Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 1
24 siður Ný stjórn í Argentínu Frondizi þó enn valtur í sessi Buenos Aires, 26. marz — (AP-NTB) — Mynd þessi var tekin s.l. föstudag, þegar Helsingfors sátt málinn var undirritaður í lok 10. þings Norðurlandaráðs* ins. Eins og kunnugt er af fréttum f jallar sáttmálinn um nánara samstarf Norðurlandaþjóðanna, m. a. á sviði menn- ingar- og félagsmála. — Á myndinni sjást þeir, sem undir rituðu sáttmálann fyrir hönd landa sinna, en þeir eru, talið frá vinstri, Viggo Kampmann forsætisráðherra Danmerkur, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, Martti Miettunen forsætisráðherra Finnlands, Helge Sievertsen menntamálaráðherra Noregs og Herman Kling dóms- málaráðherra Svíþjóðar. (AP mynd). Barizt í Algeirsborg OAS leiðtogi handtekinn í Oran f DAG tók ný stjóm við völd- OBi í Argentínu og sóru átta ný- Ir ráðherrar embættiseiða í við- urvist Arturo Frondizi forseta. Viðstaddir athöfnina voru m. a. aðstoðarráðherrar )>eir, sem fara með mál landhers og flug- hers, en flotamálaráðherrann, Gaston Clements aðmíráll, sagði af sér á sunnudag og skoraði á Frondizi að gera slíkt hið sama. Frondizi hefur ekkert sinnt fjölda áskorana um að hann eegði af sér. Og í stað þess að mynda samsteypustjórn, er hefði stuðning sem flestra þing- flokka, hefur hann nú myndað stjórn, sem skipuð er ýmist flokksbræðrum hans úr Radi- kala flokknum eða óflokks- bundnum fulltrúum. Óskipað er í embætti aðstoðarráðherra, er fari með málefni flotans, eftir eð Clements sagði af sér. Venj- an er að embætti jþetta sé skip- eð samkvæmt ábendingu flota- stjórnarinnar. Flotastjómin vill að Frondizi segi af sér og hefur því ekki tilnefnt neinn mann í embættið. Ekki eru horfur á að til al- varlegra óeirða dragi í Argen- tínu fyrst um sinn, þvi leiðtog- ar hersins hafa fallizt á að hafa samvinnu við Pedro Eug- enio Aramburu hershöfðingja og fyrrverandi forseta, sem vinnur að þvi að sætta deiluað- ila í landinu. En komið hefur í Ijós í viðræðum Aramburus, að Frondizi nýtur aðeins stuðnings eigin flokks og eru aðrir flokk- ar ýmist eindregið gegn Fron- dizi, eða að þeir telja hann ekki skipta svo miklu máli sem forseta, ef með því er unnt að iryggja framtíð stjómarskrár landsins. Stjómarkreppa hefur ríkt í Argentínu frá því kosningar fóru þar fram hinn 18. þ. m. í þeim kosningum tapaði flokkur Frondizis meirihluta sínum ó þingi, en stuðningsmenn Perons fyrrverandi forseta, sem nú dvelst landflótta á Spáni, imnu verulega á. (NTB-AP) MIKIÐ mannfall varð í ó- eirðum í Algeirsborg í dag og er talið að um 50 menn hafi verið drepnir en 180 særðir. Frakkar hafa um- kringt borgarhlutann Bab el Oued, þar sem OAS-menn hafa aðalstöðvar sínar, og er 20.000 manna franskt herlið þar á verði. Fjöldi særöra var fluttur í Mustapha- sjúkrahúsið, sem hefur aug- lýst eftir mönnum til að gefa blóð. Tilkynnt var í París í dag að Frökkum hafi tekizt að handtaka Edmond Jouhaud, fyrrverandi hershöfðingja, sem verið hefur hægri hönd Raouls Salans hershöfðingja og annar valdamesti maður OAS-samtakanna í Alsír. — Jouhaud var handtekinn í Oran, en hann hafði yfir- stjórn OAS í vesturhluta landsins. Óeirðirnar 1 Algeirsborg hó'f- ust skömmu eftir hódegið. OAS samtökin höfðu dreift flugritum um borgina þar sem skorað var á íbúana að taka þátt í kröfu- göngu til Bab el Oued hverfis- ins, sem umkringt var 20.000 manna heriiði Frakka. Jafnframt var boðað til allsherjarverkfalls í borginni til að mótmæla aðgerð um Frakka gegn OAS. Eftir að verkfallið