Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 2
2 MOnCTJNBLAÐlÐ Sunnudaginn 15. apríl 1962 A annað hundrað nýir leigubílar IMýr Ford Zephyr til sýnis í dag KR. KRISTJÁNSSON h. f. bauð á föstudaig blaðamonn- um á sinn fund til að kynna nýja teg-und Ford bifreiða frá Bretlandi. Bifreiðir þessar, nefnast Zephyr 4, eru 6 manna og munu fljótlega sjást hér á götum höfuðborg arinnar. Ford-umboðin tvö hafa samtals á annað hundr- að bifreiðar af þessari gerð í pöntun og fara þær flestar til bifreiðastöðva bæjarins. Er þetta merkiieg nýlunda, því venjulega hafa atvinnu- bifreiðastjórar keppst um að kaupa sem stærstar bifreiðir. Nú koma á stöðvarnar nýjar, snotrar 6 manna bifreiðir, sem eru þægilegar í umferð, rúmgóðar fyrir allt að fimm farþega og ódýrar í rekstri. Umboðsmenn Ford hér eru Kr. Kristjánsson h. f. og Sveinn Egilsson h.f. Mun fyrmefnda umboðið hafa selt 70—80 Zephyr-bifreiðir en hið síðarnefnda 40—50 bif- reiðir til atvinnubílstjóra. Á fundi hjá Kr. Kristjáns- son h.f. á föstudag sagði Frið rik Kristjánsson forstjóri frá því, að hann hefði s.l. haust farið utan til að kynna sér hvað til væri í orðrómi um að brezku Ford-v-erkismiðj- urnar hefðu í hy.ggju að smíða nýja gerð Zephyr-bif- reiða. Mikil leynd hvíldi yfir þessum nýju bifreiðum, en engu að síður tókst Friðrik að fá nægilegar upplýsingar til að vekja áhuga leigubil- stjóra hér og við heimkom- una seldi hann um 20 bif- reiðir án þess að geta lagt fram lýsingar eða myndir. Seinna komu nánari lýsingar á bifreiðinni og kaupendur flykktust að báðutn umboð- um. Ekki dró það úr söl- unni, að umboðunum tókst að útvega lán í Bretlandi, sem svaraði 80% af innkaups verði bifreiðanna. í Evrópu hefur mikil leynd hvílt yfir þessari nýju gerð frá Ford-verksmiðjunum. Sennilega hefur bún hvergi verið betur kynnt en hér á landi. Bæði umboðin keppt- ust um að kynna þessa óþekktu bifreið og hefur kynning sennilega sjaldan lánast jafn vel. Þegar þær verða afgreiddar, mun þessi nýja gerð bifreiða verða mjög áberandi á götum borgarinn- ar. Fyrstu bifreiðirnar, sem hingað komu, verða til sýnis hjá Kr. Kristjánsson í dag en voru sýndar blaða- mönnum á föstudag. Þarna voru þrjár fallegar bifreiðir af gerðinni Zephyr 4, og fara tvær á blflreiðastöðvair, en umboðið á þá þriðju. Eigend ur tveggja bifreiðanna voru mættir til að lýsa kostum far- skjótanna, sem þeir höfðu fengið að aka hér til reynslu áður en bifreiðirnar voru kynntar í Evrópu. Eigendurn ir voru þeir Sveinn Ásmunds son á BSR og Óskar Sigvalda son á Hreyfli. Sveinn og Óskar eru báðir iþekktir leigubílstjórar hér í borg. Og þeirra orð eru senni lega notadrýgst til að lýsa kostum þessara nýju bifreiða. Sveinn ók eitt sinn Ohevrolet bifreið, en síðustu tíu árin hefur hann ekið bandariskri Ford bifreið sinni hjó BSR. Óskar hefur hins vegar ekið Kaiser bifreið undanfarin ór á Hreyfli. Þeir Óskar og Sveinn voru sammá!a um að það yrði mikil tilbreyting að koma á þessutn nýju, léttu bifreiðum í Reytkja víkurumferðina. Óskar verður víst fyrri til að komast í um- ferðina, því hann bjóst við að hefja akstur á Skírdag. Sveinn verður eitthvað seinni, senni- lega verður bifreið hans ekki burtskráð frá verkstæðinu fyrr en eftir Páska. En báðir eru þeir sammála um ágæti bifreiðanna. Miðað við banda- rískar bifreiðir eru þessar nýju Zephyr bifreiðir ódýrar, kosta atvinnubílstjóra aðeins um 165 