Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 2
s
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur I. maí 196L
*
c
4T
Lesendur Morgunblaðsins mun sjálfsagt fýsa að sjá, hver viðbrögð Moskvumálgagnsins urðu
við leyniskýrslunni til Einars Olgeirssonar, sem Morgunblaðið birti sl. laugardag um ógn-
arstjóm Moskvuvaldsins í Austur-Þýzkalandi. Eins og vænta mátti, tók svarið ekki meira
rúm en það, að Morgunblaðið sér sér fært að birta það hér í heild. Það mun sjálfsagt mál
flestra, að Moskvublaðið hafi ekki brugðizt öllu aumlegar við síðan Krúsjeff gerði þvi þann
óleik að afhjúpa ógnarstjóm Stalíns í Sovét ríkjunum, en þá skýrði það frá þeirri frétt
í smáklausu undir fyrirsögninni „Kviksögur“.
Múrveggir og gaddavír
.gerbreyting til batnaðar'!
Áður en Krúsjeff afhjúpaði
ógnarstjórn Stalíns í Sovét-
ríkjunum svaraði Moskvu-
málgagnið ölluim frásögnum
af hinu raunverulega ástamdi
þar tíðum undir fyrirsögn-
inni: „Moggi flúinn á Völgu
bafeka". Eins og vænta mátti
urðu viðbrögð blaðsins við
birtingu Morgunblaðsins á
leyniskýrslunni tiil Einars Ol
geirssonar, formanns Moskvu
fiokksins, um ógnarstjórnina
í Austur-Þýzkalandi alveg
eftir sömu formúlunni. „Moggi
flúinn á Oderbakka“ var fyr
irsögn þess á sunnudaginn,
þegar það játaði tilvist leyni
skýrsluinnar.
Auðvitað skortir aðstamd-
endur blaðsins allan mann-
dóm til að taka undir fordæm
ingu alls almennings á harð-
stjórn hernámsliðs Sovét-
stjórnarinmar og Uibridht
stjórnarinnar í Austur-Þýzka-
landi. Af gömilum vana er
strax byrjað að bera í bæti-
fléka fyrir þessa samherja. —
„Einmitt margt af því, sem
þarna (þ.e. í leyniskýrslunni)
er gagnrýnt, hefur síðan ger
breytzt til batnaðar", fullyrð-
ir blaðið, án þess þó að nefna
eitt eimasta daemi þess. Marg
ir hafa þó vafalaust áhuga á
því að fræðast um, hvað það
er, st<n „hefur gerbreytzt til
batnaðar í Austur-Þýzka-
landi“ ekki sízt þeir, sem
fylgt h-afa kommúnistum á
undanfömum árum og trúað
hinu hástemmda löfi þeirra
um sælima í Astur-Evrópu —
Þess vegna er það til-laga
Morgunblaðsins, að Þjóð-
viljinn svari t.d. eftirfarandi
apurnimgum:
• Eru kosningar í Austur-
Þýzkalandi ekki lengur
„skrípaleikur einn“?
• Er öll gagnrýni ekki leng
ur „óspart barin niður“?
• Eru blöð og tímariit ekki
lengur „undirgefin rit-
stjórn flokksins og hi-n-
um opimberu ritstjórum
ekki heimilt að birta neitt
án leyfi-s þar til kjörinna
flokksstarfsmanna"?
• Þurf-a sk-áld og rithöfund-
ar ekki lengur „að beygja
sig undir stefnu fldkiks og
ríkis og skrifa í anda
þeirrar stefnu, sem mörk
uð er af flokknum hverju
sinni“?
• Á það ekki lengur við, að
ráðamenn reyni „fyrst og
fremst með valdi að
hindra fól'kið í að koma9t
til Vestur-Þýzkalándis“?
• Er ekki „munur á lægstu
og hæstu launum gífur-
legur“ len-gur í Austur-
Þýzkalamdi?
