Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. marz 1962 M o n c rnv rt r 4 n i ð 17 Þorsteinn Sigurðsson húsgagna- smíðameistari Minning í>orsteinn Sigurðsson húsgagna smíðameLstari, Grettisgötu 13, Reyikjavík, andaðist mánudaginn 19. þ.m. Hann var fæddur 13. febrúar 1894, á Felli í Vopnafirði, og voru foreldrar hans Sigurður Vilhjálmsson á Felli (fór til Ameríku 1893) og Herdís, dóttir Benedikts Einarssonar á Slétta- leyti í Suðursveit. í>orsteinn ólst upp með móður sinni og stjúpa á Vopnafirði og hóf þar trésmíða nám hjá Sigurjóni Björnssyni. Hann lauk 'þó ekki námi þar, en fluttist til Reykjavíkur og gerð- ist nemandi í húsgagnasmíði hjá Ivofti Sigurðssyni, og lauk burt- fararprófi úr Iðnskólanum og sveinsprófi árið 1917 Arið eftir, 1918, setti hann á fót eigið verk- stæði £ húsgagnasmíði og hefur rekið það síðan, og lengst af með miklum myndarbrag. Þorsteinn sál. hafði jafnan einn eða fleiri nemendur og kenndi mörgum iðn sína. Hann hafði oft stór verk með höndum, svo sem húsbúnað í Reykjavíkur Apotek, Landsspítalann, Háskólann, Iðn- aðarbankann o. fl. Hann tók mik- inn þátt í félagsmálum iðnaðar- manna, var meðstofnandi að Hús- gagnameistarafélagi Reykjavíkur 1932 og í fyrstu stjórn þess og síð an í fjölóa mörg ár. Hann var fulltrúi á 9 iðnþingum á árunum 1943 til 1953 og lét þar að sér kveða, og þingforseti var hann á einu þingi. Eftir að 'hann hætti sem þingfulltrúi, var hann endur skoðandi reikninga Landssam- bandsins í 2 ár, 1954 og 55, og á þinginu 1949 var hann kosinn af hálfu Landssambands Iðnaðar- manna í nefnd til þess að semja lög fyrir Iðnaðarbanka fslands og vinna að stofnun hans. Var Ibann formaður nefndarinnar. Þegar Húsfélag iðnaðarmanna var stofnað, en það er samtök Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík, Landssambands Iðnaðar- manna og nokkurra sterkustu iðn félaganna í borginni til þess að koma upp stórhýsi er verði skrif- stofur og samkoinustaður iðnað- armanna, var Þorsteinn kosinn formaður þess. Var hann það frá stofnun þess og þartil fyrir 2—3 árum síðan, og vann í því sam- bandi mikið starf. Árið 1944 var Þorsteinn kos- tnn í skólanefnd Iðnskólans i Reykjavík og vay hann í henni í í 10 ár, eða þangað til ríki og bær tóku við rekstri skólans og Orðsending írá Styrktarfélagi vangefinna SUNNUDAGINN 25. marz hafa konur í Styrktarfélagi vangef- inna bazar og kaffisölu í Sjálf- Btæðishúsinu, til ágóða fyrir Bjóð sinn. Fé úr þeim sjóði er varið til þess að kaupa innbú, leik- og kennslutæki fyrir heim jli vangefinna í landinu. Sjóðurinn var formlega stofn- Rður fyrir rúmu ári. En úr hon- um hafa þegar verið veittar hátt á annað hundrað þúsund •krónur í fyrrgreindu skyni. — Konurnar hafa unnið að þessu ®f miklum dugnaði og ósér- plægni. Á bazarnum er margt ágætra muna á sanngjörnu verði. Þar verða og seldir mun- «r, sem eru unnir af börnum í Skálatúni og Lyngási — ^agheim ili Styrktarfélags vangefinna, eem starfað hefir í tæpt ár. Þá er og á boðstólum kaffi með heimabökuðum kökum. Konumar treysta enn sem fyrr á móttökur