Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 22
22 MOTtGT^niÁÐIÐ Fðstuclagur 27. apríl 1961 oomarinn á Griffith og tókst með va'ldi að koma vitinu fyr- ir hann og stöðva leikinn. Paret komst aldrei til með- vitundar og lézt noítokrum dög- um síðar. Hann lét eftir sig barnshafandi toonu og son. Tekjurnar sem hann hafði haft fyrir marga sigra í hnefa- leik, sem hann hafði unnið síðan hann hætti að skera syk urreyr á Kúbu fyrir dollars laun á dag, virtust hafa gufað einhvern veginn upp. Hann átti lítið eftir af sínum millj- ónum, nema litLa útborgun í húsi, bíl Og smáupphæð í banika. Efnahagur hans virðist leiða greinilega í ljós, að það eru aðrir en hnefaleikamenn- irnir sjálfir, sem hirða mest af hagnaðmum. En líf Parets vakti heim- inn. Öldurnar gegn banni hnefaleika — Og þá einikum atvinnúhnefaleika — risu strax hétt og eru engan veg- inn fallnar. Fjölmargar þjóðir ræða í fullri alvöru um bann. Meðal þeirra eru Danir og mm. Páfastóllinn kvað upp einna harðastan dóminn — en kannski sannastan: „Þetta er glæpur“. Griffith hefur fengið ótelj- andi hótunarbréf. Meirihluti þeirra er frá Kúbumönnum. Þar er því hótað að hann verði skötinn, hvenær sem hann fari aftur í hringinn til að berj- ast. Griffith er á báðum áttum. Segist vart geta hugsað sér að keppa aftur. Framkvæmdastjórinn er á öðru máli eins og í upphafi segir. Hann bendir á aðra heimsmeistara, m. a. Sugar Ray Robinson, sem orðið hafi manni að bana í hringnum, en aftur varið heimsmeistara- ' titil sinn, án þess að fyrra Slys nafi háð honurn. En mótmælaaldan gegn hnefaleikum hefur stórum eflz. í þessum leik var farið langt yfir þau takmörk, sem hnefaleikaíþróttin setur — en Höggin sem bönuðu Paret, vöktu heiminn „Þetta er glæpur" er dómur páfagarðs HÖGGIN sem dynja á varnar- lausum og meðvitundarlaus- um manninum á stóru mynd- inni, leiddu til dauða hans nokkrum dögum eftir þennan kappleik, sem háður var um heimsmeistaratitil .í veltivigt. En þessi högg vöktu milljón- ir manna um heim alian til meðvitundar um hættuna sem af hnefaleikum stafar. Sá, sem laminn var, er Kúbumaðurinn Paret. Hann lét lífið — einn af mörgum — fyrir vonina um frægð og fé. Sá sem lemur er Bandaríkja maðurinu Griffith. Hann hef- ur vart verið mönnum sinn- andi eftir lát andstæðings síns. Hann veit sjálfur ekki hvort hann á — eða getur — keppt aftur í hnefaleik, en fram- kvæmdastjóri hans vill ólmur að hann keppi aftur sem fyrst. Telur hann, að það verði eina lækningin. sem Griffith getur fengið í hugarangri sínum!! ** ***"' \ Eins og menn muna gekk ^ Griffith berserksgang í kapp- * leiknum. Hann eygði sigurinn Og lét höggin dynja á andstæð ingnum og skeytti engu um eða heyrði ekki aðvaranir dómarans. Kúbumaðurinn hétok uppistandandi aðeins af því, að kaðlarnir umhverfis pallinn héldu honum uppi, eins og sjá má. Löks flaug Paret lá eftir í hringnum og sá aldrei dagsins ljós fram- ar. Hér er munnvarnargúmmjið tekið úr munni hans. Englendingar. Aðrar vilja strangara eftirlit, breyttar reglur, sem veiti hnefaleika- mönnum meira öryggi í keppn það tákmartk að vinna á rot- höggi leiðir alltaf heim hætt- una á hryllilegum afleiðingum fyrir þann sem tapar. — íslandsmeistara- mdt í badminton íslandsmeistaramótið í bad minton fer fram nú um helgina og hefst það kl. 2 a laugardag í XR-husinu við Kaplaskjólsveg. Tennis- og badmintonfélag Reykjavík- ur sér um framkvæmd móts- ins. — Mikill fjöldi kepp- enda er skráður til leiks, eða nálægt 50 samtals, í 1. flokki og meistaraflokki. Núverandi fslandsmeistarar í badimington eru allir meðal Skráðra keppenda en þeir eru: Óskar Guðmundsson og L#ovísa Sigurðardóttir í einliðaleik; Lár- us Guðmundisson og Ragnar Thorsteinsson í tvíliðaleik karla og Hulda Guðmundsdótir og Rannveig Magnúsdóttir í tvíliða- leik kvenna, en Júlíana Isebarn og Wagner Walbom í tvenndar- keppní. Þrátt fyrir vaxandi fjölda iðk- enda og vinsældir badminton- íþróttarinnar víða um l’and, vill svo til að þessu sinni, að engir keppendur búsettir utan Reykja- víkur hafa tilkynnt þátttöku. Saknað er t.d. tilfinnanlega kepp enda frá Umf. Snæfelli í