Morgunblaðið - 08.04.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 08.04.1962, Síða 2
* MOFiGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. apríl 1962 Búnaðarsjóðina hefur skort fjármagn en ekki lánsheimildir EINS OG kunnugt er hafa fraimsóknarmenn flutt frum- vörp um það á Alþingi, að rík- issjóður taki á sig gengishalla búnaðarsjóðanna, en hann nem ur um 9 millj. á ári. Lögfesf- ing þeirra hefði þó á engan hátt leyst úr fjárhagsörðug- leikum sjóðanna bar sem þeir hefðu eftir sem áður hvorki verið þess megnugir að veita bændum lán til langs tíma né tíl þeirra framkvæm-da, sem ekki hefur verið unnt að lána til til þessa. En eins og landbúnaðarráð- herra benti á við umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Stofnlánadeild landbúnað- arins er þar ekki aðeins gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiði gengisíhalla sjóðanna, heldur nemur árlegt framlag hans til sjóðanna allt að 21 millj. kr. og að viðbættu sölugjaldi á búvörur nemur framlög 26— 27 mil’lj. króna. Þar á móti leggja bændur svo til 1% gjald af búvörum, er ætla má að verði 8 millj. á ári. Kem- ur þannig um 80% af fram- lagi tiil stofnlánadeildarinnar fró öðrum aðilurn en bænd- um sjálfum. En með framlagi sinu leggja bændur nokikurt fjármagn til hliðar til lánadeilda landbún- aðarins. Þeir, sem betur eru stæðir og hafa unnið að fram- kvæmdum á ódýrari tímum, hjálpa með þessu þeim, er skemmra eru á veg komnir með uppbyggingu og fram- kvæmdir. Þá tryggja bændur með framlaginu stórauknar greiðslur úr ríkissjóði til stofnlánadeildarinnar, sem ger ir kleift, að útlánin verði mjög hækkuð frá því, sem áð- ur hefur verið m. a. með lán- um til véla og til bústofns- kaupa. í þessu sambandi veik ráð- herrann nokikuð að því, að Framsóknarmenn hafa flutt ýmsar sýndartillögur við frum varpið, svo sem um stofnun bústofnslánadeildar með sér- stakri stjórn. Kvað hann tíma til þess kominn, að þeir hættu slíkum tillöguflutningi, en sneru sér í þess stað að því að leysa vandann. Búnaðar- bankann skorti hvorki láns- heimildir né nýjar lánadeildir Hins vegar skortir nú sem ávallt fyrr aulkið fé til útlána. En frumvarp ríkisstjórnarinn- ar tryggir, að stofnlánadeildin fær aukið fjármagn Og eigið fé, sem eykst með ári hverju, svo að hún verður á stuttum tíma traust stofnun og stöð- ugt vaxandi. Sé íhugað í þessu sambandi. hvernig ástatt væri í lánamálum landbúnaðarins, ef frumvarp sem þetta hefði verið lögfest fyrir 15—20 ár- um, er auðsætt, að nú hefði verið ráðin bót á þeim erfið- leikúm. er af lánsfjárskortin- um stafar Er þá og augljóst, að þá hefðu ráðstafanir þær, er Framsóknarmenn vildu gera, nægt til styrktar bún- aðarsjóðnum. Eins og fyrr segir, hefur ekki skort heimildir til lána- starfserninnar. Lengi hefur verið í lögum, að heimilt sé að lána allt að 75% af bygg- ingarkostnaði, þótt lán til íbúð arhúsa hafi hins vegar ekki numið nema 25—30%. Hefur þetta gert landbúnaðinum mjög erfitt um vik og eru það þvi miklir hagsmunir fyrir bændastéttina, ef unnt reynist að ráða fram úr þessum mál- um, svo að lánveitingar hækki. En með lögfestingu þessa frum varps munu lán til íbúðar- húsabygginga stóhhækka og verða til 42 ára. Lán til útilhúsa og ræktunar verða einnig hæk'kuð og verða til 20 ára. Enn fremur mun reynast kleift að hefja lánveitingar til véla og bústöfnskaupa, áð- ur en langt um líður, en það hefur ekki verið unnt Aflsteinninn frá Snaptun, en Gísli Gestsson telur að myndin tákni Loka. Mynd at Loka Laufeyjar- syni á dönskum aflsteini í NÝÚTKOMNU hefti af Árbók Hins íslenzka fomleifafélags er m. a. grein eftir Gísla Gestsson, safnvörð, sem fjallar «m svo- kallaðan aflstein, sem fannst vor- ið 1950 í fjörunni við Snaptun i Horsen-firði í Danmörku. Á afl- steini þessum er markað manns- andlit með grunnum strikum og fannst svipað andlit niarkað á' beinstykki I kumli hjá Ljóts- ] stöðum í Unadal í Skagafirði 1959. G-ísli Gestsson kemur í grein- inni fram með þá skoðun að nnynd þessi muni vera af Loka Laufeyjarsyni. Telur hann að undarleg þverstrik yfir munninn á myndinni, eins og munnurinn sé saumaður saman, visi á sög- una í Skáldskaparmálum Snorra- Eddu, þar sem sagt er frá því er Brokkur dvergur tók þveng og hníf og vildi „stinga rauÆar á vörum Loka og vill rifa saman munninn, en hnífurinn beiit ekki. Þá mælti han.n að betri væri