bæjarbúa, sem alltaf hafa verið með ágætum J»egar leggja þarf málefni van- gefinna lið. skipuðu skólanefndina. Aðstaða skólans var þá hin erfiðasta, hús- næði allt of lítið og aðbúnaður lélegur. Þorsteinn beitti sér þeg- ar fyrir þeim umbótum, sem framkvæmanlegar voru, og bættu aðstöðuna til skólahalds að miklum mun. Sem skólanefndar- maður var hapn í mörg ár full- trúi á aðalfundum Sambands Iðn- skóla á íslandi og þegar Iðnskóla- útgáfan var stofnuð, var hann kosinn í framkvæmdanefndina og varð brátt framkvæmdastjóri hennar. Hafði hann á 'hendi af- greiðslu og bókhald hennar í mörg, ár, og þar til fyrir fáum árum síðan. Þorsteinn var áhugasamur um málefni iðnaðarmanna og ötull til starfa, ör í lund og sást þá stundum ekki fyrir, ef skoðanir voru skiftar. En hann var jafnan fljótur og fús til sátta, ef á milli bar, enda í eðli sínu hreinskilinn og góður drengur. Þorsteinn fékk-st talsvert við Ijóðagerð, og þótt fátt hafi birtzt eftir hann á prenti, þá er mér kunnugt um, að ljóðasafn hans var orðið mikið að vöxtum, og verður það verkefni bókmennta- manna komandi tíma, að kanna það og vinna úr því. Þorsteinn var kvæntur ágætri konu, Láru Magneu, dóttur Páls Pálssonar, Jökuls, leiðsöguhanns og kennara á Seyðisfirði. Varð þeim sex barna auðið og eru þau: Emil Gunnar, heildsali, dáinn; Davíð 'heimann, húsgagnasmið- ur; Þórunn, ógift; Hulda, gift Guðmundi Júlíussyni; Páll Jök- ull, verzlunarmaður og húsgagna smiður og Pétur Ómar, ljós- myndasmiður. Þorsteinn var hugsjón-amaður og bjartsýnn á sumum sviðum, en uggði á hinn bóginn oft um framtíð íslendinga og þjóðarsál- ar þeirra. Um hvorugt skal frek- ar rætt hér. Ég þakka honum þriggja áratuga samstarf og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. H. H. E. Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. BARÁTTUSÖNGUR Hannesar Hafstein aldamótaárið fyllti þjóð ina eldmóði. Barnið, æskumann- inn og þá, sem þroskaðir voru. Og árang-urinn sést. Þar, sem ekk ert var áður er nú allt. Grunnur- inn, sem velmegun þjóðarinnar hvílir nú á er traustur. Hann er reistur af þeim, sem elskuðu, byggðu og treystu á iandið. Mönnunum, sem heimtuðu allt af sér og aldrei brugðu-st ábyrgð- inni. Einn þessara manna var Þor- steinn Sigurðsson húsgagnasmíða meistari, sem lézt í Bæjarspítal- anum 19. þ. m. Hann var fæddur á Felli í Vopnafirði 13. febrúar 1894, og var því rúmlega 68 ára. Hann ólst upp með móður sinni Herdísi Benediktsdóttur og stjúp föður, Davíð Ólafssyni, á Kanibi í Vopnafirði. Hann minntist þeirra áv-allt með ástúð og virð- ingu. Hálfsystkini Þorsteins voru átta, sex systur og tveir bræður. Af þeim eru þrjú eftir lífs. Sem barn byrjaði Þorsteinn strax að hjálpa til við fram- færslu heimilisins. Hann var táp- mikill og vildi áf-ram. H-ann var strax hneigður fyrir smíðar, og -hlaut nokkra tilsögn í trésmíði fyrir austan. En honum var það ekki nóg. Félaus fór h-ann hing- að suður, og komst á verkstæði Jónatans heitins Þorsteinssonar. Þar var lærimeistari hans Loft- ur Sigurðsson, sem enn er lífs. Námsbréf sem snikkari fékk Þorsteinn 1916, en lauk prófi í Iðnskólanum árið eftir. Þor- steinn heitinn sagði mér, að teiknikennarinn, Þórarinn heit- inn Þorláksson, hefði talið sig fullnuma í þeirri grein eftir þrjár vikur. End-a var það svo, að það var eins og Þorsteinn sæi 'hlutin-a fyrir sér áður en hann teiknaði þá, og þurfti aldrei að breyta. Þorsteinn stofnaði vi-nnustofu og verzlun 1918, og hefir verið meistari í húsgagnasmíði síðan. 