Morgunblaðið - 04.05.1962, Síða 15
Fösíudagur 4. maí 1962
UORGVNBL AÐI&
15
Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson eru meðal
Iþeirra, sem skemmta á skemmtun Lionsklúbbsins Þórs á
sunnudag. Sýna þeir leikþátt, sem Haraldur hefur samið.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
é>lýstárleg skemmtun næsta sunnudag:
Kunnir borgarar
skemmta í Háskólabíói
til ágóða tyrir Bláa bandið
liIONS-klúbburinn ÞÓR efnir til
nýstárlegrar skemmtuniar næst-
komandi sunnudag í Háskólabiói.
Allir þeir, sem þarna koma fram
til þess að skemmta, eru félagar
í Þór. Allur ágóði rennur til
Bláa bandsins.
Skemmtunin (hefst kl. hólfiþrjú
etfir hádegi. Haraldur Á. Sigurðs
son, sem er kynnir skemmtunar-
innar, tekur fyrstur til máls,
en síðan flytur Friðfinnur Ólafs-
son prologus. Þú heldur Tómas
Guðmundsson ræðu.
Næsta atriði er svo vísnaþátt-
ur, Sigurður Benediktsson býður
upp á Friðfinn Ólafsson, Guð-
mund Benedi'ktsson, Helga Sæ-
mundsson og Jöhann Fr. Guð-
mundssion. Þá flytur Þórarinn
Þórarinsson ræðu, en síðan verð-
ur tónlist, sem Jón Þórarinsson
sér um ásamt Jakobi Hafstein og
Þorsteini Hannessyni.
Nú verður gert hlé á skemmti
atriði, en að því loknu heldur
Helgi Sæmundsson ræðu. Að
henni lokinni flytja þeir Bryn-
jólfur Jóhannesson og Haraldur
Á. Sigurðsson leikþátt, sem sá
síðarnefndi hefur samið. Að lok-
uon mælir Jónas Sveinsson kveðju
orð.
Halldór Pétursson mætir kl. 2
í anddyri og teiknar þá, sem
það vilja.
Eins og skemmtiatriðaskráin
ber með sér, er hér um mjög
óvenjulega og fjölbreytta skemmt
un að ræðs, sem ekki ber að
efa, að verði vel sótt. Þeir, sem
sjá um að skemmta gestum, eru
allir góðkunnir borgarar. Ekki
ætti það að spilla aðsókninni,
að gott rnálefni er stutt með
skemmtuninni, því að allur ágóði
rennur til Bláa bandsins, eins og
fyrr segir.
Ákveðið hefur verið, að
skemmtunin verði ekki endur-
tekin. Aðgöngumiðar kosta 75
kiónur, og verður fiorsala á þeim
í bókaverzlunum Lárusar Blön-
dals í Vesturveri og á Skóla-
vörðustíg.
30.000 blökku-
menn í verkfalli
Hvítir starfsbrœður styðja þá
r. Ndoda, Norður Rhodesíu, —
3. maí — AP —
Þrjátíu þúsund afríkanskir
námuverkamcnn í koparbeltinu
I Norður-Rhodesíu hafa nú gert
alvöru úr hótunum síum um að
gera verkfall til stuðnings kröf
um sínum um hærri laun. Þeir
miða kaupkröfur sínar við laun
hvitra námuverkamanna, sem
eru þrefalt hærri en laun blökku
manna.
Síðdegis í dag tilkynntu hvitir
námaverkamenn að þeir styddu
einhuga verkfall blökkumanna.
Til þess að fara þó að lögum,
segjast þeir munu koma áfram til
vinnu á hverjum morgni og
dveljast á vinnustað, eins og
venjulega — en þeir muni ekki
taka til hendi.
Að verulegu leyti sí_.»dur
þetta verkfall í sambandi við
þær ýfingar sem nú eru í stjóm
málum Rhodesíiu og kröfur
blökkuimanna um sjálfstæði og
upplausn Mið-Afríkusambands-
ins. Haldi verfcfallinu lengi á-
fram verður af því gífurlegt efna
hagslegt tjón. Verfcfallið tekur
til starfsmartna sjö fcoparnáma.
Nouðsyn uukinnur menningur-
legrur sumvinnu Norðnrlundu
Úr fyrirlestri Henriks Grotbs
SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudags-
kvöld flutti formaður Nor-
ræna félagsins í Noregi, hinn
kunni fyrirlesari Henrik
Groth fyrirlestur sinn í há-
tíðasal Háskólans, er hann
nefndi: „Norden og Verden“.
