Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 6
i 6 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudaginn 15. apríl 1962 Veiðileyfið í IHiðffarð- ará 1 MORGUNBLAÐINU þann 13. þ. m. birtist viðtal við hx. Jó- hannes Lárusson, sem er einn af 10 félögum, er tekið hafa Miðfjarðará á leigu þetta ár fyrir kr. 561.000,00. Telur Jó- hannes ástæðuna til þess að þeir félagar taki svo dýrt veiði- vatn á leigu vera þá^ að þeir félagar hafi hvergi komizt í veioar hjá stangaveiðifélögum, er hafi ár tii útleigu. Að sjálf- sögðu láta stangaveiðifélögin meðlimi sína ganga fyrir veiði- leyfum, en þar sem flest stanga- veiðifélög eru opin fyrir menn á félagssvæðinu, m. a. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, átti að vera auðvelt fyrir þessa veiði- menn að gerast þar félagar og njóta réttinda á við aðra fé- lagsmenn. í þessu sambandi má geta þess, að samkvæmt upp- lýsingum formanns Stangaveiði- félags Akraness, eru tveir þess- ara 10 félaga rneðlimir í því, þeir Jóhannes Magnússon og Ingi U. Magnússon, og hafa þeir fengið veiðileyfi á vegum þess félags fullkomlega á við aðra félagsmenn nú um árabil. T. d. á sl. sumri fengu þeir 8 veiði- daga hvor þar af þrjá daga hvor þeirra í Miðfjarðará sl. sumar á bezta tíma í júlímánuði. >á vil ég leyfa mér að leið- rétta þá missögn Jóhannesar Lárussonar, að veiðileyfin í Mið fjarðará hafi kostað kr. 1000,00 á dag sl. sumar. Þau kostuðu hæst kr. 800,00 síðari hluta júlí- miánaðar og fyrri hluta ágúst og allt niður í kr. 25,00 fyrri hluta júnímánaðar. Með þakklæti fyrir birting- una. Friðrik Þórðarson form. Stangaveiðifélags Borgarness. Grænlandssigling- ar óhindraðar framvegis? Einkaskeyti til Mbl., frá Kaupmannahöfn. Eftir verkföllin síðustu, 1961 var sett á laggirnar nefnd, með fulltrúum atvinnuveitend'a og launþega, sem reyna skyldi að finna leið til þess að verkföll Stöðvuðu ekki siglingar til Græn lande, í framtíðinni. Málið er nú kiomið á það stig, að í dag, mánu dag, verður lögð fram tillaga, sem búizt er við «ð báðir máls- aðilar geti fellt sig við. Erfiðari viðfangs er sú krafa, sem kiomið hefur fram, að skipa félag það, sem haft hefur með höndum siglingar til Bornholmis, segir sig úr samtökum atvinnu- veitenda. Er það mál stutt með því að örmur félög, sem annast siglingar til einangraðra staða, í Danmörku, séu ekki í þeim sam tökum. — Rytgaard. * ■ A að eyðileggja rækju- svæðið á Ófeigsfirði? Keflavík Á KRISTNIBOÐSGUÐSÞJÓN- USTUNNI í kirkjunni í kvöld kl. 8,30 talar Ólafur Ólafsson kristniboði. Tekið á móti gjöf- um til starfsins. — Kristniboðs- sambandið. Leikfélag Siglufjarðár hóf sl. fimmtudag sýningar á Bör Börson jr., leikriti, sem Thoalf Sandö gerði eftir hinni frægu skáldsögu Jo- hans Falkbergets. Leikstjóri og aðalleikari er Júlíus Júlíusson. Hús- fyllir var og leiknum geysi- vel tekið. Myndin er af Bör Bör- son (Júlíus Júlíusson) og Idu Olsen (Ida Kristiansen. MEÐ álitsgerð fiskifræðinganna í febrúar s.l., var lagt til ein- dregið að friða þetta litla rækju svæði, sem er