Morgunblaðið - 05.04.1962, Side 13

Morgunblaðið - 05.04.1962, Side 13
Fimmtadagur 5. apríl 1962 MORGVTSBLAÐIÍ* 13 Asgeir Þorsfeinsson, verkfræðingur: fíÁSKÓLI Islandis varð fimmtug ur í októbermánuði s.l. og af því tilefni voru honum færðar veg- legar gjafir, m.a. til eflingar raun vísinda. Ráðstefna um raunvisinda- rannsóknir var háð í Reykjavík aðeins fyrr um haustið og af því tilefni gaf ríkisstjórn íslands fyrirheit um nýja og bætta skip- an rannsóknamiála og stofnana, er kærni í stað atvinnudeildar háskólans. Verkfræðingafélag íslands fyllir fimmta tuginn 19. apríl n.k. og af því tilefni verður Ibrátt efnt til ráðstefnu hér í bæ um orku landsins. stóriðju í iskjóM hennar og leit nýrra at- vinnugreina. Hér eru því á ferðinni merkir atburðir, sem með samverkandi áhrifum gætu látið verulegt þró- unarstökk af sér leiða, og þá lík- lega helst á sviði raunvísinda- legra viðfangsefna. Meðan ekkert slíkt hefur verið látið uppi, að því er ég bezt veit, hef ég tekið mér það Bessaleyfi að brydda upp á málefni, sem mér finnst hæfa að taka til með- ferðar á slíkum tímamótum, en hljótt hefur þó verið um. Þetta málefni er viðhorf Há- skóla íslands til tæknimenntun- ar í landinu, en verkfræðináms- ins sérstaklega. Forsaga. Háskóli íslands var stofnaður 1911, í minningu Jóns Sigurðs- sonar, sem embættismannaskóli fyrst og fremst, en jafnframt upphaf að vísindalegri starfsemi. Ekki var hátt á honum risið, en rniklar vonir voru þó tengdar við hann og næg hrifning í far- arnesti, þótt hún entist honum allskammt. Háskólinn lifði þó af alla frostavetuma og hefur ekki brugðist vonum manna, því þjón ar hans voru ætíð úrvalslið. örstutt lýsing á viðgangi Há- skóla íslands er í rauninni nauð- synleg, áður en lengra er haldið. 1 guðfræðideild eru nú fjórir prófessorar eða fastakennarar, einn dósent og einn aukakenn- ri (6). í læknadeild er auk læknis- fræði kennd tannlækningafræði og lyfjafræði lyfsala. Prófessorar eru tíu, dósentar 14, og lektorar Og aukakennarar níu (33). I laga- og viðskiptadeild eru sex prófessorar, tveir dósentar og fimm aukakennarar (13). í heimspekideild átta prófessor ar, einn dósent og nítján auka- og sendikennarar (23). I verkfræðideild fimm prófes- sorar og sex aukakermarar (11). Alls eru því í háskólanum 91 kennari, en þar af 11 í verk- fræðideild. Við kröpp kjör. í kafla sem heitir „Við kröpp kjör“, er lýst sérkennilegu nefnd aráliti, sem mér finnst ástœða til þeiss að minnast á hér. Haustið 1927 komust kennarar háskólans að þeirri niðurstöðu, að .til þess að fullnægja kröfum þjóðfélagsins til háskólamennt- aðra manna þyrfti nemendafjöld inn að vera þessi: í guðfræðid. 4 á ári eða 16 alls. I læknadeild 4 á ári eða 20 alls. I lagadeild 3 á ári eða 15 alls. í ísl. fræðum 1 þriðja hvert ár eða 2 alls Samtals 12 á ári eða 53 alls En þá voru í háskólanum skráð Ir 153 stúdentar og horfði því til vandræða í þjóðfélaginu, að dómi kennaranna Til þess að draga úr „aðstreym inu“ að embættadeildum háskól ®ns (sem voru þrjár þær fyrstu), var þetta talið koma til greina: 1. að takmarka sjálfa stúdenta- töluna, 2. að þyngja niámið í háskólan- um og lengja námstímann, 3. að takmarka tölu þeirra stúdenta, er hver deild tæki á