þúsund krónur, en ódýrustu bifreiðir frá Banda rikjunum eru um 100 þúsund kr. dýrari. Þá eru bifreiðirnar sparneytnar og nöta helmingi minna bezín en þær bifreiðir, sem algengastar eru á bifreiða stöðvum hér. Augljóst var að þeir Sveinn og Óskar höfðu tekið miklu ásfcfóstri við bifreiðir sínar. Sveinn hafði ekið sinni út fyrir borgina og sagði að hún væri ,mild á vegi“. Óskar sagði að hann hefði ekið sinni bif- reið 1 hávaðaroki á hlið og ekki fundið fyrir því. Bifreið- in hefði legið á veginum eins vel og írekast væri á kosið. Þeir Sveinn og Óskar vöktu afchygli á því, sem er all- óvenjul^gt (hér, að um leið Og fyrstu bifreiðirnar kömu hing að kom varalhlutasending frá Ford-verksmiðjunum í þessar nýju bifreiðir. Aðspurður sagði Friðrik Kristjánsson að þetta væri rétt, komið hefði varahlutasending sem ætti að nægja 25—50 bifreiðum. En með vaxandi fjölda Zeplhyr- biifreiða kæmi enn meira af varahlutum. Til að sannprófa rýmið í þessum nýju bifreiðum, settust sex blaðamenn upp í bifreið Óskars. Sætin eru þægileg, nokkuð há, svo jafnvel fót- leggjalengir menn geta látið fara vel um sig. Sætiisbreiddin er 147 srm., Og er því gott rými fyrir þrjá í hvoru sæti. Marg ar nýjar bifreiðir eru því marki brenndar að of lógt er til lofts aftur í, en svo er ekki hér. Jafnvel háir menn geta setið með hatt á höfði og er það meira en segja má urn margai stærri bifreiðir. Bifreiðir þær, sem hingað eru komnar, eru allar fjögurra strokka Zephyr. Þetta eru ódýrustu gerðirnar af þessari nýju tegund Ford-bifreiða frá Bretlandi. Kosta þær eins og áður er sagt um kr. 166 þús- und fyrir leigubifreiðastjóra, en um kr. 190 þúsund fyrir aðra. En umiboðsmennirnir eiga senn von á dýrari tegund unum af þessari gerð, Zeplhyr 6 strokka og Zodiac. , Bifreiðirnar verða til sýnis hjá Kr. Kristjánsson í daig frá kl. 10—17, en upp úr helg- inni verður væntanlegum kaupendum gefinn kostur á að aka einni þeirra til reynslu. Hver ók á bíl EINHVERN undanfarinna daga hefur verið ekið á R-12496, Skoda fólksbifreið, sem staðið hefur á Óðinsfcorgi. Talsverðar skemmd ir hafa orðið á bifreiðinni. Rann oóknarlögreglan skorar á þann, sem ekið hefur á bílinn, að gefa sig fram við hana. Einnig eru all ir þeir, sem veitt geta einhverjar upplýsingar uim málið, beðnir að láita uimferðardeild rannsóknar- lögreglunnar vifca, sími 1-59-21, Raregur mynda- texti ÞAU MISTÖK urðu í auka- blaðinu í dag, að rangur texti birtist með mynd á bls. 15. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á því. — Mynd- in er af húsi, sem krundi. Þrjózki skipstjórinn DANSKA sal’bskipið, sem neit- aði að fara úr Ólafsivikurhöfn á fimmtudagskvöld, fór þaðan á hádegi á föstudag. Hafnarnefnd Ólafsvíkur hefur gert ráðlstafan ir til þess að skipsfcjóri verði kærður fyrir þrjóskuna, og mun skipstjóri verða kærður fyrir þrjózkuna og mun skipið verða að greiða einhverja sekt. Erlendar fréttir í stuttu máli Tirana, 14. apríl NTB-AFP. SOVÉTRÍKIN hafa nni slitið öllum samskiptum við Al- baníu, á sviði menningarmála. Áður hafði öllum samskiptum á sviði efnahagsmála verið slitið. , Tilkynning um þetta var birt i blaði albanska komm- únistaflokksins, Zeri y Popul lit. Segir þar ennfremur, að rússneskar kviksmyndir muni ekki lengur verða sendar til Albaníu. Aþena, 14 apríl NTB—AFP. UM 25 stúdentar og 20 lög- regluþjónar Slösuðust í dag, er til uppþcts kom við hásikól- ann í Aþenu. Áður hafði ver- ið lagt bann við hópgöngum og mótmælafundum. Um 2000 sbúdentar höfðu safnazt sam- an, og voru 200 þeirra hand- teknir. Stóð uppþotið í tvær klúkkustundir. Tel-Aviv, 14. apríl NTB—AFP. ÞA£) var tilkynnt í gær í Tel Aiviv, að ísraeiskir varðbátar myndu á nýjan leiik taka upp gæzlu á norðurhluta Genes- aretsvatns. Karl von Horn, form. vopnahlénefndar S.