Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 8
8 MORGinvnr 4ðið Sunnudaginn 15. apríl 1962 Herrablússan — TIZKAH 1962 Jersey-efni fóðrað með svampgúmmí Hlýtt í kulda — Svalt í hita. ic Fislétt ★ Þolir þvott Vatnsþétt Fæst í flestum sérverzlunum um land allt. Söluumboð: . Skattalagakerfið m orðið til trafala Á FUNDI neðri deildar Alþingis í fyrradag urðu nokkrar umræð uir um frumvarp ríkisstjórnar- innar um tekju og eignaskatt. At kvæðagreiðslu var frestað. FJÖLDI NÝMÆLA Birgir Kjaran (S) kvað efnis- logan ágreining hafa orðið inn- an fjárhagsnefndar í afstöðunni til frumvarpsins, en hér væri um mikinn lagabálk að ræða. — Skattalagakerfið hefði verið orð ið úrelt og að ýmsu leyti til trafala elilegri uppbyggingu at- vinnulífs í landinu, það hefði því verið eit af stefnuskráatrið- um ríkisstjórnarinnar að endur- skoða þá lög- gjöf Fjöldi ný- mæla væri í frumvarpinu, sem ýmist snertu atvinnu- reksturinn mjög og hefðu geysi- lega þýðingu, en hins vegar mætti nefna t.d frá- drátt námskulda o. fl. Gerði alþingismaðurinn síðan grein fyrir breytingartillögum meirihluta nefndarinnar, en mik ið af þeim er aðeins orðalags- breytingar eða skýrar þótti þörf að kveða á um hlutina. í bréyt- inigartillögunum felst m.a., að landsútsvar skuli vera frádrátt- arhæft, en það mun hafa fallið niður af misskilningi, svo og eignaútsvör Eins er í frumvarp- inu gert ráð fyrir, að útsvars- kærum eigi að skila til skatt- stjóra Hér er lagt til, að einnig megi skila þeim til umboðsmanns skattstjóra, en það ákvæði þótti greiða fyrir og vera til almennra þæginda. Loks er lagt til, að niður falli ákvæði um, að öll framtöl sendist ríkisskattanefnd, en á iþann hátt er talið, að unnt sé að komast hjá verulegum kostnaði, auk þess sem öll framkvæmd lag- anna verðúr eðlilegri. Skúli Guðmundsson (F) gerði grein fyrir breytingartillögum sínum. Taldi hann m.a. rétt, að varasjóðshlunnindi héldust ó- breytt og eins, að ekki verði hrófl að við skattanefndunum, þar að það væri að ýmsu leyti vafasamt að breyta þar til og þyrfti frekari athugunar við. Einar Olgeirsson (K) kvað frumvarpið stefna að því, að arð- ræna launkstéttirnar og varaði yfir stéttina við að gera það meir, en orðið væri. AFNÁM TEKJUSKATTS Gísli Jómsson (S) kvaðst hafa fyrir tíu árum flutt tillögu þess efnis, að tekjuskattur yrði afnum inn almennt. l>á hefði það þótt fjarstæða, en samt væri sú tillaga megin orsök þess, að þetta frum- varp væri flutt. Fólk úr öllum stéttum, ekki launastéttunum hvað sízt, hefði tekið þau rök gild, er hnigu að því, að fella tekjuskattinn niður, enda hefði reynslan sýnt og sannað, að því minni beinir skattar, er lagðir eru á, því meiri verða fjármögu leikar einstaklinganna. Frá málum á Alþingi ( Á FUNDI efri deildar Alþingis i gær voru frumvörp um Handrita- stofnun íslands og aflatryggingar sjóð sjávarútvegsins samþykkt við 2 umræðu. Frumvarpi um lífeyrissjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipuim var sam þykkt í efri deild og sent neðri deild til frekari fyrirgreiðslu. 1 neðri deild var samþykkt að vísa frumvarpi um jarðgöng á þjóðvegum til ríkisstjórnarinnar. Frumvörp um þjóðskrá og al- mannaskráningu og um dánar- vottorð voru samþykkt sem lög frá Alþingi og loícs fylgdi Jóhann Hafstein úr hlaði frumvarpi fjár- hagsnefndar, er hún flytur að beiðni fjármálaráðherra, þess efn is, að ábyrgðarheimild á erlend- um lánum bankans skuli hækka um 400 millj. kr. Jónas Rafnar gerði grein fyrir frumvarpi iðn- aðarnefndar 'þess efnis, að ríkis- stjóminnni sé heimilt að ábyrgj- ast allt að 5 millj. kr innlent eða erlent lán fyrir Sbálvík h.f. til að reisa skipasmíðastöð fyrir stál skip í Arnarvogi. I>essum frum- vörpum báðum var víað til 2. umræðu. • Bangkok, 9. apríl AP _ LOKIÐ er nú fundi Suðaustur- Asíubandalagsins. Var hann hald inn í Kuala Lumpur. Aðalum- ræðuefni fundarins, var sameigin legir sjóðir. til þess að standa undir kostnaði við framkvæmdir í meðlimaríkjunum. Nokkurs óróa gætti á fundinum „vegna neikvæðrar afstöðu erlends rík- is“, og mun þar hafa verið átt við Bretlands, sem hefur haft hagsmuna að gæta í Suð-austur Asíu. Solido umboðs- & heildverzlun Sími 18950 — 18860 X I L SÖLII Glœsilegt nýtízku raðhús í Laugarneshverfi á 1. hæð eru 2 samliggjandi stofur, rúmgóður skáli, eldhús og snyrtiherb., á annarri hæð 4 svefnherb. og bað í kjallara 3 herb., þvotta- hús og geymsla. Bílskúrsréttindi Góðar svalir á báð um hæðum. — Uppí. á skrifstofu EINARS SIGURÐSSONAR Ingólfsstræti 4 — Símar 16767 og i dag sími 35396 og 35993. Hreiifilætistæki frá SPHINX, Hollandi WC tæki og handlaugar margar gerðir Mjög vönduð og falleg vara Kynnið yður verð og gæði Heimsþekkt 4° Q v\ vörumerki A ^UaMvsson & Brautarholti 4 — Sími 24244 STRADELLÁ DÖMUKAPAIM Nýtt furðuefni JERSEY FOAMBACK sem hefur 80% betra einangrunargildi en bezta ull. Öll kápan vegur aðeins 930 grömm Heilárs kápan heit í kulda, svöl í hita Franskt snið tízkulitirnir 1962 STRADELLA-KAPAN p 1 lj Hlll 1 1 v W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.