móti árlega, 4. að stofna til hagnýtra kennslugreina við háskólann og stuttra námskeiða, er taekju svo sem 1 ór, t.d. verzlunarnámskeiðs, kenn- aranámskeiðs o.fl. Aðeins tvær síðari leiðimar þóttu þó færar og því samlþykkti háskólaráð í jan. 1928, að visu með aðeins 3 atkv. gegn 2, svo- hljóðandi breytingu á háskóla- lögunum: boga R. Þorvaldssonar prófessors, sem hefur verið kennari í verk- fræðideild frá stofnun hennar. Vorið 1943 luku síðan 6 fyrstu stúdentarnir fyrra hluta prófi í verkfræði, allir með ' loflegum vitnisburði. Enn hamlaði striðið ferðum manna til útlanda, og gekk V.F.Í. því fyrir skjöldu, að vinna að fulinaðarprófi þeirra, sem voru hér stríðstepptir. Fullnaðarnám. Nefnd félagsins skilaði tillög- um í júní 1943 og voru fjórir af sex því fylgjandi að hvetja til þess að vinna hlutverk sitt inn an þjóðfélags vors .... “ „Hins vegar yrði meiri hætta á stöðn un eðlilegrar þróunar á sviði tækninnar og beitingu ein- hæfra aðferða, en vera myndi, ef hérlendir verkfræðingar væru utskrifaðir í ýmsum löndum.“ Þetta var álrt tveggja imgra, velmenntaðra manna og réð það umsögn og andstöðu þeirra við fullnaðarnám í verkfræði hér á landi. Þeir hafa vafalítið ekki dregið „Verði aðsókn stúdenta að ein- hverri deild svo mikil, að til vandræða horfi að dómi deildar- innar og háskólaráðs, getur há- skólaráð í samráði við deildina ákveðið, hve mörgum stúdent- um skuli veitt viðtaka það ár og með hvaða hætti“. Nýjar námstillögur. Engar tillögur komu fram um fjórða liðinn, en Vísindafélag Is- lands tók málið upp 1931, er Þorkell Þorkelsson veðurstofu- stjóri flutti erindi „Um byrjun- arnám íslenzkra stúdenta hér á landi“. Var mólinu síðan komið í hend ur þingmanna, er fluttu um það þingsályktunartillögu sama ár. Tillögu þessari fylgdi meðal annars greinargerð um undirbún ingsnám í verkfræði eftir Stein- grím Jónsson, rafmagnsstjóra. En málið sofnaði í menntamála- nefnd efrideildar. Háskólinn var þá, eins og kunnugt er, leigjandi Alþingis, og bjó við kröpp kjör. Sarot sem áður tókst honum að sdnna kennslu 227 nemenda síðasta árið í Alþingishúsinu 1939/40. En sumarið 1940 komst hann í eigið húsnæði, þar sem nú eru heimkynni hans. Af tveimur höf uðóvinum háskólans. fjárleysinu og húsnæðisleysinu, var nú hinn síðari gersigraður. Þá var vakin á ný tillagan um fieiri námsgreinar, þar á meðal um verkfræðinómið, vegna styrj- aldarástæðnanna, sem heftu ferð ir námsmanna til útlanda. Verkfræðingafélag íslands varð nú aðili að málinu og enn var Steingrímur Jónsson í farar- broddi með tillögu um aðstoð fé- lagsins við Háskóla íslands, til að koma á fót kennslu í verk- fræði fyrir byggingar- véla- og rafmagnsverkfræðinga eftir því sem bókakostur leyf ði og kennslu kraftar fengust til Efnaverk- fræði var talin hafa of erfiða sérstöðu. Verkfræðinám hafið. Þetta var í okt. 1940 og það skipti engum togum að undir- búningskennsla í verkfræði hófst við háskólann 19. okt. 1940. Ur hópi verkfræðinga komu margir málinu til styrktar, en mestur hefur verið hlutur Finn- fullnaðarnámsins við háskólann. Ur því varð og luku hinir fyrr- nefndu 6 fullnaðarprófi í bygg- ingarverkfræði í des. 1946, og einn að auki í júní 1948. Þessi sjömanna hópur er einu