Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 8
6 MORGUNBL 4ÐIB Þriðjudagur 27. marz 1962 Astæða að ætla, að lækka megi tryggingariðgjöid Slæmur viðskilnaður Framsóknar á Hólum A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær urðu töluverðar umræður um frumvarp til staðfestingar bráðabirgðalögum um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi krónunnar. Var frumvarpið sam- þykkt við 2. umræðu og vísað til 3. umræðu með þeim breytingum, sem fjárhagsnefnd flutti að ósk ríkisstjórnarinnar, en aðrar til- lögur felldar. Hækkun hlutatryggingasjóðs. Jóhann Hafstein (S), fram- sögumaður meiri bluta fjárhags- nefndar, kvað frumvarp þetta flutt till staðfestingar bráða- birgðarlöguim, sem sigldu í kjöl- far gengisbreytingarinnar á s.l. sumri. Komið hefði fraan við uimræður, að ríkisstjórnin mundi e.t.v. óska eftir einlwerjum breytinguim á bráðabirgðalögun- um og lét hún nefndinni í té breytingartillögur, er hún ósk- aði, að nefndin flytti við frum- varpið. Um þær hefði ekki náðst samikomulag, en meiribluti nefnd arinnar fallist á að flytjia breyt- ingartillögurnar að ósík ríkis- stj órnarinnar. í fyrstu breytingartillögunni felast í raun og veru þrjú atriði. í fyrsta lagi var gert ráð fyrir í bráðaibirgðalögunum, að aif geng ishagnaðarreikningum skyldi greiða hækkun útf 1 utningsgj aldis á sjávarafurðum, framileidduim frá 16. feibr. 1960 ! til 31. júflí 1961. [ Lagt er til, að einnig skuli greiða hæflðkun hlutatrygginga- sjóðsgjaldisins. í öðru lagi er kveðið svo á í bráðabirgðaflög unum, að geng- iishagnaðarreikningurinn skuli notaður til að létta byrðar rík- issjóðs vegna áifallinna ríkisá- áibyrgða í þágu atvinnuveganna að öðru leyti en því, sem féð væri notað til greiðslu á gengiis- tapi ríkisisjóðs vegna gjaideyris- skulda og til endurgreiðslu á hælklkun útflutningisgij'alclisins. Samkvæmt breytingartiliögunni á féð að renna til ríkiisátbyrgðar sjóðs, og leiðir þessa breytingu af stofnun þess sjóðs. Lolks er lagt til, að brætt sé inn í lögin, að heimilt sé að nota allt að 13 naiillj. króna af gengishagnaðar- reikningi til að greiða vátrygg- ingargjöld fiskiskipa fyrir árið 1060, en það er það fé, er á vant- ar, til að fé útflutningssjóðs hrökkvi til. Iðgjöldin 200% hærri. Þá var í bráðabirgðalögunum gert ráð fyrir, að tekjum af út- flutningsgjaldi af sjávarafurð- uim yrði ráðstafað þannig frá ágústbyrjun 1961, að 32% gengu til nýs tryggingarkerfis fiski- skipa, 30% tifl Fiskveiðaisjóðs, 30% til Stofnlánadeildar sjávarút vegsins, 5% til fiSkimálasjóðs, 1,3% til byggingar haf- og fiski- rannsóknarskips 1% til ranneókn arstofnunar sjávarútvegsins og 0,7% til LÍÚ. í samræmi við til- mæli aðalfundar LÍÚ óskar ríkis- stjónin nú eftir, að þessu ákvæði verði breytt þannig, að 32% .greiðslan til nýs tryggingarkerfis og 30% greiðslan til stocfnlána- deildarinnar falli niður fyrst um sinn. f stað þess enni 62 af gjald- inu til greiðslu vátryggingar- gjalda fiiskiskipa fyrir árin 1962— 1963. Þegar þessum greiðslum er flokið, skal útflutningsgjaldinu ráðstafað á þann hátt, ®em bréða- birgðalögin upphaflega gerðu ráð fyrir, þó með