Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNftr ániB Fostudagur 27. aprfl 1962 Æ SMNt ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA ux-x= ■ -y AMA JBBmmL BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓRAFUR EGILSSOM Stefdn Friðbjarnarson ritor um bæjarmdl Siglufjarðar Siglufjörður er það fjölimenn byggð og gegnir það þýðingar miklu hlutverki í þjóðarbúskapn um, að þess verður að vsenta að hæstvirt ríkisstjórn beiti sér nú þegar fyrir: • iánsfjárútvegun til að full- gera Strákaveg með till- heyrandi jarðgöngum, inn an 2ja ára. • koma hér upp flugvelli fyrir meðalstórar landflug vélar á þessu eða næsta ári. RITSTJÓRN Æskulýðssíðunnar fór þess á leit við Stefán Frið- þjarnarson, formann félags Ungra Sjálfstæðismanna á Siglu- firði, en hann skipar jafnframt efsta sæti Sjálfstæðisflokksins bæjarstjómarkosningarnar þar, að hann ritaði stutta grein um málefni Siglufjarðar. Stefán varð við þeirri beiðni og birtist grein bans hér á eftir. if Hlekkur í keðjunni. Siglufjarðarkaupstaður er þýðingarmikiil hlekikur í þjóðar- Innri-höfn Siglufjarðar, þar sem I framtíðinni verður aðalhöfnin. Nær sjást nótabátar síld- veiðlflotans — en fjær Rauðkuverksmiðjan og lýsisgeymar. Samgönguleysi stærsta vandamál Siglfiröinga búskap íslendinga. Héðan fóru á s.l. ári útflutningsverðmæiti fyrir um 230—240 millj. kr. Nið- urlagning síldarafurða, sem nú «ru gerðar tilraunir með (í nýrri verfcsmiðju hjá SR og eldri hjá Agli Stefánssyni) og margfalda verðmæti afurðanna, lofa góðu um enn aukna þýðingu byggð- arlagsins í hinni saimeiginlegu verðmætasköpun. jlr Samgönguieysi. Mestan hluta árs, Og alla hina löngu vetrarmánuði, býr Siglufjörður við algjört sam- gönguleysi í lofti og á landi. Sú er helzta orsök fólfcsflótta úr bænum, sem er næsta árviss, og er mesta vandamál Siglufjarðar í dag; samhliða því að vera vandamál þjóðarinnar í heild, því að það er þjóðhagsleg nauð- syn fyrir sjávarútveg og fiski- iðnað, að hér sé jafnan til tækt oægjanlegt vinnuafl fyrir þess- ar atvinnugreinar. — Sumarmián uðina er að vísu hinn erfiði Skarðsvegur opinn, en honum er srvo illa við haldið, að varla er hægt að gefa honum vegamafn. ★ Fjármagn til jarðganga- gerðar. Frumvörp og ályktanir hafa skötið upp kollinum við og við varðandi vegamál Siglfirðinga, m.a. í formi frumivarps um jarð- gangasjóð. Yfirleitt eru þessar á- lyktanir ekki í því formi, að við þær sé hægt að binda vonir um farsæla og skjóta lausn mál- anna. Ríkisstjórnin sjálf, sem á heildina litið hefur leitt þjóð- ina veg viðreisnar, efnahags- og atvinnulegrar uppbyggingar, verður að hafa forystu um þann veg, Strákaveg, sem hin sigl- firzka viðreisn liggur um. Mér hefur komið í hug, hvort ekki mætti fara þá leið, varðandi fjármagnsútvegun í jarðganga- sjóð, sem virðist einna vinsælust með þjóðinni í dag. Á ég þar við nýtt happdrættislán ríkis- sjóðs, eða í þessu tilfeWi jarð- gangasjóð; en hin fyrri happ- drættislán eru ti’l lykta leidd á næsta og þar næsta ári, eftir að hafa gefið góða raun. Þjóðin virð ist fús til að leggja fram fjár- magn í þess formi, til ýmissa þjóðþrifamála, og rílkissjóður Siglufjörður snævi þakinn (Ljósm.: Guðm. Ág.) hefur án efa þá reynslu af hin- um fyrri happdrættislánum, sem legasta sinnar tegundar hér- lendis. Áætlaður kostnaður ur um 10 millj. kr. Stendur nú í 7 milljónum króna. 2. Nýbygiging Barnaskóila. Nú svo til fullgerð. 3. Nýbygging Gagnfræðaökóla. Skólinn er að mestu tekinn í notkun. 