Groth lagði megináherzlu á
það í fyrirlestri sínum að Norð
urlöndin væru að sogast inn í
stórveldi heimsins hvert út af
fyrir sig. Þetta væri þrátt fyr-
ir það að á síðustu árum hefði
margt verið unnið raunhæft á
sviði norrænnar samvinnu.
Aðdráttarafl stórveldanna
bæði á sviði efnahags og menn-
ingarmála væri að eyðiléggja
árangur menningarsamvinnu
Norðurlandanna og þyrftu þau
því að stórauka sína eigin menn
ingarbaráttu hvert fyrir sig og
sameiginlega.
Groth kvað innbyrðis kala
Norðurlandaþjóðanna hver til
annarrar, er byggðist á fornum
samskiptum þeirra nú að mestu
horfinn og meðal æsfcufólks
gætti hans nánast ekki.
Þrátt fyrir þetta væru þessar
þjóðir ekki naesta líkar. Norræn
samvinna byggðist heldur ekki
á sameiginlegum þjóðareinkenn
um fyrst og fremst heldur á sam
eiginlegum örlögum þessara
þjóða í heiminum.
Mörg dæmi nefndi fyrirles-
arinn um raunhæfa samvinnu
Norðurlandaþjóðanna, svo sem
samninga á ýmsum sviðum.
Þróun ýmissa þjóða til sam-
einingar færi nú hratt yfir og
ekki væri sýnilegt annað en
Norðurlöndin rynnu skipt inn
í þær heildir. Gat hann Efna-
hagsbandalags Evrópu sem dæm
is þar um.
f menningarlegu tilliti beind-
ist hugur einstaklinganna til
bókmennta kinna stærri þjóða
og þá fyrst og fremst hinna
enskumælandi, en efcki innibyrð-
is milli þessara þjóða.
Ræðumaður kvað íslenzkar
bókmenntir eiga í stöðugri bar-
áttu fyrir tilveru sinni. Til þess
að auðvelda þessa baráttu kvað
hann raunhæfar aðgerðir verða
að koma - til á hinum - Norður-
löndunum. Stig í þá átt væri
fcennzla nútíma íslenzku, er
'hæfist á næsta hausti 1 norsk-
um menntaskólum. Hann nefndi
jþetta sem dæmi um það hvernig
Norðurlöndunum bæri að vinna
raunhæft saman að því að
styrkja bókmenntir sínar inn-
byrðis. Það þyrfti að reka raun-
hæfa menningarbaráttu og hún
yrði Norðurlöndunum styrkur
til sameiningar í heild í þjóða-
samruna nútímans.
Snjóþungi
í Fljótum
Bæ á Höfðaströnd, 2. maí. 1
HÉR í innsveitunum er mjög /
gott veður og grær óðum. —J
Vegir eru með versta móti.l
tJti í Fljótum skiptir um við 1
Haganesvík. Þar fyrir fram-í
an eru aðeins komnir hnott-
ar upp. Fyrir tveimur dög-
um var farið að moka af veg
um úti í Fljótum. Voru þá á
vegum upp undir fjögurra
metra skaflar. Þótt snjórinn
sé enn svona mikill þarna, er
samt farið að tala um að
opna Sigluf jarðarskarð. Hygg
ég, að farið verði að moka
af veginum yfir Lágheiði til
Ólafsfjarðar.
Ef nógu langt er sótt á mið
virðist vera nógur fiskur, en
innfjarða er lítil veiði. Grá-
sleppuveiði er mikil og farið
er að verða vart við sUung.
— Björn.
i
Þer getið notið fegurðaríeyndardóms Pascaíe Petit
LiUX
HANDSÁPA
„Bjart og fallegt hör-
and er grundvöllur
fegurðar“, — segir
Pascale Petit.
Kvikmyndastjörmir
eins og Pascale Petit
láta LUX um að
halda hörundi sinu
björtu og fallegu.
LUX handsápa fer
með húðina af þeirri
mýkt og nærfærni,
sem aðeins er á færi
LUX.
Öðlist sjálfar hör-
undsblæ kvikmynda-
stjarnanna.
Pascale segir: „Gæt-
ið hörunds yðar eins
og ég, — notið jafn-
an LUX handsápu.**
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
hvít, bleik, blá, græn og gul
X-LT* Hl/lCS-M