Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 2
2 MOPCTnvnr 4 ÐIÐ Föstudagur 27. apríl 1962 Frá ráðstefnunni um orkumál í Háskólanum í gær. \ 3. hundrað manns sitja ráðstefnu um orkubúskap íslendinga f gærmorgun var sett í hátíða sal HáiskóLa íslands ráðstefna um orkumál sem íslenzkir verk- frœðingar efna til í tilefni 50 ára afmælis Verkfraeðingafélags íslands. Viðstaddir voru forseti íslands, Asgeir Ásgeirsson, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, frú Auður Auðuns forseti bæjarstj., fulltrúar frá verkfræðingafélög- um á Norðurlöndum og fleiri géstir Á þriðja hundrað manns sóttu ráðstefnuna. Jakob Gísla- son, raforkumálastjóri setti ráð- stefnuna og stjórnaði henni. Gat raforkumálastjóri þess í upphafi að þett^ væri önnur ráðstefnan sem félagið gengist fyrir. Hefði sú fyrri, sem fjallaði um vélvæðingu og tæknimennt un á íslandi, gert mikið gagn og væri skoðun manna að slikum ráðstefnum beri að halda áfram. NÍU ERINDI OM ORKUMÁL Níu erinidi voru lögð fram á fundinum í gær. Fyrstur talaði Sigurður Thoroddsen um vatns- afl íslands og lagði fram greinar gerð um orku þess vatnsafls á íslandi, sem hann telur tækni- lega virkjanlegt, en það eru alls 35 þús. gígawattstundir í meðal- ári. .Taldi hann að við værum orku, ef vel og skynsamlega væri með farið. Glúmur Björnsson, skrifstofu- stjóri, flutti erindi um verð á raforku til stóriðju eftir Eirík Briem, sem ekki er á landinu, en þar er lögð fram áætlun um byggingarkostnað nokkurra stór virkjana. Þá lagði Jakob Bjömsson fram fjögur erindi um orkubúskap ís- lendinga og gerði grein fyrir þeim. Fyrsta greinargerðin, eftir Glúm Bjömsson, skrifstofustj., fjallaði um innlenda orkugjafa og núverandi atvinnugreinar. Setur Glúmur fram þá skoðun að hagnýting innl. orkugjafa hafi ekki haft og muni ekki hafa teljandi áhrif á efnahag íslendinga innan ramma núver- andi atvinnuvega. Aðeins tvær atvinnugreinar eigi tilvem sínr að þakka innlendum orkugjöf- um, gróðurhúsaræktin og Áburð arverksmiðjan, en innlendu orkugjafarnir verði ekki nýttir svo máli skiptir til fiskveiða og samgangna. Vatnsaflsvirkjanir landsins geti skilað ársvinnu 2,5—3 millj. manna, en þær séu sorglega lítið nýttar til fram- leiðslustarfa. í sínu erindi gerði Jakob Björnsson samanburð á orku- notkun íslendinga 1960 og áætl- - ^ I /5 hnútar i SV 50 hnútar X Sn/óhma • ÚH 7 Skúrir K Þrumur Wl:%, KuMoslil ^ Hi/usM H Hmi L. Lm,i Á KORTINU, sem miðað er er við hádegi í gær, er all- mikið háþrýstisvæði milli ís- lands og Bretlandseyja, en all- djúp lægð suður af Hvarfi á hreyfingu N. Kemur sú stefna heirn við það, hvernig vindur- irvn blæs í hlýju tungunni málli skilanna, þar sem þoku- laftið er. Hefur þetta lengi ver ið gagnleg regla við veðurspár og gætu lesendur Morgun- blaðsins fylgzt með því, hvernig hún gefst. — Veður var hlýtt og gott um allt land í gær og grænkaði óðum, hit- inn víðast 9 — 11 stig kl. 15. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land og SV-mið til Breiðafjarðarmiða: SA og síðar sunnán stinningskaldi, dálitil rigning eða súld, einkum í nótt. Faxaflói tif Vestfjarða og Vestfjarðamið: Sunnan og SA kaldi, skýjað en úrkomu- lítið. Norðurland til SA-lands og miðin: Sunnan og SV gola, víðast léttskýjað. aðri orkunotkun 1970. Er not- orka á íslandi 1960 alls 2531 gígawattstundir, en áætluð 1970 3852 gigawattstundir. Og til samanburðar er þess getið að 30 þús. tonna aluminiumverk- smiðja og 20 þús. tonna kísilgúr- verksmiðja þurfi samtals 687 þús. gígawattstundir á ári. í erindi eftir Jakob Gíslason, raf- orkumálastjóra, er rætt um möguleika á að flytja raforku út frá íslandi sem háspenntan rakstraum og telur Jakoto það vel framkvæmanlegt. 1 greinargerð Gunnars Böðv- arssonar um verðgrundvöll orku vinnslu á íslandi, er gerður sam anburður á stofnkostnaði og vinnslukostnaði eldsneytisstöðva og stöðva sem byggja á innlend- um orkugjöfum og ber hann með sér að eldsneytisstöðvarnar eru ekki hagstæfðar til vinnslu grunnafls, en munu eiga nokk- urn rétt á sér í samstarfi við vatnsorku og jarðvarma einkum '.il vinnslu topporku. Og í grein argerð Gunnars um orkunotkun og þjóðarhag kemur m.a. fram í samanburði á almennri skipt- ingu notorku í Evrópulöndunum og á íslandi, að í Evrópu er aðeins 28% af orkunni notuð til húshitunar, en hér 53%, en miklu meira fer í iðnað í Evrópu löndunum. 