1920 byggði hann húsið á Grettis- götu 13, þar sem vinnustofa hans og heim-ili hefir verið í fjörutíu og tvö ár. Þorstei-nn giftist og stofnaði heimili 27. janúar 1917. Eftirlif- andi kona h-ans er Lára M. Páls- dóttir. Sambúð þeirra var inni- leg, gagnkvæm ást og virðing. Böm þeirra voru sex, tvær dætur og fjórir synir. Elzti sonur þeirra, Emil stórkaupmaður, and aðist 25 ára, mesti efnismaður. Hann var giftur Sigrid dóttur Mogensen heitins lyfsala. Fráfall Emils var foreldrum þung raun. Öll voru börnin góð og elskuleg, og innilegt sam-band innan fjöl- skyldunnar. Það var í september 1939, sem ég réði-st til Þorsteins heitins sem skrifstofumaður. Síðan hefir h-ann verið húsbóndi mi-nn, og það góður húsbóndi. Hann var ska-pharður nokkuð og örgeðja, en sáttfús. Hann var einkenni- lega viðkvæmur og tók nærri sér, ef honum var sýnd óverð- skulduð áreitni. Og ha-nn mátti ekkert aumt sjá né heyra, án þess að reyna að bæta úr. Þriggja manna mintist Þor- steinn oft frá æsku sinni, alltaf með ástúð og virðingu. Það voru kennari hans Sigurður Heiðdal, sem enn er lífs, Ingólfur heitinn Gíslason læknir, og presturinn, sem fermdi Þorstein, séna Sig- urður heitinn Sivertsen. Þeir virðast hafa séð hvað í Þorsteini bjó, og kunnað að leiðbeina hon- um. Þorsteinn var einlægur trú- m-aður og barnatrú hans örugg. Hann efaði ekki ódauðleikann og milda handleiðslu Guðs. Þorsteinn var málsnjall og orð hagur. Skáldskaparhneigð va-r honum í brjóst borin. Margar vísur hans og Ijóð voru ágætlega gerð. En honum vannst ekki næði til að sinna þessu hugðar- efni sí-nu. Þorsteinn v-ar listas-miður, bæði vönduð og fögur smíði. Sumir trúðu því ekki, að það væri íslenzk smíði, hél-du að hús- gögnin væru dönsk. Foreldrar, sem keypt höfðu húsgögn hjá Þorsteini, komu oft með bömum sínum til að velja húsgögn í ný- stofnuð bú þei-rm. Þau gátu þess um 1-eið, að göml-u h-úsgögnin væru enn sem ný, þó þau væru orðin 20—25 ára gömul. Fyrsta verkið, sem ég sá Þor- stein leysa af hendi var húsgögn og innréttingar í Háskólann. Hann hafði lof-að verkinu fyri-r ákveðinn dag. Það brást ekki. | Gestagangur Nú eru aðeins eftir þrjár rit þetta þykir mjög athygls- sýningar á hinu nýja leik- vert og hefur hlotið góða riti „Gestagangur“ sem Þjóð- dóma hjá gagnrýnendum. leikhúsið sýnir um þessar Myndin er af Róbert Am- mundir og verður næsta sýn- finnsyni og Herdísi Þorvalds- ing á fimmtudagskvöld. Leik- dóttur í hlutverkum sínum. Þeir dr. Alexander Jóhannesson og próf. Guðjón Samúelsson treystu Þorsteini. Það var óhætt. Þorsteinn tók mi-kinn þátt í fé- lagsmálum iðnað-armanna og sat oft á iðnþingum. Hann var þar