Morgunblaðið - 15.04.1962, Page 12

Morgunblaðið - 15.04.1962, Page 12
12 M ORGUNBlrAÐHÐ SunnucTaginn 15. apríl 1962 IMííirgiiEiMtóilí Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: ft.ðalstræti 6. Augiýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. STJÖRN ASÍ MÖT- FALLIN KJARABÓTUM l^ins og kunnugt er til- “ kynnti stjóm Alþýðu- sambands íslands ríkisstjóm- inni, að hún sliti viðræðum við hana um kjarabætur, þeg ar ríkisstjórnin hafði lýst sig fúsa, ti'l að stuðla að raun- hæfvon kj arabótum eftir þeim leiðum, sem bent var á í þingsályktunartillögu, sem forseti ASÍ og fleiri fluttu á Alþingi í haust og jafnframt tjáð sig fúsa að stuðla að nokkurri kauphækkim þeirra verkamanna, sem lægst hafa iaun Stjóm ASÍ svaraði þessu tilboði þannig, að hún hefði enga trú á kjarabótum eftir þeim leiðum, sem bent var á í tillögu forseta sam- takanna og laun þeirra, sem lægst launaðir eru, væru ekki x hennar verkahring. 1 framhaldi af þessari neit- un stjómar ASÍ til að bæta kjör þeirra, sem lægst laun hafa, fylgdi síðan hótun Hannibals Valdimarssonar í útvarpsumræðunum um að reynt yrði að koma á verk- föllum í þessum mánuði eða þeim næsta. í þeirri yfirlýs- ingu felst það, að forseti ASÍ vilji með öllum ráðum hindra kjarabætur til þeirra, sem lægst hafa launin, en jafn- framt er augljóst, að hann ætlar sér að koma í veg fyr- ir sjálfkrafa launahækkun allra launþega um 4% hinn 1. júní. Hannibal Valdimars- son hefur þannig afhjúpað sig sem pólitískan ævintýra- mann, sem einskis svífst, þeg ar hartn telur persónulega hagsimmi sína í hættu og kommúnistaflokkinn þurfa á liðsinni sínu að halda. Nú er kappsamlega unnið að undirbúningi þess að hrínda í framkvæmd kjara- bótum eftir heilbrigðum leið- um í sæmræmi við þingsálykt unartiilögu sjálfs sín. Til að það takist verður að ríkja vinnufriður fram eftir þessu ári. Það gerir Hannibal Valdi marsson sér ljóst og þess vegna vill hann koma á verk föllum og harðvítugum atök- um tii þess að hindra fram- gang eigin tillögu, sem gera mundi það að verkum að launþegar fengju nú í fyrsta skipti um langt skeið raun- hæfar kjarabætur í stað hinna þýðingarlausu kaup- hækkana, sem leitt hafa af verkföllum síðasta 1—2 ára- tuginn. Sérstaka áherzlu leggur svo forseti ASÍ á það að hindra, að þeir verkamenn, sem lægst hafa laun, fái kjarabætur án verkfalla- átaka. Þeir eiga nú eins og aðrir að fá sjálfkrafa 4% hækkun 1. júní, en þar að auki hefur ríkisstjómin heit- ir því að beita sér fyrir meiri launahækkun til þeirra. Ein- mict þetta ærir þann forseta ASÍ, sem enn er við völd. Fram að þessu hefur honum og kommúnistum reynzt bezt að etja fram þeim verka- mönnum, sem við verst kjör hafa búið, og þrautpína þá og fjölskyldur þeirra í lang- varandi verkföllum. Síðan hafa þær stéttir, sem hærri laun hafa og núverandi stjórn ASÍ telur sig sérstak- lega þjóna, fengið sín laun hækkuð fyrirhafnarlítið. Jafnframt boðaði Hanni- bal, að Félagi járniðnaðar- manna yrði beitt til að koma af stað kauphækkunarkröf- um, sem útiloka mundikjara bætur verkamanna. VILJA NOTA VERKAMENN Ístæðan til þess, að komm- únistar berjast gegn því með hnúum og hnefum að lægst launaðir verkamenn fái einir kjarabætur umfram 4% og þar með raunverulega bætt sín kjör, er sú, að þeir telja, að þá verði erfitt í ná- inni framtíð að fá verka- menn til að leggja út í harð- vítug pólitísk verkföll. Þá varðar ekkert um hag verka- manna, heldur vilja þeir nota þá til að koma fram pólitískum áformum í þágu heimskommúnismans. Hannibal Valdimarsson gumaði af því í útvarpsum- ræðunum, að allir launþegar mundu leggja til atlögu. Á- formið væri þannig að knýja fram kauphækkanir allra, sem þýddu það, að enginn fengi kjarabætur, og er sýni- legt, að þannig á að koma í veg fyrir, að kjör lægstlaun- aðra verkamanna batni í raun og veru. Áform kommúnista verða gengsæjust þegar menn hafa hliðsjón af því, að laim allra eiga að hækka sjálfkrafa hinn 1. júní, en Hannibal Valdimarsson leggur áherzlu á, að einmitt fyrir þann tíma verði lagt til atlögu og þar með riftað því ákvæði samn- inga að laun hækki