Morgunblaðið - 03.05.1962, Page 15

Morgunblaðið - 03.05.1962, Page 15
Fimmtudagur 3. mai 1962 MORGVISBLAÐIÐ 15 Séð eftir Hrihgbrautinni, einni fjölförnustu götu borgarinnar. — Gatnakerfið Framh. af bls. 1 á það bent, að mjög komi til greina að flýta ýmsum liðum áætlunarinnar, þegar fengnir væru fastir tekjustofnar, sem staðið gætu undir lántöku. Kem ur þá til álita sparnaður við framkvæmd- í stærri áföngum í einu og sparnaður í viðhaldi á þessum köflum, sem þannig yrðu fullgerðir fyrr. Gæti svo farið, að þessi sparnaður jafn- gilti vaxtakostnaði af lántök- um, auk þess sem óbeinn vinn- ingur, svo sem hollusta og þæg- indi verða vart metin tii fjár. ★ Núverandi ástand gatna- kerfisins Eins og nú er ástatt má heita, að allur gamli bærinn, norðan Hringbrautar og vestan Rauðarárstígs, sé með malbikuð um akbrautum og kantlögðum gangstéttum. Á helztu aðalbraut ir frá gamla bænum, svo sem Borgartún, Suðurlandsbraut, Miklubraut og Reykjanesbraut, er komið malbik eða steypa að verulegu leyti. 1 öðrum hverf- um borgarinnar er gatnagerðin mjög mislangt komin. Árið 1954 var byrjað að ganga endanlega frá götum í nýjum hverfum hvað undirbyggingu gatnanna snertir, en fram að þeim tíma voru göturnar yfir- leitt ekki settar í rétta hæð eftir fyrirfram ákveðinni hæð- arlegu, heldur eingöngu settur ofaníburður ofan á landið, eins og það kom fyrir og þær mynd aðar þannig. Þau hverfi, sem þannig' er ástatt um, eru: Skjól- in, meginhluti Rauðarárholts og Hlíða, Túnin, Teigarnir og elzti hluti Langholtshverfis. Þau hverfi, þar sem gengið hefur verið frá undirbyggingu gatnanna, eru hirts vegar: meg- inhluti Smáíbúðahverfis, Heim- ar, Laugarás- og Lækjarhverfi, Múlahverfi, Leitin, Mýrar, Busturhluti Hlíðahverfis og meg inhluti Hagahverfis. Samanlögð lengd malbikaðra eg steyptra gatna vestan Elliða áa og norðan borgarmarka í Fossv.ogi, er um 59 kílómetrar. — Flatarmál malbikaðra og Bteyptra akbrauta þessara gatna er um 493 þúsund fermetrar. — Flatarmál hellulagðra gang- etétta á þessu svæði er um 104.700 fermetrar. ★ Gengið verður frá 94 km næstu 10 ár Svo sem fyrr segir er í þess *ri heildaráætlun gert ráð fyr- ir, að eftir áratug verði lokið við að fullgera aliar götur borg •rinnar nema í þeim hverfum, eem gerð verða byggingarhæf •íðustu þrjú árin, þ.ea.s. 1970— 1972. Nær áætlunin yfir svæðið vestan Elliðaáa, að borgarmörk- um í Fossvogi og á Seltjarnar- nesi. Er miðað við núverandi ástand gatnanna og jafnframt reiknað með holræsum og niður fallaleiðslum, þar sem slíkt er ekki fyrir hendi, en þeim göt- um sleppt er liggja á svæðum, sem óskipulögð eru og líklegt þykir, að komi ekki til með að falla inn í væntanlegt skipulag. Áætlimin nær einnig til aðal- umferðaræða sem ókomnar eru, svo sem Elliðavogs, frá Klepps- vegi, að Suðurlandsbraut og Kringlumýrarbrautar, frá Sig- túni, að borgarmörkum í Foss- vogi. Jafnframt er innifalið í áætluninni fullnaðarfrágangur á götum og holræsum á svæðum, er reikna