Stykkis- hólmi, sem frá upphafi hafa sett svip á íslandsmótin og Oft farið heim með bróðurpartinn af meistarastigunum. Meðal kepp- enda nú mun þó að finna nokkra fyrrverandi Hólmara, sem vegna búsetu hér keppa nú undir merkj um T.B.R. Má þar nefna kvenna- meistarann Lovísu Sigurðardótt- ur, og ennfremur Jón Höskulds- son, leitomann í fremstu röð, sem ásamt nokkrum öðrum upprenn- andi leikmönnum, mun veita Ósk ari Guðmundssyni harða keppni um meistaratitil karla. En þótt ætla megi, að núverandi meistar- ar verji titla sína af miklum dugn aði, er yfirleitt spáð mjög tví- sýnum og spennandi leikjum í flestum eða öllum badminton- greinunum. Þátttakendur eru flestir úr T. B. R., en notokrir frá Skandin- avisk Boldklub í Reykjavík. Eins og áður er sagt, verður mótið sett kl. 2 e.h. laugardaginn 28. þ.m., en úrslitaleikir fara fram daginn eftir á sama tíma. Ungír piltar á réttri leið Handknattleiksmótið, sem lauk rétt fyrir páskana, var stærsta og fjölmennasta iþrótta- mót sem hér hefur verið haldið. Það ieiddi í Ijós stöðugt vax- andi vinsældir handknattleiks- ins og hina brýnu þörf fyrir nýtt íþróttahús, sem reyndar er í byggingu. Síðasti leikur mótsins var um „fallið“ niður í aðra deild. Var hann leikinn síðasta vetrardag og hefur ekki verið getið áður. Það voru KR og Valur sem átt- ust við og lauk leiknum með öruggum og verðskulduðum sigri KR með 21—16. Valsmenn leika því næst í 2. deild. Það er dálítið athyglisvert að baráttan um „fallið“ skuli standa milli þessara gömlu og góðu félaga, ekki sízt af því að í Enska knaftspyrnan S. L. þriðjudag fóru nokkrir leikir fram I ensku deildarkeppninni og urðu úrslit þessi: 1. deild. Birmingham — Everton 0:0 Leicester — Bolton 1:1 N. Forest — Aston Villa 2:0 Sheffi*Id U. — Manchester U. 2:3 W B A — Fulham 2:0 2. deild. Leeds — Bury 0:0 Middlesbrough — Walsall 3:0 Rotherham — Sunderland 0:3 Scunthorpe — Hddersfield 1:3 Stoke — Liverpool 0:0 Swansea — Plymouth 5:0 Staðan er nú þessi (efstu og neðstu liðin) Wolverh 41 13-10-18 71:83 36 st. N Forest .... 41 13-10-18 62:77 36 — Fulham 40 12- 7-21 62:70 31 — Cardiff 40 9-13-18 45:71 31 — Chelsea 41 9- 9-23 66:93 27 — 2. deild. Liverp 39 25- 8- 6 92:36 58 st. L. Orient ... 41 21-10-10 67:40 52 — Sunderl, 41 22- 8-11 84:49 52 — Scunth 41 21- 7-13 85:67 49 — Leeds 41 11-12-18 47:71 34 st. Swansea ... 40 11-11-18 55:80 33 — B. Rovers ... 41 13- 7-21 53:79 33 — Brighton .... 41 10-11-20 45:84 31 — 1. deild. Ipswich .... 41 23- 8-10 91:67 54 st. Burnley 40 21 -10-9 100:61 52 — Tottenham . 40 19 H rH 1 o 82:65 48 — Everton .... 40 18- 11-11 76:49 47 — Sheff. U 41 19- 9-13 61:67 47 — Mikill spenningur er í I. deild, bæði í toppinum og botninum, Burnley á eftir 2 ieiki þ.e. við Sheffield W. úti og Chelsea heima, en Ipswich ú eftir að leika við Aston Villa heima. Er því ekki gott að segja hvort liðið muni sigra, en Burnley hefur betra marka hlutfail. þessi félög eru þau einu í Rvík, sem hafa komið upp góðum og nýjium íþróttasölum, þeim stærztu í bænum. Salirnir hafa ekki fært þeim þann árangur sem allir vænta með sérstöðu þeirra hvað viðvíkur gott hús- næði, — ekki í elzta aldursflokki En félögin , einkum þó Valur, má þó allvel við una sinn hag er handknattleik varðar. Valur vann íslandsmeistaratitil í m. fl. kvenna og í 3. flokki karla, einmitt í úrslitum við KR, Og keppnin í 3. flokki var sérstaklega ánægjuleg og verð- skuldar vel að hennar sé minnzt, tTrslitaleikurinn í 3. flokki milli Vals og KR var ákaflega jafn og tvísýnn. Bæði liðin áttu góðan leik, eiga góða pilta sem kunna handkattleikinn. Valsmenn voru þó vel að sigri komnir, því lið þeirra var betur leikandi, átti fjölbreyttari leils og glæsilegri upphlaup. Þetta er flokkur pilta sem vekur bjart sýni hjá unnendum handknatt- léiksins og með slíka pilta á uppvaxtarskeiði þarf handknatt- leiksíþróttin ekki að bera kvíð- boga fyrir framtíðinni. Leikur þeirra í úrslitum í 3. flokki var að mörgu leyti betri en t.d, úrslitaleikurinn í 2. fl. Þessa er gaman og rétt aS minnast, þó þess gæfist ekki kostur í önnum dymbilvikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.