Morgunblaðið - 08.04.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1962, Qupperneq 17
Sunnudagur 8. apríl 1962 MORGUNBLAÐlb 17 Halldóra dóttir — A MORGUN verður gerð frá Possvogskirkju útför ástkærrar ömmusystur minnar, Halldóru Einarsdóttur, sem lézt hinn 31. imarz s.l. Hún var fædd 8. októ- ber 1889 að Kóngsparti í Helgu- staðahreppi við Reyðarfjörð, dóttir hjónanna Oddnýjar Guð- mundsdóttur og Einars Þorláks- eonar, er þar bjuggu. ’ Föður sinn missti hún aðeins 5 ára gömul, en ólst eftir það til 15 ára aldurs upp hjá móður einni, sem af frábærum dugnaði mátti ala önn fyrir barnahópn- um, 8 talsins, þar af 2 frá fyrra hjónabandi hennar, en Dæja, eins og yngri kynslóðin í fjöl- Bkyldunni kallaði hana gjarna, var þeirra yngst. Þrjú systkin- anna dóu þó mjög ung. Eftir að Oddný var orðin ekkja tók hún 2 börn í fóstur, svo að nærri má geta, að einhvem tíma hafi verið þröngt í búi, enda báru lifnaðarhættir Dæju þess vott alla ævi, að hún hafði ekki van- izt því að gera háar kröfur, txema þá helzt til sjálfrar sín. Fyrst eftir að hún fór úr for- eldrahúsum réðist hún í vist til sr. Jóhanns L. Sveinbjömssonar á Hólmum í Reyðarfirði. Þar mun hún hafa dvalizt um 5 ára skeið, eða til tvítugsaldurs, en Þá kom hún tiil Vilborgar, syst- ur sinnar, og mágs síns, Péls Bóassonar, sem þá bjuggu á Eskifirði. Upp frá því, eða í fulla hálfa öld, var heimili þeirra jafnframt' hennar heim- fli. Og því heimili vann hún ætíð allt það gagn, sem hún mátti, eins og öðru og öðrum, er hún tók ástfóstri við. Sér- stöku ástfóstri tók hún þó við syni þeirra og fósturdóttur, þeirra böm og síðar bamabörn, enda lagði hún sig alla fram allt til hins síðasta fyrir okkur ástvini sína. Þegar systir hennar og mágur fluttust suður til Reykjavíkur árið 1934 fluttist hún hingað með þeim. Á þeim tíma var hér víst ekki um auðugan garð að gresja eða auðhlaupið að því að fá atvinnu, En Dæja lét það ekki á sig fá fremur en annað, sem á móti blés, heldur réðist til atlögu við erfiðleikana af BÍnum dæmafáa dugnaði og þrautseigju. Hún var því sí- Btarfandi fram á síðasta dag, jafrvt á heimilinu sem utan þess. Ekki þó í því skyni að afla sér veraldarauðs, því að henni var hugleiknara að geta glatt aðra og látið gott af sér leiða. E inars- Minning Það er ekki tilgangur minn að rekja hér æviatriði eða mann kosti Dæju til neinnar hlítar. Bæði er það, að hinn ytri ævi- ferill hennar, sem að samfélag- inu snýr, gefur ekki nema ófull- komna mynd af manneskjunni sjálfri, og hitt, að kostum henn- ar þarf ekki að lýsa fyrir þeim, sem til hennar þekktu. Við þekktum öll af eigin raun fórn- arlund hennar, trygglyndi, trú- rækni, greiðvikni, atorku og ör- læti. Og vist er mér annað ofar i huga nú, þegar hin hinzta kveðjustund er upp runnin, en einstök atriði úr ævi hennar. Miklu frekar hefði ég viljað geta með þessum fáu línum lát- ið í ljós örlítinn þakklætisvott til þín, Dæja mín, fyrir alla þá ástúð, umhyggju og fórnfýsi, sem þú sýndir mér allt frá hinu fyrsta til hins síðasta. Þess um línum er því ætlað að vera eins konar sonarkveðja til þín, kæra frænka, því að naumast getur nokkur móðir verið barni sínu meira en þú varst mér. — Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þin. Hörður Einarsson. Félagslíl Víkingur, 4. fl. Útiæfing á sunnudag kl. 1.30. Þjálfari. I. O. G. T. Stúkan Framtíðin nr. 173. Fundur mánudag kl. 8.30. — Félagar úr barnastúkunni Svövu heimsækja. Hagnefndaratriði. — Góð fundarsókn er góðtemplur- um til sóma. Æt. Svava nr. 23. Fundur í dag. Inntaka. — Skemmtiatriði og dans eftir fund. Gæzlumenn. Skrifstofustúlka Stúlka óskast á skrifstofu strax til bókhaldsstarfa og vélritunar. Tilboð merkt: „4388“, sendist afgr. Mbl. fyrir 9. þ.m. ^JJóteí (JJorcýCimeó BORGARNESl býður yður páskadvol í fögru umhverfi. Tilvalinn staður til þess að eyða páskafríinu. Áherzla er lögð á góða þjónustu og matur er fyrsta flokks, fram- rciddur úr bezta fáanlegu efni, m. a. hinum þekktu landbúnaðarafurðum Borgarfjarðarhéraðs. Ferðir eru daglega í Borgarnes, bæði með bifreið- um og sjóleiðis með m.s. Akraborg. Kynnið yður ferðaáætianir. Þeir, sem koma í eigin bifreiðum, geta notað tæki_ færið til þess að litast um í héraðinu, því allir vegir eru greiðíærir. Verið velkomin í Borgarf jörð ! AUKIN Framvegis munum við selja FISK nýjan — reyktan — frystan — saltan. PJONUSTA BRAUÐ ávallt nýbakað og af KÖKUM flestum U IA tegundum. HJA KJÖRBÚÐ TÓMASAR TriMACI Grensásvegi 48 — Sími 37780 1 UIVIAol Kjöt — Kjötvinnsluvörur — Álegg — Grænmeti — GRENSÁSVEGI 48 Ávextir — Allar nýlenduvörur — Hreinlætisvörur Sendum um allan bœ SKYIMDI8ALA KARLMANNASKÓR margar gerðir (áður kr. 489.00, 554.00, 589.00) fyrir aðeins kr. 150.00 og 298.00. KULDASKÓR með hæl fyrir kvenfólk aðeins kr. 150.00 og ýmislegt fleira fyrir lágt verð. AÐEINS ÞESSIR 2 DAGAR A SKÓFATIMAÐI og Þriðjudag KULDASKÓR fyrir kvenfólk sléttbotnaðir (áður kr. 596.00) fyrir aðeins kr. 298.00. ENNFREMUR SELJUM við NÆLONSOKKA með saum og saumlausa fyrir aðeins kr. 25.00 og 29.00 parið. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.