Þ., hefur verið tiikynnt um þessa ákvörðun og jafnframt hefur honum verið tilkynnt, að eftir- litsbátur S.Þ. muni eikki fá leyfi til að stunda gæzlustörf á suðurhluta vatnsins. f ísrael er litið svo á, að skýrslur van Horns til öry.gisróðsins hafi verið villandi, og þeirrar skoð- unar nefur jafnvel gætt, að hann ætti að segja af sér stöðu sinni. , Peking, 14. aprfl — NTB—Reuter—AFP. KÍNVERSKA alþýðulýðveldið hefur tilkynnt indversku stjórninni, að framkoma Ind- verja í landamæradeilu ríkj- anna, sé slíkt, að Ijóst sé, að Indverjar vilji ekki komast að friðsamlegri lausn málsins. Jafnframt var tilkymnt, að þau bréfaskipti, sem átt hafa sér stað vegna deilunnar, síðan hún hófst hafi verið lögð fram á kínverska þinginu. , Sú krafa Indverja, að Kín- verjar kalli hermenn sína heim. en síðar verði gengið tii samninga, sé þess eðlis að hún sé leið frekar til átaka en friðsamlegrar lausnar. Bandalag háskolamanna ræðir: Kjarasamninga opin- berra starfsmanna FULLTRÚARÁÐ Bandalags Há- skólamanna en í iþví eiga sæti full trúar frá ölium aðildarfélögum þess, sem eru ellefu alls með um 1400 félagsmenn, hefur ákveðið skólagenginna manna í dag kl. 14 í I. kennslusfcofu Háskólans. að boða til almenns fundar há- Fundarefni verður frumvarp rík- isstjórnarinnar til laga um kjara- samninga opinberra starfsmanna Og afstaða BHM til þess. Banda- lagið hefur frá upphafi sett sér það marikmið „að gæta í hvívetna hagsmuna háskólamennitaðra manna hér á landi og vera fyrir- svari fyrir þá gagnvart innlend- um og erlendum aðiljum“, eins og það er orðað í 2. grein laga þess. Hefur bandalagið m. a. lagt áherzlu á að hið opinbera veiti því viðurkenningu sem samnings aðilja fyrir hönd háskólagenginna manna, har sem þeir hafa meiri sérsböðu en aðrir opinberir starfs menn söfkum langs undirbúnings- tíma undir ævistarf sitt og styttri starfsævi af þeim sökum, en I frumvarpinu er gert ráð fyrri að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sé einkaviðsemjandi hins opinbera, einnig fyrir hönd há- skólagenginna manna. , Fulltrúaráð BHM ákvað á fundi sínum sl. fimmtudag að boða til almenns fundar háskólamennt- aðra manna um þetta efni, bæði til að kanna skoðanir manna og kynna þeim hvað BHM hefur þegar hafzt að. t j í stjórn BHM sitja nú: próf. Ár- mann Snævarr formaður, Ámi Böðvarsson cand. mag. ritari, Jón O. Edwald lyfjafræðingur gjaldlkeri, Sveinn S. Einarsson verkfræðingur og Gunnlaugur Snædal læknir. (Frá stjórn Bandalags háskólamanna). Þannig lítur veðurfoortið út ir hlýtt hafloft norður eftir. á sumarmálum árið 1962. Yfir Það leikur um Xsland og bræð Brefclandiseyjum og Norður- ir snjó og klaka vetrarins. Hit löndum er mikil hæð, stillt inn á landinu var 4—10 stig veður og bjart, heldur svalt tol. 9 um morguninn. Hlýjast um morguninn, en mikið sófl. var norðanlamdis, t.d. á Aikur far og hlýrra um daginn. — eyri. Horfur eru á áfram- Fyrir vestan hæðina streym- haldandi hlýindum. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.