alís- lenzku verkfræðingarnir, enn þann dag í dag eftir nær 20 ár frá því að þeir hófu nám í bygg- ingaverkfræði 1. okt. 1943. Og hér kemur vitnisburðurinn um verkfræðingana í Sögu Há- skóla íslands. „Verkfræðinám þeirra var miðað við þarfir is- lenzks þjóðfélags. Þeir starfa all- ir hér á landi og eru taldir mjög vel hæfir verkfræðingar, hafa og allir farið námsferðir til tækni háskóla erlendis. Má því segja, að þessi yfirgripsmikla kennsla í verkfræðideildinni hafi heppnast mjög vel, mun betur en vænta mátti, þar sem enginn fastráðinn kennari var við deildina, en aðeins stundakennarar, sem höfðu kennsluna sem aukastarf. Þeir sýndu þar góðvilja og dugn- að til þess að koma deildinni fram.“ Brautr y ð jendur Nöfnum þessara mætu og fórn- fúsu kennara vil ég að sé haldið á lofti, við hlið annarra braut- ryðjenda í menntunarsögu landis- ins. Þeir voru: Bolli Thoroddsen fyrrv. bæjarverkfræðingur, Árni Fálsson yfirverkfræðingur, Finn- bogi R. Þorvaldsson prófessor, Gísli Halldórsson vélaverkfræð- ingur, Gústaf E. Pálsson borgar- verkfræðingur, Helgi Sigurðsson fyrrv. hitaveitustjóri og Jón Á. Bjarnson rafmagnsverkfræðing- ur. Samt sem áður varð ekki meir úr framhaldsnámi í verkfræði við Háskóla íslands og er það einasta beina afturförin, er ég hef komið auga á í sögu hans. Vantrúin. Ástæðurnar þekki ég ekki, en ég vil aftur á móti geta umsagn- ar þeirra tveggja sérfræðinga, sein voru andvígir framhalds- náminu upphaflega í nefnd V.F.Í. í júnf 1943. Þeir færðu fram tvenn að- alsjónarmið: „Við teljum aðalatriðið vera það, hvort kennsla þessi muni gera íslenzka verkfræð inga betur eða síður hæfa til ályktanir sínar út frá sögu lands- ins sjálfs. Innlend reynsla. Læknaskóla var komið á fót hér á landi árið 1876, fyrir tæp- um 90 árum. Þessi ráðstöfun hefði átt að brjóta í bága við fyrra sjónarmiðið sem nefnt hef ur verið, engu síður en verk- fræðinámið. En saga læknaskól- ans segir annað og af henni má draga ályktun sem er fullgild, þótt tæknileg fræði eigi í hlut. Vissulega gat íslenzki lækna- skólinn ekki staðið erlendum skólum á sporði og gerir máske ekki enn í dag. Margir læknar vorir fóru því enn til frumnáms erlendis, en ekki þekki ég dæmi þess að þeir hafi unnið hlutverk sitt innan þjóðfélagsins yfirleitt betur en hinir, sem voru fyrir úr læknaskólanum. En margir þeirra ílentust erlendis. En þessir læknar, með erlenda embættismenntun, voru það sem alir verkfræðingar, að sjö undan skildum, eru í dag, gestkomandi í sínu eigin landi um lengri tíma. Ég álít það ekki hafa verið heppilegt, að ég lærði verkfræð- ina erlendis. I þjóðlegu umihverfi. I læknanáminu hefur nemand- inn verið algerlega í þjóðlegu umhverfi, unz hann útskrifaðist sem læknir. Hann hefur kynnst högum einstaklinganna, mata- ræði, hollustuháttum, sjúkdóma- sögu þjóðarinnar o. s. frv. og það er hinn nauðsynlegi jarðvegur til þess að verða nýtur læknir á íslandi, þótt vitaskuld þurfi sér- nám á eftir í ýmsum greinum. 