þeirri breytingu, að í stað þeiss, að 30% útílutn- ingsgjaldisins skyldi renna til stofnlánasjóðs sjávarútvegsins eftir nánari ákvörðun ríkiisstjórn arinnar. Kvað alþingismaðurinn á það að minna í samlbandi við það at- riði, að 32% útflutningsgjafldisins skuli renna til tryiggingar fiski- skipa, að þau mál eru í athugun hjá ríkisstjórninni. Einnig er þess að gæta, að tryggingar fiski- Skipa hafa á undaniförnum éirum orðið mjög kostnaðarsamar og dýrar hér á landi, svo að iðgjöld hafa komizt upp í að vera al'lt að 200% hærri en hjá öðrum ná- grannalöndum, sem ætla mætti, að ekki ættu að vera óhliðstæð. Mætfti því gera ráð fyrir, að unnt muni að koma trygigingarkerfinu í mun ódýrara horf, svo að þannig kynni að fara, að þessi 32% útflutningsgjaildisinis mundi að verulegu leyti nægja til að rísa undir iðgjöldum vátrygginiganna. Framlh. á bls. 15. TÍMINN hefur skrifað mik- ið um Hóla undanfarið og reynir að læða því inn hjá lesendum sínum að Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra beri ábyrgð á ýmsu sem þar fer aflaga. Blaðið hefur jafn- vel látið að því liggja að ráð- herrann rói að því öllum árum að skólinn verði lagð- ur niður. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar í blöðum. Ráðherrar Framsóknar- flokksins höfðu farið með málefni skóians í áratug, áð- ur en Ingólfur Jónsson tók við. En Framsóknarráðherr- arnir vanræktu svo mjög hagsmunamál skólans að segja má að vandræðaástand hafi ríkt, þegar fyrrverandi skólastjóri, Kristján Karls- son, lét af störfum og Gunn- ar Bjarnason var skipaður skólastjóri. Meðan Fram- sóknarráðherramir höfðu með höndum að sjá Hóla- skóla fyrir nægilegu rekstrar fé, var litlu sem engu fé var- ið til lagfæringa á því sem úr lagi var gengið á Hóla- stað. Aðbúnaður var því orð- inn hinn versti, þegar nú- verandi skólastjóri tók þar við störfum, eins og úttekt- arskýrsla, sem gerð var þeg- ar skólastjóraskiptin urðu, mun bera með sér. Væntan- lega gefst síðar tækifæri til að birta nokkrar staðreyndir úr þeirri skýrslu, ef ástæða þykir til. Má þá ganga úr skugga um, hvernig Fram- sókn skildi við Hóla í al- gerri niðurníðslu, þannig að fjósið lak, vélar voru úr sér gengnar, skólpleiðslur bilað- ar og rafmagn í ólagi, svo dæmi séu tekin. Þess má að lokum geta, að sú fjárveiting þótt rífleg væri, sem veitt var á yfir- standandi fjárlögum hefur verið notuð til nauðsynlegra endurbóta á staðnum, en ekki hrokkið til. Gjörbreytt viðhorf frá því að héraðsskólarnir voru stofnaðir KJr ræðu Sigurðar Bjarnasonar um frv. um skólakosfnað FRUMVARP þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Gunnars Gíslason- ar, Jóns Kjartanssonar og Frið- jóns Þórðarsonar um breytingu á lögum um kostnað við hér- Leyfður verði innflutn- ingur sæðis til holda- nautaræktunar Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði ngólfur Jónsson land búnaðarráðherra grein fyrir frum varpi þess efnis, að leyfður verði innflutningur sæðis til holda- nautaræktunar. Samþykkt var að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og lamdbúnaðarnefndar. Gæta verður fyllstu varúðar Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað