliða hefur byggð vaxið í
nærliggjandi kaupstöðum og
eveitarfélögum, svo að skammt
er þess að bíða, að samfelld
byggð verði suður um Hafnar-
fjörð og upp um Mosfellssveit.
Fyrir frumkvæði borgarstjórn-
ftr Reykjavíkur er nú unnið að
heildarskipulagi alls þessa svæð-
is af erlendum og innlendum sér-
fræðingum, og er markmiðið að
tryggja það, að „Stór-Reykja-
vík“ framtíðarinnar verði ný-
tízkuleg borg með fullkomnu
skipulagi.
Jafnframt er svo, eins og kunn-
Ugt er, unnið ötullega að því að
ganga endanlega frá skipulagi
gamla Miðbæjarins og einstakra
svæða bæjarlandsins innan
ramma heildarskipulagsins.
Mikið átak
Mjðg rösklega er þannig unnið
að skipulagsmálum höfuðborgar-
innar, svo að á betra verður vart
Ikosið.
Að sjálfsögðu mun menn
greina eitthvað á um þær skipu-
iagstillögur, sem endanlega verða
samþykktar. í því efni, eins og
evo mörgum öðrum, getur aldrei
©rðið um algjört samkomulag að
ræða, og vafalaust geta menn
eftir 20 eða 30 ár bent á eitthvað,
sem betur hefði mátt fara í skipu
iagstillögum, sem gerðar voru
árið 1962. Fram hjá því verður
aldrei sneitt.
Á sarna hátt væri fjarstætt að
halda því fram, að allt það, sem
gert var í skipulagsmálum fyrir
20 eða 30 árum, hafi verið alfull-
komið. Þvert á móti er hér eins
©g í öllum borgum öðrum hægt
að benda á mistök.
Banngjarnir menn leiða hins
vegar að því hugann, að fólks-
fjölgunin í höfuðborginni hefur
©rðið miklu örari en noikurn ór-
aði fyrir, og skjótar ákvarðanir
hefur oft þurft að taka til að
atemma ekki stigu við hinni öru
þróun.
Þegar á heildina er litið, hljóta
menn að játa, að furðuvel hafi
rætzt úr og Reykjavík þoli fylli-
lega samanburð við sambærileg-
ar borgir erlendis í skipulagslegu
tilliti.
Þarfir
„irmflytjendanna44
1 ' Þegar rætt er um það, sem
iógert er í höfuðborginni, verða
menn að hafa hugfast, að Reykja-
vík hefur orðið að taka á móti
allsendis óeðlilegri fólksfjölgun.
Reykvikingar hafa ekki takmark-
að aðstreymi til höfuðborgarinn-
ar, heldur reynt á hverjum tíma
að fullnægja þörfum þeirra, sem
hér vildu búa.
Meginkapp hefur því verið lagt
á að auðvelda íbúðabyggingar til
að búa bæði uppvaxandi kynslóð
og „innflytjendum“ mannsæm-
andi vistarverur, og hefur göfur-
legu fjármagni verið varið til að
ganga frá lóðum og leggja götur.
Sumir deila á borgaryfirvöld-
in fyrir það að verja ekki meiri
hluta gatnagerðarfjár til að full-
gera götur, í stað þess að „þenja
borgina út“. Varla er þó ástæða
til að ætla, að þeir, sem búa í
hinum ágætu ílbúðum í nýju
hverfunum, séu þessarar skoðun-
ar.
Hitt er svo annað mál, að nú
er tímabært að hefja stórátak til
að fullgera götur höfuðborgar-
innar, enda hefur Geir Hallgríms
son, borgarstjóri, boðað heildar-
áætlun um gatnagerð, sem fylgi
í kjölfar hitaveituframkvæmd-
anna.
Glæsileg borg
Það ætti að vera sameiginlegt
áhugamál Reykvíkinga og raunar
landsmanna allra, að Reykjvík-
yrði sem bezt og glæsilegust
borg, og að því er stöðugt unnið.
Skipulagsmálin eru tekin traust
um tökum, eins og áður segir.
Hinar miklu hitaveitufram-
kvæmdir eru hafnar, fjármagn
er tryggt og verkfræðilegum und
irbúningi komið í gott horf, svo
að allir íbúar höfuðborgarinar
munu búa við þægindi og sparn-
að hitaveitunnar innan fjögurra
ára.
Skýrt hefur verið frá miklum
vatnsveituframkvæmdum og áætl
un verið gerð um hagkvæma
höfn.
Síðast en eklki sízt er svo ver-
ið að ganga frá áætluninni um að
fullgera allar götur borgarinnar á
tiltölulega skömmu árabili.
Má því með sanni segja, að
Reykvíkingar geti horft björt-
um augum á þróun mála í höfuð-
borginni, batnandi hag og betra
og fegurra líf.