þar atlur bróður hans, en jafnskjótt sem hann nefndi hann, þá var 1 NA /S hnvtar | / SV SOhnú/ar Sn/Moma • ÚSi SJ Skvrir !C Þrumur W/.Z, KvUaaki/ ZS' Hi/atM H Hml >- Us9. Jysk arkæologist selskab 1959, en hann hugsar sér að munni grím- unnar sé lokað á þennan hátt til þess að maðurinn byrji ekki að blása með og þannig gera falskan súg í aflinn. Loki og eldurinn En, eins og áður er getið, setiur Gísli fram nýja kenningu um þessa mannsmynd. Segir hann að fyrrnefnd saga sé ekki eina dæmi þess, að Loki sé settur í samband við eld. f Snorra-Eddu segir frá því í höll Útgarða-Loka, að hann fór í kappát við Loga, sem raun- ar var villieldur Og loks ræður Loki fyrir öðrum fylkingararmi í liði Surts, þess er eyðir alla jörð í eldi í Ragnarökum. Fleiri dæmi um trú á eldvættinum eða eld- goðið Loka á Norðurlöndum rek- ur Gísli. Steinninn er nú í Forhistorisk Museum í Anhus. Skjótt skipast veður í lofti — gátum ekki varist hrolli, en og klæðnaður kvenfólksins, það verðum við að játa karl- sagði einhver er hann sá þessa mennirnir að okkur hlýnaði mynd í gær. Okkur fannst við að sjá þessa blómarós — hálf sveljandalegt ennþá og um hjartaræturnar. Ljósm.: Ól.K.M. Real Madrid í síðasta sinn KVHCMYND KSÍ af leik Real Madrid og Eintracht í úrslita- keppni um Evrópubikarinn hefur verið sýnd 4 sinnum í Tjarnar- bæ fyrir fullu húsi og allir haft gaman og ánægju af. í kvöld kl. 8.30 verður myndin sýnd í síð- asta sinn. á sama stað. Sveinar reyna sig FYRSTA meistaramót sveina í frjálsum íþróttum innanhúss verður í íþróttahúsi Háskólans í dag kl. 2. Keppendur á mótinu eru 11, 6 frá ÍR og 5 frá KR. Keppt verður í atrennulausum stökkum og hástökki með at- rennu. þar alurinn, og beit hann varirn- ar, rifaði hann saman varirnar og reií Loki úr æsunum". Loki með samansaumaðan munn í sögunni segir frá Loka í sam- bandi við afl, ámiðjubelgi og blástur og auk þess endar öll sag- an á því, að varir hans eru saum- aðar saman, en hann reif út úr æsunum, segir Gisli í grein sinni Það er því nærtækt að álykta, að mannsmynd með samansaum- aðan munn, rist á aflstein, sé ein- miitt andliit Loka Laufeyj arsonar. Aðalsteinn var til forna hafður í smiðju til varnar því að smiðju- belgurinn ofhitnaði eða brynni. Á steininum var gat, og var stút smiðjubelgsins stungið í það að aftan og toom þá blásturinn fram í gegnum aflsteininn. Er gatið á steininum frá Snaptun, sem er 20 sm. hár, 24,5 sm. breiður Og 7,5 sm. þykkur, skammt fyrir neðan hökuskegg mannsins og eru notokur eldmerki í kringum það. Gísli vitnar í grein eftir prófessor P.V. Glob í Arbog for í gær var austlæg átrt um al'lt land, nokkur snjókoma á Aust fjörðum, en annars þurrt og víða bjart veður. Hiti var ná- 1-ægt frostmariki í gærmorgun. Lægðarbelti var frá Græn- landishafi ti'l Bretlandseyja, en fremur veigalítil hæð yfir N- Grænlandi, og var ekki búizt við verulegum veðurbreyting- um. Veðurspáin í gærdag.........2 SV-mið: Allihvass austan, skýjað. SV-land til Vestfjarða og Faxaflóamið til Vestfjarða- máða: Austan gola eða kaldi, skýjað með köflum. Norðurland: Austan eða SA gola, léttskýjað vestan til. NA-land, Austfirðiir, norð- urmið og NA-mið: Austan eða NA kaldi, sums staðar él. SA-land: Austan eða NA kaldi, léttskýjað. Austfjarðamið og SA-mið: NA sfinningskaldi, él. Ólafur Gaukur Bréfaskóli í gítarleik Um þessar mundir — bréfa- skóli í gítarleiik fyrir byrj- endur að hefja starfsemi sína. Verða þeim, sem viilja njóta tilsagnar skólanis send átta bréf með viku mil'libili og tekur eitt námskeið þvi tvo imánuði. í hverju bréfi ertl þrjár kennslustundir. Kennari skólans er einn kunnasti gítarleikari lands- ins, Ólafur Gaubur, og kveðst hann munu svara bréiflega öllum fyrirspurnum nemenda meðan á námskeiðinu stend- ur, annars á að vera að finna 1 bréfunum allar þær skýr- ingar á náminu, sem nauðsyn legar eru, og allt það, sem kennari hefði útsikýrt í einka tímum. Þetta fyrirkomulag á tónlistarkennslu fyrir þá, sem hug hafa á að afla sér ein- hverrar tilsagnar, enda þótt þeir myndu ef til vill ekkert kæra sig um að ganga á tón listarskóla eða leggja út í al« variegt nám, hefir gefizt mjög vel víða erlendis Og orð ið vinsælt. Afmœli Jóhannes Sigurðsson, prentarl, Bergstaðastræti 27, er sjötugur 1 dag. Vegna þrengsla bíður greio I um afmælisbarnið. „

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.