má með, að gerð verði byggingarhæf á næsta áratug. Samkvæmt fenginni reynslu þykir hæfilegt að reikna þessa árlegu viðbót við gatna- og hol- ræsakerfið um 3,5 km. að við- bættum 0,5 km. kafla að aðal- holræsum frá svæðunum. Heildarlengd þeirra malar- gatna og ógerðra gatna, sem reiknað er með að fullgera í áætlun þessari, er um 94 km., þar með eru taldar þær aðal- umferðargötur, sem áður er get ið. Flatarmál þessara gatna er um 2206 þús. ferm. ic Gangstéttir verða hellu- lagðar í áætluninni hefur verið reiknað með hellulögðum gang stéttum, þótt stofnkostnaður sé meiri við þær en við steyptar eða' malbikaðar gangstéttir. — Hellulögð gangstétt hefur þann kost fram yfir bæði steyptar og malbikaðar stéttir, að hægt er auðveldlega að komast að lögn- unum í gangstéttunum til við- gerða og síðan leggja hellurnar að nýju með lítilli rýrnun, að viðgerð lokinni. Auk þess eru hellulagðar gangstéttir að jafn- aði endingarbetri og áferðafall- egri, en hins vegar er vinna við hellulagninguna bæði sein- leg og kostnaðarsöm. ★ Malbik og steinsteypa í slitlag í áætluninni er yfirleitt reiknað með malbiki sem slit- lagi, þar sem mikið er um lagn ir í akbrautum íbúðahverfa. Á helztu umferðaræðum hefur þó verið reiknað með steyptum ak- brautum. Ef um litlar íbúðagötur er að ræða, nægir að hafa tiltölu- lega þunnt malbiksslitlag, en á stærri götum, dreifigötum og að alumferðaræðum verður það að vera þykkra til að þola um- ferðina, og sums staðar eru not uð tvö eða fleiri lög, undirlag og slitlag. Þar sem um mjög leiðslur í sjálfri akbrautinni. it Olíuborinn ofaniburður óheppilegur í borgum Olíuborinn ofaniburður, sem er mjög ódýr í framleiðslu, hef- ur verið notaður á vegum, en þykir ekki heppilegur í borg- um, þar sem af honum stafar mikill óþrifnaður. Slitlag, sem þannig er úr garði gert, ermjög laust í sér, og er um töluvert grjótkast að ræða undan farar- tækjum. Einnig þarf lagið að vera það feitt til þess að binda ofanlburðinn, að það vill fest- ast við skófatnað fólks og ber- ast þannig inn í hífoýli manna. if Suðurlandsbraut dýrust Þá er í áætluninni bæði gerð grein fyrir heildarkostnaði við fullnaðarfrágang alls gatna- kerfis borgarinnar og kostnaði við fullnaðarfrágang einstakra gatna. Þar kemur í ljós, að kostnaður muni verða mestur við gerð Suðurlandsbrautar, 48 millj. kr., Kringlumýrarbrautar 39,9 millj. kr., Miklubrautar 34,2 þunga umferð er að ræða, er gjarnan notuð steypa, ýmist jámbent, eða ójárnbent. Er hún helzt notuð, þar sem lítið er um millj. kr., Elliðavogs 29,8 millj. kr. og Kleppsvegs 24,1 millj. kr. ic Gatnagerðarverkin sjálf kosta 641 millj. kr. Samkvæmt yfirlitinu um kostnað við fullnaðarfrágang einstakra gatna í borginni er heildarkostnaður við fullnaðar- frágang þeirra allra 680 millj. kr. Þar af kostar fullnaðarfrá- gangur af því sem eftir er í gamla bænum 42,2 millj. kr. Er hér miðað við ástand gatnakerf isins 1 lok marz þessa árs. Fram til næstu áramóta er gert ráð