• Er hætt að skerða lífskjör
in í lamdinu „að ósk verka
manna"?
• Á sú lýsimg ekki lemgur
við, að „hinum ein-stöku
verkalýðsfélögum sé ó-
mögulegt að hafa áhrif
á launin“?
• Verður það nú gert „án
þess að flokkurinn leyfi“?
0 Er Austur-Þýzkaland ekki
lengur „háð Sovétríkjun-
um um efnahagsstefnu
síma, svo og um tilveru
sína sem sjálfstæðs rSk-
is“?
0 Er hætt „að hóta bænd-
um með fangelsun“, ef
þeir ekki lúta boði og
banmi Kommúnistaifllokks
ins og ríkisvaldts hamis?
• Er hætt að kalla arðrán
Sovétríkjanna í Austur-
Þýzkal-andi „stórmann-
lega hjálp Sovétrikjanna
við þýzka aiþýðu-lýðveld
ið“?
• Þora menn nú í Austur-
Þýzkalandi að „setja
nokkra sjálfsteeða skoðun
fram af ótta við, að hún
verði röng fundin, flokks
fjandisamileg o.s.frv., við-
komandi verði síðan refls
að með einhverjum
hætti“?
• Er þessi lýsing úrelt orð-
in: „Flökkurinn hefur rílk
isvaldið í höndum“?
• Eru Kommúmistafldkkur-
imrn og æskulýðssamtöik
hans hætt að hafa „óvið-
urkvæmleg aflskipti af
einkalífi manna“?
Morgunblaðið veit, að
öllum þessum spurningum
verður að svara neitandi.
En allir verða að njóta
sannmælis. Því skal Morg
unblaðið fúslega viður-
kenna, að á einu sviði hef
ur kommúnistastjórninni
og Sovétyfirvöldunum í
Austur-Þýzkalandi tekizt
að vinna einstakt afrek síð
an íslenzku stúdentarnir
sömdu leyniskýrslu sína,
þ.e. í byggingariðnaðinum:
Þeim hefur tekizt að um-
lykja heilan borgarhluta
með múrsteinum og gadda
vír!
Áður en þeir Moskvu-
menn á Þjóðviljanum,
byrja á því að svara spurn
ingunum hér að framan
viljum við þó benda þeim
á eitt atriði, sem ætti að
geta orðið höfuðsönnun
þeirra fyrir því, að allt
hafi nú „gerbreytzt tiil
batnaðar í Austur-Þýzka-
landi“: Síðan leyniskýrsl
an tii Einars Olgeirssonar
var skrifuð hafa a. m. k.
760 þúsund Austur-Þjóð-
verjar til viðbótar flúið
kúgunina!
Yfir 2 þús. lestir
af lifur fil Eyja
Vestmannaeyjum 27. apríl.
NOKKUÐ má marka hvernig
aflabrögð hafa gemgið af því lifr
armagni, sem komið er á land
hverju sinni. Fyrir þá, sem láta
sig nokkru skipta aflabrögð
og gaman hafa af að fylgj-
ast með aflabrögðum, skal
þeas getið, að Lifrarsamlag
Vestmannaeyja hafði í gær tek-
ið á móti 2083 smálestum af lifur
á þessari vertíð. Á sama tíma
1961 var magnið 1337 smálestir,
1960 317-9 smálestir og 1959 3501
smálest. 1953 3136 smálestir á
sama tíma.
Rétt er að hafa í huga í sam-
bandi við samamburð, að vertíð-
in í fyrra hófst ekki fyrr en með
marz og var þar af leiðandi nær
helmingi styttri en venjulega.
Mjög hefir dregið úr afla sein-
ustu daga, sérstaklega þó vestur
á Selvogsbanka, en austur í
Meðallandsbugt, en þar er meiri
hluti flotans að veiðum, hefir
bátur og bátur verið að fá all-
góðan afla. Nokkrir bátar eru
þegar hættir með net og hafa
ýmist tekið upp veiðar með líntl,
eða farið á síldveiðar.