4. Yfirbygging Sundhallar. Nú Nýi gagnfræðaskólinn. styðja ætti þessa hugmynd. Hver leið, sem farin verður, má ríkisstjórnin vita, að við Sigl firðingar bindum í þessu stærsta máli okfcar mik'lar vonir við skilning og skjótar aðigerðir hennar, og væntum þess, að bið okkar sé orðin a.m.k. nægilega löng. Hvað hefur verið gert? Þegar ritstjórn SUS-síðunn- ar mæltist til greinarkorns um bæjarmál Siglufjarðar, kom það fram, að hún æskti frétta af framkvæmdum á líðandi kjör- tímabili bæjarstjórnar, sem og málum er á döfimni væru. Það, sem gert hefur verið eða að unnið, er í stuttu máli þetta: 1. Hafnarbryggjan hefur \ \ ið endurbyggð og stækkuð vl mun. Er það mannvirki á lokastigi. í vor verða ýmsar leiðslur lagðar í bryggjuna og sett upp ný bílvog. Fyrir- hugað er að rífa eða flytja gamla hafnarhúsið og byggja nýtt ofar á eigninni. Hið nýja hafnarmannvirki verð- ur um 7000 ferm. að stærð og verður fullgert eitt glæsi Ljósm.: Ól. Ragnarsson. á lokastigi. Verið er að ljúka við miálningu innanhúss. — Eftir er að ganga frá bygg- ingunni að utan. íþróttafélög in fá herbergi til afnota' í byggingunni. 5. Nýbygging lögreglustöðvar. í kjallara eru fangageymsl- ur. Á I. hæð aðsetur lögregl- unnar. Á II. hæð verður dóm- þingsailur og sikjaiageymsla bæjarins. Á III. hæð bráða- birgðahúsnæði fyrir byggða- safn. 6. Nýbygging Sjúkrahúss. Xven félag Sjúikrahússins og fleiri félagssamtök hafa lagt fram stórfé til þeirrar byggingar. 7. f byggingu er íbúðarhús fyr- ir starfsfólk kúabús bæjarins að Hóli. 8. í byggingu er glæsileg bók- hlöðubygging, sem er fyrsti áfangi væntanlegs Ráðhúss. Þar verður rúmgóð lesstofa, hvar sýna má fræðslumyndir. 9. Steinsteyping gatna: Á kjör- tímabilinu hafa verið steypt- ar eftirtaldar götur: Gránu- gata, Lækjargata miflli Aðal- götu og Gránugötu, hluti Suðurgötu, ofan Ráðhússtorgs og Túngata norður að Eyrar- götu. 10. SR hafa byggt nýja niður- lagningarverksmiðju, sem bundnar eru við miiklar von- ir og Henriksenibræður hafa byggt upp stórt og myndar- legt geymslu- og fiskmóttöku hús. Hvað verður gert? 1. Fyrirbugað er að byggja upp Innri-hafnina í áföngum, þann veg að hluti xnann- virkisins komizt sem fyrst í notkun. Er að því stefnt, að þar komi ekki síðar en 1963 tvær nýjar söltunarstöðvar og að öðru leyti bætt útgerð- arskilyrði. 2. Til sitendur að kaupa 2—3 ný fiskiskip tiil bæjarins. 3. f athugum er að koma hér upp hitaveitu. í því sam- bandi skal fram tekið, að eðli legt er að hinn nýi Norður- landsbor komi til Siglufjarð- ar frá Ólafsfirði, enda stutt miili staða, en líkur benda til að heitt vatn sé í Skútu- dal. Ættu viðkomandi aðilar að athuga möguleika á því að gera hér tilraunarboranir 1 samibandi við og framihaidi af borun í Ólafsfirði. 4. Ef sú tilraun til niðurlang- ingar síldarafurða, sem nú er gerð á vegum SR, gefur góða raun, skapast miklir mögu- leikar fyrir fleiri slíkar nið- urlagningar- og jafnvel nið- ursuðuverksmiðj ur. 5. Á fjánhagsáætlun kaupstaðar ins fyrir yfirstandandi ár eru nálægt níu milljónir króna til verklegra framlkvæmda. 6. Þá hafa KEA og KS hacfi« byggingu mjólkurdreifingar- stöðvar og Póstur og sími hyggja á nýbyggingu yfir starfsemi sína. ÍC LokaorS. í slíku greinarkorni sem þessu er ekki ástæða til að rekja ítarlega einstök bæjarmál, aðeins brugðið upp svipmynd af framkvæmdum og þörfum byggð arlagsins. Það skal að lokum enn undirstrikað, að stærsta hags munamál kaupstaðarins í dag er tilikoma Strákavegar. Einangrun in er smátt og smátt að ýta bæj- arbúum burt. Ein atærsta út- flutningshöfn þjóðarinnar, sem leggur árlega hundruð milljóna í þjóðarbúið, h’lýtur að eiga rétt á sómasamlegu sambandi viS vegakerfi landsins. Og í því efni þarf að bregða við skjótt og vei, þegar á bessv ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.