sjálf- krafa. Ef kommúnistar héldu, að kjarabætur fælust fyrst og Þetta er níunda • bamið í Kennedy-fjölskyildunni, Edou- ard Kennedy. Pabbi hans hefur mikið dálæti á honum, af þvi, hann er yngstur og líkist elzta syninum, sem féll í stríðinu. Sagt er að gaimli maðurinn geti vel hugsað sér að nú, þegar John sonur hans er orðinn for seti Og Bob orðinn ráðherra, þá fái Bdouard öldungardeildar- þingtnannssaetið í Massachusetts, sem Jölhn hafði áður. Bdouard hefur það með sér að vera Kennedy, en það hefur líka sína ókosti, því suimir Amerílkumenn segja að Kennedyarnir fari að líta á rí'kið sem sína einkaeign. Edouard er miyndarlegur piltur, 1,88 om á hæð og vegur 90 kg. Hann er þrítugur að aldri, bvænt ur ungri ljóshærðri konu og á tvö börn. Og álhugamál hans eru knattspyrna og flug, en sagt er að stjórnmálum hafi hann litla þebkingu á. — X X X X — Nobelsverðlaunahötfundurinn William Faulkner er lííklega ekki alveg eins svartsýnn og lesendur harís vilja vera léta. Fyrir skömmu sagði hann. — Eg er vongóður um að sá tími muni koma, þegar mannfó'ikið lítur ekki á frið sem tfcnafoil, sem nota skal til að bæta eyðilegginguna frá síðasta stríði og að búa sig af kappi undir það næsta. ítalski leikarinn Rosano Brazzl, er eitt frægasta kvennagullið frá latnesku löndunum á hvíta tjald inu. Hann er þó ekki kvæntur neinni fegurðardís. Lidia, eigin- kona hans þykir all feitlagin og líikist síður en svo tízkudísunum í Hollywood. Samt stendur hún sig betur en þær flestar í að halda í sinn glæsilega mann. finnst mér ekkl eiga v!8 núver« andi stöðu mína, sagði hún. —, Þú getur verið alveg róleg, Grace, svaraði Hitchcook. Hér er um að ræða kvikmyndun á sögu Winstons Grahams „Marnie1* og í henni er ekki svo mikið sem ‘nokikur lítoamsmeiðing. — En morðlaus Hitohoock-mynd, sagði Grace hikandi. Hvernig heldurðu i fréttunum Þegar Alfred Hitchcock, hinn gamli vinur Grace furstaynju, bað hana um að koma tiil Holly- wood og leifca aðalhlutvertoið í næstu kvikmynd hans, langaði hana strax til að gera þetta. En hún setti sín skilyrði: — Það má ekki vera nein morðmynd. Það að kvikmyndagastuim lÆtiist á það? — Hafðu engar áhyggj ur. — Graoe furstaynja er á við tug af morðum, svaraði Hiohkock. Dá- lítið óvenjulegir gullhamrar, ekki satt! Hér sjást þau ræða málið Rainer fursta og Grace og Hitohoootohjónin. fremst í sem mestri launa- hækkun, þá segir sig sjálft, að þeir ættu fyrst að taka 4% hækkunina án átaka, en heyja síðan sitt verkfalls- stríð á eftir til að reyna að knýja fram frekari hækkan- ir. Enginn maður er svo ein- faldur, að hann geri sér ekki ljóst, að þannig væri frekar von um að ná meiri heildar- hækkunum. Með tilliti til þessarar staðreyndar sér hvert mannsbam, að það eru verkföll en ekki kjarabætur, sem kommúnistar sækjast eftir. TÍMI TIL KOMINN Torysta kommúnista íverka lýðsmálum hefur nú op- inberað fjandskap sinn við kjarabætur og vilja til að níðast á verkamönnum. — Þegar kjarabætur bjóðast til handa lægst launuðu verka- mönnum þá umhverfist hún af heift. Heilbrigðir lýðræðissinnar leggja megináherzlu á að tryggja farsælt þjóðfélag, þar sem enginn þarf að búa við skort eða fátækt. Þess vegna hefur ríkisstjórnin stungið upp á því, að þeir verka- menn, sem lægst hafa laun og verst eiga með að fram- fleyta sér og sínum, fái raun- hæfar kjarabætur í stað þess að allir fái hækkuð laun og þar með enginn bætt sín kjör. Þessa stefnu. telja komm- únistar með Hannibal Valdi- marsson í broddi fylkingar skaðsamlegasta af öllu. Þeg- ar fyrir liggur, að þessu fá» ist framgengt, þá lýsa þeir því yfir, að þeir muni berj- ast gegn því með hnúum og hnefum. Þótt það sé sannarlega hryggilegt, ef ekki tekst að bæta kjör hinna lægst laun- uðu vegna staurblinds of- stækis kommúnista, þá er þó það gott við afstöðu þeirra, að héðan í frá ættu engir að þurfa að fara í grafgötur um raunveruleg áform þessara fjarstýrðu félagasamtaka. — Þess vegna munu verkamenn líka borga fyrir sig, þegar tækifæri gefst og ekki er víst að Hannibal Valdimars- son verði háleitur eftir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.