Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 27. marz 1962 Svarað í sömu mynt IMokkur orð til Guðmundai Inga Kristjánssonar Bietermann og brennuvargarnir Brennuvargar í Tjarnarbæ Á fimimtudagskvöld verður annað leikritið, sem Grírna tekur til meðferðar á þessum vetri, frumsýnt í Tjarnarbæ (toét áður Tjarnarbíó). Leiik- ritið sem fyrir valinu var er eftir Svisslendingin Max Friscto og netfnist: „Bieter- mann og brennuvargarnir.“ Það var fyrst sýnt í leikihúsi í Ziiricto árið 1958 og valkti gífurlega athygli. Síðan hefur það veiið sýnt víða, t. d. á Norðurlöndunum og nú er ver ið að sýna það í London. Fyrirsvarsmenn Grimu sögðu, að leikritið hefði verið tekið tii meðferðar vegna þess hve það væri „orginalt", en það væri eitt helzta viðfangs- efni leikfélagsins að kljást við óvenjuleg og nýstárleg leik- rit. ★ í síðustu viiku stóðu æfingar sem hæst Blaðamaður Mbl. brá sér eitt kvöldið niður í Tjarnarbæ og var viðstaddur eina samæfingu. Leiktjöldum hafði verið komið fyrlr, þó ekki væru þau fullgerð — alls staðar blöstu við eldsneytis- tunnur, enda dugar eíkkert minna þegar brennuvargar eiga í hlut. Leikstjórinn, Bald vin Balldórsson, bað leikend- ur að einbeita sér að hlutverk- um sínum, því óvíst væri hvenær hægt yrði að hafa æf- ingu næst. Lei&sviðið er á tvekn hæð- um og eru leikendur samtals 13. Fyrst ber þar að nefna Gísla Halldórsson í gervi Bietermanns: hins andvara- lausa manns, sem flaut sof- andi að feigðarósi, hina hjart- veiku könu hans, Babette, leik in af Jóhönnu Norðfjörð, brennuvargana Seppa Og Villa (Flosi Ólafsson Og Haraldur Björnsson). Seppi var fyrr- verandi glímukappi og tugt- húslimur, og þótti ægilegt að hafa þannig vöxt og allir urðu toræddir við hann og Villi, fyrrverandi þjónn, og tugthús- limur og núverandi brennu- vargur, hafði ánægju af að heyra snarkið í lögunum, væl- ið í sírenunum og kveinið í fólkinu. Minni hlutverik eru: stöfú- stúlkan (Brynja Benedikts- dóttiri og fimm brunaliðs- menn, sem stóðu vörð um borgina, og þrjú önnur smá- hlutverk. Brunaliðsmennirnir eða brunaliðskórinn, gefa sýn- ingunni ógnþrunginn blæ, þeir eru alltaf til staðar og fylgj- ast með öllu, sem fram fer á sviðinu, og mæla viðvörunar- orð af vörum. Að sjálfsögðu er fortooðið að rökja hér gang leiksins, þó freistandi sé — og verða menn að bíða þar umsagnar leiklist- argagnrýnenda eða fara niður í Tjarnarbæ og kynnast leilkn- um af eigin raun. — Að æf- ingunni lokinni hélt leikstjór- inn fund xneð leikendum og gagnrf,y«dí ýnz« sfriði, sem fara fcjefðu mátt betur; lit- urinn á peysunni hennar Brynju var of rauður, þagnirn ar voru of stuttar o. s. frv. — Og svo lauk hann máli sínu á þessum orðum: — Eini tíminn til æfinga er á laugardaginn klukkan tólf. — Um hádegi eða miðnætti? •— Hádegi. — Eg borða nú venjulega milli tólf Og eitt. SAMKVÆMT boði ritningarinn- ar að halda hvíldardaginn heil- agan les ég ekki Tímann á sunnu dögum. Það var því ekki fyrr en í gær, mánudag ,sem ég las grein eftto^Guðmund Inga Kristjáns- son sem birtist í sunnudagsblaði Tímans. Þar er reynt á grófan toátt að bera mér á brýn brask með vísur eftir hann. í stað þess að væna mig um óþokkaskap toefði G.I. átt að senda Morgun- blaðinu reikning sinn milliliða- laust. Sannleikurinn er sá að ég gleymdi þessum vísum um leið og þær birtust hér í Morgun- blaðinu. Mest er ég hissa á því að nokk- ur maður sem kennir sig við skáldskap skuli toafa geð í sér til að nefna „bókmenntagagnrýn- anda“ Tímans „gamlan vin sinn og sálufélaga" Ekki vissi ég að G.I. væri í svo óskáldlegum fé- lagsskap, en sumt af því sem hann sendir frá sér og nú síðast sunnudagsgreinin í Tímanum, sýnir því miður að jafnvel á — .Já, en þetta er bara eini tíminn . . . — Auðvitað komum við . . . Já, það er ekki til setunnar böðið, þegar leilkiistin er ann- ars vegar, jafnvel þó hagnað- arvonin sé lítil. Allir sem starfa hjá Grímu vinna í sjáilf boðavinnu. Eftir hverja sýn- ingu er kassinn gerður upp og ágóðanum deilt milli þátttak- enda. Eru það einu veraldlegu launin sem þeir þiggja. þessum að ég hélt dagfarsprúða manni sannast hið fornkveðna, að hver dregur dám af sínum sessunaut. Grein G.I. er að því er ég bezt fæ séð borgun fyrir það, að i níðgrein „bókmenntagagnrýn- andans“ um okkur Jón úr Vör er hann allt í einu nefndur i flokiki með Davíð, Tómasi og Steini