Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 13
Sunnudaginn 15. apríl 1962 M O RGWN B L AÐ1& 13 Framboðslistar ákveðnir '' Hvarvetna þar sem sveilar- stjómarkosningar eiga að fara fram í maílok, er nú kappsam- lega unnið að því að setja sam- an framboðslista. Viðhorfin eru nokkuð ólík. Venjulegiur skoð- anamunur milli flokka ræður víðast mestu. En sumstaðar eru viðhorif flokka í innanhéraðs- málum nokkuð önnur en í lands tnálum og á einstaka stað láta kjósendur almennan stjórnmála- ágreining engu ráða um val á mönnum í sveitarstjórn. — Reynslan sýnir, að þvi fleiri sem kjósendur e.u í sveitar- félagi, því meiri líkur eru til, að hin venjulega flokkaskipun ráði úrslitum. Að sjálfsögðu eru víða skipt- ar skoðanir um það innan flokka, hverjir vænlegastir séu til framiboðs. Svo hlýtur ætíð að verða, þar sem frjálsir menn eig ast við. Því fleiri menn sem eru á framboðslista og því fleiri austur REYKJAVIKURBREF Laugard. 14. apríl «em Ifklegt er að nái. kosningu, því frekar verður að gæta þess að mismunandi sjónarmið komist að. f þeiim efnum er prófkosn ing, eins og tíðkast hjá Sjálfstæð ismönnum í Reykjavík til ómet- anlegrar leiðbeiningar. En við ákvörðun framiboðsins verður að gæta þess, að rétt mynd áf vilja sem flestra kjósenda náist. Á meðan ákvörðun framboða atendur ganga ætíð innan hvers flokks mifclar sögur um ágrein- ing og klofning í röðum hinna. Vafalaust er einhver skoðana- munur fyrir hendi i öllum flokkum, en þeir, sem fylgja flokki af sannfæringu, sætta sig yfirleitt við ákvörðun, sem rétt ir aðilar taka að lokum. Eru árslit borgar- stjoriiarkosnmg- anna óviss? Sjaldan hefur einkennilegri deila risið en á mill Tímans og Morgunblaðsins um það, hvort Sjálfstæðismenn séu vissir um sigur i borgarstj órnarfcosning- unum hér í bæ. Tíminn hamrar á þvi, að svo sé, auðsjáanlega í því skyni að telja mönnum trú um, að óhætt sé að kjósa lista Framsóknar, því að það muni ekki hagga meirihluta Sjálfstæð i ismanua í höfuðborginni. Morg- unblaðið bendir aftur á móti á, *ð enginn geti nokkru sinni ver ið öruggur um úrslit kosninga f lýðræðislandi fyrr en bú- Jð er að telja upp úr atkvæða- Jcössunum. TJm þetta ætti ekki »ð þlurfa að deila, svo auðsætt sem það er. Tíminn færir aftur á móti máli isinu ti!L stuðnings það, að Sjálf- stæðismenn hafi fengið tiu Ikjörna við bæjarstjórnarkosning ernar 1958 og mætti fyrr muna «m tap en svo að það næmi Jþremur borgarfulltrúum. Vissu- lega er það rétt og sannarlega hefur bænum nú sem fyrr verið stjórnað með þeim hætti, að Sjálfstæðismenn hafa unnið til tnikils meiri hluta. Kosninsarnar 1958 Bæjarstjómarkosnngarnar 1958 voru sérstaks eðlis. Þá var ekki einungis kosið um bæjarmálefn- in, heldur gafst kjósendum þá í fyrsta skipti eftir myndun V- Btjórnarinnar kostur á að láta uppi hug sinn ti.l þeirra flokka, sem að henni stóðu. Sjálfstæðis- menn hafa aldrei farið dult með þá skoðun, að þeir töldu úrslit- in 1958 ekki einungis vera trausts yfirlýsingu á bæjarstjórn Reykja víkur, heldur jafnframt van- traust á V-stjórnina. Eftir upp- gjöf hennar breyttust viðhorfin á ný. Kosningarnar 1959 sýndu, að þá var flokkaskipun aftur komin í svipað horf og verið hafði áður en V-stjórnin var mynduð. Við þá staðreynd verð ur að miða nú. Enginn, sem vill tryggja höfuðborginni farsæla og margreynda forystu Sjálf- stæðisflokksins, má því láta blekkjast til að halda að á sama standi, hvernig hann greiðir at- kvæði. Verður þingi lokið fyrir páska Á þessum mannsaldri hefur Allþingi aldrei haft fleiri mikils- verð máil tl úrlausnar en nú. Gagnstætt því, sem oft hefur á:ður verið, einkum á tímum V-stjórnarinnar, hefur þingið því verið önnum kafið allan starfstíma sinn. Einskisverð ræðuhöld og á stunduim beint málþóf stjórnarandstæðinga valda þar nokkru um, en mestu ræður samt hinn mikli fjöldi stórmála, sem ríkisstjórnin