Morgunblaðið - 04.05.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 04.05.1962, Síða 20
20 MORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 4. maí 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ?>eir stóðu allir á fætur eins og bekkur í skóla og söfnuðust í smáhópa til að ræða þetta sem þeir höfðu verið heyrnarvottar að. Jæja þá? sagði Ishii bros- andi. Hann er eins og allir hinir, reyndi Vicente að segja kæru- leysislega, því að hann vissi ekki, hvað hann gat sagt. Þetta er bara kjaftæði. Það getur verið nógu fallegt í skýrslum, en þrátt fyrir það bíður hann nú í skrif- stofunni sinni, til að heyra, hvaða tilboð við getum gert hon- um. Nei, þetta snýst allt um peninga, Ishii. Því heilagari sem þeir spila sig, því dýrari eru þeir á mútunum. Kann að vera. En samt mundi ég nú ekki vera of fljótur á mér, Vicente sæll. Vicente fór úr skrifstofu aðmír álsins fimm stundum síðar og vissi þá litlu meira en þegar hann kom. Viðtalið hafði verið stuttort og árangurslítið. Aðmír- állinn þakkaði honum starfsemi hans hingað til og bætti því við, að framvegis yrði að gera betur. Hann var fjarlægur og hlédræg- ur, og lét sem hann heyrði ekki bendingar Vicentes um væntan- lega gróðavon af hinu og þessu. Hann hafði spurt um Don Diego á þann hátt, sem gaf til kynna, að fremur hefði hann nú kosið samvinnu hans en Vicentes. Síðan talaði Vicente við vini sína, sem höfðu átt álíka sam- tal og sízt vænlegra. Og þá fyrst var það, að hann tók fyrir al- vöru að óttast um sinn hag. Svo að við erum þá orðin lítilvægari en nokkru sinni áð- ur? sagði Gina, þegar Vicente trúði henni fyrir kvíða sínum um framtíðina. Lítill kall varstu nú áður en þessi maður kom, og bráðum verðurðu ekki annað en núll. Það er hægast fyrir þig að finna að, sem situr hér uppi í skýjunum allan daginn, hreytti Vicente út úr sér. Þú þekkir minnst til þess, hvernig ég verð að berjast fyrir tilveru minni í borginni, hverja stund, sem guð gefur yfir, hafa augu á hverjum manni og hlut, hvíldarlaust. Þú heldur, að það sé einhver barna- leikur að múta og kúga fé og ljúga og svíkja, án þess að láta nokkurntíma ná tangarhaldi á sér, Gina. Er það það, sem þú leggur aðallega fyrir þig? spurði hún- Japanimir voru vinir þínir og þú ætlaðir að verða ríkur og voldugur. Háðið í röddinni var iskalt. Þú ætlaðir að verða stjóm andi, en ekki þý, var það ekki? Vicente horfði lengi á konu eína, ætlaði þá að fara að segja eitthvað, en sá sig um hönd og greip konjaksflöskuna. Hann hellti í stórt glas og sat svo og starði á það, án þess að bera það upp að vörunum. Hann lang aði til að segja Ginu hvernig hann fyndi, að hann væri að missa öll völd út úr höndunum, og hvernig hann reyndi að berj- ast gegn því, en fyndi bara æ betur með hverjum degi, hversu valdalaus hann væri orðinn. Kannske hann pabbi þinn hafi loksins ekki verið svo vitlaus, sagði hún og særði hann nú þar sem hann var veikastur fyrir. Ef hann hefði verið í þinni aðstöðu, hefði hann fundið eitthvert ráð til þess að ég gæti haldið barn- inu mínu hjá mér. Hún lét Vic- ente oft heyra það, að hún kenndi honum um brottflutning barnsins. Hún kveikti sér í vindl- ingi og horfði á manninn sinn yfir borðið. Og nú er nýi her- námsstjórinn næstum ennþá minna hrifinn af þér en sá fyrri var, bætti hún við. Æ, guð minn góður, Gina, sagði hann. Það er ekki eins og þetta sé allt mér að kenna. Kom ég kannski ófriðnum af stað? Sendi ég Kato aðmírál hingað? Hvað segirðu? Ég sagði, að ekki hefði ég komið ófriðnum af stað.... Það var ekki það. Hvað hét þessi aðmíráll? Kato. Hversvegna spyrðu? Ég þekki hann. Ég hitti hann í Japan. Hann var höfuðsmaður þá, en það hlýtur að vera sá sami. Hann var vinur Ishiis. Já, Ishii segist þekkja hann. Þá er það hann! æpti hún. Hann reyndi að láta vel að mér og ég gaf honum á hann, sagði hún hlæjandi, en Vicente stundi. En mér er ekki grunlaust um, að hann mundi leggja í þá hættu að fá annað kjaftshögg. Seinna um nóttina, þegar Vic- ente lá sofandi við hliðina á Ginu rétti hún út höndina eftir vindlingi. Hún gat ekki sofnað. Hún hafði bylt sér á allar hliðar, tímunum saman en hún varð