Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 10
10
MORGVTSBLAÐ1Ð
Föstudsgur 27. apríl 1962.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að út-
nefna Oharlie Chaplin, hinn
fræga skopleikara, heiðurs-
doktor við háskólann í Ox-
ford. Nokkrir hinna háverð-
ugu prófessora við háskólann
hafa þó verið mótfallnir út-
nefningunni frá upphafi, og
létu það álit sitt í ljós, áður
en þar til kjörin nefnd tók
endanlega ákvörðun í mál-
inu, og töldu hann ekki verð-
skulda heiðurinn.
Þeirra á meðal var þekktur
söguprófessor, Hugh Trevor-
Roper. Hann notaði að visu
ekki orðið „kvikmyndatrúð-
ur“ um Ohaplin, en meinti
það engu að síður. Hann hef-
ur orðið fyrir aðkasti vegna
orða sinna — og ekki stend-
ur tii að breyta áfcvörðun
nefndarinnar.
Aðdáendur Ohaplins í há-
skólabænum kalla hann
fyrsta heimsborgarann; engu
máli skipti þó ekki sé vitað
hvar og hvenær hann sé
fæddur — hvort það hafi
verið á bökfcum Thames,
Missisippis eða Rínar. „Hann
er þegar orðinn alheims-þjóð
sagnapersóna," segja þær
þúsundir, sem hlakfca til að
hylla litla manninn í stóru
skónum, þegar hann setur
doktorshattinn á höfuðið.
Ohaplin var á veiðum í ír-
landi, ásamt konu sinni og
sjö börnum, þegar honum
voru sagðar fréttirnar. Hann
kvaðst djúpt snortinn yfir
þessum mikla heiðri, sem sér
hefði verið sýndur, en bætti
við í gamansömum tón:
— Þegar þeir eru búnir að
gefa mér DOKTORS-nafn-
bót — verð ég neyddur til að
sjúkdómsgreina krakkana, ef
eitthvert þeirra er með yfir
37 stiga hita á morgnana.
-------♦
Heiðursdoktorinn
Ný lögrep;lustöð
tekin í notkun
Ólafsvífc, 24. apríl
Á SL. sumri voru hafnar bygg-
ingarframkvæmdir á lögreglu-
stöð hér í kauptúninu á vegum
hreppsins Og ríkisins. Er hér unri
tvílyft hús að ræða, er gert var
fokhelt í haust. Á neðri hæð þess
eru fjórir fangaklefar, varðstofa,
réttarsalur og skrifstofa sýslu-
manns, auk snyrtiherbergja og
kyndiklefa. Á efri hæðinni er
íbúð fyrir lögregluþjón og skrif-
stofur hreppsins. í vetur hefur
svo verið unnið að múrun og hús-
ið innréttað að mestu leyti.
Aðfaranótt skírdags voru tveir
menn teknir fyrir ölvun og ó-
spektir á almannafæri og látnir
gista fangageymsluna. Menn þess
ir hafa oft komið við sögu lög-
reglunnar í Reykjavík, Litlu síð-
ar var svo þriðji maðurinn tek-
inn og voru þar með fangageymsl
urnar teknar til notkunar.
— Hjörtur
EGGERT CEAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmeu
Þórshamri. — Sími 11171,
KALK
Hvítt sement
H. Benediktsson hf.
Suðurlanasbraut4 — Sími 38300
★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR *•
<
B
★
KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR
LAUGARÁSSBÍÓ:
PORGY OG BESS
ÞAÐ þarf varla að kynna þessa
miklu og snilldarlega vel gerou
mynd mörgum orðum, sivo mikið
hefur verið um hana rætt og
ritað, síðan hún kom á mankað-
Vöruúrvnt
úrvulsvörur
S I G L O S í L D
Flök og gaffalbitar
í vinsosu
í dillsósu
í ávaxtasósu
í lauksosu
Þrfár dósastœrðir
Heildsölubirgðir
. JOHNSON&
inn, enda hafa fáar kvikmyndir
hlotið jafnmikla frægð og mikið
lof á seinni tímum og það að
verðugu. Samuel Goldwin, sem
gerði myndina hefur sagt um
hana, að hún sé „orðin táknmynd
listræns sköpunarþróttar í Ame-
rifcu“. Myndin er sörngvamynd,
gerð eftir frægri skáldsögu
„Porgy“ eftir amerska rithöfund-
inn DuBose Heyward og leikrit-
inu og óperettunni „Porgy og
Bess“, sem byggð eru á sömu
sögu.
Myndin hefst á hlýjum sumar
degi árið 1912 í borginni Charels-
ton í Suður-Carolinu í Banda-
ríkjunum. Fjallar myndin um
negrana í einu hverfi borgarinn-
ar, líf þeirra og strit í sorg og
gleði. Aðalpersónurnar eru þau
Porgy og Bess, Hann er fatlaður
unigur maður, gengur á hnjánum,
en hún er ung og fríð stúlka, sem
hefur lent á glapstigu og komizt
í klærnar á samvizkulausum
mönnum, sem kennt hafa henni
að neyta eiturlyfja Og áfengis.