— Bj. Guðm.
Gjaldskrá fyrir
verkfræðistörf
breytt
VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands hefur ákveðið breytingu
á gjaldskrá sinni fyrir ráðunauta
störf verkfræðinga og kemur hún
til framkvæm-da 1. maí. Blaðið
spurðist fyrir um þetta hjá
Hinrik Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra félagsins I gær.
Sagði hann að endurskoðun á
gjatdskránni hefði staðið yfir '
undanfarið ár og hefði gjald-.
skráinni verið umsnúið, sumt
lækkað og annað hækkað og
fært milli flokka og værl gjald-
srá verkfræðinga nú sniðin eftir
gjal-dskrá verkfræðinga 1 ná-‘
grannalöndunum, aðallega í Nor-
egi.
IJtankjörstaðakosning
Utankjörstaðakosning hefst n.k. sunnudag 89. april. Þelr
sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönn-
um, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá
borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum sem tala isienzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGA-
SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga
kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga ki. 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 6 II hæð
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðsluna.
Skrifstofan er opin daglega frá ki. 10—10. Símar 20126 og >
20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20129.
Yf Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
er í Morgunblaðshúsinu Aðalstræti 6 II. hæð. Skrifstofan
er opin alla daga frá kl. 10—10.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi
kosningarnar.
Athugið hvort þér séuð á kjörskrá i síma 20129.
— • —
Gefið skrifstofunnl upplýsingar um fólk sem verður fjar-
verandi á kjördag innanlands og utanlands.
— • —
Símar skrifstofunnar eru 20126—20127.
1
Flugfélagið
Bændahöllina
Volhöll ú Þing-
völlutn til söiu
FLUGFÉLAG ÍSLANDS er flutt
á 4. hæð í húsi Bændahallarinn
ar og þar með hafa verið samein
aðar undir einu þaki allax skrif
stofur flugfélagsins nema sölu-
skrifstofa-n, sem verður áfram í
Lækjargötu 4.
Það sem flytur í Bændaihöllina
er aðalskrifstofan, sem var á
Reykjavíkurflugvelli, milliianda
flug- og upplýsingastarfsemi fé-
lagisins* úr Lækjargötu 6B og
bók'haldið úr hornihiúsi Frak-ka
stígs og Lindargötu. Tekur Flu-g
félagið alla 4. hæðin í Bæn-da-
höllinni.
Flutningar hafa staðið jnfir í
3 daga og verður opnað á nýja
staðnum 2. maí, en sá dagur er
talsverður merkisdagur í sögu
Flugfélagsins, því þánn dag var
fyrsta innan-landsflugið farið. —
Væntir Flugfélagið sér góðs af
því að hafa nú sameinað aila
sína starfsemi.
VALHÖLL á Þingvöililum hefur
nú verið auglýst til sölu, en eig-
andi er hlutafélagið Vallhöll h.f.,
framlkvæmdastjóri Ragnar Guð-
laugsson, veitingamaðuir. Þetta
hlutafélag hefur rekið veiti-nga-
starfsemi á Þingvöilum í 17 ár
samfleytt, keypti Valhöll vorið
1944 og sá Pétur Daníelsson, veit
inga-maður um veitingar þar
fram yfir Lýðveldi-shátiðina.
Húsið var flutt af völlunum
fyrir innan brúna fyrir Alþing
ishátíðina 1930, þ.e.a.s. litla hús
ið, sem nú er í miðjunni. Jón
Guðmundis-son frá Brúisastöðuim
tók þá við veitingarekstri og var
stóri salurinn byg-gður við hiúsið
fyrir hátíðina, en seinna var
bætt vð skála.
Nú hefur Vaihöll sem sagt
verið auglýst til sölu og mun ætf
unin að vita hvort aðrir aðilar
hafa ekki áhuga á að halda
þar áfram greiðasölu