að horfast í augu við þetta, sem hafði gripið hana heljartökum. Hún vissi vel, að Vicente gat aldrei orðið fyrirmaður þarna á eynni, af því að hann átti það ekki til. Hann hafði haft allt, sem hann vildi hendinni til rétta, en honum hafði mistekizt að grípa gæsina meðan hún gafst og hafði þannig hrapað niður í það að vera þý og snýkjudýr. Hún vissi vel, að bráðum mundi hann engu fá framgengt, jafnvel við hina lægri foringja Japana og hinir æðstu mundu ekki einu sinn kannast við nafnið hans. Hún mundi löngu nóttina áður en barnið var tekið frá henni, að þá hafði hún ákveðið að seilast eftir völdunum og halda þeim siðan. Hún hafði ákvarðað að grípa og halda öllu þvi, sem Vicente og Blas höfðu þá verið að veifa framan í hana. Hún skyldi vera samvizkulaus og kæra sig kollótta um verðið sém hún yrði að kaupa völdin. Nú beið tækifærið hennar og nú mátti hún ekki hika. Vicente! sagði hún og hann hrökk samstundis upp. Hafði hann kannske alltaf verið vak- andi? Hafði hann kannske Hka verið að reikna út, hvað vinátta Ginu við aðmírálinn gæti gefið í aðra hönd? Vicente, sagði hún. Ég vil, að þú bjóðir Kato aðmírál til kvöldverðar hingað. Geturðu ekki sleppt því, Gina? Nei, ég vil, að þú bjóðir hon- um. Þögn. Loksins tók Vicente til máls og röddin var þreytuleg. Jæja, ef þú heimtar það and- varpaði hann og greip utan um konuna sína og hélt henni fast í faðmi sér. XXVII. Gina lagði mikla vinnu í að undirbúa veizluna fyrir aðmírál- inn. Ekkí mátti hún vera óhóf- lega íburðarmikil, því að þá gat hann ásakað þau um eyðslusemi. Vicente hafði sagt, að hann væri strangur, Að vísu mundi hún ekki eftir honum þannig, en hann gat hafa breytzt. En mat- urinn varð nú samt að vera góð- ur, svo að hann hefði einhverja ánægju af honum. Hún ákvað að hafa þetta máltíð blandaða sam- an af japönsku og Filipseyja mataræði, og Ishii leitaði fyrir hana í borginni að viðeigandi fæðutegundum og gaf henni nokkrar flöskur af saki af einka- birgðum sínum. Eins varð hún að vera hóflega klædd — girnilega en þó ekki of áberandi. Hún var nú tilbúin þegar bíll aðmírálsins staðnæmdist við dyrnar hjá henni. Aðmírállinn kom inn og Vicente rétt á eftir honum. Gina gekk fram með út- rétta hönd, og Vicente ætlaði að fara að kynna þau, rétt eins og þau hefðu aldrei sézt fyrr, en hún eyddi því. Ég vonaði alltaf, að við ættum eftir að sjást aftur, aðmíráll, sagði hún. Ég vissi, *ð við mundum gera það, frú. Voruð þér viss um það? Alveg hárviss. Hann leit fast á hana, rétt eins og til að gefa henni í skyn, að innrásin hefði verið áformuð, aðeins til þess, að hann gæti hitt hana aftur. Þetta var bjánaleg hugdetta hennar, en henni þótti vænt um hana samt. En þá höfðuð þér betri að- stöðu, sagði hún. Þér vissuð, hvað Japanirnir ætluðu sér, en ég ekki. Ja, svo, jánkaði hann. Vicente var sá eini, sem var alveg blind- ur á hugsanirnar, sem milli þeirra fóru. Kato aðmíráll slengdi sér nið- ur í stól úti fyrir garðdyrunum, eins og hann væri úrvinda af þreytu. Gina var önnum kafinn að skipa stúlkunni, sem bar þeim vínið, og Vicente gat ekki látið sér detta neitt í hug til að segja við þennan mikla mann, sem nú var gestur á heimili hans. Hann óttaðist, að ef hann segði nokkuð yrði það eitthvað seinheppilegt. Hann mundi, hvemig aðmíráll- inn hafði úthúðað foringjum, sem þágu jafnvel lítilfjörlegar mútur og hann mundi hvernig hann hafði rúið Don Alfonso, hampkónginn, inn að skyrtunni fyrir að skjóta ágóða undan. Maðurinn var ómennskur. En svo lá auk þess eitthvað í loftinu núna, sem Vicente skildi alls ekki, eitthvað, sem nagaði með- vitund hans, en vildi ekki koma fram í dagsljósið. Honum fannst hann vera gestur og framandi í sínu eigin húsi. Aðmírállinn horfði út yfir lága steinvegginn yfir dalinn fyrir neðan með þunna þokuslæðingn- um yfir og mörgu blikandi ljós- unum. Þetta er eins og demantar í svörtu flaueli, sagði hann. Gina sneri sér frá þjónustu- stúlkunni, sem var hversdags- lega fær í starfi sínu, en skalf nú á beinunum af návist Japan- anna. Finnst yður það fara vel saman,, aðmiráll? spurði hún léttilega. Mjög svo, frú. Það ætla ég að muna, sagði Gina og