Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ------- 19 ------ Gina og ég er Vicente de Aviles. Ég fae allt, sem ég vil, og það «ettirðu að hafa í huga. Ginu var ekki nema eitt i hug nú: að komast burt úr húsinu tafarlaust. Hún átti litla peninga og ekkert athvarf, en hún gat ekki staðið móti þessari fyrir- ætlun sinni samt, og tók nú að taka saman föggur sínar, fljótt en vandlega, og svo niðursokkin var hún í verkið, að henni varð hverft við þegar frú Lolyta á- varpaði hana allt í einu úr dyr- unum Hvað er þetta? spurði hún. Ég var á leiðinni til morgunbæna. Ertu að fara, Gina? Já. Gina hristi höfuðið til þess að átta sig á þessu öllu, og sé skjótt, að það yrði ekki eins hægt um vik og hún hafði haldið að sleppa út úr húsinu, eins og hún hafði ákveðið í flaustri sínu. Ég hef ákveðið að snúa aftur til San Francisco — ég ætla ekki að gift- ast Diego. Ég hefði átt að segja yður það fyrir nokkrum vikum um leið og ég sagði það honum sjálfum, en nú vitið þér allan sannleikann í málinu. Ég held ég þurfi að fá mér sígarettu, sagði frú Lolyta, dræmt, og seildist eftir bréfi, sem lá á snyrtiborðinu. Þetta er víst ekki smárifrildi, sem lagast aft- ur, Gina? Og svo vildum við, að þú yrðir hérna við brúðkaupið. Luisu langar að hafa þig fyrir brúðarmey. Gina hristi höfuðið án þess að svara og nú í fyrsta sinn, öfund- aði hún ekki Luisu, heldur fann hún aðeins til meðaumkunar með henni. Frú Lolyta saug vindlinginn og horfði á Ginu, meðan hún velti íyrir sér þessu vandamáli í hug- anum. Þetta krefst umhugsunar, sagði hún loksins. Já, guð skal vita, að það krefst umhugsunar. Ég skal senda önnu með morgun- matinn og svo tölum við saman á eftir. Hún skauzt út úr herberginu og Gina þóttist þess viss, að hún færi beint til Don Diegos, og varð því ekkert hissa, þegar Anna færði henni með morgun- verðinum, orðsendingu frá Don Diego, þar sem hann bað hana hitta sig sem fyrst í bókastof- unni. Litlu drengimir tveir, sem höfðu það starf að þurrka mygl- una af bókunum allan daginn, þutu út úr stofunni, þegar hús- bóndinn kallaði til þeirra. Hann gaf Ginu vindling og beið iþangað til hún var setzt í háa hæginda- stólinn, þá ræskti hann sig og mælti: Ég er ekki vanur að skipta mér af annarra manna málefnum, nema þegar þau snerta mig og mín málefni og verða þannig eins mikilvæg mér og væru þau mín eigin. Hvort þið ungi Diego giftið ykkur eða ekki, skalt þú sjálf ákveða, en að fara að opinbera það nú ríður í bág við fyrirætl- anir mínar. Við höfum ekki vilj- að segja þér það, en undanfarið hefur verið mikið talað um ykk- ur Vicente, .. að þið hafið orðið ástfangin hvort af öðru og það sé þessvegna sem ungi Diego kemur ekki að vitja brúður sinn- ar. Frú Filipo var ekki sem þag- mælskust um samkvæmi, sem haldið var í strandhúsinu, og það er vitað, að þið Vicente voruð saman lengi fram eftir. Gina ætlaði að grípa fram í en hann varð fyrri til: Frú Lolyta er hrædd við hneyksli, svona rétt fyrir brúðkaupið, og það hneyksli verður enn meir áberandi, ef þú ferð héðan svona allt í einu og fyrirvaralaust, rétt fyrir brúð- kaupið. Þessvegna á brúðkaupið að vera svona fljótt, sagði Gina, og vissi nú ástæðuna fyrir smaragð- hringnum. Trúið þér á kjaftasög- ur, Don Diego? spurði hún. Helzt vil ég vera laus við það, svaraði hann dræmt. Við héldum að við gætum kæft þaer með því að flýta brúðkaupinu, en líklega höfum við í heimsku okkar að- eins blásið eldi í glæðurnar. Það eru nú ekki nema sex vikur til stefnu, hélt hann áfram, og það gæti verið heppilegt ef þú gætir orðið brúðarmær. Landsstjórinn telur, að það mundi