Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. marz 1962 MORGVTSBLAÐlb 5 Sophia priniðessa af Grikik- landi, sézt hér dansa þjóð- dans áisaimt gníisíkium henmönn um. Myndin var tekin er hún heimsótti flugvölil nálægt Agropoiis ásamt kommgishjón unum foreldruim sínum og Cönstantine krónprinis bnóð- ur sínum, er þau vonu á ferða lagi um Norður-Grikkland. Sophia er trúloifuð Don Juan Canlos, syni fyrrv. Spánar- konungs og náðgert er að þau gangi í hjónaband í Aþenu í maí n.k. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er væntanl. til Rvíkur kl. 16:10 í dag frá Khöfn og Glasg. Fer til sömu staöa kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Sauðárkróks og Vestm.eyja. Á morgun til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestm.eyja. Loftleiðir hf.: 27. marz er Leifur Ei- ríksson væntanlegur frá NY kl. 08:00. Fer til Osló, Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar kl. 09:30. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Vestm.eyjum kl. 21 í kvöld til Rvíkur. Þyrill er á Norðurlandshöfnum. Skjaldbreið fer frá Rvlk kl. 20 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er væntanleg í kvöld að vestan úr hring ferð. Baldur fer frá Rvík í dag til Rifshafnar, Gilsfjarðar- og Hvamms fjarðarhafna. Ækuslóðir Hugurinn fetar fornar leiðar finnur stað og unir sér þar, sem yfir allar heiðar Eiríksjökull hjálminn ber. har ég átti æskukynni, unað löngum finn ég þar, geymt ég hef í hugarinni helgar æskuminningar. Vel ég sjónar hæzta hólinn, í heiði sólin fögur skín, þaðan fjöll og byggðabólin bera fyrir hugarsýn. Lít í fjarska fjaUatinda fjarri lágum heimaslóðum. Fegurð laugar listamynda ljómi af björtum sumarglóðum. Rísa sveipuð sólareldi í suðurátt að baki heiða jörmunhvítu jöklaveldi. Jafnan að sér sjónir leiða I»egar ljóma löngu kvöldin lýsa yfir grund og hjalla, Tröllakirkja tekur völdin tigulegust vesturfjalla. Víðidals- og Vatnsnessfjöllin vafin skarti fagurhlíða. Utar standa Stranda tröllin storka mætti norðanhríða. Úti um Flóann bjarta blika bárufaldar ljósum tröfum. — Sífelt vakir kólgan kvika köld frá úfnum Norðurhöfum. Elta bárur eigin skugga, aldrei hljóðnar þeirra niður, því má bezt í hörmum hugga hafmeyanna strengjakliður. Af fjarðarströnd til fremstu dala friðsæld býr í sumarró, glitrar sólin græna bala, grundir, ár og berjamó. Fyrlr sjónum sveitin prúða gviphýr brosir gestum við, svásum búin sumarskrúða, signuð kvöldisins dýrðarfrið. Árnar niða. Út f sjóinn áfram liðast þungur flaumur. Innar glymur gljúfraþróin, geisar á flúðum léttur straumur. Fossar þruma þungum rómi, þeytast fram um djúpa hylji. eins og kveði Urðarorði örlaganna meginvilji. Golan þýtur. Gneistar sólin geislum yfir Nesið fríða, þar sem una byggðabólin blómleg milli lágra hlíða. Ber mig fyrst að býli lágu byggðu í snotrum lækjarslakka, æskusporin léttu lágu um lautir, mela og áarbakka. Ólst að Bjargi afreksmaður, eins og forna sagan greinir. Grettis æsku griðastaður gestsins huga til sín beinir. Horfi ég yfir hæð og slakka Hlíð og Búrfel’ sjónum leiði. Gifta styður Staðarbakka studd af nýtum ættarmeiði. Sumarheiðið Hálsabyggðir og Heggsstaðanes geislum prýðir, þarna fyrrum tóku tryggðir traustir menn og svannar fríðir. Vfir Melstað, yfir Reykjum ennþá brennur frægðaglóðin gekk þar stolt að starfi og leikjum sterka, horfna kappaþjóðin. Býlin góð til beggja handa bera vott um sveitargæði. Bjart var oft um Barð og Sanda búin grænu sumarklæði. Renni sjónum út að Ósi. Aldrei gleymi kynningunni, alltaf veldur hæsta hrósi heimilið, í minningun/ti. Ljómar alla Austursíðu, andar kvöldið ljúfum svala. Laus úr fjötrum leiða og stríðu leitar hugur fram til dala. AUtaf brosir Austurdalur eins og gamall tryggðavinur. Ymur kaldur klettasalur Kambs- er -foss í gljúfrum dynur Skrýðast bráðum skuggahjúpi skini rændar austurhlíðar, ennþá ljómar yfir Gnúpi aftanskin um dali víða. Lengi kennast Kormaks ljóðin og kappans vegir örlögþungu, kvað hann fyrsta ástaróðinn ungmeyu í Núpsdalstungu. Sé ég alla sveitarprýði, sumardaga I fullum blóma. Geymir fyrir grimmd og stríði guðamáttur, fremd og sóma. Pétur Ásmundsson. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Genoa. Askja er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxá er i Rvík. Skipndeild SÍS: Hvassafell esr í Rvík. Arnarfell er í Rvík. Jökuifell er á Blönduósi. Dísarfell er á Horna- firði. Litlafell er'í Rvík. Helgafell er á Vopnafirði. Hamrafell kemur til Rvíkur 28. þ.m. Hendrik Meyer fer í dag frá Gufunesi til Eskifjarðar. Jöklar h.f.: Drangajökull er á leið til íslands. Langjökull er á leið til Mourmansk. Vatnajökull er á leið til Rvíkur. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er á leið til NY. Dettifoss er í NY. Fjallfoss er á leið til Rotterdam. Goða foss er á leið til Rvikur. Gullfoss er á leið til Hamborgar og Khafnar. Lagarfoss er í Kleipeda. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss er í Hamborg. Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss ?r á leið til Gautaborgar. Zeehaan fer frá Hull í dag til Rvikur. 80 ára er í dag Guðlaug Pét- ursdóttir, Baldursgötu 26. 10. þ.m. voru gefin saman í hiónaband af séra Emil Björns- syni í kirkju Óháða safnaðarins, Guðríður Bj arnadóttir, Háaleitis vegi 38 og Lárus GunnóUsson, stýrimaður frá Þórshöfn. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Jónsdóttir, hárgreiðslunemi, Álfhóisvegi 18a Kópavogi og Óskar Guðjónsison, nemandi í Vélstjóraskólanum, Gunnarssundi 7, Hafnarfirði. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Svava Gísladóttir og Erlingur Guðmiundisson. Hieimili þeirra er að Mávahlíð lö. (Ljós- mynd: Studio Gests, Lauifásvegi 18). Vantar nú þegar þægilega 2tja herb. íbúð í rólegu húsi, sem næst mið bænum. Ingibjörg Signrðardóttir, kennari. — Sími 13124. Trésmíði Vinn allskonar innanhúss- trésmíði í búsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. Sanngjöm viðskipti. Sími 16605. Laxveiðimenn! Nú er rétti tíminn að koma með veiðistígvélin í viðgerð. Gúmmíiðjan, Veltusundi 1. Sniðkennsla Tvö pláss laus í dagnám- skeið, sem hefst 29. marz. Einnig laust pláss í fram- haldsnámskeið. Sigrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48. Sími 19178. Athugið! Allskonar gúmmíviðgerð- ir. Ennfremur á götuskóm með svampgúmmí. Gúmmíiðjan, Veltusundi 1. Bandaríkjamaður óskar eftir kennara í ís- lenzku. — Þarf að búa í Keflavík. Sími 2136, Kefla vík. — Á fermingarstúlku Til sölu amerísk kápa og kjóll fyrir 13—14 ára telpu, mjög fallegt, selzt ódýrt. Simi 34570. Múrverk Tek að mér múrverk, flís- lagnir og breytingar. Sími 34892 kl. 12—1 og eftir kl. 7. Leiguíbúð lítil, óskast strax eða fyr- ir 14. maí. Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. maí, merkt: „íbúð 66 — 4309“. Vantar íbúð Vantar 2—3 herb. íbúð í Reykjavík eða nágrenni fyrir 1. júní. Tiliboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 1. apríl, merkt: „4245“. Ráðskonu vantar einhleypan, eldri mann. Góð íbúð. Tilboð leggist á afgr. blaðsins fyrir 1. apríl nk., merkt: „Reglusöm — 4354“. Til leigu 4ra herb. nýleg fbúð í Vogahverfi. Ársfyrirfram- greiðsla. — Uppl. í síma 33751 eftir kl. 7 á kvöld- in. — Góður bíll óskast, 4—5 manna. Get útvegað eldhúsinnréttingu eða annað tréverk. Tilboð, merkt: „Hagkvæm við- skipti — 4138“, sendist blaðinu fyrir 1. apríl. Stúlkur óskast til að roðfletta og leggja niður síldarflök í dósir. — Uppl. í niðurrsuðuverk- smiðjunni Mata við Ell- iðaárvog næstu daga. 4 fermetra miðstöðvarketill ásamt fýr ingu og olíudúnk og hita- vatnsdúnk, til sölu, ódýrt. Upplýsingar í síma 33227. Ráðskona óskast Fertugur maður og tvö böm í heimili. — Tilboð merkist: „Miður maí — 4247“, sendist Mbl. Stúlka, ekki yngri en 20 ára, ósk- ast á sveitaheimili í Laug- ardal. Uppl. í dag (þriðju- dag), sími 23185. Til sölu Trérennibekkur, hjólsög, bandsög og hefilbekkur. Barmahlíð 42 (bílskúr) ki. 8—10 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.