að stærð 6—7 fermílur á Ófeigsfirði innan skerja. í samræmi við hana lagði ráðuneytið bann við að utan- sýslubátar fengju veiðileyfi og þessu svæði. Álit fiskifræðing- anna er það, að þetta litla rækju svæði þoli ekki nema tvo báta, með takmörkunum þó. Aðgerðir xáðuneytisins nú, að veita ís- firska rækjuflotanum ótakmark að leyfi til að veiða á þessu svæði, að líkindum á meðan nokkuð veiðist þýðir ekkert ann að en uppþurrka hér alla rækju og önnur fiskiseyði. Til þess að kóróna þetta verk er mótorskipið Kristján, 100 tonn að stærð. látið káfa botn- inn með úthafstrolli, sem er. að stærð sem hér segir: Louisa og Vil- hjálmur sigruðu í parakeppni B.F .K. SEINUSTU umferð í parakeppn- inni hjá Bridgefélagi kvenna lauk með sigri Louisu og Vil- hjálms, sem hlutu 750 stig. Stigafjöldinn var þannig að keppni lokinnj hjá sex efstu pör unum: Louisa — Vilhjálmur 750 Halla — Jón 731 Lilja — Baldvin 716 Sigurbjörg — Ólafur 696 Laufey Þ — Jóhann 682 Eggrún — Árni 671 Höfuðlína er 120 fet, 50 feta belgur, án poka og 140 feta „grandrobar". Verður því vega- lengd á milli vörpuhlera 400 fet. En venjuleg rækjuitroll, belg- laus, ná yfir 90—100 fet. Höfuðáherzla virðist vera lögð á að eyðileggja þetta rækju- svæði fyrir byggðarlagsmönnura og öllum öðrum í bráð og lengd. Það virðist vera lítt skiljanlegt að ráðherra og fiskimálastjóri geti haft að engu visindalegt eftirlit fiskfræðinga, þegar þeim hentar bezt. Eyri í Ingólfsfirði, 14. apríl 1962 Guðjón Guðmundsson, hreppstjóri. Loftveíg Guðmunds- dóttir sjötug HINN 4. apríl s.l varð Loftveig Guðmundsdóttir, Meltungu í Sogamýri, Reykjavík, sjötug. — Hún bjó áður í Eskiholti í Borg arfirði. Gift er hún Gesti Gunn laugssyni bónda í Meltungu. Laftveig hefur í lífi sínu og starfi sýnt að hún er bæði dug mikil búkona og góð móðir mörg um börnum. Þeir, sem hafa kynnzt henni hafa hafa allir bor ið he nni'hið bezta orð og er vízt að þeir senda henni nú á þessurn tímamótum beztu kveðij ur ög afmælisóskir með þökkuia fyrir ágæta viðikynningu. Sesselja Jónasdóttir, • Snnnudags- spurningin Þessa dagana er mikið tal- að um taugaveikluð börn. Mbl. skýrði nýlega frá því, að Barnaverndarfélag Reykja- víkur hefði lagt fram 140 þús. kr. í Heimilissjóð tauga- veiklaðra barna og við Heilsu verndarstöð Reykjavíkur er teikin til starfa geðverndar- deild, sem einkum sinnir taugaveikluðum börnum. Hér er sýnilega um að ræða sjúk- dóm, sem au-kin vísindaleg þekking hefur vakið athygli á. Út af þessu sneri Velvak- andi sér til dr. Matthíasar Jónassonar og spurði: • Hvað er hægt að gera fvrir taugaveikluð börn? Hann svaraði: Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir því, að taugaveiklun er ekkert tízku- fyrirbæri, heldur alvarlegur sjúkdómur, sem veldur mikl- um þjáningum og spillir lífs- hamingju margra manna. Langalgengasta orsökin til taugaveiklunar hjá börnum er röskun á tilfinningalífi, en hún er fylgifiskur margs konar fötlunar, bæði andlegr ar og líkamlegrar. Sjúkdóms einkennin koma oft fram sem hegðunarvandkvæði, aðlögun