kæfa slúður- sögurnar. Það gæti líka verið heppilegt, ef þú gætir farið á morgun til strandhúss Sffredos, sem gestur Luisu. Ég vildi helzt ekki vera hér kyrr, sagði Gina einbeittlega. Mér var erfitt að ákveða mig, og nú veit ég hvað ég á að gera. En mér hefur liðið vel hérna og það er ekki auðvelt að yfirgefa ham- ingjuna. Ef við höfum gert þig ham- ingjusama á heimili okkar, gætir þú þá ekki svarað okkur í sama, með því að vera kyrr? sagði hann blátt áfram. Eftir brúð- kaupið þarf ég að fara til Amer- íku og Evrópu í verzlunarerind- um. Konan mín fer með mér og við gætum tekið þig með okkur.. Gina fór aftur til herbergis síns og tók upp dótið sitt aftur með aðstoð Önnu. Það var óhugs- andi að verða ekki við bón Don Diegos, sem gaf svo mikið en ætlaðist til svo lítils í staðinn. Þegar frú Lolyta kom inn í her- bergið hennar, var hún mjög feg- in að Gina skyldi hafa látið til leiðast að vera kyrr. Þakka þér fyrir, Gina. Ég er heimsk kerling, sagði hún og hló að sjálfri sér. Eg hef ferðazt um allan heiminn, til þess að fræðast og menntast og samt er ég ekki betri en það, að ég er hrædd við sögur, sem sagðar eru að baki mér. Guð minn góður! Það er ekki furða þó að maðurinn minn sé áhyggjufullur! XIII. Það var við hanaatið í septem- berlok, sem Gina fann, að hún var barnshafandi. Hún hafði skemmt sér ágæt- lega þennan mánuð, sem hún var hjá Luisu í strandhúsinu. Þetta voru langir, rólegir og friðsælir dagar; þær syntu í sjónum og fóru í sólbað á eftir. Þannig varð vikan að mánuði og hún hafði enga löngun til að fara til Cebu- borgar aftur. Stöku sinnum var þessi friður rofinn af heimsóknum Vicentes, en brátt tókst Ginu að frétta um þær fyrirfram og var þá fjarver- andi. En mistækist það, gætti hún þess vel, að þau væru aldrei ein, og hún lézt aldrei skilja hálfyrði hans, sem Luisa skildi raimveru- lega ekki, þar sem hún var með allan hugann við brúðkaupið, sem í hönd fór. Og svo var Gina líka farin að kunna mjög vel við Betetu, sem hún hafði uppgötvað, að átti heima örskammt þama frá. Það var auðvelt að sleppa við vernd- arkonu Luisu, sem hataði sjóinn, og eftir fáa daga þarna, var heimilisfólkið orðið því svo vant að sjá hana eina í sundfötum, eða taka litla bátinn og róa eitthvað úr augsýn. Það var þegar farið að sjá þunga á Betetu og Vicente heim- sótti hana sjaldan. Dagarnir voru langir hjá henni, grunaði Ginu, og þá ekki síður næturnar. Hún var því fegin heimsóknum amer- ísku stúlkunnar og bráðlega datt af henni feimnin, og hún hafði sjálf gaman af því, að Ginu skyldi takast að stelast svona burt frá húsi sjálfs landsstjórans, til þess að heimsækja hjákonu Vicentes. Það sást ekki, að hún bæri neina óvild til hans, heldur gerði sér hlutskipti sitt að góðu, vitandi, að hann mundi koma aftur til hennar seinna. Tveim vikum fyrir brúðkaupið og daginn áður en halda skyldi heim, heimtaði Vicente, að þær Luisa og Gina, ásamt verndar- konunni' skyldu koma með hon- um á hanaatið. Þegar þangað kom var þar sægur af fólki á öllum hugsan- legum aldri, og flestir höfðu hana meðferðis. Þetta var metnaðar- atriði því að það er draumur hvers Filipseyings að eiga sigur- sælan hana. Jafnvel það sem vinnst í veðmáli er hégóminn einber í sambanburði við heið- urinn af að eiga sígursælan hana. Langur, harður leirvegur lá að bardagasvæðinu, og þar moraði af fólki og hönum og gömlum konurn, sem seldu matvæli: rís, ávexti og steikt ket. Æsingurinn sem var á öllum, smitaði frá sér, en Ginu sló fyrir brjóst af þefin- um af hálfsteiktum mat, og flug- urnar voru þarna í milljónatali. Eldar, sem aðeins reyktu