hef- ur lagt fyrir þingið. Viðurkenna verður, að ef stjórnarandstæðing ar hefðu nú síðustu vikurnar tekið upp stöðugt skipulagt máliþóf, þá mundi með öllu von- laust að Ijúka þingi fyrir páska. Sem betur fer virðast allir flokk ar hinsvegar hafa hug á því, að svo megi verða. Kommúnistar brugðust þó gkyndilega af slíkri heift við frumvarpinu um almannavarnir, þegar það kom ti'l 2. umræðu í neðri deild, að ljóst var, að þingið kynni að tefjast verulega, ef knýja átti á um samþykkt frumvarpsins að þessu sinni. Undirbáningur almannavarna verður þegar baf- inn Hinum fyrirhuguðu almanna- vörnum er svo háttað, að þær krefjast verulegs og tímafreks undirbúnings. Reglnanna, sem inu, verður ekki þörf fyrr en þeim undirbúningi er lokið. Af þem sökum var ríkisstjórninni nóg að fá staðfestngu á bví, að þingvilji væri fyrir, að þessar nýju reglur skyldu settar þegar þar að kemur. Hin rökstudda dagskrá, sem dómsmálaráðherra bar fram, og neðri deild sam- þykkti, lýsti þvj að slíkur þing- vilji væri fyrir hendi. Jafnframt tilkynnti dómsmálaráðherra, að hann mundi láta ‘hefja undirhún- ing almannavarna þegar í stað, svo að undirbúningurinn mundi verða kominn vel á veg, þegar Alþingi fengi málið til meðferð- ar að nýju á næsta hausti. Með þessu var tryggt, að engin töf yrði á framkvæmdum þótt frumvarpið yrði ekki sam- þykkt fyrr en á næsta þingi. Hér voru því viðhöfð hyggileg vinnu brögð: Einskis í misst um mögu- legan hraða, en kommúniistair gerðir berir að þvi að snúast hat ramlega gagn einu m°'ta mannúð armáli, sem nú er til úrlausnar. Samningsréttur ouiuberra starfs- manna beita skal samkvæmt frumvarp- i inu. Nú í vikunni var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Fjármálaráðherra hefur haft all forystu um smning frum varps þessa og er þar fundin vænleg lausn á miklu vanda- máli. Ákvséði frumvarpsins þarf ekki að rekja hér, það hefur verið gert áður hér í blaðinu í frumvarpinu eru tvö meginat- riði. Samningsréttur starfs- manna er viðurkenndur. En komist samningar ekki á, þá skal kjaradómiur skera úr. Bannið gegn verkfalli opinberra starfs- manna, sem verið hefur í lög- um allt frá 1915, stendur hins- veear óhaggað. Ánægjulegt er, að efcki einung is öll stjórn BSRB heldur og stjórnarandstæðingar á Alþingi, a.m.k. flestir, virðast taka frum- varpinu með vinsemd. Stjórn BSRB hefur lýst stuðningi við frumvarpið, Tíminn talar með stórum rauðum stöfum um „ár- angur af baráttu BSRB“ og birt ir mynd af formanni samtak- anna, Framsóknarmanninum Kristjáni Thorlacius, Þjóðvilj- inn segir: „Samningsréttarfraum varpið er mjög mikilvægur áfangi“ og er þó veruleg fýla í kommúnistum yfir frumvarp- Sizit er ástæða til að gera lit- ið úr stuðningi fulltrúa Fram- sóknar og kommúnista í stjóm BSRB við málið. Hitt er rétt að hafa *í huga, að stjórnarstuðn ingsmenn em { meirihluta stjórn ar þessara samtaka og án styrks þeirra og atbeina hefði vissu- lega ekki fengist sú farsæla lausn, sem nú er framundan. Ósagt skal látið hvemig afstaða hinna hefði orðið, ef þessir hefðu ekki teki af skarið. Bann við verkföllum Ekfci má gleyma því, að bann- ið við verkföllum opinberra starfsmanna helzt. Víst er, að hvorki kommúnistar né sumir Framsóknarmenn höfðu í huga að sættast á neina aðra lausn málsins en þá, að verkfallsrétt- ur væri viðurkenndur. Virð- ingarvert er, að þeir skuli hafa séð að sér í þessu. Verkfalla- plágan er nóg í þjóðfélaginu, þó að verkföll opinberra starfs- manna auki ekki á hana. Opinberir starfsmenn hafa í framkvæmd haft samningsrétt um ’ laun sín hin síðari ár, t.d. við setningu síðustu launalaga. Að því leyti er nú frekar um að ræða breytingu á formi en efni. Afsal Aliþingis á úrslitaráð- um sínum í hendur kjara- dóms er hinsvegar veruleg og þýðingarmikil efnabreyt- ing. Þar er boðin mikils- verð nýjung til að reyna að jafna hinn stöðuga