Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 22
22 MORC INTi T/AÐÍÐ Þriðjudagur 27. marz 1962 mm. Guöni Sigfússon erfiðustu keppni Vel heppnuð svigkeppni Reykja- vikurmótsins SKÍÐAMÓT Reykjavíkur hélt áfram á laugardag í Hamragili við ÍR-skálann. Skíðadeild ÍR sá um mótið, Mótstjóri var Sigurjón Þórðar- son. Brautarstjóri var Þórarinn Gunnarsson. Keppt var 1 svigi í öllum flokkum. Keppnin hófst kl. 16,30 og var lokið kl. 18,30. Keppt var samtimis á tveim brautum, en það hefur ekki tíðkazt áður á skíðamótum hér, enda gekk mótið mjög fljótt fyrir sig. Keppendur voru 61. Reyk j avíkyrmeistari karla varð Guðni Sigfússon, ÍR, en það er í fjórða skipti sem hann verður það; fyrst varð Guðni Reykjavíkurmeistari 1947, en hann hefur verið með beztu skíðamönnum Reykjavíkur í þau 19 ár, sem hann hefur keppt. Reykjavíkurmeistari kvenna varð Marta B. Guðmundsdóttir, KR. — Sigurvegari í drengjaflokki varð Júlíus Magnússon, KR. Veður og færi var ágætt og nægur snjór er við ÍR-skálann, Marta B. Guðmiundsdóttir, KR IR vann KFR 8 og stúdentar Ármann MEISTARAMÓTI íslands í körfu knattleik var haldið áfram um helgina. Á laugardagskvöldið fóru fram 3 leikir. í 3. fl. vann KFR Ármann, í 1. flokki var lei'k inn upp einn leikur, milli Á og ÍR og sigruðu nú Ármenningar 43:34. Áður hafði ÍR unnið þenn- an leik, en sá leikur var kærður og dæmdur ógdldur. í m.fl. unnu KR-ingar stúdenta 60:52. Á sunnudagskvöld voru leikn- ir tveir leikir Á og Stúdentar í 1. fl. og ÍR og KFR I meistara- flokki. 1. fl. Stúdentar Ármann 53:38 Eftir sigur sinn yfir ÍR á laugar dag virtust Ármenningar hafa tryggt sér sigur í 1. fl. Áttu þeir eftir að leika við Stúdenta, sem höfðu tapað báðum fyrri leikj- um sínum í mótinu. Er ekki ólík- legt að Á bafi vanmetið and- stæðinginn og verið öruggir um sigur fyrirfram. Það óvænta skeði að stúdentamir höfðu allt- af undirtökin í leiknum og sigr- uðu verðskuldað. í hálfleik var staðan 24:15. í síðari hálfleik höfðu Stúdentarnir oftast um 10 stiga forskot. Seint í leiknum Ibreytti Á um leikaðferð og lék maður á mann, en leikur þeirra var allur í molum og juku stú- dentarnir enn forskotið og sigr- uðu 53:38. Lið stúdenta sýndi nú sinn bezta leik í mótinu. Sigurgeir var stigahæstur með 17 stig, Konráð 11 .Þór átti góðan leik og skor- aði 7 stig. f liði Ármanns voru ’beztir Jón Þ. Hannesson og Ámi Samúelsson. Dómarar voru Hólm steinn Sigurðsson og Einar Ólafs son og dæmdu vel. Eftir er nú einn leikúr í 1. fl. ÍR:KFR. Það liðið sem þá sigr- ar, þarf að leika aukaleik við Á, til að úrslit fáist. Er því ekki óhugsandi að ÍR Á leiki þá 3. leik sinn. M.fl ÍR—KFR 84:62 f fyrsta skipti um langt skeið var leik þessara liða ekki stillt upp sem væntanlegum úrslita- leik. Samt sem áður var leikur- inn skemmtilegur og mjög spenn andi, því yfirburðir ÍR komu ekki í ljós fyrr en undir lokin. ÍR-ingar náðu fljótlega for- ystunni og var áberandi hvað þeir notuðu mikið sveifluskot, og af 10 fyrstu stigum liðsins voru 8 skomð á þann hátt. KFR náði tvisvar forystrmni 15:14 og síðan 17:16, en eftir það leiddi ÍR all- an leikinn. Nokkru fyrir lok fyrri hálfleiks var staðan 28:25 en bá tóku ÍR-ingar leikinn í sínar hendur og skomðu 12 stig gegn 2 og í hálfleik stóð 42:29. Fyrri hluti seinni hálfleiks varð mjög skemmtilegur og leit út fyrir að KFR tækist að vinna upp forskotið, og var munurinn lengi vel um 5 stig. Þegar stað- an var 50:45 fór Guðmundur Þorsteinsson út af með 5 villur. Enn hélt baráttan áfram og er líða tók á hálfleikinn stóðu stig- in 58:53. En þá kom greinilega í ljós hvor aðilinn var sterkari í þessari viðureign. Með auknum hraða og lang- sendingum, yfirbuguðu ÍR-ingar KFR-liðið, sem gat ekki, vegna úthaldsleysis, veitt neina mót- stöðu og virtist alveg skipulags- laust undir lokin. Endanleg úr- slit 84:62. í heild var leikur ÍR-liðsins góð ur, þótt ekki verði þetta talinn þeirra bezti leikur í vetut. Út- baldið er gott og skipulag í leik