vel metinn og tillögur hans. Hann hafði másvörn fyrir hús- gagnasmiði, er átti að setja hó- marksverð á vöru þeirra og vinnu, fyrsta iðnstéttanna. Há- marksverð var þar aldrei sett. Þorsteinn vissi, að í hafti var ekki hægt að starfa. Þorsteinn hafði mikil afski-pti -af kennslumálum iðnaðarmanna, var í skólanefnd Iðnskólans, átti þátt í viðbyggingu gamla skól- ans, og einni-g í byggingu hins glæsileg-a Iðnskóla, sem nú er. Þorsteini fa-nnst stundum ganga „grétlega seint“, oft var erfitt um fjárframlög og skilning. En Þorsteini var lagin sú tvenns konar stjórnvizka, sem leiðir að sam-a markinu, önnur að berja fram með hörku, hi-n að hæla mönnum fyrir að gera það, sem þeir ætluðu sér ekki. Þorsteinn hafði mikinn metnað vegna iðnaðarmanna. Hann kenndi mörgum iðn sína. Hann var stjórnsamur og krafðist reglusemi og ástundunar. „Við erum ekki að ala upp vinnuvél- ar, held-ur meistara“, sagði ba-nn við mig. Nemendur fians hafa orðið listasmiðir. Þorsteinn átti mikinn þátt í því, að iðnskólarni-r stofnuðu út- gáfu námsbóka. Það hefir eflt iðnfræðsluna og útgáfan stendur nú traustum grunni, þó hún væri vanmegna 4 byrjun, ef Þor- steins hefði ekki notið við. Þorstei-nn veitti lengi forustu Húsfélagi iðnaðarmanna. Það á orð-ið geysiverðmætar og víð- lendar lóðir á bezta stað í bæn- um. Þar rís Iðnaðarhöllin ein- hverntíma af grunni, glæsibygg- ing, sem setur svip á borgina. En stærsta átak Þorsteins heit- ins fyrir iðnaðarmenn held ég verið h-afi stofnun Iðnaðarbanka Islands hf. Að mínu viti er það vafi, að sú merka stofnun væH enn til, ef Þorsteins hefði ekki notið við. Þar beitti hann bæði lagi og einbeittni, og málið 'hafð- ist fram með aðstoð góðna manna. Vegurinn er ruddur, ör- ugg þróun bankans viss í hönd- um góðra manna, til ómetanlegs gagns fyrir iðnaðarmenn og þjóðina alla. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú va-r gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern d-aginn með eilífð glaða kringum þig. Þessi gullfagra kveðja lista- skáldsins Ijúfa finnst mér eiga vel við. Þorsteinn Sigurðsson var orð- inn örþreyttur af látlausri vinnu í sex áratugi, þar sem oft var unnið nótt með degi. Heilsan bil- aði fyrir tveim árum og hnignaði stöðugt. Og þá er gott þreyttum að sofa. Guð blessi þig, vinur, og greiði þér veginn til fullkom- leikans. Hannes Jónsson. Tólf og einn EFTIRTALDIR nemendur voru útskrifaðir frá Hjúkrunarkvenna skóla um 20. marz: Aðalheiður Rósa Gunn-arsdóttir frá Vestmann-aeyjum. Guðrún Alda Gísladóttir frá Sigtúnum, Skagafirði. Guðrún Alda Hall- dórsdóttir frá Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir frá Reykjavík. Guðrún fna Wessm-an frá Reykja vík. Hreindís Guðmundsdóttir frá Akureyri. Ingibjörg Pétursdóttir frá Grafarnesi, Grundarfirði. Minnie Gunnlaug Leósdóttir frá Siglufirði. Óskar Harry Jónsson frá Reykjavik. Sesselja G. J. Halldórsdóttir frá ísafirði. Sig- ríður Antonsdóttir frá Hofsósi. Sigrún Sk-aftadóttir frá Reykja- vík. Sigrún Kristín Þorsteinsdótt ir frá Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.