Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 12
12
mob cvTsnraðið
Föstudagur 27. apríl 1962
Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áPm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
tJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
TILRAUNIR
BANDARÍKJAMANNA
egar Rússar hófu hinar
rniklu kjarnorkusprengju
tilraunir sínar sl. haust eftir
samkomulag það, sem varð
um að hætta tilraunum
haustið 1958, gerðu menn
ráð fyrir að Vesturveldin
mimdu telja sig knúin til að
hefja tilraunir að nýju. —
Kennedy Bandaríkjaforseti
tilkynnti síðan, að þessar
spár væru á rökum reistar
og Bandaríkjamenn mundu
hefja tilraunir ofanjarðar í
þessum mánuði, ef ekki næð
ist samkomulag um bann við
kj arnorkusprengj utilraunum
og eftirlit með þvi að það
yrði haldið.
Auðvitað hafa forystu-
menn Rússa gert sér grein
fyrir því, er þeir hófu til-
raunir að nýju, að þær gætu
leitt til nýrra tilrauna Vest-
urveldanna, einkum með
hliðsjón af því, hve stórfeld-
ar sprengingar Rússa voru.
Þeir stofnuðu því vísvitandi
til nýs kapphlaups á sviði
kj arnorkusprenginga.
Málgögn kommúnismans
um heim allan vörðu aðgerð
ir Rússa með því að þeim
væri nauðsynlegt að styrkja
herveldi sitt, svo að ekki
yrði á þá ráðizt. Þessi full-
yrðing fellur um sjálfa sig,
þegar það er haft hugfast,
að um langt skeið höfðu
Vesturveldin ein kjarnorku-
vopn, en engum kom til hug
ar að ráðast á Rússa, þótt
þeir hefðu þá verið auðsigr-
aðir á skömmum tíma. Því
síður gæti það hvarflað að
lýðræðisþjóðunum að hefja
kjamorkustríð, sem. kosta
mundi þær sjálfar hinar ægi
legustu ógnir.
Aftur á móti hefur sagan
því miður margsinnis sann-
að, að yfirgangs- og einræð-
issinnum er einungis hægt
að halda í skefjum með því
að hafa nægilegan styrk til
að standa gegn hótunum
þeirra. Þess vegna telja for-
ustumenn Vesturveldanna
það ekki geta samrýmzt
þeirri ábyrgð, sem þeim er
lögð á herðar, að Játa Rússa
eina búa að þeirri þekkingu,
sem þeir hafa öðlazt með
sprengingunum í haust.
Rússar hafa fram að þessu
algjörlega neitað samkomu-
lagi um bann við kjamorku-
vopnatilraunum, ef eftirlit
ætti að hafa með því að þeir
héldu slíkt samkomulag. Er
ekki við því að búast, að
Vesturveldin vilji eiga ör-
yggi sitt undir loforðum
manna, sem marguppvísir
em að svikum og glæpa-
verkum án þess að með því
sé fylgzt að þau séu haldin.
Þeim yfirlýsingum Banda-
ríkjamanna ber hins vegar
að fagna, að þeir muni hætta
tilraunum sínrnn þegar í
stað, ef samkomulag næst
um raunhæft bann við til-
raununum. Er vonandi að
Rússar fáist um síðir til að
samþykkja slíkt bann.
JÁTA
TILGANGINN
Trá þvi að Viðreisnarstjóm
* in var mynduð hafa
Framsóknarmenn, eins og
kunnugt er, gert allt sem í
þeirra valdi hefur staðið til
að reyna að eyðileggja efna-
hag landsins og kollvarpa á
þann hátt ríkisstjóminni. —
Allar tilraunir þeirra íþessa
átt hafa farið út um þúfur,
þar á meðal svikasamning-
amir, sem þeir létu SÍS gera
sl. sumar.
Þegar það var ljóst, tóku
Framsóknarmenn upp harða
baráttu fyrir því að læknar,
verkfræðingar og einkum þó
kennarar fengju bætt kjör. í
ritstjórnargrein í gær slys-
ast Tíminn til að upplýsa,
hver 'tilgangurinn hafi verið
með þeirri baráttu. Þar seg-
ir:
„Einstakir starfshópar,
sem notið hafa sérstakrar að
stöðu, hafa knúið frammeiri
og minni kjarabætur, eins
og t. d. læknar, verkfræðing
ar og kennarar.