gæti verið öðrum til eftirbreytni. Hólmsteinn er enn forfallaður og veikir það liðið. Þorsteinn var langbezti maður liðsins og skor- aði 20 stig. Helgi Jóhannsson hafði sig nú meira í frammd en í- fyrri leikjum og var stigahæsti maður kvöldsins með 24 stig, flest úr sveifluköstum. Einar Hermannsson skoraði 10 stig, og er orðinn traustur leikmaður, en var hafður of Mtið inn á. Sigúrð- ur Gíslason, eldri, skoraði 12 punkta og alnafnd hans átti at- hyglisverðan vamarleik í síðari hálfleik. Þótt KFR-liðið hafi átt mjög misjafna leiki í vetur, hefur þó úthaldsleysd liðsins aldrei komið jafn berlega í ljós eins og í þess- um leik. Það kom t.d. fyrir í síð- ari hálfleik að 3 menn virtust svo örmagna að þeir treystu sér ekki í vörn, eftir misheppnaða sókn- artilraun. Það var því ekki erfitt fyrir mótherjana að finna greiða leið að körfunni. Slíkt úthalds- leysi sem þetta þolir ekkert 5 manna lið. f KFR-liðinu eru nokkrir ágætir einstaklingar. Með samvinnu allra leikmanna getur liðið náð mun betri árangri. Einar Matthíasson (23 sfig) og Ólafur Thorlacius (18 stig) voru beztu menn Hðsins. Sigurður Helgason átti allgóðan leik, eink- um í fyrri hálfleik, en hann þarf að lagfæra körfuskot sín, _ sem mistakast óþarflega oft. Ágúst Óskarsson var bezti maður varn- arinnar í síðari hálfleik. Dómarar voru Jón Eysteinsson og Guðjón Magnússon og höfðu þeir full tök á leiknum. V. en hann hefur verið opinn í 15 daga og þangað hafa komið töluvert á annað þúsund gestir á þvi tímabili. Virðist ÍR-skál- inn ætla að verða mjög vinsæll skíðastaður, enda skilyrði til skíðaiðkana þar með ágætum. Úrslit í mótinu urðu þessi: A-flokkur. 64 hlið, lengd 450 m, fallhæð 250 m 1. Guðni Sigfússon, ÍR, 62.0 — 60.2 = 122.2 2. Steinþór Jakobsson, ÍR, 58.0 — 64.8 = 122.8 3. Valdimar Ömólfsson, lR, 66.7 — 57.0 = 123.7 4. Bogi Nilson, KR, 61.0 — 63.3 = 124.3 5. Sig R. Guðjónsson, Á, 58.2 — 70.0 = 128.2 B-Hokkur. 57 hlið, lengd 400 m, fallhæð 200 m 1. Davíð Guðmundsson, KR, 58.0 — 63.0 = 122.0 2. Sig. Einarsson, ÍR, 77.2 — 60.4 = 137.0 Betur má, ef duga skal FRAMKVÆMD körfuknatt- leiksmótsins á sunnudags- kvöldið var mjög ábótavant. Keppnin hófst 11 mín. of seint og hléið milli leikanna' var allt of langt. Hvort- tveggja mun hafa stafað af, dómaraskorti, sem mjög háir körfuknattleiksmönnum, en hinsvegar er þess að gæta að félagið, sem sá um kvöldið, hafði margra daga fyrirvarai (og átti því að geta haft *starfsmenn tiltæka á réttum. tíma, en ekki að treysta á síðustu stund og leita að dómurum í áhorfendahópi. Mörgum áhorfendum þykir körfuknattleikur langdreginn,' og því verða forráðamenn- irnir að gera sitt til að, keppnin gangi greiðlega, en forðast vinnubrögð sem þau, sem frammi voru höfð fyrrakvöld. V. sigraði í vetrarins « 3. Þórður Jónsson, Á, 75.4 — 74.0 = 149.4 4. Óli J. Ólason, Vík., 79.3 — 92.2 = 171.5 C-flokkur. 38 hlið, lengd 250 m, fallhæð 125 m 1. Björn Ólafsson, Vík., 45.0 — 45.5 = 90.5 2. Þorgeir Ólafsson, Á, 45.9 — 47.3 = 93.2 3. Einar Gunnlaugsson, KR, 51.0 — 52.1 = 103.1 4. Arngrímur Geirsson, Á, 52.3 — 52.5 = 104.8 5. Herbert Ólafsson, KR, 54.4 — 52.6 = 107.0 Drengjafl. 30 hlið, lengd 200 m, fallhæð 100 m 1. Júlíus Magnússon, KR, 36.4 — 37.7 = 74.1 2. Þórður Sigurjónsson, ÍR, 37.7 — 41.0 = 78.7 3. Eyþór Haraldsson, ÍR, 45.4 — 42.0 = 81.8 4. Georg Guðjónsson, Á, 44.3 — 49.3 = 93.6 5. Haraldur Haraldsson, ÍR, 47.8 — 62.4 = 110.2 Kvennafl. 39 hhð, lengd 200 m, fallhæð 125 m 1. Marta B. Guðmundsd., KR, 38.5 — 37.3 = 75.8 2. Jakobína Jakobsd., ÍR, 38.9 — 38.2 = 77.1 3. Eirný Sæmundsd., Á, 53.4 — 52.1 = 105.5 4. KaroHna Guðmundsd., KR, 65.1 — 45.5 = 110.6 5. Auður Björg Sigurjónsd., ÍR, 81.7 — 80.5 = 162.2 Sveitir A-flokkur ÍR 122.2 — 122.8 — 123.7 = 368.7 C-flokkur Víkings 90.5 — 107.2 — 116.2 = 313.9 Kvennaflokkur KR 75.8 — 110.6 — 205.0 = 391.4 Drengjaflokkur ÍR 78.7 — 81.8 — 110.2 = 270.7 Guðnl Slgfússon, ÍR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.