fyrir að vinna við gatna- og holræsaverk kosti 39 milljónir króna. — í þessari á- ætlun er því reiknað með, að á árunum 1963—1972 þurfi að ljúka við gatnagerðai'verk fyrir um 641 millj. kr. ic Kostnaður við að gera ný svæði byggingarhæf 268 millj. kr. Ennfremur verður á þessu tímabili að gei-a ný svæði bygg- ingarhæf, og er heildarkostnað- ur við þær framkvæmdir á næsta áratug áætlaður um 268 millj. kr., þar sem kostnaður við að gera malargötu, ásamt tilheyrandi ræsum reynist vera um helmingur kostnaðar við fullgerða götu. I ÍC Heildarkostnaður 909 millj. kr. Áætluð fjárþörf til gatna- og holræsagerðar næsta áratug reynist því vera: 641 + 268, þ.e. 909 millj. kr. Sé reiknað með að sú fjár- veiting, sem borgarsjóður hefur veitt til þessara framkvæmda, hækki úr þeim 41,5 millj. kr., sem nú er, upp í 45 millj. kr. 1963 og úr þvi árlega um 5 millj. kr., verður það samtals 675 millj. kr. á árunum 1963— 1972. Er því nauðsynlegt að fá auk ið fjármagn til þessara fram- kvæmda, og er í áætluninni reiknað með nýjum tekjustofni að upphæð 17 millj. kr. til þess ara framkvæmda árið 1963, en síðan ykist sú upphæð um ca 7% árlega. Næmi þá heildarupp hæð hennar 234 millj. kr. á hinu 10 ára tímabili. ÍC Veruleg fjölgun starfs- manna óþörf Enda þótt reiknað sé með, að framkvæmdir aukist frá ári til árs mun ekki þurfa að fjölga starfsmönnum gatnagerðarinnar verulega, þar sem aukning fram kvæmda stafar aðallega af betri vélakosti með meiri afkasta- getu. Ennfremur verður um mjög aukna notkun á dýru efni að ræða, svo sem malbiki og steinsteypu. ÍC Framkvæmdaáætlunin Þá er í tillögu borgarverk- fræðings yfirlit um fyrirhugaða röð hinna einstöku fram- kvæmda, en borgarstjórn mun ekki að svo stöddu ákveða röð þeirra endanlega. Má þó búast við, að í stórum dráttum verði framkvæmdunum hagað á þann veg, sem borgarverkfræðingur leggur til, eða á þessa leið: * Árið 1963 Engihlíð, Reykjahlíð (Mikla braut — Eskihlíð), Mjóahlíð, Barmahlíð, Mávahlíð, Drápuhlíð, Blönduhlíð, Eskitorg, Litlahlíð, Hamrahlíð (Langahlíð — Stakka hlíð), Stakkahlíð, Skaftahlíð (Langahlíð — Stakkahlíð), Ból- staðahlíð (Langahlíð — Stakka- hlíð), Úthlíð, Flókagata (Langa hlíð — Stakkahlíð), Háteigsveg ur (Langahlíð — Stakkahlíð). Höfðatún, Nóatún (Borgartún — Laugavegur), Hátún, Miðtún, Samtún, Laugarnesvegur (Laugavegur — Sundlaugaveg- ur), Sigtún (Nóatún — Laugar- nesvegur). Mikiabraut (Háaleitisbraut — Grensásvegur). ★ Árið 1964 Sigtún (Laugarnesvegur — Reylcjavegur), Laugateigur, Hof teigur, Kirkjuteigur, Hraunteig ur, Reykjavegur, Gullteigur, Helgateigur, Silfurteigur, Hrísa- teigur, (Kirkjuteigur — Sund- laugavegur). Laugarnesvegur (Sundlauga- vegur — Kleppsvegur), Lauga- j lækur, Hrísateigur (Sundlauga* vegur — Laugalækur), Otrateig ur, Kleppsvegur (Laugarnesveg ur — Brekkulækur, lokag.), Kleppsvegur (Laugarnesvegur — Brekkulækur). Hofsvallagata (Nesvegur — Ægisíða), Ægisíða (Hofsvalla- gata — Dunhagi), Hjarðarhagi, Tornhagi, Dunhagi, Kvisthagi, rómasarhagi, Fálkagata, Fjall- iagi, Suðurgata (Melatorg — Fálkagata). * Árin 1965—68 Ægisíða (Dunhagi — Star- hagi), Suðui-gata (Fálkagata — itarhagi), Starhagi, Lynghagi, Jrímshagi, Reykjavíkurvegur, \ragata, Oddagata, Sturlugata Aragata — Menntabr.), Mennta braut. Rauðalækur, Bugðulækur, Brekkulækur, Dalbraut (Klepps vegur — Sundlaugavegur), Kleppsv. (Brekkulækur —DAS lokalg.), Kleppsvegur (Brekku- lækur — DAS, önnur akbraut), Sporðagrunn, Selvogsgrunn, Laugarásvegur, Brúnavegur, Kleifarvegur, Vesturbrún, Aust- urbrún. Flókagata (Rauðarárstígur — Langahlíð), Háteigsvegur Rauð- arársíígur — Langahlíð), Reykja hlíð (Háteigsvegur — Flóka- gata), Þverholt, Einholt, Stakk- holt, Mjölnisholt, " Meðalholt, Stórholt, Stangarholt, Skipholt (Stórholt — Nóatún), Brautar- holt (Stórholt — Nóatún), Kringlumýrarbraut (Miklabraut — Laugavegur). Dyngjuvegur, Hólsvegur, Ás- vegur, Dragavegur, Kleppsvegur (Kambsvegur — Skipasund, lokalg.), Kambsvegur, Hjalla- vegur, Langholtsvegur (Klepps- vegur — Dyngjuvegur), Efsta- sund, Skipasund, Holtavegur, Sunnuvegur, Brákarsund, Dreka vogur, Njörvasund, Sigluvogur, Hlunnavogur, Skeiðarvogur (Langholtsvegur — EUiðavog- ur), Barðavogur. Álfheimar (Suðurlandsbraut | — Langholtsvegur), Sólheimar, Glaðheimar, Goðheimar, Ljós- heimar, Gnoðarvogur (Álfheim- ar — Skeiðai-vogur). Kaplaskjólsvegur, Nesvegur (Hofsvallagata — borgarmörk), Ægisíða (Hofsvaliagata (Grana- skjól), Kaplaskjól, Faxaskjól, Sörlaskjól, Granaskjól, ónefnd gata við Sundlaug Vesturbæjar, Hagamelur (Hofsvallagata — Kaplaskjólsvegur); Meistaravell ir. Grensásvegur (Suðurlands- braut — Miklabraut). Hamrahlíð (Stakkahlíð — Kringlumýrarbraut), Bogahlíð, Stigahlíð, Grænahlíð, Háahlíð, Hörgshlíð, Kringlumýrarbraut (Miklabraut — Hamrahlíð). Skipholt (Nóatún — Háteigs- vegur), Bólstaðahlíð (Háteigs- vegur — Stakkahlíð), Brautar- holt (Nóatún — Skipholt), Bol- holt, Háteigsvegur (Stakkahlíð — Bólstaðahlíð), Vatnsholt, Hjálmholt, Skaftahlíð (Stakka- hlíð — Bólstaðahlíð). Háaleitisbraut (Miklabraut — Brekkugerði), Hvassaleiti, Stóra gerði, Smáagerði, Brekkugerði, Heiðargerði, Hvammsgerði, Skálagerði, Grensásv. (Mikla- braut — Bústaðavegur). Sogavegur, Réttarholtsvegur. Skeiðarvogur (Gnoðarvogur — Langholtsvegur), Snekkju- vogur (Ferjuvogur — Elliðavog- ur), Gnoðarvogur (Skeiðarvogur — Eikjuvogur), Langholtsvegur (Drekavogur — Suðurlands- braut), Nökkvavogur, Karfavog- ur, Ferjuvogur. Akurgerði, Grundargerði, Breiðagerði, Bakkagerði, Teiga- gerði, Steinagerði, Hlíðargerði, Melgerði, Mosgerði, Háagerði, Búðargerði, Hæðargarður, Hólm garður, Bústaðavegur (Grensás- vegur — Réttarholtsvegur). Hamarsgerði, Langagerði, Ás- garður, Bústaðavegur (Réttar- holtsvegur — Tunguvegur), Tunguvegur, Litlagerði, Skógar- gerði, Rauðagerði, Borgargerði, Brautargerði, Ásendi, Básendi, Garðsendi. Miklaforaut (Grensásvegur — Suðurlandsbraut), Háaleitisbi-aut Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.