ágreining og togstreitu stéttanna, sem nú eru þjóðfélagi okkar hættulegri en flest annað. Ekki í verkahring Alþýðubanda- lagsins? Almenningur hlýtur að undr- ast þá yfirlýsingu stjórnar Al- þýðusamibandsins. að það sé ekki í hennar eða þess verfca- hring að reyna að tryggja hin- um lægstiaunuðu verkamönn- um launahækkun, sem þeim komi að raunverulegu gagni. Skömmu eftir áramótin af- henti stjórn Alþýðusamhandsins ríkisstjórninni nokkrar tillögur sem Alþýðusambandsstjórnin taldi horfa til kjarabóta fyxir launþega. Öllum, ekki sízt stjórn endum Allþýðusanmbandsins var fullljóst, að flestar voru þessar tillögur óframkvæmanlegar, og að svo . miklu leyti sem hægt hefði verið að framkvæma þær, hlytu þær að hafa þveröfug áhrif, þ. e., spilla kjörum al- mennings en ekki bæta þau. Aug ljóst er, að svo er um ótímabæra vaxtalækkun. Það á ekki síð- ur við um sumar hinna tiilagn- I anna, sem hefðu leitt til tekjtt- halla hjá ríkissjóði og þar með vaxandi verðbólgu, sem eins og reynslan hefur æ ofan í æ sýnf, bitnar harðast á verkamönnum og öðru lágtekjufólki. Vilja þeir hækkun farm«jalda? Þá er og fjarstæða að tala um lækkun á „aðflutningsgjaldi" á nauðsynjavörum. Af samheng- inu var sýnt, að með því ein-- kennilega orðalagi var átt við farmgjöld á nauðsynjavörum til landsins. En farmgjöld á ýms- um þeirra, svo sem kornvörum, eru nú þegar svo lág, að t.d. skip SÍS hliðra sér hjá að taka þær til flutnings. Eimskipafélagið flytur þær enn af þjóðhollusfcu, en er nú nærri komið að því að sligast af þeirri byrði, sem þar með er á það lögð. Ef enn hefði átt að knýja fram lækktm á farmgjaldi þessara vara, mundl það tvímælalaust hafa orðið til þess, að Eimskip hefði í þessm neyðist til að fylgja fordæmi SÍS og skjóta sér undan flutningi þeirra. Þá hefði orðið að leigja erlend skip, sem heimta miklu hærri flutnngsgjöld fyrir að koma þessari vöru til landsins. Tillögur Aiþýðusambandsins voru þannig byggðar á: algjöru óraunsæi ,ef ekki bjó annað verra á bak við. Raunhæfar kjarabætur Eina raunhæfa kjarabótin, sem stjóm Alþýðusamibandsins vék að í tillögum sínuim, var hug- myndin um hagkvæmari vinnu- brögð, sem gæti tryggt mönn- um sama dagkaup og nú með styttri vinnutíma en almennur er. Með fylgi allra þingflokka var saimlþykkt á Aiþingi tillaga pokkurra kommúnista um könn un á þessari hugmynd. Alþýðu- sambandsstjórnin reyndi hins- vegar að gera þessa hugmynd sem óaðgengilegasta og í við- ræðum hennar við ríkisstjórn- ina virtist sem áhugi fyrir fram kvæmd hennar væri harla tak- markaður hjá Aiþýðusambands- stjórnendum. Allur almenningur gerir sér hinsvegar grein fyrir, að ein- mitt- eftir þessari leið er lík- legast að ná megi skjótum kjara bótum, þó að það taki að sjálf- sögðu nokkurn tíma og krefjist góðvildar allra aðila að koma hugmyndinni í framkvæmd. Ríkisstjórnin hefur manglýst áhuga sínum fyrir framkvæmd þessa máls, sem vafalaust er mikilsverðasta kjarabótin, sem nú er hægt að koma áleiðis. Kaldar kveðjur Alþýðusambands- stjórnar Þá hefur ríkisstjórnin einnig lagt á það höfuðáherzlu við Al- þýðusamibandsstjórnina, að hún væri reiðubúin til að vinna að 'því að lægstlaunuðu verkamenn gæfcu fengið kauphækkun, að því ásktldu, að tryggt yrði að sú 'hækkun leiddi ekki af sér al- mennar kauphækkanir. Sá áskiln aður er nauðsynlegur þegar af því, svo sem dæmin sanna mundu almennar kauphækkanir gera að engu þann ávinning, sem lægst launuðu verkamenn mundu fá af hækkun til sín. Við þessari tiillögu ríkisstjórnarinn- ar hefur fengist það eitt svar að þetta mál sé ekki í verka- hring Aliþýðusambandsstjórnar. Kaldari kveðjur getur hún trauðlega sent þeim, sem við lökust kjör eiga að búa í þjóð- félaginu. Hannibal Valdimars- son herti mjög á þessu j útvarps umræðunum. Af orðum hans þar er ekki um að villast, að Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.