Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 27. marz 1962 MORGUISBLAÐIÐ £3 Rafspennan steig hömlu- laust nokkrar mín. — sprengdi rafmagnstæki RAUFARHÖFN, 26. marz — Um eitt l'eytið í nótt bilaði hraðastill- ir á Dieselvél í rafstöðinni hér á Raufarhöfn. Steig spennan hömlu laust í nokkrar mánútur og sprengdi öryggi og eitthvað af rafmagnstækjum, sem voru í gangi. Fólk, sem var á ferli, varð vart við að ljósin urðu skyndi- lega bjartari, þar til perurnar 6prungiL Ekki er gott að gera sér grein fyrir skemimidujm, því aðeins einn rafmagnsmaður er á staðnum og hefur hann eklki getað kannað þær. Munu rafmagnsmótorar hafa bnmnið yfir í einhverjum kælisikápum og eins í olíukyndi- tækjum. En þegar þetta varð tók að suða hátt í tækjunum og munu þá margir haÆa kippt þeim úr sambandi og bjargað þeim. Ekki er þó vitað hvort það er spennirinn, sem farið hefur, og mótorarnir þá heilir eða hvort mótorarnir sjálfir hafa farið. Mestar skemmdir á símstöðinni. Mest mun tjónið þó hafa orðið á símstöðinni. Þar hafa senni- lega farið lampar í fjölsímiatæk- inu, en þar eru nokkrir tugir lamipa, og eru það nokikuð dýr taeki. Landssíminn mun hafa sent menn af stað norður í dag tiil að rannsaka skemmdir. Einnig urðu einhverjar skemrnd ir á mótornum í blásurum í hita- kerfi síldarverkismiðjunnar. En eins og áður er sagt er ákaflega erfitt að átta sig á skemmdum, fyrr en rafmaignstækin hafa ver- ið rannsökuð af fagmönnum. Einn sveitabær hefur rafmagn frá stöðinni hér, og er nú raf- magnslaust þar. — Einar. Björgunarskipið Salvator með þyrilvængjuna á bátadekkl. Myndin var tekin við bryggju á Akureyri, er skipið kom þar irin. Ljósm.: St.E.Sig. Sendiherrann heim En Tékkar og Rúmenar hlýddu aðeins fyrirskipunum frá Moskvu París og Mosfevu, 26. marz (NTB). FBANSKA stjómin kallaði á sunnudag sendiherra sinn í Moskvu, Maurice Dejean, heim til Parísar. Er þetta gert tU að mótmæla því að stjórn SovétrÆj- anna hefur veitt útlagastjórninni í Alsír viðurkenningu. Ekki hafa verið gerðar neinar ráðstafanir í París til að visa sendiherra Sovét ríkjanna, Sergei Vinogradov, úr landi, og mun hann sjálfur ráða brottför sinni. i Þegar franska stjórnin ákvað að kalla sendiherra sinn heim, skýrði hún frá því að m.argsinnis hafi verið óskað eftir því að Vin- ogradov sendiherra gæfi sfeýr- ingu á viðurkeimingiu Sovétstjórn arinnar á útlagastjórninni í Alsír. En engin skýring hafi verið gef- in. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins i Moskvu vildi ekki í dag gefa neina yfirlýsingu varðandi heim- köllun franska sendiherrans. Kvaðst hann ekki vita hver yrðu viðbrögð Sovétstjórnarinnar við þessari ráðstöfun Frakka. En bú- izt er við opinberri til-kynningu í Moskvu á næstunni. Rússnesku blöðin minntust ekki einu orði á heimköllun sendiherrans í morg- un. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í París að Frakkar muni ekki grípa til neinna ráð- stafana gagnvart Rúmeníu og Tékkóslóvakíu, sem einnig hafa við'urkennt útlagastjórnina. Stjórnir þesisara rílkja hafi að- eins farið eftir fyrirskipunum frá Moskvu, og telji Frafekar þær því ekfei ábyrgar. Innbrotsþjófar fundnip FYRIR helgina fann rannsófenar- lögreglan innbrotsþjófa þá er brutust inn í Hagaskólann 15. þ.m. og aftur þann 23, en þá var einnig farið inn í Hástoólabió. Þann 15. komuist þjófarnir í skrif- borð skólastjóra og stálu kr. 7.100 sem var sjóður nemenda, en í seinni innbrotunum var fengur- inn sama og enginn. Reyndust þetta vera 3 unglingspiltar, 17 til 20 ára að aldri. Salvafor á leið með skip- brotsmenra til Islands Bergen 26. marz, (NTB) ÖLL áhöfnin á selfangaranum „Söndmöringen", sem fó'rst í ísnum norður í íshafi, er á leið til íslands um borð í björgun- arskipinu „Salvator". Björgun arskipið fór frá ísbrúninni kl. 12 í dag. Eftir slysið var á- höfnin á „Söndmöringen“ tek- in um borð í selfangarann „Polaris", en á sunnudags- kvöldið var hún flutt