1 verkfræðilegum enfum er oss máské enn nauðsynlegra að alast upp með þeim fáskrúðugu verk- legu athöfnum, sem fara fram enn hér á landi og kynnast til hlítar öllum landsháttum og kjörum í þjóðfélaginu, meðan við erum að læra undirstöðu- og frumfræðin. Slík kynning verkar á báða bóga, því atvinnuvegirn- ir þurfa líka.að hafa tengsl við hina ungu nemendur, sem ætlað er að bæta þar um, sem skórinn kreppir. Dvöl erlendis á þessu mótunarskeiði getur beinlínis reynst neikvæð, enda hafa marg ir verkfræðingar gugnað, er þeir litu landið aftur, eftir langa úti- vist. Hinir, sem fara utan til nauðsynlegs kynningarnáms að loknu embættisprófi, eru ekki i neinni slíkri hættu. Er heimanám stöðnun? En þá skal vikið að síðasta þætti sjónarmiða hinna ungu sér- fræðinga frá 1943, stöðnun eðli- legirar þróunar á sviði tæfcninnar í heimanámi. Ég get fullvissað lesendur um Iþað, að ef ekki væri munur á tveimur verkfræðingum, öðrum menn'tuðum hér, en hinum er- lendis, annar en aðstöðumumur- inn í skólanáminu, væri sá síðar- nefndi máske fróðari í nýjustu erlendum framförum, en það tæki hann líka lengri tíma að á'tta sig á umhverfinu. Báðir yrðu þeir að lokurn jafri-úreltir, ef skólanámið væri látið nægja. Alltaf að læra Það er nefnilega svo með skólanámið, að það þarf að end- urnýjast án afláts. hvar sem lært hefur verið. Verkfræðingar, máisbe öðrum fremur, þurfa því stöðugt að vera að læra á bók- ina. Daglegur lestur um það, sem varðar lífsstarfið og almenn- ar framfarir er óhjáfcvæmilegur, já beinlíniis lífsnauðsynlegur. — Kynnisferðir til þeirra staða er- lendis, sem bezt henta hverjum einum, eru skjótvirkar og nauð- synlegar með vissu árabili, en hafa því miður arðið fyrir barð- inu á þeim villusið upp á síð- kastið, að bjóða erlendum sér- fræðingum hingað til þess að leysa vanda vorn, bráðókunnug- um öl'lum staðháttum. Bókasöfn Nú er mifcil hreyfing uppi um nýjar bókhlöður. Væntanlega verða þá leyst til sóma þau vand- kvæði sem há íslenzku þjóðinni roeir en öðrum þjóðum, skortur á fjölskrðugu og aðgengilegu safni tæknifræðibóka og tíma- rita. íslenzkir tækni- og verk- fræðingar, heimamenntaðir sem aðrir, þurfa ekki að forpokast hér, ef sæmilega er hugsað um endurnýjun nauðsynlegra fræði- rita. Fjárhagshliðin Um fjárhagslega hlið máilsins þárf ekki að eyða mörgum orð- um. Erlenda námið getur ekká keppt við hið innlenda í neinni grein, og þó er fjárhagsmál inn- lends veikfræðináms vissulega einna erfiðast. Ófullkomið nám Vil ég nú snúa mér aftur að verkfræðideild háskólans, þar sem frá var horfið. Það var sem sé Ihopað af hólmi 1946, og hefur deildin því aðeins verið hálf- drættingur í menntun verkfræð- inga, fram á þennan dag og ein greinin, efnaverkfræðin, verið algerlega utan gátta alilan tím- ann. En þessi grein er þó ná- komnust afurðaframleiðslu vorri til sjós og lands og sú, sem á eft- ir að móta margvíslegan annan iðnað í landinu. Kennslukraftar Kennaralið verkfræðideildar- innar er um 12% af öllum há- skólakennurunum, en nemenda- fjöldinn aðeins 3X4 til 4% af há- skólanemendunum. Á hvem pró- fessor koma að meðaltali 23 nem- endur, en í verkfræðideild sér- staklega aðeins 6, Það er því all- fróðlegt viðfangsefni að nýta bet ur kennsl'U'krafta háskólans í verkfræði og sérstaklega í sam- þandi við hinar nauðsynlegu endurbætur í tækni- og verk- fræðimenntuniinni í landinu. Kem ég þá aftur að upphafi þessa máls, frásögninni um Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.