arörðugleikar eða andlegur vanþroski. Þeim er því oft ruglað saman við hegðunar- galla heilbrigðra barna, svo að hið taugaveiklaða barn fær ávítur, sem auka á van- líðan þess, í Stað lækningar. Við slíkar aðstæður magnast taugaveiklun og getur orðið ólæknandi. • Taugaveiklun leynir sér Taugaveiiklun leynir á sér og sýnist meinlaus í fyrstu. Oft tökum við ekki eftir neinu óeðlilegu fyrr en sjúik- dómurinn er kominn á hættu legt stig, t. d. að hann leggi andlegan þroska og náms- getu barnsins í fjötra eða unglingurinn leiðist út £ af- brot. Það á við um tauga- veiklun eins og flesta aðra sjúkdóma, að hún verður því örðugri viðfangs sem hún fær lengur að grafa um sig óáreitt. Samt er taugaveiklun lækn anlegur sjúk- dómur, ef við- eigandi með- ferð er beitt 1 tæka tíð. — Læknisfræði- leg og sál- fræði'leg rann- i| sókn, er börn- in ganga und- |§ ir, greina létt- W ari og erfiðari til'brigði sjúk- dómsins. Léttari taugaveikl- un má lækna með með- ferð, sem börnin fá í viðtölum og e.t.v. leikjum (svokölluð leikfherapi). Slík meðferð er nú veitt í tveimur stofnunum í Reykjavík, Geð- verndardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar og sálfræðideild skóla, aulk þeirrar þjónustu, sem geðlæknar veita. Mörg börn eru þó haldin taugaveiklun á svo háu stigi, að þau þarfnast langrar og vondasamrar meðferðar, ef þu eiga að læknast að fullu. Oft reynist nauðsynlegt, að barnið dvelji á sérstöku heim ili, þar sem það sé daglega undir umsjá sérmenntaða fól'ks. Taugaveiklun getur verið samofin stöðu barnsins í fjölskyldunni, enda er hún oft sprottin af brenglun geð* tengsla milli barns og for- eldra. Margir kannast við börn, sem eru óþolandi heima hjá foreldrum sínum, en sti'llt og prúð heima hjá öðru fól'ki, t. d. x sveit. Þessi þving aða sjálfsstjórn taugaveiklaða barns er þó engin lækning, enda sækir jafnan í sama horf, þegar barnið kemur heim aftur. Þess vegna þurfa börn, sem þjást af taugaveikl un á háu stigi að dveljast á sérstökum uppeldis- og skóla heimili, undir umsjón sér- menntaðs fólks, meðan þaS nýtur vandasamrar sérfræði- legrar meðferðar. Sérfræð- ingurinn þarf þá einnig að hafa áihrif á geðrænt viðborf foreldranna og búa þau þann ig undir að taka við barninu aftur. • Lækningaheimili vantar Lækningáheimili handa taugaveikluðum börnum er ekki til hér á landi, en ná- grannaþjóðir okkar, á Norð- urlöndum og víðar, starf- rækja slíkt heimili í sam- bandi við geðverndarstarf sitt. Þörfin hér á landi er ekkí sáður brýn. Nú hefir Barnaverndarfélag Reykja- víkur stofnað sjóð, Heimilis- sjóð taugaveiklaðra barna, 1 því skyni að slí'kt heimill megi rísa upp sem fyrst hér á landi. f sjóði eru nú 150 þús. kr. Við heitum á góð- viljað fóllk að leggja þessarl ungu hugmynd lið. Ef margir leggja fram sinn skerf, stend ur heimilið bráðlega full'búið og sérfræðingar okkar fá betri aðstöðu til þess að hjáilpa þeim sjúklingum, sem fram að þessu hafa verið einna mest misski'ldir 045 vanræktir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.