Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. marz 1962 Líkan af Langholtskirkju eins og hún verður fullbyggð Félags- heimilið, sem er komið, er byggingin til hægri og tengigangur- inn út að kirkjunni. Kirkjuskipið sjálft verður byggt seinna. Saf naðarheimili Langholtskirkju vígt til messuhalds og KelgiatHafna A SUNNUDAG vígði biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurbjöm Ein- arsson, hluta af félagsheimili Langholtskirkju til messuhalds og annarra helgiathafna. Séra Árelius Nielsson predikaði, en vígsluvottar voru sr. Garðar Svavarsson, sr. Jakob Jónsson, sr. Jón Auðuns dómprófastur og Magnús Jónsson bankastjóri, sem er safnaðarfulltrúi. Fjöldi manns var við vígsluathöfnina, þar á meðal 12 prestar, fyrrver- andi biskup, vígslubiskup, þjón- andi prestar og fyrrv. prestar. Langholtsprestakall var stofn- að árið 1952. Var skömmu seinna hafizt handa um undir- búning að byggingu sóknar- kirkju fyrir söfnuðinn og ákveð ið að kirkja skyldi á þann veg byggð, að þar fengjust góð skil- yrði til fjölþsptts félags- og safnaðarstarfs. Húsameistari rík isins, Hörður Bjarnason, teikn- aði kirkjuna og 1957 var hafizt handa um byggingu þess hluta hennar sem nefndur er safnað- arheimili. >að er sá hluti sem vígður var til helgihalds á sunnudag. Verður aðalsalurinn notaður þannig, unz aðalkirkju- skipið er risið, en það verður samtengt þessum sal og hægt að opna á milli, þegar þörf krefur. Innréttingar teiknaði Sveinn Kjarval. Sá hluti Langholtskirkju sem risinn er, er um 630 ferm, en fullbyggð verður kirkjan 1118 ferm. í aðalsal safnaðarheimilis- ins eru sæti fyrir 250 manns, en rúmgott anddyri og hliðarsalir taka um 3—400 manns í sæti. Var aðalsalurinn fyrst tekinn í notkun á aðfangadagskvöld og munu um 800 manns hafa hlýtt á aftansöng í salarkynnum bygg ingarinnar. I risinu yfir anddyri eru fundar- og vinnusalur fyrir 80—100 manns og er ágætt eld- hús og rúmgóð syrtiherbergi í byggingunni. Hefur húsnæði það sem nú er fengið kostað um 4 millj. kr. Hefur fjár verið aflað með framlögum safnaðarins, happdrætti, hlutaveltu og al- mennum söfnunum. Níu fermingar í vor í þeim hluta byggingarinnar, sem vígður hefur verið, mun verða fermt 9 sinnum í vor og fyrsta sinn á sunnudaginn kem- ur. Má heita að fullskipað hafi verið við flestar messur í safn- aðarsal síðan hann var tekinn í notkun um jól, en Langholts- prestakall er nú orðið eitt fjöl- mennasta prestakall landsins með 9500 sóknarbömum. Hefur söfnuðurinn hug á að halda á- fram með kirkjubygginguna. Þarf fyrst að ljúka anddyri og loftsal safnaðarheimilisins, en síðan reisa sjálft aðalkirkju- skipið og turn kirkjunnar. Formaður safnaðarins er Helgi Þorláksson skólastjóri, en Vilhjálmur Bjarnason forstjóri er formaður byggingarnefndar. Safnaðarfulltrúi er Magnús Jóns son bankastjóri. Frú Ólöf Sig- urðardóttir er formaður kvenfé- lags safnaðarins, Sigurður Sig- urgeirsson bankafulltrúi er for- maður bræðrafélags, en frú Þor björg Jensdóttir formaður kirkjukórsins. — Söngstjóri er Helgi Þorláksson. Björn réöist á eskimóakonu Flutt stórslösuð til Reykjavíkur KLUKKAN 9 í gærmorgun kiom leiguflugvél Flugfélags íslands til Reykjavíkur með grænlenzka konu, sem hvíta- bjöm hafði ráðist á og slasað illa. í Kulusuk, sem er eyja á Angmasalikfirði. Hafði konan farið í kvöid- göngu á laugardagskvöldið, ásamt manni sínum og barni. Fóru þau út á ísinn á firðin- um. Allt í einu hrópaði barnið upp að það hefði séð björn, og í sama bili ráðist bjömin á þau. Sló hann konuna fyrst niður, og flettist höfuðleðrið af við höggið. Síðan beit björn in hana í handlegginn. Einn- ig réðist hann á mannánn og barnið, sem þó sluppu með skrámur. Fólk úr þorpinu heyrði óhljóðin, og knm á vett vang með byssur. En erfiðlega gekk að miða, því hjörninn lá að nokkru ofan á fórnar- lömbum sínum. Loks tókst að vinna á birninum. • Mikil aðgerð á Landspit- alanum Hringt var til Syðri-Straum fjarðar um 4 leytið um nótt- ina, en þar hefur leiguflugvél F.f. aðsetur og 20 mín seinna var flugvélin, sem Flugfélags- menn kalla Nýfaxa, lögð af stað þvert yfir jökulinn. Lenti flugvélin í Kulusuk, stanzaði í 10—15 mín. meðan konan var flutt um horð, og síðan var haldið með hana til Reykjavíkur. Var konan, sem heitir Emil- ie Kimile og er 39 ára gömul flutt á Landspítalann, þar sem gert var að sárum hennar í gær. Var það mikil aðgerð, sem tók langan tíma, en blaðið fékk þær upplýsingar í gær- kvöldi að konunni liði sæmi- lega eftir atvikum og væri ekki í