yfir í Salvador með þyrlu. Björgunarsfeipið Salvator hefur með höndum aðstoð við norsku selfangarana í íshaf- inu. Það hefur áður komið til Islands með skip, sem lent hafa í einhverjum erfiðleik- um. f viðtali sem fréttamað- ur blaðsins á Afeureyri átti vorið 1961 við Trygve Daasö, sem verið hefur skipstjóri á því í 9 ár, komu fram þær upplýsingar að selveiði Norð- manna norður í höfum hefjist venjulega 13. marz. Þá haldi 35—40 skip út frá Alasundi Og Tromsö Og norður eftir, Og koma ekki aftur fyrr en um 5. maí. Salvator er gott skip, 579 brúttólestir að stærð og 8 ára gamalt. Skipshöfnin eru 23 menn, þar á meðal eru við- gerðarmenn, sem aðstoða sel- fangarana. Salvator hefur þyrilvængju á dekki. Hún kemur að góðum notum við leit að stoipum og eins til björgunar, eins og í þetta sinn. 10000*0001*0000000 0000 00* * Alsir Framih. af bls. 1. nánd við pósthúsið og lögregla og her svöruðu skothríðinni. Til að dreifa mannfjöldanum vörpuðu franskar þyrl'ur táragassprengj- um. Skotið var úr vélbyssum á eina þyrluna, en hún komst und an eftir að htrinn hóf skothríð á mannfjöldann, sem lagði á flótta. • Jouhaud í dag var Edmond Jouhaud, fyrrverandi hershöfðingi og næst seðsti yfirmaður OAS samtak- anna í Alsír, færður í Santé-fang- elsið í París. En Jouhaud var handtekinn í Oran ásamt 12 tnönnum úr ,herforingjaráði“ hans. OAS samtökin gerðu ár- angurslausar tilraunir til að ná Jouhaud úr höndum Fraikka í Oran og féll a. m. k. einn fransk ur yfirmaður og nítján hermenn eærðust þegar OAS menn réðust é bækistöðvar franska hersins í borginni. OAS menn höfðu lofeað öllum göt um í nágrenni bækistöðva Frakka áður en árásin var gerð. Eftir að Frakkar höfðu hrundið érás OAS var Jouhaud fluttur um borð í franska herflugvél og flog ið með leynd til Parísar. Ekiki var gefin út opinber tilkynning Um handtöfeu hershöf ðingj ans Allir í fiskvinnu á Þorlákshöfn Bezti afladagur Eyjabdta á laugardag fyrr en hann var kominn til Frafeklands. • Var dulbúinn Hundruð lögreglumanna tók þátt í árásinni að skýjafeljúfinn, þar sem Jouhaud Og aðstoðar- menn hans héldu til í Oran. Einn ig var öllum götum í nágrenninu lofeað og voru þar brynvarðar bifreiðir á verði. Bkfei vissu Frakkar í fyrstu að þeir hefðu náð Joúhaud á sitt vald. Hann var klæddur borgaralegum föt- um, hafði safnað skeggi og bar falsað vegabréf. Gefek hann und- ir nafninu Angelbert. Talið er í Oran að tilgangur lögregluárás- arinnar hafi ekki verið að leita Jouhauds, heldur að finna leyni- útvarpsstöð OAS í borginni. Jouhaud var hershöfðingi í flug her Frakfea þar til 1960. Hann var dæmdur til dauða að hon- um fjarverandi fyrir aðild sína að apríl-byltingunni , Alsír í fyrra, en á kröfu á að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Talið er að sérstafeur herdómstóll verði látinn taka mál hans fyrir. Strax eftir töku Jouhauds til- kynntu OAS samtökin að Paul Gardy, fyrrverandi yfirmaður Útlendingaherdeildarinnar, hafi verið Skipaður eftirmaður Johauds. Gengur hann næst Raöul Salan að völdum í OAS og er yfirmaður samtakanna í Vest- ur-Alsír. TALSVERÐUR afli var um helg- ina í sumum verstöðvunum. Á laugardag var mesti afladagur í Eyjum sem af er vertíð, Og í Þor- lákshöfn lönduðu fleiri bátar á sunnudag er. nokkurn tíma áður. Vinna þar allir sem vettlingi geta valdið Og er skortur á vinnuafli. Fréttaritarar blaðsins í Þorláks- höfn, Vestmannaeyjum og á Akra nesi símuðu eftirfarandi afla- fréttir: Gagnifræðaskólakrakkar fá fiskvinnufrí Þorlákshöfn, 26. marz AFLINN hefur verið ágætur hér undanfarna daga. Föstudag var afli 12 báta 224 lestir. Þorlákur II. var hæstur með 37 lestir. Á laugardag voru 12 bátar á sjó og fengu 164 lest. Páll Jónsson var hæstur með 20 lestir. í gær, sunnudag, var heildaraflinn’ 200 lestir, en þá iönduðu 15 bátar og hafa aldrei jafnmargir bátar land að hér á einum degi. Hæstur var Leo VE með 22 lestir. Aflinn fer bæði í frystingu Og salt. Mikill