Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 27. apríl 1962
MORGUlVTtT. 4ÐIÐ
23
— Verkfræðingar
Framih. a<f bls. 24.
mætti því gera róð fyrir að
maimvirkin yrðu að fullu niður-
greidd á 25—30 árum.
Varamiðlun í lfuldaköstum
í erindi eftir Gunnar Böðvars-
son og Svein S. Einarsson á ráð-
stefnunni, er talað um þann mögu
leika að geyma mætti heitt vatn
í bergi, til að grípa til í kulda-
köstum sem varamiðlun, ef tak-
ast mætti að finna nægilega
þykkt og víðáttumikið sandlag í
toergi á hæfilegu dýpi. Mætti þá
dæla því um borholur niður í
sandlagið að sumri til, og aftur
uþp að vetri, eftir þörfum. Mætti
gera þetta þar sem eins stendur
á og að Reykjum í Mosfellssveit
Þár rennur vatn stöðugt úr bor-
hólunum og miikill varmi því 6-
notaður á sumrurn og í hlýviðra-
skéiðum. í Reykjaveitunni
mun ónotað vatnsmagn
nema nálægt 2 Gltr. á ári. Hefur
verið gerð yfirlitsathugun um
þetta, er berdir til þess að miðl-
uriarkostnaður á hverja varrna-
einingu gæti orðið töluvert lægri
héldur en vinnslulkostnaður að-
Stoðarvarma með Olíu.
Þar kemur einnig fram að at-
huganir undanfarinna ára benda
til þess að jarðhitasvæðin geymi
varmaforða í bergigrunninum nið
ur á um 2 km. dýpi Og að undir
hálhitasvæðunum sé berghiti
varmageymisins 230° til 300 stig.
Afl svæðanna megi beizla nær
elgerlega, en aðeins um 5—10%
af vanmaforðanum geti komið til
notkunar. Nýtanlegur varmaforði
mun samsvara a. m. k. 100 ára
afiköstum afisins.
Aðstaða 19% betri hér
Athuganir á möguleikum til
vinnslu þungs vatns hafa leitt í
Ijós, að framleiðsluaðstaða hér
mun vera mjög góð sökum hinn-
ar ódýru jarðgufu sem fáanleg
er. Þessar upplýsingar gefur
Baldur Líndal. efnafræðingur m.
a. i erindi um orikufrekan út-
flutningsiðnað og kemur það
heim við skoðanir Gunnars og
Sveins.
Til að vinna hvert kg. af þungu
vátni, segir Baldur að þurfi 11,2
lestir af gufu skv. nýjustu áætl-
unum. Kosti gufa í þessu skyni
hér kr. 40 minna á tonnið en ann
ars staðar, sparast þar kr. 450
á hvert kg. þungs vatns Og auk
þess um kr. 45 vegna lágs raf-
©rkuverðs, en þungt vatn mundi
seljast fyrir um kr. 2.600 kg.
Flutningskostnaður af þungu
vatni er að sjálfsögðu hverfandi,
svo að grundvallaraðstaða hér
væri að öðru jöfnu 19% betri en
é flestum öðrum stöðum í
Evrópu. Sá erfiðleiki, að slík
verksmiðja þarf að vera fremur
afkastamikil og að mjög tak-
mankaður markaður er fyrir
hendi í Eivrópu nú, hefur þó kom
ið í veg fyrir byggingu verk-
smiðju fyrir þungt vatn enn sem
komið er.
Einnig kvaðst Baldur telja að
framleiðsla .góðra plastefna, svo
sem pólyvinviplasts, gæti fremur
en annað haft möguleika til að
eiga hér framundan mjöig öra
markaðaþróun, en innflutningur
á plastvörum hefur farið hér
mjög vaxandi á síðari árum, og
á eftir að vaxa gífurlega. Var
plast flutt inn fyrir 40 millj. kr.
árið 1960. Jafnframt því sem
heimagerða plastið gæti komið
i staðinn fyrir mikið cif innflutn-
ingnum, gæti aðstaða til útflutn-
ings á þessu efni styrkzt stórlega.
Einnig sagði Baldur að fram-
leiðsla á rayon með svokallaðri
Viscose aðferð, sem þarfnast
mikils varma, væri hugsanleg hér
en þetta efni ryður sér nú mjög
til rúms í vefnaði. Hróefnin í
rayon eru baðmull og trjákvoða,
ásamt vítissóda, brennisteinssýru
og nokkru af kolbisúlfið, en end-
anleg athugun á framleiðsluskil-
yrðum hér hefur ekki farið fram.
Fjölmörg önnur efni nefndi Bald
ur sem eru orkufrek og hugsan-
legt er að framleiða hér, en ekki
«r rúm til að telja þau upp hér.
Margir trésmiðir og aðrir verið fluttar inn pólskar
voru mættir við tim.burverzl- harðtex-þilplötur, sem þykja
un Árna Jónssonar á fimmtu lélegri en þær finnsku og
dagsmorgun, þegar finnsku eru dýrari að auki. Finnska
þilplöturnar voru seldar. platan kostar kr. 69,50, en sú
Varð að grípa til skömmtunar pólska 94,00. Þykir mönnum
og fengu kaupendur mun því hart, að innflutningur
minna en þeir vildu. Eftir- skuli enn að mestu bundinn
sóknin var skiljanlcg, því að austantjaldsviðskiptum á
undanfarið hafa eingöngu þessu sviði. - Ljósm. Ól.K.M.
St, Mirren
tapaði
SL. miðvikudag fóru fram 2
leikir í I. deild í Skotlandi og
urðu úrslit þessi:
Aberdeen — Rangers 1:0
Dundee — St. Mirren 2:0
St. Mirren er nú í næst
neðsta sæti og á aðeins eftir að
leika einn leik.