hófst, stöðvaðist öll umferð í borginni og allar vélar orkuveranna. Safnaðist þá saman mikill mannfjöldi í miðborginni, en þyrlur franska hersins voru á sveimi yfir höfðum mannfjöld- ans. • Við Pósthúsið Brátt kom til átaka milli OAS manna og franska hersins og náðu þau hámarki er þúsundir manna undir forustu OAS réðust á virki Frakka við aðal-póstihús- ið. Víða annarsstaðar í borginni mátti heyra vélbyssuskotlhríð og sprengingar. Sumsstaðar leituðu vegfarendur hælis undir bifreið- um, eða í kjöllurum verzlana. OAS menn Skutu á frönsku ör- yggislögregluna frá húsþökum í Erlendar fréttir í stuttu mali PARÍS, 26. marz (NTB) — Da Gaulle Frakklandsforseti flutti 1 dag útvarps- og sj ónvarpsávarp til frönsku þjóðarinnar og skor- aði á hana að standa meC stjóminni, „ekki aðeins fyrir daginn í dag, heldur einnig fyr- ir framtíðina“, með því að greiða henni atkvæði í þjóðar- atkvæðagreiðslunni hinn 8. apríl nk. Hvatti hann þjóðina til að sýna einhug við atkvæða- greiðsluna og sanna að glæpa- mennirnir, sem vilja kúga stjórnina eigi ekki annað fram- undan en viðeigandi refsingu. ★ MOSKVU, 26. marz (NTB) — Austur-þýzka stjórnin hefur lagt til að komið verði á ræðia- mannasambandi milli Austur- Þýzkalands og Vesturveidanna. Tillaga þessa efnis var afhent sendiherrum NATO-ríkjanna i Moskvu í dag með milligöngu mssneska utanríkisráðuneytia- ins. Fylgdi tillögunni bréf utan- ríkisráðuneytisins, þar sem tek- ið er fram að Sovétstjórnin sé tillögunni fylgjandi. ★ GENF, 26. . marz (NTB) Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddust við í dag um Berlínar- vandamálið. Fundur þeirra stóð í nærri fjórar klukkustundir, en ekki er talið að árangur haö orðið mikill. ★ WASHINGTON, 26. marz (AP) — Slitnað hefur upp úr viðræð- um Indónesa og Hollendinga í Bandarikjunum um framtíð Hollenzku Nýju-Guineu í bili. Frh. á bls. 23. Heilbrigð efnahagsþróun á íslandi segir Alþjóða I EINKASKEYTI til Mbl. í gær frá AP segir að Alþjóða gj aldeyrissj óðurinn h a f i framlengt yfirdráttarheimild íslands að upphæð 1.625.000 dollara, næstu tólf mánuði. í skeytinu segir að viðreisnar- stefna íslenzku stjórnarinnar hafi leitt til batnandi efna- hagsafkomu landsins og bættrar gjaldeyrisstöðu. Hér er um að ræða þann gjaldeyrissj oðurinn við endurnýjun yfirdráttarlieimildar hluta af yfirdráttarláni, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn veitti 1960 og aldrei hefur verið notaður. Alls var sú heimild 8 millj. dollarar. — Jafnframt var þá fengin 12 milljón dollara heimild hjá Evrópusjóðnum. Af henni voru notaðar alls 7 milljónir og hafa þær nú verið greidd- ar að fullu, en fengin ný heimild að upphæð 5 millj. dollarar, sem þó hefur ekki verið notuð. Skeyti AP er svohljóðandi: Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn til- kynnti í dag í Washington að samið hafi verið um yfirdráttar- heimild fyrir íslenzku stjómina að upphæð 1.625.000,- dollarar og gildir heimildin næstu 12 mán- uði. Sjóðurinn bendir á að þetta er sama upphæð og í fyrri yfir- dráttarheimild, sem rann út um síðustu áramót. en var aldrei not uð. Upphæðin er sú sama og ónot uð upphæð samkvæmt samning- um frá því í febrúar 1960 um 5.625.000 dollara yfirdrátt. í tilkynningu gjaldeyrissjóðs- ins í gær segir: Um þessar mund ir tók íslenzka stjórnin upp víð- tæka viðreisnarstefnu, sem síðan hefur verið hrundið í fram- kvæmd við erfið skilyrði. Hefur hún leitt til sí-batnandi efnahags- afkomu landsins og bættrar gjald eyrisafstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.