Aðrir sem engar bætur
hafa fengið hljóta nú að
koma á eftir. Gegn því verð-
ur heldur ekki staðið með
neinum rétti.“
Fyrst er sagt að ákveðnar
stéttir séu afskiptar og þurfi
þar af leiðandi að fá nokkr-
ar uppbætur á laun sín. Síð-
an er sagt, að aðrir eigi að
fá sömu hækkanir og þar
með enginn bætt kjör, held-
ur allir fleiri en smærri
krónur.
Ekki verður sagt að stjórn
arandstaðan sé ábyrg frem-
ur en fyrri daginn. .
ÁNÆGJULEG
ÞRÓUN
SKÖLAMÁLA
ær upplýsingar hljóta að
vekja almenna athygh
UTAN UR HEIMI
Enn eru ókunnar
orsakir holdsveiki
HOLDSVEIKI hefur verið talin
imeð ægilegustu sjúkdómum
meðal manna, allt frá því henn
ar var fyrst vart. Tíminn og vís-
indin hafa að visu leyst marg-
ar gátur í sambandi við þenn-
an sjúkdóm, en þó er það svo
enn í dag, að hann er herfilega
misskilinn af almenningi. Oft
setja menn holdsveiiki j samband
við stórkostlega afskræmingu
og smithættu á háu stigi, en
hvort tveggja .eru þetta ýkjur.
Holdsveiki er srvo að segja aldrei
lífáhættuleg, aðeins um fjórð-
ungur sjúklinganna afskræmast
og hún er langt frá þvi eins
smitandi og mislingar og marg-
ir aðrir sjúkdómar, þó að ekki
sé vitað með vissu, hvernig hún
berst milli manna.
Meiriihuti þeirra, sem sýkjast
af holdsveiki, tá hana ekki á
hæsta stigi. Algengt er, að hún
leggist aðeins á taugar utan mið
taugakerfisins og veldur því, að
vissir vefir tapa tilfinningunni.
í slfkum tilfellum hverfur sjúfc-
dómurinn oft og læknast, þó að
ekki sé hægt að bæta skemmd-
ir á taugum. Sulfones heitir lyf,
sem reynzt hefur vel við holds-
veiki. Það var fyrst notað árið
1941. Oft fer þó svo, að það ræð-
ur ekki niðurlögum bakterianna
og sjúklingunum getur farið
aftur, meðan það er notað.
Bakterían er veldur holds-
veiki, er náskyld berklasýklin-
um, en berst ekki eins auðveld-
lega milli manna. Allt bendir til
þess, að eingöngu þeir, sem eru
Jarlinn at Avon, en undir því
nafná gcngur nú Anthony
Eden, fyrrverandi forsætisráð
herra Breta, er nýkominn
heim til Bretlands, eftir
þriggja og hálfs mánaðar dvöl
vestan hafs. Þar gekkst hann
m. a. undir brjóstuppskurð, og
lá 17 daga í sjúkrahúsi í
Boston. Myndin var tekin af
honum á heimili hans í Wilts-
hire, á mánudaginn, þar sem
hann hvílist fyrir framan arin
eld, að gömlum enskum sið.
Það em tveir af vinum hans,
heimiliskötturinn og húshund-
urinn, sem fagna heimkomu
húsbóndans.
mjög smitnæmir, smitist af
sjúkdómnum. Venjulega líða eitt
til þrjú ár, frá því að sjúkling-
urinn smitast og þar til sjúk-
dómurinn nær fótfestu í líkam-
anum.
Þótt holdsveikirannsóknir
hafi leitt margt í ljós um eðli
þessa sjúkdóms, þá vita menn
ekki enn gjörla um upphaf hans.
Það var Norðmaðurinn Armauer
Hansen, sem fann holdsveiki-
sýkilinn árið 1873. En þnátt fyr-
ir miklar rannsóknir hefur enn
ekki tekizt að rækta holdsveiki-
bakteríuna í rannsóknarstofum,
hvorki út af fyrir sig né í vefja-
gróðri.
Þetta er eitt aðalverkefni
Leonard Wood holdsveikirann-
sóknarstöðvarinnar við heil-
brigðisdeild John Hopkins há-
skóla. Þegar því marki'er náð,
geta vísindamenn snúið sér ó-
skiptir að því að finna nýjar
leiðir við sjúkdómsgreiningu og
lækningu holdsveiki og ef til
vill fundið ónæmislyf. Rann-
sóknarstöð þessi er deild frá
amerísku holdsveikistofnuninni,
sem stofnuð var árið 1928 í
minningu Leonard Woods hers-
höfðingja. Hershöfðinginn fékk
áhuga á velferð holdsveikissjúkl
inga, er hann var landstjóri á
Filippseyjum.