Hinir negrarnir í hverfinu hafa
á Bessy míkla fyrirlitningu og
þegar hún vegna vofveiflegra at-
burða verður að leita á náðir
þeirra, vísa þeir henni á bug, —
allir nema hinn fatlaði Pörgy.
Hann segir henni að hún megi
dveljast hjá sér eins lengi og hún
vilji. Hann elskar Bessy af allri
sinni viðkvæmu og heitu sál og
hún geldur honum ást hans með
blíðu og umihyggju. En vondir
menn sitja um hana og freista
hennar. Og eitt sinn er farið með
Porgy á íögreglustöðina út af
morði, sem bann er þó saklaus
af, en þegar hann kemur aftur,
glaður og fagnandi, er Bessy horf
in. Vonbrigði hans eru sár og
átakanleg — en hann tekur litla
vagninn sinn með geitinni fyrir
og hyggst fara til New York að
leita hennar.
Mynd þessi er mikið listaverk
að öllu leyti Hún lýsir afburða
vel hugsanarhætti negranna, til-
finningalífi þeirra og hversu oft
er skammt á milli sorgar og gleði
þessa barnslega og frumstæða
fólks. Vekur það í huga áhorf-
andans djúpa samúð með þessu
elskulega fólki og hann tekur
innilega pátt í sorg þess og gleði.
Söngurinn í myndinni er geysi
áhrifamikill, enda músik Gers-
hwins heillandi, raddirnar fagr-
ar. Má heita að hver einasti mað-
ur og kona, sem syngja hafi frá
bæra rödö. En einna álhrifamest-
ur og fegurstur er söngur Serenu
(Ruth Allanway), er hún stendur
yfir líki bónda síns, sem hefur
verið myrtur.
Myndin er litmynd, sýnd 1
Todd-A-O, og hefur Otto Prem-
inger, sá hinn sami, er gat sér
mikið frægðarorð fyrir leikstjórn
sína á myndinni Carmen Jones,
sem sýnd var hér fyrir nokkrum
árinurn, einnig haft leikstjórn
þessarar myndar á hendi. Hefur
hann unnið hér enn stórkostleg-
an listrænan sigur, enda hefur
honum tekizt, jafnvel enn betur
en í Carmen Jones, myndinni hið
fulikomlega setta umihverfi og
andrúmsloft. í myndinni leika, að
heita má, eingöngu negrar. Eru
aðaihlutverkin, Porgy og Bess I
höndum þeirra Sidney Potier og
Dorothy Dandridge. Er leikur
þeirra beggja afbragðsgóður. Og
aðrir leikendur fara einnig prýði-
lega með hiutverk sín.
Þetta er mynd, sem seint muil
gleymast.
T Ó N A B í Ó :
ENGINN ER FULLKOMINN
MIÐVIKUDAGINN 18. þ.m. var
blaðamönnum og öðrum gestum
boðið að skoða hið nýja kvik-
myndahús Tónlistarfélagsins, hið
svonefnda Tónabíó, en það tók
til starfa annan í péskum. Var
páskamynd bíósins, ameríska
gamanmyndin, Enginn er full-
kominn (Some like it Höt), sýnd
gestunum við þetta tækifæri.
Aðalefni myndarinnar er það,
að tveir jazzieikarar í Ohicago,
sem orðið hafa sjónarvottar að
hryðjuverkum glæpaflokks, taka
það til bragðs að klæðast kven-
búningum til þess að komast und
an bófunum, sem hafa hendur
í hári þeitra til þess að þagga
niður í þeirn fyrir fullt og allt.
Lenda þoir félagar í ýmsum brös-
um, kornast meðal annars í kiven
hljómsveit, sem heldur til
Florida. Þar kynnast þeir tveim-
ur ungum stúlkum í hljómsveit-
inni og vorða ástfangnir af þeim,
Vandast þá málið og það sem
verra er, — bófarnir eru komnir
þarna á vettvang til að klófesta
þá félagana. En eftir margskonar
flækjur og vandræði greiðist þó
úr öllum vanda og allt fellur
í ljúfa löð.
Mynd þessi er vægast talað
mjög lítilfjörleg og ekki sérlega
fyndin. Getur hún ekfci talizt
samboðin hinu ágæta Tónlistar-
félagi og óneitanlega er hún
óheppileg páskamynd og vígslu-
mynd hinna smefcklegu húsa-
kynna bíósins. Aðalleikendur eru
Tony Curtis, Jack Lemmon og
Marilyn Monroe. Þeir Tony og
Jack eru góðir leikarar, en það
verður varla sagt um frk. Monroe,
þó að ekki verði henni neitað
um kynþokkan, sem hún er fræg-
ust fyrir.