Morgunblaðið - 04.05.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.05.1962, Qupperneq 16
16 MORGVNBL AÐIÐ Föstudagur 4. maí 1962 Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún og fiður held ver. Seljum gæsa- dúnssængur og kodda í ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin, Kirkjuteigi 29, sími 33301. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir i marg ar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. Sími 24180. Amerískar kvenmoccaslur SKÓSALAN Laugavegi 1. Brauðstofan Sími 16012 Vesturgötu 25 Smurt brauð, Snittur, Öl, Gos og Sælgæti. — Opið frá kl. 9—23.30. Óiiýru prjdnavörurnar seldar í dag eftir kl. J CUarvörubúðin Þingholtsstræti 3. Smurt brauð og snitlur Qpið frá kl. 9—11,30 e.b- Sendum heim. Brauðborg irakkastíg 14. — Sími 18680 Brotajárn og málma kaupír hæsta verðí. Arinbjörn Jónsson Sölvhólsgötu 2 — Simi 11360. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 VITA-BAR á horni Vitastígs og Bergþórugötu. Snittur, snmrt brauð og kaldur matur afgr. út. Egg og bacon, vinarsnitzel, öl, káffi o. fl. Opið frá kl. 6 að morgni til kl 11,30 að kveldi. Góð og fljót afgreiðsla. Guðný Guðmundsdóttir F.: 26. febr. 1863 D.: 25. apríl 1962. HEIL ÖLD, það er langur tími! Hversu margt hlýtur það að vera, sem við hefir borið á heillar aldar ævi. Sá, sem um þessar mundir -hefir hundrað ár að baki, hefir á ævileið sinni stigið yfir breiðasta bilið, sem þjóðarsagan okkar þekkir, fra upphafi vega. — Um miðja síð- ustu öld rikti hér fullkomið miðaldalíf, — tiltölulega svip- að og það hafði verið á undan- förnum öldum. — í dag horfum við mót rísandi atómöld. — Þá JÓN N. SIGURÐSSON Málflutnin-gsskrifstofa hæstaréttarlögmaður Sími 14934 — Laugavegi 10. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON bæstaréttarlögmen Þórshamri. — Síml 11171 iSOtWfiVltf'* Húnvetningar — Húnvetningar Fermingarföt Ferraingarkápur skyrtur slaufur skór pils blússur peysur Til fermíngargjafa Svefnpokar — Bakpokar — Tjöld — Veiðistengur — Mynda- irélar — Japanskir borðlampar — Veiðihjól — Rafmagns grammifónar — Standlampar o. m. fl. MATVARA — FÓÐURVARA — BÚSÁHÖLD VÖRUR MEÐ HVERRI FERÐ. Verzlunarlélagið VALIiR Blönduósi. IMotuð húsgögn gjörbyltingu, sem þessi tími geymir í skauti sér, getur eng- inn gert sér grein fyrir, nema sá einn, sem hana hefir lifað. f dag verður önnur elzta kon- an í Keflavíkurkaupstað. Guð- ný Guðmundsdóttir, til moldar borin. Hún kvaddi þennan heim með nærfellt hundrað ár á herð um . Guðný fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Karitas Guðlaugsdóttir og Guðmundur Sveinss-on. Hún ólst upp með móður sinni, þar eð faðir henn- ar lézt á meðan hún var á bernskuskeiði. í Keflavík dvöld- ust þær mæðgur að mestu leyti, þar til Guðný var 15 ára. Þá lá \eið hennar austur í Fljótshlíð. Þar var hún vinnukona að Háa- múla um 5 ára skeið. Dvölin þar eystra varð henni mjög minnisstæð ávallt síðan. HIús- 'bændur hennar, fólkið, sém þar varð á vegi hennar, — og síð- ast en ekki sízt Hlíðin sjálf, áttu svo sterk ítök í huga hennar, að á hinar björtu minningar henn- ar þaðan féll aldrei fölvi til endadægurs. Úr Fljótshlíðinni lá svo leið- in til Keflavíkur á ný. Þar réð- ist hún til starfa hjá Norðfjörð kaupmanni og var starfsstúl’ka á heimili hans næstu 5 árin. Norðfjörðsheimilið stóð, eins og að líkum lætur. flestum ’heimilum þar um slóðir fram- ar, hvað snerti myndarskap og menningarbrag allan, á þeirr'a tíma mælikvarða. — Dvölin þar reyndist Guðnýju líka næsta notadrjúg. Að eðlisfari var hún gædd mörgum þeim eiginleikum, er góða húsmóður mega fegurst prýða, — og því notaði