það noklkuð hafa verið rætt, hvort rétt muni að flytja inn búfé til að unnt yrði að bæta stofninn. Þó væri á það minnt, að hætta stafaði af inn- flutningi lifandi búfjár, og vitn- vitnaði til hinnar bitru reynslu bændastéttarinnar í því sam- bandi. Á sl. hausti var Ólafi E. Stefánssyni ráðunaut, Pétri Gunn arssyni, deildarstj óra, og Páli A. Pálssyni, yfirdýralækni, falið að endurskoða fumvarp til laga um innflutning á búfjársæði og lifandi dýrum, sem samið hafði verið sl. sumar. Er frumvarp þetta, eins og það nú liggur fyrir, samið af þeirri nefnd og hefur Búnaðar- situr, fengið það til athugunar Og mælt með samþykiki þess með 19 atkvæðum gegn 4. Yfirdýralæknir lýsti sig algerlega andvígan innflutningi lifandi búfjár, en telur mun minni hætta stafa af innflutningi sæðis, sem telja megi algjöriega öruggt, að flutt sé úr heilbrigð- um grip. Gert er ráð fyrir, að komið verði upp fullkominni sótt varnarste® og var gert ráð fyrir þing það, sem nú hálfrar milljónar króna fjárfram lagi á fjálögum þessa árs í því skyni. Skai stöðin verða á Bessa- stöðum. Forseti fslands sýndi þessum málum strax mikinn skilning og áhuga Og vildi fyrir sitt leyti heimila aðstöðu á staðn um tid þessa, en um leið fellur ailur annar búrekstur þar niður. Ákveðið er, að innflutningurinn skuli einungis miðaður við eitt holdanautakyn, Galloway-kynið, en blendingar af þessum gripum eru til í landinu, og flýtir það fyrir hreim æktuninni, bæði inn an stöðvarinnar og utan. Einnig á það kyn mjög vel við íslenzlka staðhætti og er töluvert hraust. Þá eru líkur til, að auðveldara sé að kaupa Galloway-sæði frá viðunkenndum útflytjendum, sem fylgja ströngum reglum um sótt- varnir. En ráðherrann kvað mikla nauðsvn bera til þess, að aillrar þeirrar varfærni yrði gætt við innflutning sæðisins, sem yf- irdýralæknir teldi nauðsynlega. Löks kvað hann tilgang þessa innflutnings þann, að koma af stað nýrri búgrein, sem verða mætti bændum tií tekjuauka. Hið góða við þessa ræktun sé það, að gripirnir þurfa hvorki vönduð hús né gott fóður. En gerð hafi verið tilraun með rækt un holdanauta í Laugardælum og komið í ljós, að blendingar er voru að fjórðungi að Galloway- kyni, gáfu 45 kg þyngra meðal- fall tveggja vetra en hreinræktað ir íslenzkir kálfar, auk þess sem föllin af blendingunum voru bet- ur holdfyUt.. Lagði ráðherrann áherzlu á, að frumvarp þetta yrði að lög- um, þar sem þessi búgrein gæti orðið lyftistöng og verulegur tekjuauki fyrir landbúnaðinn. aðsskólana var til 1. umræðu í neðri deild sl. laugardag. Komst Sigurður Bjarnason þá m. a. að orði á þessa leið í framsöguræðu fyrir frumvarp- inu: Með frumvarpi þessu er lagt til, að ríkissjóður greiði stofn- kostnað héraðsskóla að fullu. