Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. aprfl 1962 MORGVNBL4Ð12> 15 Jón Sveinsson, Eskifirði ÞEGAR ég frétti að góðvinur minn, Jón Sveinsson í Hátúni á Es'kifirði, hefði látizt 16. apríl sl. í sjúkrahúsi Neskaupstaðar, komu í huga minn þessi orð góðskáldsins: „Af eilífðar ljósi Ibjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en aiugað sér mót öllum oss faðm- inn breiðir." f þessum fögru Ijóðlínum birtist mikið trúar- lífsöryggi og hrífandi bjartsýni é lífið, og það sem við tekur að (því loknu eða í dauðanuim. t>ó ævileiðin sé örðug annað slagið, ©g færðin þung við og við, er ekkert yfir því að kvarta eða um slíkt að fást. Allíaf stafar ein- Ihver birta frá upphæðum á lífs- ieiðina. Og þegar yfir lýkur, eru viðtökurnar handan hafsins mi'kla alveg yndislegar, bornar uppi af fegurð og hlýju hins ei- lífa kærleika. Svona var hugar- fari og lífsskoðun Jóns Sveins- eonar iháttað og varið; það ieyndi sér ekki í dagfari hans og viðbrögðum i reynsluskóla iífsins. Verið getur að sjúkdóms stríðið síðustu árin hafi skyggt á þetta nokkuð. en inni fyrir í huga Jóns og hjarta mun það hafa lifað og búið. Jón fæddist í Hátúni á Eski- firði 17. nóv. 1887, og var hann einn af átta börnum hjónanna Sveins Þ-orsteinssonar og Guð- rúnar Gissurardóttur, er þar bjuggu. Af þessum systkinahóp lifir nú aðeins eitt, Ingi'björg Sveinsdóttir, og á hún heima í Hátúni. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, og vandist í verklegum efnum aðallega landbúskap og daglaunavinnu. Síðar gerðist hann sjálfur bóndi í Hátúni og var það svo lengi sem þrek og 'heilsa leyfði. Hann var hag- lei'ksmaður nökkur að eðlisfari, og hafði bæði gagn og gaman af því, að hagnýta sér það bæði sjálfum sér og öðrum til hags- bóta og hjálpar á einn eða annan hátt. Um margra ára bil var Jón kirkjugarðsvörður á Eski- firði, og um nokkurt skeið með- hjálpari í kirkjunni þar. Þessi störf sín rækti bann af mi'killi alúð og samvizkusemi, enda mikill og einlægur vinur kirkj- unnar. Hann vildi af alhug vegsemd hennar og vaxandi á- hrifavald. Þakka ég honum hj artanlega fyrir samstarf og hjálp í þeim efnum. Jón kvæntist 19. ág. 1920 eftirlifandi konu sinni, Maríu Árnadóttur, ættaðri af Suður- landi Hún var honum hinn bezti lífsförun-autur enda rnikil myndarkona og góðum hæfi- leikum búin. Þeim varð ekki barna auðið en eignuðust tvær uppeldisdætur, Laufeyju Beok, sem nú er búsett í Kópavogi, og Maríu Pétursdóttur, og á hún heima á Akureyri. Jón var glaðlyndur að upp- lagi og gamansamur, og hafði yndi af því að skemmta sér í góðum vinahóp. Örlyndur mun hann hafa verið, en einnig sátt- fús, ef eitthvað bar á milli, sem orkaði neikvætt á skapsmunina. Ég get 'hugsað mér Jón, einn af ARSHATIÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í HAFNARFIRÐI } verður haldin laugardaginn 28. apríl kl. 8,30 s.d. í Góðtemplarahúsinu. — Jafniramt verður minnst 25 ára afmælis Sjaifstæðiskvennafélagsins Vorboðinn. Uagskrá: Ræða: Frú Sigurveig Guðrnundsdóttir. Stutt ávörp Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Skemmtiþáttur: Órnar Ragnarsson. — DANS. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu flokksins í dag og á morgun, svo og við mnganginn el. eitthvað verður óselt. Nefndin þeim, sem sjaldan eða helzt aldrei láta sólina setjast yfir reiði sinni. Ég endurtek þakklæti mitt fyrir samstarfið og óska hinum látna vini mínum allrar bless- unar Guðs á braut þroskans í ódáinsheimum. — í gær var hann jarðsunginn á Eskifirði. Eftirlifándi eiginkonu, fóstur- dætrum, systur og öðrum ætt- ingjum votta ég samúð mína. Þorgeir Jónsson. Fatabreytingar hjá okkur eru viðurkenndar. Svavar Ólafsson, klæðskeri Hverfisgötu 50 (inngangur frá Vatnsstíg> 4ra herb. hœð við Bergstaðastræti, suhnan Njarðargötu. Hæðin er með sér hita. Laus strax. Nánari uppl. á skrifstofu EINARS SIGURÐSSONAR, hdl. Ingólísstræti 4. Sími 16767 milli kl. 8—8,30 e.h., sími 35993 i A T H . { í TERRY frakkinn er fis-léttur I hrindir vel frá sér vatni krumpast ekki. j Terylene frakkarnir eru mest j j seldu frakkarnir í ár. j T E R Y -k Verð kr. 1698

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.