Holdsveiki er ekki útbreiddur
sjúkdómur í Bandaríkjunum.
Sjúkdómstilfelli þar munu vera
tæp tvö þúsund. Samanlagt er
tala holdsveikisjúklinga i heim-
inum þó sennilega 10 til 12 millj.
Þeir eru flestir í hitabeltislönd-
um og austurlöndum.
Það er ýmislegt hægt að gera
fyrir þá, sem veikjast af holds-
veiki, en þó mætti forða mörg-
um frá hörmungum veikinnar i
framtíðinni, þegar svör hafa
fundizt við nokkrum veigamikl-
um spurningum eins og þess-
um:
Hvers vegna er holdsveikl
svo að segja útdauð í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum, en
10 af hundraði af íbúum sumra
héraða í Afrífcu þjázt af henni?
Hvernig berst sjúkdómurinn
milli manna?
Hvert er samband holdsvéiki
og loftslags? Er hún arfgeng?
Hvaða áhrif hafa matarskortur
og hreinlæti i þessu sambandi?
Það er ekki fyrr en svör hafa
fengizt við þessum spurnine-
um, að von er til, að hægt verði
að sigra þessa aldagömlu plágu
— holdsveikina.
• París, 25. apríl (AP)
Járnbrautarstarfsmenn í Frakk-
landi gerðu í dag 24 klukiku-
stunda verkfall til stuðnings við
kröfur sínar um styttingu vinnu
vikunnar lir 48 í 45 stundir.
Ekki varð almenn þátttaka í verk
fallinu, en mjög dró þó úr allri
járnbrautarumferð.
og ánægju, sem fram komu
hér í blaðinu í gær, í frásögn
af skólamálum í borginni, að
almennum kennslustofum í
skólum barna- og gagnfræða
stigsins hefur á sl. kjörtíma-
bili fjölgað rúmlega tvöfalt
meira en þeim nemendum,
sem nám stunda í þessum
skólum. Þar kom fram, að
skólastofunum hefur á þessu
tímabili fjölgað um 37%, en
nemendunum hins vegar um
18%. Þróunin í skólamálun-
um stefnir þannig óðfluga í
þá átt, að öll skólastarfsemi
borgarinnar geti farið fram í
eigin húsnæði og komið
verði í veg fyrir óheppilega
margsetningu í skólastofurn-
ar. Og hún er glöggur vott-
ur þess gífurlega átaks, sem
’gert hefur verið í skólamál-
um borgarinnar á undanförn
um árum. Er sennilega naum
ast ofmælt, þótt fullyrt sé,
að áætlun sú, sem borgar-
stjóm Reykjavíkur sam-
þykkti árið 1957 fyrir frum-
kvæði Sjálfstæðismanna í
borgarstjóminni, hafi í raun
og veru markað tímamót í
byggingarmálum skólanna.
Nú eru í byggingu í borg-
inni alls 6 barna- og gagn-
fræðaskólar, sem verða með
154 almennum kennslustof-
um, þegar þeir eru full-
byggðir, auk annars nauðsyn
legs húsnæðis. Að sjálfsögðu
verður haldið áfram með
þessar byggingar samkvæmt
þeirri áætlun, sem gerð hef-
ur verið, en jafnframt verð-
ur hafizt handa um ný stór-
virki á þessu sviði. Verður
t. d. byrjað á 5 nýjum áföng
um á þessu ári einu. Þau
skólahús, sem nú eru hér x
byggingu, virðast fyllilega
uppfylla hinar ströngustu
kröfur, sem gerðar verða í
þessum efnum. Þetta eru
fallegar, hentugar og vandað
ar byggingar. Framtíðarheill
íslenzku þjóðarinnar er ekkí
hvað sízt undir því komin,
hvernig til tekst við mennt-
un og uppeldi þeirrar kyn-
slóðar, sem nú er að vaxa úr
grasi. Og þar hefur allur ytri
aðbúnaður sitt að segja,
enda verður ekki annað sagt
en aðgerðir borgaryfirvald-
anna beri vott um góðan
skilning á þessari staðreynd.