Góð borg
En Reykjavík er líka góð borg
frá náttúrunnar hendi. Fagurt
umhverfi meta menn ef til vill
ekki til peningaverðs, en jarðgufu
í sjálfu bæjarlandinu, ágætustu
vatnsból í nánd borgarinnar og
hin beztu hafnrskilyrði hljóta,
svo nokkuð sé nefnt, að bæta hag
höfuðborgarbúa.
Ingólfur Arnarson valdi sér
þar bólfestu, sem síðar átti eftir
að verða hið ákjósanlegasta íið-
setur höfuðborgar. Þess vegna er
það vel til fallið, að samhliða stór
sókn Reykvíkinga til að bæta og
fegra höfuðborgina skuli borgar-
ráð hafa samþykkt að láta gera
tilraun til að finna, svo að ekki
verði um deilt, hvar bæjarstæði
Ingólfs hefur verið.
Vonandi leiða boranir þær, sem
hefjast í maímánuði, undir stjórn
þeirra Þorkels Grímssonar, forn-
leifafræðings, og Þorleifs Einars-
sonar, náttúrufræðings, í ljós,
hvar bærinn hefur staðið, svo
að takast megi að varðveita reit
til minningar um fyrsta land-
námsmanninn í hjarta höfuðborg
arinnar.
Uppgjöf
kommúnismans
Kommúnistamálgagnið á fs-
landi hefur haft heldur hljótt um
aðalfund miðstjórnar kommún-
istaflokksihs rússneska, aldrei
þessu vant, og ligja til þess skilj-
anlegar ástæður. Sjálfur Krús-
jeff lýsti því sem sagt í ræðum
sínum, að landlbúnaður Ráðstjórn
arríkjanna væri í megnasta
ólestri, eftir 40 ára kommúníska
stjóm hans.
Hann dró ekki dul á, að víða
væri kjötskortur og taldi, að
grundvallarbreytingar yrði að
vera til að kippa málunum í lag.
Á tímabili voru menn farnir
að halda að Krúsjeff mundi horf-
ast í augu við raunveruleikann,
afnema samyrkjubúskapinn og
veita bændum frjálsræði. Hefði
það að sjálfsögðu verið eðlileg nið
urstaða af hans eigin orðum. All-
ar tilraunir til sameignarbúskap-
ar og kommúnisma höfðu brugð-
izt og örlitlar einkaskákir, sem
menn máttu rækta, sáu fyrir
helmingi allrar landbúnaðarfram
leiðslunnar.
Hvort sem Krúsjeff hefur verið
yfirbugaður á miðstjórnarfundin-
um eða hann hefur ekki sjálfur
þorað að lina á tökunum, þegar
til kastanna kom, þá er hitt víst,
afi miðstjórnin gafst upp á að
leysa málin og allt er enn í sama
ólestrinum.
Völdin fyrir öllu
Út af fyrir sig er skiljanlegt,
að kommúnistaleiðtogarnir reyni
í lengstu lög að hliðra sér við að
horfast í augu við raunveruleik-
ann. Þeir vita sem er, að fleiri
myndu á eftir koma, ef losað yrði
um fjötrana á bændastéttinni.
Þess vegna er höfðinu enn bar-
ið við steininn, lappað er upp á
gamla kerfið með nýrri yfirstjórn
og meira eftirliti, þótt engum
ætti að dyljast það, hvorki aust-
an tjalds né vestan, að kerfið
sjálft hefur beðið algert skip-
brot.
Ekki eru fréttimar, sem berast
af samyrkjuibúskapnum í Kína,
heldur glæsilegar. Hungursneyð-
in þar stafar ekki nema að mjög
litlu leyti af völdum tíðarfars.
Það er gamli fyrirslátturinn, sem
málpípur heimskommúnismans
ætíð hafa gripið til, þegar reynt
hefur verið að skýra vandræðin
í landbúnaðarmálum kommún-
istaríkjanna.
Það ætti nú að verá orðið ljóst,
að landbúnaður og kommúnismi
fara ekki soman. Þetta væri kom-
múnistum sæmst að viðurkenna,
þótt þess sé ekki að vænta, að
íslenzka deildin geri það, meðan
húsbændur hennar þora sig
hvergi að hræra og bíða þess,
að enn lengra sígi á ógæfuhliðina.
Búnaðarþingi
lokið
Sömu dagana og rússnesku leið
togarnir þinguðu um landbúnað-
armál sat Búnaðarþing hér í höf-
uðborginni. Málefni þess voru
ekki jafn erfið og viðfangsefni
kommúnistafundarins. íslenzkur
landbúnaður hefur blómgazt og
dafnað á sama tíma og rússneski
landbúnaðurinn er í algerri nið
urlægingu.