Steinarr. Það hefur marg- ur borgað fyrir minna. G.I. segir að ég hafi ofsótt „gagnrýnand- ann“ með því að láta hann greiða fyrir að brillera í Tímanum. Allt kostar peninga nú á dögum, skemmtanir. matrósaföt og jafn- vel lofgreinar. Mundi ekki vera kominn tími til að láta líka borga fyrir ókurteisi? Það yrði kannski til þess að fækka dónum í þessu annars tiltölulega kurteisa þjóð- félagi. Ástæðan til þess að ég svara G.I. þessum fáu orðum er sú, að toann hefur fengizt við skáld- skap og slíka menn má að minni hyggju frekar krefja um dreng- Skap en aðra. En drengskapur G.I. hefur aftur á móti ekki reynzt traustari en svo, að héðan í frá má telja hann álitlegt þing- mannsefni fyrir Framsóknar- flokkinn. Að lokum þetta: Guðmundur Ingi spyr, þegar 'hann í guðspjalli sinu hefur rætt fjálglega um Einar í Eydölum og Jónas Hallgrimssan: „Hvar er nú það Hraun, sem elur bjargvætt þess- arar aldar?“ Það skyldi þó aldrei vera verzlunin Nonni á Vesturgötu 12? Matthías Johannessen. • Elskulegu vinir, í guðs allmáttugs ... Starfsmaður ÞjóðleiJkhúss- ins skrifar: Elskulegu ættingjar, vinir Og kunningjar — og vinir og kunningjar ættingja okkar og vina og samstarfsmanna þeirra — að ógleymdum öll- um kunningjum okkar sem við vissum ekki fyrr að við ættum — og fleiri! f, A & i’ L/ \ í Guðs almáttugs bænum, látið oldiur í friði fyrir beiðn- um um útvegun á miðum á My Fair Lady, við megum vart um frjálst höfuð strjúka, í vinnutíma, heima hjá olkk- ur Og á götum úti. í þessu húsi vinna nú á ann- að hundrað manns og ef við öll — sem ekki verður kom- ist hjá ef út í það er farið — tökum frá fyrir ofangreinda hópa, þá er eins gott að loka miðasölunni, því þá verður ekkert eftir handa þessum vesalingum sem merkilegt mofok þokkja enga okkar, en leggja á sig að standa í bið- röð í 2 til 3 klukkutíma. Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki gert þetta fyrir ykkur, og eigum svo bágt með að segja nei þegar þið biðjið — án þess að þið vitið um, því það er svo erfitt í þessu kunningsskaparins landi að láta fólk Skilja að við getum ekki staðið í þessu. Eftir þessar útslkýringar vonum við að þið skiljið þetta .— og löfið Okkur að stunda vinnu okkar í friði fyrir að- göngumiðasölu. Talið við miðasöluna — jafnvel — þótt sérstaklega standi á, eins og t. d. útlend- ingar á ferð — Og verða bara „þessa helgi“ eða fólk utan af landi sem fer „toeim á morg un og blessaðir sjómennirnir „sem verða bara í toöfn í tvo daga“. Miðasalan tekur alltaí tillit til svona aðstæðna og reynir eftir megni að hjálpa — það er nefnilega toún sem hefur rniðana. Með vinarkveðju frá okkur öllum til ykkar allra. • Sæluhús á Hafursey Sveinn Sveinsson frá Fossi ákrifar: í Mbl. 15. marz sl. segir frá vígsluattoöfn sælutoússins við Hafursey á Mýrdalssandi. Þar segir m. a. að frá fornu fari -<S> n \ t-il i V J ú‘/ SJ w J fj Lfhcc © Oí iSllli hafi verið sælúhús þarna við eyna. En það er mikill mis- skilningur, því í manna minn- um var ekki sæluhús í eynni fyrr en nökkrum árurn eftir síðustu aldamót, Og þar til urðu ferðamenn, sem leituðu Skjóls í eynni vegna veðurs eða annars að leita upp sikúta til að liggja í, þegar svo bar undir óg binda hesta sína á streng, sem kallað var, yfir nóttina. Vestur-Skaftafellssýsla lét byggja toúsið og hesthús og sáu þeir feðgar Einar heitinn Hjaltason ög Haraldur í Vík um byggingarnar og umsjón með hirðingu ihúsanna meðan ferðazt var á hestum. En þeg- ar bílarnir tóku við öllum ferðalöngum yfir sandinn og líka að aka lömbum til slátr- unar að Vík, þá var með öllu hætt að fara á hestum yfir sandinn. Kom þá enginn í sælutoúsið úr því og toúsið þar alveg í hirðuleysi, þar til allt fauk. En tovað sem því líður, þá er gott að búið er að byggja þarna vandað sæluhús, sem að er bæði prýði og öryggi. • Þingfrétt Við umræður á Alþingi sl. föstudag, varð að fresta fundi í miðri ræðu Lúðviks Jósefs- sonar, en hann hélt áfram af engu minni dugnaði eftir þing tolé. Forseti N.d. er sem kunn- ugt er Ragnhildur Helgadótt- ir. Er Lúðvík hafði talað í um klukkustundar Skeið varð fréttamanni MM. uppi á þing- pöllum að orði: Lúðvík af öllum er að ganga dauðum eilitið glettið bros af vörum rauðum þingfréttamanni færi fríð til minja forsetaynja (Þetta má syngja undir stúdentalaginu „Integer vitae" ef vill).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.