Airdrionians, sem hefur sömu
stigatölu og St. Mirren, á einn-
ig eftir einn leik, en hefur
betra markahlutfall. Nægir því
ekki fyrir St. Mirren að sigra
nk. laugardag, ef Airdrionians
sigra einnig.
Þjófnaður upp-
lýstur
Hafnarfirði
LÖGREGLAN gaf blaðinu þær
upplýsingar nýlega að hún hefði
haft hendur í hári þeirra, sem
stálu Skodabíl aðfaranótt 25. febr.
fyrir utan hús hér við Hring-
brautina. Var henni ekið til
Reytkjavíkur og hingað aftur og
þá út af Reykjavíkurveginum á
hvolf.. Var þar komið að henni
mannlausri,
Hefir nú upplýstst, að í bílnum
vöru þrír piltar, tveir héðan og
einn úr Reykjavík. Meiddust pilt
arnir lítillega en bifreiðin
skemmdist mjög mikið.
Rólegt var hjá lögreglunni um
páskana, utan þess að tveir
menn voru teknir ölvaðir við
ákstur. — GE
Stykkishólms-
vegur illfær
VEGIR eru nú víðast í sæmi-
legú lagi. Þó er Stykkishólms-
vegur ófær fólksbifreiðum milli
Hítarár og Haffjarðarár.
Hjá
MARTEINI
Karlmannafrakkar
Stuttir og siðir.
Verð við allra hæfi.
MÓTATIMBUR
Notað mótatimbur óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 18908 og 37171.
Ása Guðmundsdóttir
Minning
ÁSA Guðmundsdóttir fæddist í
Reykjavík 24. ágúst 1927, elzt
dætra Kristínar Þorvarðardótt-
ur og Guðmundar Pálssonar.
Hún ólst upp með foreldrum sín
um í Keflavík. Um og innan
tvítugs stundaði hún nám í hús-
mæðraskóla og vann nokkuð að
garðyrkju á vorin. 24 ára göm-
ul giftist hún Inga R. Helgasyni
lögfræðingi, og stofnuðu þau
fallegt heimili í Reykjavík. Þau
eignuðust eina dóttur, Álfheiði,
nú ellefu ára.
Ása lézt á sumardaginn fyrsta
síðast liðinn. Hafði hún megin-
hluta ævinnar átit við þungbær
og erfið veikindi að stríða. í
uppvextinum naut hún umhyggju
góðrar Og stórbrotinnar móður,
og faðir hennar veitti henni af
hlýju hjartans. Fullþroska mær
gekk hún að eiga prúðan dreng,
sem allt vildi í sölur leggja, til
þess að líf hennar mætti verða
baðað sól og fegurð. En fang-
■brögð Og sviptingar miikilla ör-
laga ollu þvi, að hún gat ekki
notið sín. Að eðlisfari var hún
hrifnæm, dáði fegurð blómsins,
hrynjandi Og stuðlun tónlistar,
unni fallegum ljóðum. En and-
spænis slíkri skynjim var mikil,
dulin sorg, endalaus þjáning. Sjö
ára gömul bjargaði hún sér úr
eldihafi, sem ógnaði hundrað
börnum, nær þrotin að þreki. Sú
minning bjó alla ævi í undirvit-
und hennar. Nær ævilöng van-
heilsa var hinn myiki skuggi,
sem varnaði henni þess að njóta
sin, svo ljúflynd og hrein sem
hún vildi breiða faðminn móti
lífinu. Hún var stór og sterik
að gerð, og þó lömuð af afli þessa
skugga.
Hrifnæmt, viðkvæmt geð veld-
ur oft því, að menn ganga bjúg-
ir og feimnir fram hjá mestu
dásemdum lífsins. Blómin é
grundinni geta verið svo fögur,
að þar megi ekki stíga fæti,
hljómur hörpunnar svo göfugur,
að hvískur laufsins valdi trufl-
un hans. En einmitt þá geta fyr-
irheitin um gæfu sýnzt í bláum
fjarska. Hún kaus skilnað við
eiginmann sinn og dóttur, þegar
henni ægði þessi blái fjarski.
Hún lifði seinustu 4 árin fjarri
því, sem hún unni heitast.
Nú hefur sumardagurinn fyrsti
tekið hana í faðm Sinn, stúlkuna
sem ég kynntist meðan bernska
hennar var að líða.
Valtýr Guðjónssou, •
Keflavák
Ungur lögfrœðingur
í opinberu starfi óskar eftir aukavinnu, helzt við
lögfræðistörf. en fleira kemur þó til greina. Tilboð
merkt: „Aukastarí — 4990“ sendist afgreiðslu
blaðsins.
Vinnuskúrar
til sölu við húsið Sóiheimar 23. Einnig mótatimbur.
Sími 35080 kl. 10—5 í dag og 1—3 laugardag.
Sumarbústaður
til sölu. Vönduð skúrbygging, hentug til flutnings
við húsið Sólheima 23.
Uppl. í síma 35080 ki. 10—5 í dag og 1—3 laugard.
Trétex
Stærðir 4x8 fet fyrirliggjandi.
Harðviðarsalan SVANFOSS
Sími 13776.
2/o herb. íbúðir
til sölu á jarðhæð á fögrum stað við Háaleitisbraut.
Hiti mælist sér fyrir hverja íoúð.
Upplýsingar í síma 16155.
Stúlkur óskast
Upplýsingav *gefur matráðskonan í síma 35133 og
eftir kl. 6 í sima 34185.
Hrafnista D.A.S.