hún sér óspart þá margháttuðu mögu- leika, sem þetta fyrirmyndar- heimili veitti henni til náms og þjálfunar í hinum víðtæka verka hring húsmóðurinnar, og það sýndi hún jafnan síðar, að hún kunni vel að færa sér fengna reynslu í nyt. — Þegar Guðný var 25 ára að aldri, þá giftist hún unnusta sínum, Sigurði Gunnarssyni frá Kiðafelli í Kjós. — Þau stofn- uðu heimili í Keflavík og bjuggu þar allan sinn búskap. að und- antekinni eins árs dvöl í Reykja vík — eða um það bil. — Fyrstu árin var Sigurður ut- anbúðarmaður við Edinborgar- verzlunina í Keflavík En síð- ar sneri hann sér að sjónum og gerðist athafnasamur útgerðar- maður, þegar fram liðu stund- ir. Hann var t.d. einn hinna fyrstu þar syðra, sem hófu vél- bátaútgerð. Vettvangur Guðnýjar var heimilið. Innan vébanda þess rækti hún sitt ævihlutverk af frábærri umhyggju, alúð og at- hafnasemi. Meðfæddur og áunn inn myndarskapur hennar á sínu sviði var slí'kur, að heimili henn ar var almennt talið af þeim, sem til þekktu, meðal hinna fremstu í sinni röð. — Þau hjónin, Sigurður og Guð- ný, eignuðust 7 börn. Tvö þeirra, það elzta og vngsta. létust í frumbernsku. Hin 5 eru öll á lífi. Þau eru þessi, talin í ald- ursröð: Guðrún, gift Eyþóri Þórðarsyni, sjómanni í Hafnar- firði, Guðmundur, ókvæntur, dvelst í Reykjavík, Rósa, kaup- kona í Reykjavík, ekkja. Gunn« ar, sjómaður í Keflavík, kvænt« ur Maríu Jónsdóttur og Sigur- veig, gift Friðrik Þorsteinssyni, forstjóra í Keflavík. Dóttursonur þeirra, Axel Eyj« ólfsson, bifreiðarstjóri í Kefla- vík, ólst einnig upp hjá þeim. Og eftir lát Sigurðar var hann áfram hjá ömmu sinni »g á hennar vegum öll sín uppvaxt- arár. Sigurður er nú látinn fyrir allmörgum árum. Hann varð bráðkvaddur hinn 3. júní árið 1930. Eftir lát manns sins dvaldist Guðný á heimili sona sinna til ársins 1938. Þá fluttist hún til Sigurveigar dóttur sinnar og þeirra hjóna, og 1 skjóli þeirra lifði hún upp frá þvi. Á heim- ili þeirra átti hún fagurt og frið sælt ævikvöld. — Þar var hún umvafin hvers konar umhyggju, sem þau hjónin gátu henni í té látið. Og ekki létu börn þeirra sitt eftir liggja á því sviði. Enda var jafnan hið nánasta kærleiks samiband milli hennar og þeirra. Allt það sem Guðnýju var vel gert, var hún innilega þakklát fyrir. Og þakklæti sitt tjáðí hún ekki aðeins i orðum, heldur og í athöfnum sínum öllum. Hún var sífellt þakklát, — sífellt glöð og létt í lund — og sístarfandi, fram til hinztu stundar. — Guðný var einstaklega heilsu- góð alla sína ævi. Hún var fag- urt og hugljúft gamalmenni — og bar ávallt með sér fríðleika og yndisþokka fyrri ára. — Hún var prúð í dagfari, — hæglát og hlédræg í fasi og framgöngu allri. Og öllum þeim, sem hún átti samleið með. var hún elsku leg, hlý og góð. — Líkams- og sálarkröftum sínum hélt hún ótrúlega lítt skertum fram á allra síðustu ár. Hún fékk hægt andlát. Hún leið útaf eins og lítið, saklaust barn við móður- barm. — Hafi hún þökk fyrir heillar aldar ævidag. Megi kærleikans Guð, sem gætti hennar alla tíð og gaf henni þrek og styrk til að standast í starfi og stríði ævidags ins, vefja hana heilögum örmum elsku sinnar, — signa hana og blessa, — og krýna hana hæstum heiðri hins trúa þjóns, — við síðasta sólarlag. Guð blessi ástvinum hennar öllum hugþekkar og hjartfólgn- ar minningar. Megi þser vekja Ijúfan söng í sál — og senda ylgeisla sína að innstu hjarta- rótum. — Bj. J. Ný húsgögn Höfum opnað í Kjörgaxði sérstaka deild sem notuð og smávegisgölluð húsgögn. miklum afslætti ýmsa staka muni svo sem stóla og sófa. Seljum einnig með ^SKEIFANk — Sími 16975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.