lífshættu. Flugstjóri á flugvélinni var Victor Aðalsteinsson. Sneri flugvélin við til Grænlands á sunnudagskvöld. Kristján Ein- arsson látinn LAUST eftir hádegi í gær varð Kristján Einarsson, framkvæmda stjóri bráðkvaddur. Kristján hef- ur um áratugasikeið unnið að mál efnum sjávarútvegsins og stofn- aði ýmis fyrirtæki sem til fram- fara máttu verða á þvtí sviði. Kristján var fæddur í Stakka- dal á Rauðasandi árið 1893. Hann var starfsmaður útflutningisnefnd ar í Reýkjavík 1918—’21, kaup- maður í Rvík. 1921—25, aðalum- böðsmaður Booikless Bro Ltd. 1 Aberdeen á ísilandi 1925—’30, framkvæmdastjóri Alliance 1930 til 1932, einn af stofnendum Sölu- sambands ísl. fiskframileiðenda 1932 og fonstjóri SIF síðan. Hann stxxfnaði Dóisaverkisimiðjuna 1935 og fleiri fyrirtæki á sviði sjávar- útvegis. Krstján ferðaðist um fjöl- rnörg lönd í erindum SIF, vann nýjan mankað í Ameriku fyrir fistk héðan, þ.a.m. á Kúbu, en hann var um skeið fuiltrúi Kúbu á íslandi. Kristján var kvæntur Ingunni Árnadóttur prófasts á Stóra Hrauni Þórarinssonar. Kona vann a mink Frá vígsluathöfninni á sunnudag í nýja safnaðarheimilinu. (Ljósm.: Guðm. Ágústsson), HVERAGERÐI, 26. marz. — ER húsfrúin á Efri-Grímslœk í Ölf- usi var á gangi með tvö börn sín niður að svonefnduim Fiotgröfu- skurði, varð hún vör við mink uppi á bakkanuim. Er minkurinn verðuir var mannaferða, kastar hann sér í skurðinn. Hundur hafði slegist með í ferðalagið. Var hann ekki lengi að stöklkva út í skurðinn á eftir bráð sinni. Eftir örskamma stund koma bæði seppi oig mink- urinn upp á bákkann aftur. Þar beið húsfrúin með spýtu og gerði út af við dýrið. Var þetta stór og fullorðinn minkur. Skv. upplýsingu Engilberts Hannessonar bónda á Bakka, hef ur varla sést minkur þar um slóðir fyrr en nú nýverið að far- ið er að bera heldur meira á hon- um. — Georg. Fiskverkunarstöð í Þorlákshöfn brann Þorlákdhöfn, 26. marz í GÆR, sunnudag, um kl. 17,30 kom upp eldur í fiskverkunar- stöð Guðmundar og Friðrilks Friðrikssonar hér í Þorláksihöfn. Kom eldurinn upp í kaffistöfu og hreiddist síðan út eftir þaki búss- ins. Enginn maður var í húsinu er eldurinn kom upp, en er menn sáu reykinn var brugðið skjótt við og eldurinn slökktur með brunadælu þorpsins. Unnu starfs menn verkunarstöðvarinnar við það. Fidkverkunarstöð þessi hefur í vetur unnið afla Mb. Frðiriks Sigurðssonar, en hann er eign þeirra bræðra Guðmundar og Friðriks. Var mikill saltfiskur þarna Og talsvert skemmdir urðu á honum og þó mest á línufisk- inuim, en ekki er búið að kanna tjónið. Fiíkurinn var lágt vá- tryggður eða fyrir kr. 500 þús. hjá Samvinnutryggingum. Afli bátsins í vetur, sem í salt hefur farið, er um 300 lestir af óslægð- um fiski. Stór hluti af þaki húss- ins er ónýtur, en útveggir eru úr steinsteypu. Húsið var byggt 1 sumar og er um 420 ferm. að flatarmáli. Eldurinn mun hafa kviknað út frá rafmagnstöflu. — M.B. Riskup syngur klassíska messu með stúdentum DR. RÓBERT A. Ottóson hofur í vetur kennt stúdentum Guð- fræðideildar Háskólans klassisk- an kirkjusöng, en dr. Robert er sem kunnugt er hámenntaður á því sviði, enda varði hann dokt- orsritgerð sína um það efni. f kvöld gangast stúdentarnir fyrir messu þar sem þeir syngja hin fornu tónlög, bæði fornkirkju leg og eftir Lúter. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, ann ast altarisþjónustu, en deildar- forseti, dr. Þórir Kr. Þórðarson, prédikar. Fluttir verða allir þeir þættir hinnar klassisku messu, sem flytja má á föstunni og hefur dr. Róbert útbúið messuformið. Er forvitnilegt að bera það sam- an við þá gerð messunar, sem birtist í hinni nýúfkomnu messu- bók eftir sr. Sigurð Pálsson. Guðaþjónustan verður 1 Há- gkólakapellunni í kvöld og hefst kl. 20,i:5. öllum er að sjálfsögðu velkominn aðgangur. KLUKKAN 11 í gær var NA átt hér á landi með smáéljum nyðra. Frost var uim allt land. Á veðurkortinu var ekkert það sjáanlegt er gæfi vonir um að norðanáttin stæði ekki nokkra daga. Veðurspáin, kl. 10 í gærkvöldi SV-mið: Austan eða NA átt, sums staðar stinningskaldi, smáél. SA-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarð- armið: NA stinningskaldi, bjartvirði. Vestfirðir og miðin: NA stinningskaldi, él norðan til. Norðurland tii Austfjarða og norðurmið til SA-miða: NA stinningskaldi, éljaveður. SA-land: NA kaldi, víða létt gkýjað. Horfur á miðvikudag: Norðlæg átt, él norðan lands, einkum austan til. Þurrt og bjart á Suðurlandi, frost um land allt. 4L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.