Á einu sviði þurftu þó íslenzku
búnaðarfulltrúarnir að horfast í
augu við mikið vandamál og taka
ábyrga afstöðu, en í því efni
brást þeim bogalistin eins og aust
anmönnum.
Vinstri stjórnin skildi við lána-
sjóði landbúnaðarins gjaldþrota,
svo að þeir skulda 34 millj. kr.
fram yfir eignir og það þótt rí'kis
sjóður hafi á undangengnum
þremur áratugum lagt þeim til
yfir 130 milljónir króna í óaftur-
kræfum framlögum.
Nú er verið að gera stórátak til
að reisa sjóði þessa við, þannig
að þeir verða á fáum árum geysi-
sterkir og geta staðið undir stór-
feldum lánveitingum, sem gjör-
bylta munu landbúnaðinum, auð-
velda mönnum að stækka mjög
búin og bæta hag sinn.
Tii þess er ætlazt að land'bún-
aðurinn leggi sjálfur nokkuð
fram til styrktar sjóðunum, og er
það þó aðeins lítill hluti fjár
þess, sem til þeirra á að renna.
Þá bregður svo við að meiri-
'hluti Búnaðarþingsfulltrúa mót-
mælir því, að nokkur eyrir komi
frá landbúnaðinum sjálfum til
þess að tryggja þetta stórátak.
Bændur
ábyrg stétt
Bændur hafa lengst af verið
taldir meðal hinna ábyrgustu
stétta íslenzks þjóðfélags, enda
eru þeir víðast íhugulir og að-
gætnir. Þess vegna furðar menn
mjög á hinni óábyrgu afstöðu,
sem meiriihluti Búnaðarþingsfull-
trúa tók til viðreisnar lénasjóða
landbúnaðarins.
Enn furðulegri er þó þessi af-
staða þegar þess er gætt, að sams
konar gjaid og hér átti að renna
til styrktar landbúnaðinum, var
samþykkt að veita til byggingar
bændahallarinnar í Reykjavxk.
Varla getur það farið á milli
mála, að það sé landbúnaðinum
núðsynlegra að eiga styrka sjóði
til framkvæmda í sveitum lands-
ins en eignast 'hótel í Reykjavík.
Auðvitað er það samt mál bænda,
hvort þeir vilja verja fé sínu í
slíkar framkvæmdir, en það verð
ur að teljast fullkomið ábyrgðar-
leysi að neita á sama tíma að
leggja nokkuð af mörkum til bún
ðarsjóðanna.
Þessi afstaða meirihluta Bún-
aðarþings skaðar mjög bænda-
samtökin. Venjulega hafa menn
viðurkennt, að samtök bænda
væru öfgalausari í ályktunum
sínum en ýmis hagsmunasamtölk
önnur og því verið litið með skiln
ingi á samþykktir bænda. Það
almenningsálit gafst Búnaðar-
þingi nú tækifæri til að styrkja
með ábyrgri afstöðu til lánasjóð-
anna. Var leitt, að þingið skyldi
ekki bera gæfu til þess.
Nýr flugvöllur
Mikið hefur að undanförnu ver
ið rætt um nýjan flugvöll og eru
skoðanir manna allskiptar á því,
hvort byggja eigi fullkominn flug
völl í námunda við Reykjavík og
þá helzt á Álftanesi eða notasit
við Keflaví'kurflugvöll, sem síður
en svo er nokkur frágangssök,
þegar steinsteyptur vegur er
kominn suður til Keflavílkur.
f grein, sem Ingólfur Aðal-
steinsson ritaði fyrir skömmu i
Morgunblaðið, bendir hann á
það, að nauðsynlegt sé að koma
upp fullkomnum varaflugvelll
norðan eða austanlands. Hann
segir:
„Það liggur því næst fyrir að
gera það upp, hvort við höfum
efni á því að byggja einn fulÞ
kominn þotuvöll, en sá flugvöllr
ur verður að koma norðanland*
eða austan. Þegar þeim áfanga
væri lokið, getum við gert áætl-
anir um byggingu flugvallar á
Álftanesinu."
Það segir sig sjálft, að fullkom
inn flugvöllur norðan eða aust-
anlands eykur meira flugöryggl
en nýr flugvöllur í nánd við
Keflavíkurflugvöll. Þeir tveiv
flugvellir mundu oftast lokast
samtímis, en flugvöllur fyrir norh
an eða austan þá venjulega vena
nothæfur. Forystumenn flugmála
ættu því sannarlega að íhuga,
hvort þeir ekki vildu fremur
leggja á sig það óhagræði að bíða
eftir flugvelli í nánd við Reykja-
vík gegn því að fá öruggan vara-
flugvöll.