en log- uðu ekki, gerðu hana blinda, svo að hún sá ekki niður fyrir fætur sér og steig því stundum ofan í hænsnadrit og stundum rakst hún á unga hana, sem voru bundnir hér og þar. Hanar verða að vera viðstaddir hanaat mörgum sinn- um áður en þeir taka þátt í þeim sjálfir, ekki til að horfa á leik- inn, því að það hefur enga þýð- ingu, heldur til þess að venjast reyknum og óloftinu, sem þarna er, og svo hávaðanum. Svo verð- ur haninn að venjast því, að fólk taki hann upp, til að kynnast holdarfari hans og sigurvonum í sambandi við það, og hann má ekki láta blekkjast af neinum gælum því að þá getur hann síð- ar meir fengið skurði af rakvél- arblaði, og honum blætt til ólífis. Sjálfur vígvöllurinn var lítill, líklega svo sem þrjátíu fet á hlið, með moldargólfi, sem var orðið hart eftir hundruð fóta, sem á því höfðu troðið. Utan um svæð- ið var lág girðing. Utan við þessa girðingu lágu stórir trjábolir, er voru notaðir fyrir sæti, og jafn- skjótt sem Spánverjarnir komu, var veifað til þeirra innlendra manna, sem seztir voru og þeir látnir víkja sæti sín. Atið var þegar byrjað og rauð- ir blóðblettir komnir á moldar- gólfið. Ginu varð illt við þetta og hún leit undan. Verndarkonan sat við vinstri hlið hennar og reyndi að láta fara vel um sig á óþægilegu sætinu, Luisa sat hægra megin, en hallaði sér upp að Vicente, sem sat hinumegin við hana, og var að skrafa vin- gjarnlega við innlendan mann. Fólkið að baki Ginu, hallaði sér svo fram á þá, sem fyrir framan voru, að hún varð að sitja álút, og þefurinn af óhreinindum, blóði og svita ætlaði alveg að gera útaf við hana. Ungur Filipseyingur kom inn á sviðið með glæsilegan rauðan hana og eldri maður kom með annan nijallhvítan. Báðir settust á moldargólfið og héldu hvor sín- um hana fyrir framan sig og horfðust í augu. Aðrir þutu hring inn í kring um þá, veifandi pen- ingum yfir höfðum sér og æpandi af öllum mætti. Þeir eru að bjóða í veðmál, sagði Luisa við Ginu. Það er veðj að meira á þann hvíta — hann hefur tekið þátt í mörgum ötum. Vann hann þá alltaf? spurði Gina. Vicente, sem hafði heyrt til þeirra, svaraði: Þeir fara nú ekki aftur út úr hringnum, nema þeir vinni. öðru hverju voru áhorfendurn- ir að kasta peningum inn á svæð- ið, og einn af mönnunum, sem öskruðu og pötuðu inni á svæð- inu lagði þá sömu upphæð á móti. Margir voru reiðir og mikið um rifrildi. Stundum greip eigandinn peninginn sinn aftur, reiðir menn hræktu inn á sviðið og veðmála- hlutföllin breyttust og síðan var byrjað aftur. Vicente gaf merki og ungur drengur færði honum rauða han- ann, og hann tók hann varlega í hendur sér og teygði úr fótunum á honum Hann er að hugsa um að veðja, og þá er eins gott að athuga fæturna á þeim fyrst, sagði Luisa við Ginu Stundum fótbrýtur eig- andinn sinn eigin fugl og veðjar svo á andstæðinginn. Gina laut fram og sá þá egg- hvasst blað, langt og mjótt, sem bundið var á fætur hanans. Vic- ente athugaði líka blaðið, hvort það væri vel bundið, en gætti Iþess að snerta það ekki. Síðan rétti hann eigandanum hanann aftur. Hann fleygði svo hundrað- peso seðli á jörðina og mennirnir inni á sviðinu stungu saman nefjum hljóðlega. Svo var seðill- inn réttur til hans aftur og mað- urinn hristi höfuðið um leið og hann gerði það. Þá tók Vicente seðilinn og rétti fram fimm peso í staðinn. Nú varð þögn á sviðinu og and- stæðingarnir stóðu hvor gegnt öðrum. Það var líkast því, sem mennirnir væru andstæðingarnir, en ekki þessir sakleysislegu fugl- ar. Allt í einu sveifluðu þeir handleggjunum og færðu hanana hvorn að öðrum og ýfðu á þeim SHUtvarpiö Þriðjudagur 27. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfrernir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk., — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Endurteknið tón- listarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna: Jórunn Viðar kynnir vísnalög, með að stoð Þuríðar Pálsdóttur. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Einleikur á píanó: John Brown ing leikur krómatíska fanta- síu og fúgu eftir Bach. 20:15 Framhaldsleikritið „Glæstar von ir“ eftir Charles Dickens og Old- field Box; ellefti þáttur. I>ýð- andi Áslaug Árnadóttir. — Leik stjóri: Ævar R. Kvaran. Leik- endur: Gísli Alfreðsson, Baldvin Halldórsson, Helga Valtýsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Gisli Halldórsson og Flosi Ólafsson. 20:50 Aríur úr söngleiknum „Ester** og „Alcina'* eftir Hándel (Joan Sutherland, William Herbert og Hervey Alan syngja). 21:10 Alþjóðlegur leikhúsdagur: a) Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leilchússtjóri flytur ávarp. b) Sveinn Einarsson fil. kand. talar um alþjóðlega leikhús ið í París. 21:40 Tónleikar: Þrír dansar úr söng leiknum „Nell Gwyn“ eftir Ed- ward German (Pro Arte hljóm sveitin í Lundúnum leikur; Sir Malcolm Sargent stjórnar). 21:50 Formáli að fimmtudagstónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands (Dr. Hallgrímur Helgason). 22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10 Passíusálmur (31). 22:20 Lög unga fólksins (Úlfar Svein björnsson). 23:10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk., — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga bamanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Bern- hard Stokke; V. (Sigurður Gunn arsson þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 þingfrétt ir — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Friðþjófur Hraun dal eftirlitsmaður talar um með ferð rafmagnstækja á sveitabýl býlum. 20:05 Harmonikulög: Picosarnir tveir leika. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XIV. (Helgi Hjörvar ritihöfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Sig fús Einarsson. c) Dr. Sigurður Nordal prófesa or les gamlar og nýjar þjóð sögur; II: Sagnir af sýnuim og draumum. 21:15 Föstuguðsþjónusta í útvarpssal (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Jón G. I>órarins- son. — í lokin les séra Sigurð ur Stefánsson vigslubiskup úr passíusálmum (32^. 22:00 Fréttir og veðurfragnir. 22:10 Veraldarsaga Sveins frá Mæli« fellsá; IX. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrk j ust j óri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónlistar hátiðinni í Liége í Belgíu í sept. s.l. (Sinfóniuhljómsveit borgar- innar leikur og kór belgíska útvarpsins syngur. Einsöngvar ar: Raymonde Serverius og Pierre Mollet. Einleikari á píanós Marcelle Mercenier. — Stjóm- andi: Bruno Maderna). a) „í minningu um Gesualdo di Venosa“ eftir Stravinsky. b) Þættir fyrir píanó og hljóm sveit eftir Stravinsky. c) „Espana en el Corazon” eftir Luigi Nono. d) Canbone Septimi Toni eftir Monteverdi. í) Tónlist fyrir strengjasveit, 4 sláttarhljóðfæri og klukku- spil eftir Béla Bartók. 23:55 Dagskrárlok. GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Frú Lára Preston að spyrja eft- ir yður, Geisli höfuðsmaður. Hún seg- ir það það sé áríðandi! •— Sendið hana inn! — Geisli höfuðsmaður, það er tvennskonar hætta á ferðum. Það er ekki nóg að lífi mínu heiur verið ógn- að.... Heldur verðið þér að grípa til skjótra aðgerða til að koma í veg fyr ir morð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.