Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 15. apríl 1962 MORCU^ TiTÁfílÐ 3 4 Bílamir standa á endanum á Vatnsveituvegi en framan við liá hefir vatntö sópað veginum burt. Bæsisrörin sjást í ánni til vinstri. Gífurlegt flóð í Elliðaam Beljandi fljót allt frá Lækjarbotnum niður um Rauðhóla — vegaskemmdir við Logberg og Elliðaár SNEMMA í gærmorgun urðu menn varir við mikil flóð í ám og lækjarspræn- um, einkanlega í nágrenni Reykjavíkur. Elliðaárnar voru orðnar að beljandi fljóti og þegar það var mest, byltust þar fram um 100 sekúndulítrar af vatni og voru þá árnar álíka miklar og Sogið. Talsverð- ar vegaskemmdir urðu, mestar upp með Elliðaán- um á svonefndum Vatns- veituvegi; ennfremur tals- verðar uppi í Lækjarbotn- um. Fréttamenn blaðsins brugðu sér í gærmorg un uppundir Logberg og upp með Elliða- ám og mátti heita að einn samfelldur . vatnsflaum- ur vaeri ofan frá Silungapolli um alla mýrarfláikana niður að Helluvatni og Elliðavatni. Voru Rauðhólarnir umflotnir og stóðu sem eylendi upp úr vatnsflaumnum. Rennslið úr Eliliðavatni var svo mikið, að stíflulokurnar þar höfðu ekki undan. Flseddi því yfir stífl- una og niður um hvammana beggja vegna árinnar. Fjár- hús sem standa nærri Elliða- vatnsósunum fylltust af vatni og tókst með naumindum að bjarga fé þaðan út. Sumar- bústaðir sem víða eru á þessu svæði eru umflotnir en ekki er vitað hvort það hefur valdið skemmdum á þeim, enda flestir mannlausir.. V atnsveituvegur horfinn Vatnsveituvegur' liggur um Salásinn af SuShirlandsvegi upp með Elliðaánum. Skammt fyrir ofan gömlu Elliðaár- brúna, sem notuð var allt þar til brýrnar voru byggðar nið- ur yið ósa á stríðsárunum, er Vatnsveituvegurinn þurrkað- ur burtu og steinræsi, sem þar er, sundurbrotið og liggja steinrörin langt niður eftir á. Ekki er vitað til að tjón hafi Orðið á mannvirkjum með- Frh. á bls. 23. ' Fjárhús í Blesugróf umflotin vatni. Féð bjargaðist með naum- indum, — Ljósm. Þormóður Sveinsson. r' .. ^ \; 'i : 'ZJ?*. '* .... EUiðaámar neðan rafstöðvarhú ssins. Fossar sjást varla. ' Sr. Jónas Gíslason SJÁ, kohungur Pálmasunnudagur ,,Og er þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage, til Olíu- fjallsins, þá sendi Jesús tvo Iæri- sveina og sagði við þá: Farið þið inn í þorpið, sem gegnt ykkur er, og jafnskjótt munuð þér finna ösnu bundna og fola hjá henni; leysið hana og færið mér. Og ef einhver segir nokkuð við ykkur, þá segið: Herrann þarf þeirra við; en hann mun þá jafnskjótt senda þau. En þetta varð, til þess að rættist það, sem talað er af spámanninum, er hann segir: Segið dótturinni Zíon: Sjá, kon- ungur þinfi kemur til þín hógvær og ríðandi á asna, og á fola, af kvæmi áburðargrips. En læri- sveinarnir fóru og gjörðu eins og Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann, og lögðu á þau klæði sín, og hann settist á þau ofan. En allur þorri mann- fjöldans breiddi yfirhafnir sínar á veginn. En mannfjöldinn, sem fór á undan honum og fylgdi á eftir, hrópaði og sagði: Hósanna Davíðs syni! Blessaður sé sá, er kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!" Matt. 21, 1—9. I. MANNK YN SSAGAN geymir margar frásögur ai sigurgöng- um frægra herkonunga, er sneru heim til höfuðborgar sinnar eft- ir frækilega sigra á vígvellin- um. Þá var mikið um dýrðir. Langar skrúðgöngur gengu um stræti borgarinnar, hermenn hins sigursæla hers, herfangar og loks svo sigurhetjan sjálf í sigurvagni. Og meðfram þeim götum, sem sigurgangan fór um, stóðu tugþúsundir borgarbúa. Slíkar sigurgöngur og hyiling- ar heyra ekki aðeins til sögu liðinna kynslóða. Við þekkjum dæmi hins sama úr samtíð okk- ar. Herforingjar bandamanna fengu stórfenglegar viðtökur, er þeir sneru heim að stríði loknu. Og þegar fyrstu geimfarar mannarma höfðu lokið flugi sínu umhverfis jörðina, voru þeir ákaft hylltir, hvar sem þeir komu fram meðal almennings. IX. Mynd sú, sem guðspjall dags- ins dregur upp fyrir okkur af Jesú, minnir okkur á þetta. — Hahn heldur innreið sína til Jerúsalem. Hann er að komatil höfuðborgar þjóðar sinnar. Mannfjöldi úr borginni streym- ir út til móts við hann, og fagn- aðarópin kveða við. „Hósanna! Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins!“ Og þó sjáum við fljótt, ef við skyggnumst dýpra í frásögn ina, að mikill munur er á inn- reið Jesú og venjulegum sigur- göngum mannlegra þjóðhöfð- ingja og mikilmenna. Hvar er skrautið og viðhöfn- in? Hvar er hinn glæsilegi stríðsfákur konungsins? Hvar er hið glæsta lið hans? I hVerju sést vald hans og mikilleiki? Jesús kom ríðandi á asna, af- kvæmi áburðargrips. Lið hans var hópur lítt menntaðra fiski- manna og bænda, auk nokkurra kvenna. Skrautið og viðhöfnin voru hversdagsföt fátækra manna. Mitt í glæsileika myndarinn- ar sjáum við einfaldleikann blasa við. Jesús var ekki venju- legur veraldlegur þjóðhöfðingi, sem er á sigurgöngu inn til höf- uðborgar sinnar. Innreið hanstiil Jerúsalem táknaði lokaþáttinn í þvi mikla verki, sem hannfædd ist til jarðarinnar til að vinna. Hann var kominn tii borgarirvn- ar til að gefa iáf sitt okkur til Mfs. Allt var búið undir loka- baráttu hans við vald hins iilla í heiminum. í stað þess að auglýsa vald sitt og drottna yfir öðrum, var hann kominn til að þjóna og fórna sér fyrir aðra. Mikilleiki hans var fólginn í kærleika hans, sem var reiðubúinn að ganga gegnum dýpstu kvöl og þjáningu okkar vegna. Hann hélt innreið sína til borgarinn- ar tiil þess að ltáa handtaka sig, dæmá og festa á kross. Það var alit nauðsynlegur undanfaii þess, að hann ynni sigur yfir dauðanum og risi upp aftur ta nýs lífs. III. Jesús Kristur heldur ekki að- eins innreið sína til Jerúsalem. Hann vill fá að halda innreið sína. í hverja borg og hvert land. Hann vill fá að mæta sér- hverjum manni, sem lífsanda dregux á þessari jörð. Hann er konungur okkar. Hann hefur keypt olikur sér tii eignar með fóm sinni á krossinum, og hann æskir þjónustu okkar við sig. Við eigum að taka okkur stöðu í liði hans. Við eigum að lifa og starfa samkvæmt vilja hans. Hann vill nota okkur til að færa heili og blessun inn í Mf annarra manna. Hann beinir lokaskipun sinni til okkar alilra: „Farið, og gerið allar þjóðir að lærisveinum.“ Fyrir starf þeirra manna, sem hafa hlýtt þessu ltalli, hefur Jesús Kristur fengið að halda imnreið sína í margar borgir og mörg lönd, inn í láf milljóna manna um gervalla jörðina. Það hefur ekiki alltaf hvílt ytri glæsileiki yfir þessu starfL Oft hefur það sýnzt vera von- lítið í augum manna, en Guð hefiur gefið kraftinn. Þess vegna hefur það borið árangur. Leynd- ardómurinn j öllu starfi, sem unnið er að útbreiðslu fagnað- arerindisins hér á jörð, er fólg- inn í þvi, að það er unnið í krafti Guðs. IV. 1 dag er kristniboðsdagur. Samband íslenzkra kristniboðs- félaga hefur helgað pálmasunnu dag kristniboðinu. í dag skal minnzt þess starfs, sem unnið er af íslenzlcum mönnum með- al heiðinna þjóða með stuðn- ingi íslenzkra kristniboðsvina. Fjölmargir þekkja til íslenzliu kristniboðsstöðvarinnar í Konsó í Etíópíu í Afríku. Þar hefur stór hópur manna komizt til þekikingar á sannleikanum fyrir starf íslenzkra kristniboða. Guð hefur gert það, sem mannlegur máttur megnaði ekki. Guð hefur á augljósan hátt helgað þetta starf með ríkulegri blessun. Suður í Konsó hefur verið stofnuð fyrsta dótturkirkja ís- lenzku þjóðkirkjunnar. Þar hafa verið reist skólahús, sjúkra- skýli og fleiri mannvirki, sem nauðsynleg eru til kristniboðs- starfsins. Jesús Kristur er að halda innreið sína til Konsóþjóðarinn- ar. Hópar inanna þar geta í dag tekið undir hyllingarhróp þeirra, sem trúna hafa tekið. Guð hefur falið obkur Is- lendingum þetta ákveðna verk- efni á þessum ákveðna stað. Við eigum að benda heiðingjún- um á konunginn, sem kemur. Enginn kristinn maður getur látið sér standa á sama um meðbræður sína. Við þurfum ekfci að spyrja eiras og spurt var forðum: Á ég að gæta bróð- ur míns? Við þekkjum svarið. Hyllum Jesúm Krist. Bjóðum hann veikominn. Hlýðum kalh hans. „Sjá, bonungur þinn kemur til þán.“ Jóraas níclaoati V *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.