45% RAFORKU TIL STÓRIÐNAÐAR Þá talaði Dr. techn Fredrik Vogt, fyrrverandi raforkumála- stjóri í Noregi og rektor tekn- iska háskólans í Þrándheimi og skýrði frá rafvæðingu til stór- iðnaðar í Noregi, en með hjálp síns ódýra vatnsafls hefur Nor- egur dregið inn í landið tiltölu- lega mikið af orkufrekum iðn- aði, eins og hann sagði. Noregur framleiddi árið 1961 ca. 34 milljarða kílówattastundir af raforku og hefur stóriðnaður notað 45% síðustu árin. Sagði dr. Voght að í mörg ár hefðu Norðmenn ekki getað virkjað nægilega ört til að mæta vax- andi þörf. Sveinn Einarsson flutti erindi, sem hann og Gunnar Böðvarsson höfðu samið um jarðvarma til húshitunar og iðriaðar, þar sem gerð er grein fyrir nokkrum þátt um vinnslu og dreifingar varm- ans til hitunar almennt. Kom þar m.a. fram, að árð 1970 er talið sennilegt að um 100 þús. landsbúa lifi í hýbýlum hituð um með jarðvarma. Og einnig að fræðilegur möguleiki sé til iðnaðar með jarðhita, en hann hafi enn aðeins náð öruggri fót- festu í ylræktinni. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. sameiginlegur hádegicverður í Sjálfstæðishúsinu, flutti Baldur Líndal erindi um hugsaiilega möguleika á orkufrekum útflutn ingsiðnaði hér á landi og taldi fram fjölmargt sem til greina getur komið, svo sem alumini- um, magnesium, ýmsan efnaiðn- að, þungt. vatn o. fl. og gerði grein fyrir möguleikum hvers fyrir sig. Taldi hann aðstöðu yfirleitt töluvert jákvæða og hvað það byggjast bæði á jarð- hita og raforku hér á landi. Á eftir urðu stuttar umræður. Sigurður Thoroddsen beindi nokkrum spumingum til dr. Voght um raforkuframkvæmdir í Noregi, varðandi ísmyndanir við verin, framleiðsluverð og fl. og veitti hann upplýsingar. Síðdegis skoðuðu fundarmenn Áburðarverksm. og drukku þar síðdegiskaffi, en héldu síðan um Hveragerði til Þorlákshafnar. Fundinum verður haldið áfram í dag og flytja þá erindi þeir Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri, Jónas Haralz ráðuneytisstjóri og dr. Jóhannes Norðdal, bankastjóri og verður ráðstefnunni slitið kl. 5. Á morg un verður 50 ára afmælis Verk- fræðingafélagsins minnzt með hófi í Lido. mmm í Barni bjargað á seinustu stundu ,UM KL. 16 á föstudag var kona hér í bæ á gangi við Rauðalæk. Nálægt henni var telpa, sem ók barnavagni. Ætlaði hún út á götuna fram undan bifreið, sem stóð þar kyrr. í sama mund kom önn- ,ur bifreið akandi eftir vegin. um. Rílstjórinn var á fremur hægri ferð og hemlaði þegar í stað, er hann sá telpunal koma með bamavagninn. Engu að síður lenti vagninn utan í bifreiðinni o>g dróst með henni. Konan, sem var þama alveg við, greip þá ofan í vagninn, náði í fót barnsins og dró það til sín. í sama vetfangi lenti barna- vagninn undir .bílnum. Er ekki gott að vita, hvemig farið hefði, ef konan hefði ekki brugðið við með snar ræði og bjargað barninu úr vagninum. Minkur kominn í Nauteyrarhrepp ÞÚFUM, N.-fs., 26. aprfl. — Nú er minkur kominn í NauL eyrarhrepp. Nýlega var einn skotinn á Skjaldfönn, og annar sást við brúna á Laugardalsá hjá Bakkaseli. Sveinn Einars- son, veiðistjóri, er væntanlegur í vor, til þess að gera tilraun til að vinna þau dýr, sem vitað er um. Slæmt útlit er framundan fyrir æðarvarp og veiði, ef minkur sezt að hér til fram- búðar. Þá virðist vera kominn minkur á Strandir norður,. auk þess sem hann er orðinn land- lægur hingað og þangað í Barðastrandarsýslu. — P.P. JÁKVÆÐIR MÖGULEIKAR ÚTFLUTNINGSIÐNAÐAR Eftir hádegishlé, en þá var j Kiljan í Tjarnarbæ LEIKFLOKKUR Lárusar Páls á leikþáttunum í Tjarnarbæ í sonar sem sýndi „Kiljans- kvöld kl. 8,30. Myndin er af kvöld á vegum Helgafells í leikrun“m Haraldssyni, , , ,,, , , , Haraldi Björnssyni, Helgu Val Haskolabioi annan paskadag týsdóttur og Lárusi Pálssyni í tilefni af sextugsafmæli 0g er tekin á æfingu á Kilj- skáldsins, hefur aðra sýningn anskvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.