skortur er hér á vinnu- afli í svona hrotu. Búið er að loka gagnfræðaskólanum, flest- allar húsmæður vinna á kvöldin, svo og allir aðrir er önnur störf stunda á daginn. Mikil ásókn er af Vestmanna- eyjabátum að fá að landa hér, en við getum ekki annað því. Höfum tekið 4—7 báta á dag. Litskuggamyndir frá Vatnajökli Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ efna Farfuglar til þriðju kvöldlvöku sinnar að Bræðraborgarstíg 9. Sýndar verða litskuggamyndir frá Vatnajöfeli, leiðbeint verður um nottoun áttavita, sýndir verða öryggishnútar o. fl. veróur til skemimtunar. Flensan hefur verið hér, en hún var búin þegar hrotan kom. — — M.B. 1000 lestir á laugardag Vestmannaeyjum, 26. marz HEILDARAFLINN á sunnudag var nokkru minni en á laugardag. Þá komu á land 847 lestir. Var Hannes lóðs hæstur með 27 lest- ir. í kvöld var mjög fáir komnir að, en þeir sem komnir voru höfðu lítinn afla, enda munu þeir hafa verið nær Eyjum. Megnið af bátunum er 4—5 tíma vestur og feocma ekki að fyrr en seinna. Á laugardag var mesti afladagur- inn til þessa, komu á land rúm- ar 1000 iestir. — Björn Sæfaxi fékk net í skrúfuna Akranesi, 26. marz HEILDARAFLI bátanna hér i laugardag var 181 lest. í gær, sunnudag, gerði norðanrok.. — Fengu þeir þó samtals 142 lest- ir. Ekki nærri allir voru á sjó hvorugan daginn. Aflahæstir i gær voru Reynir með 19,2 lestir, SigurvOn 15,4 og Keilir 14,5 lest- ir. Höfrungur I. kom hingað í nótt austan af Selvogsbanka með 220 tunnur af síld. Síldin var öll flökuð og súrsuð fyrir sænskan markað. Hér er útlent skip við hafnar- garðinn og lestar allar eftirstöðv- ar af saltsíld, sem hér eru. Vélbáturinn Sæfaxi fékk þorskanet í skrúfuna í gær, Varð skipið Óðinn kom með Sæfaxa hingað í togi í morgun kl. 9. Froskmaður Akurnesinga, Haf- steinn Jó'hannsson var staddur í Hafnarfirði og ætlaði að leggja af stað til að hreinsa skrúfuna á Sæfaxa, en froskmenn um -borð í Óðni tóku af honum ómakið og luku verkinu. — Oddur. — Kierkar i klipu Frarnh. af bls. 12. er hraður en þó býsna öruggur og heildarsvipur yfirleitt góð- ur. Sjálfur fer Steindór með hlutverk séra Toop’s, í forföll- um Karls Sigurðssonar sakir veikinda er æfingum var langt komið. Er leikur Steindórs af- bragðsgóður og skemmtilegur svo sem vænta mátti, því að hann skipar nú sess meðal okk- ar beztu leikara. Prestsfrúna Penelopu, leikur Auður Guðmundsdóttir. Hlut- verkið er mikið og allvanda- samt, en Auður gerir því hin ágætustu skil. Hún hefur léttar og eðlilegar hreyfingar og mjög athyglisvert er hversu skýr og eðlileg er framsögn hennar. — Sérstaka athygli vakti einnig ágætur leikur Margrétar Magn- úsdóttur í hlutverki ungfrú Skillon’s, ekki sízt þegar ung- frúin gerðist ölvuð í meira lagi. Var leikur Margrétar þá svo sannur að öllu leyti að hvergi skeikaði. — ídu, vinustúlkuna á heimili prestshjónanna, leikur Svana Einarsdóttir vel og fjör- lega. — Þá leikur Valgeir Óli Gíslason séra Arthur Humps- hrey, aðkomu-prest. Er leikur hans eitt með því bezta, sem þarna er gert, borinn uppi af hæglátri kímni, sem aldrei miss ir marks og framsögn hans er skýr og greinileg, þó að hann tali aldrei hátt. Ragnar Magnús son leikur Clive Winton, korpor al, vin prestsfrúarinnar, en nær ekki verulegum tökum á hlut- verkinu, — leikurinn oftast fremur þvingaður, en þó dá- góður á köflum. — Biskupinn leikur Sigurður Kristinsson. Sig- urður á langan leikferil að baki sér, en enn vantar hann þó nokkuð á að sýna fyllilega frjálslegan og lifandi leik. — Minni hlutverk, þýzkan stroku- fanga og enskan sergeant, leika þeir Sverrir Guðmundsson og Gunnlaugur Magnússon og gera þeim sæmileg skil. Leiktjöld Bjarna Jónssonar, eru smekkleg og vel gerð, enda er hann ungur og efnilegur listamaður. Ævar R. Kvaran hefur þýtt leikinn á lipurt og lifandi mál. Leikhúsgestir tóku leiknum með miklum fögnuði. Sigurður Grimssott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.