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að hann greiði rekstrar- kostnað að fullu að frádregnum tekjum skólanna. Rökin fyrir þessari breyt- ingu eru fyrst og fremst þau, að flest þeirra héraða, sem að héraðsskólun- n standa, brestur fjárhags legt bolmagn til þess að búa þannig að þeim og þeirri æsku, sem þá sækir, að sæmilegt geti talizt. Af þeim sökum liggur nú við borð, að einstökum hér- aðsskólum verði lokað, þar sem húsakynni þeirra eru orðin svo bág, að ekki er hægt að bjóða ungu fólki vist í þeim, þrátt fyrir það að um sé að ræða mjög gagnlegar og nauðsynlegar menntastofnanir. Sóttir af nemendum úr öllum landshlutum í þessu sambandi er athug- andi, að tekjustofnar sýslufélag- anna eru þannig, að varla getur talizt eðlilegt að þau séu aðilar um skólakostnað á móti ríkis- sjóði. Ennfremur má á það benda, að héraðsskólarnir eru sóttir af nemendum víðsvegar frá af landinu, bæði úr sveitum og kaupstöðum. Á það má einn- ig benda, að þar sem héraðs- skólarnir eru aðeins sjö talsins, þá sleppur meirihluti sýslufé- laga landsins við allan kostnað af slíku skólahaldi, en notar að sjálfsögðu héraðsskólana á sama hátt og þau sýslufélög, sem lög- um samkvæmt ber nú að kosta skólana á móti ríkinu. Loks má vekja athygli á því, að í einum landsfjórðungi er héraðsskóli kostaður að fullu úr ríkissjóði. Óþarft ætti að vera að óttast stórfelldan kostnaðarauka fyrir ríkissjóð með samþykkt þessa frumvarps. Leyfi ég mér, um það atriði, að vísa til greinar- gerðar þeirrar, sem fylgir frum- varpinu og samin er af Aðal- steini Eiríkssyni, eftirlitsmanni með fjármálum skóla. Telur hann, að árleg útgjaldaaukning ríkissjóðs af samþykkt frum- varpsins myndi nema, miðað við rekstur 7 héraðsskóla árið 1959 og stofnkostnað sömu skóla mið að við fjárlög 1961, tæplega 750 þúsund krónum. Kostir þess fyrirkomulags, sem hér er lagt til, séu hinsvegar svo miklir, að hiklaust beri að því að hverfa. Meðal þeirra kosta má benda á þessa: Kostir breytingarinnar Áfrarnhaldandi framkvæmdir og viðhald skólanna verður í höndum þess aðila, sem nú þeg- ar hefur mestra hagsmuna að gæta, þar sem hann kostar skólana að mestum hluta, en hefur þó yfir þeim takmörkuð yfirróð. í öðru lagi myndu þá öll sýslufélög landsins sitja við sama borð í þessum efnum og aðstaða skólánna innbyrðis yrði sambærilegri en nú er. Loks fengi ríkisvaldið frekarl umráð yfir þessum skólum til ýmis konar notkunar á sumrin, ef nauðsyn bæri til, í þágu upp- eldis- og menningarmála. Fjölgun ólíkleg Sú mótbára kynni ef til vill að koma fram gegn þessu frum- varpi, að líklegt sé að kröfur komi fram um verulega fjölgun héraðsskólanna á næstu árum og myndi það baka ríkissjóði stóraukin útgjöld. En mjög ólíklegt er að þörf skapist á næstunni fyrir nýja héraðsskóla. Gagnfræða- og unglingaskólar eru nú starfandi í kaupstöðum og kauptúnum i flestum héruðum landsins. Við- horfin í þessum málum eru þvl allt önnur nú en þegar þeir 7 héraðsskólar voru stofnaðir, sem nú eru starfandi í landinu. Auk þess má á það benda að tala héraðsskólanna er bundin með lögum. Að lokum vil ég leggja á það áherzlu, að það er skoðun okk- ar flutningsmanna þessa frum- varps, að hér sé um mikið nauð synjamál að ræða, sem brýn nauðsyn ber til að nói fram að ganga. Hannibal Vaiemarrsson tók einnig til máls og gat þess að fjórðungsþing Vestfirðinga hefði á sl. hausti samþykkt áskorim til Alþingis um að sú breyting yrði gerð, sem .frumvarp þetta felur Lsér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.