Vicente hrökk við. Hélt hún kannske, að hann ætti eftir að koma aftur? Saki! sagði aðmírállinn glað- lega og saup á glasinu. Og það — Þér verðið að hafa konuna mína hjá yður í sjúkrahúsinu þar til hún hefur náð sér fullkomlega. Það skiptir ekki máli hvað sjúkravistin kostar. >f * * GEISLI GEIMFARI •'f >f- >f — Getur John enn verið í rann- sóknarstofunni? Getur hann hafa sett skipiö í sjálfstýringu.... og látið mig fara erindisleysu? Skyndilega heyrist rödd Láru í talstöðinni.... — Vandal, þetta er Lára. Heyr- irðu til mín.... ? John kallaði í ör- yggiseftirlitið. Geisli geimfari er hjá honum núna. Gallinn á dura- billíum hlýtur að koma í ljós! Við erum glötuð! j svona ágætis saki. Svo teygði hann úr sér og lét fara vel um sig í stólnum. Þér eruð dásamleg húsmóðir, frú, því að þér látið manni finnast, að maður sé heima hjá sér. Það væri mér ánægja, ef yður gæti fundizt Klettahúsið vera yðar annað heimili, sagði Gina. Þetta hús gætj veitt mér allt, sem ég hef heima, sagði aðmíráll- inn lágt. Allt! Og orðin urðu ekki misskilin. Nú varð afbrýðisemin varkárn inni yfirsterkari hjá Vicente. Kannske hr. Kato vildi vera gestur okkar um hrið, sagði hann, og enda þótt orðin kæmu kæruleysislega, sauð reiðin svo niðri í honum, að hann hækkaði róminn ósjálfrátt og orðin urðu líkust hótun. Konan min tekur það sem sjálfsagðan hlut, að ég sé að 'heiman. Aðmírállinn festi augun á Vicente, eins og hann væri lít- ill strákur, sem hefði brotið ein- hvern skrautgrip. Það er hlut- skipti konunnar minnar. En þótt lítið væri, nægði það til þess, að stemningin var farin út um þúfur og lagaðist ekki einu sinni, þegar aðmírállinn bauð Ginu arminn til að leiða hana til borðs. Vicente lallaði á eftir og sá greinilega reiðina I augum konu sinnar. Gina hafði ákveðið að nota ekki viðhafnar-borðstofuna, svo að lagt var á borð úti á garð- þrepinu. Hún notaði japanska postulínið sitt, bezta silfrið og mörg kerti, svo að þegar þau SHtltvarpiö Föstudagrur 4. mal. 8.00 Morgunútvarp (Ðæn. — Morgu* leikfimi. — 8.1« Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8 35 Tónleikaí — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —■ 12.25 Fréttir og tiikynningarK 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tlMe. — Tónleikar. — 14.30 Veður- fregnir — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistar- efni). 18.30 Þingfréttir — 18.48 Tiikynningar, — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarnl Einarsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsaon). 20.35 Frægir söngvarar; XXII: Laurial Melchior syngur, 21.00 Ljóðaþáttur: Hjörtur Pálsson stu<| mag. les kvæði eftir Stephan G. Stephansson. 21.10 Tvö tónverk eftir Luigi Boco- herini (Boccherini kvintettinn leikur): a) Largo eantabile f D-dúr. b) Kvintett í d-moll op. 25 nr. 1. 21.30 Útvarpssagan: „Sagan um Óla< •— Árið 1914“ eftir Eyvind John- son; X. (Árni Gunnarsson fil, kand). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Deildastarf Slysavama- félags íslands (Garðar Viborg erindreki). 22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Licia Albanese syngur ópæru- ^aríur. a) Capitol sinfóníuhljómsveiitin leikur vinsæl lög; Carmen Drag- on stjórnar. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 5. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8.15 Tónleikar. —. 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleiikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tiikynningar). 12.56 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir. 16.20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16.00 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 16.30 Veðurfr. — Tónleikar: Rawicz og Landauer leika á tvö píanó með Mantovani-hljómsveitinni. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraí Gunnar H. Blöndal bankafulltrúl velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18.56 Tilkynningar. «— 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Upplestur: Ljóð eftir Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli (Rósa B. Blöndals). 20.15 „Hensi Ottós og ég“: Guðmund- ur Jónsson spjallar við Hendrik Ottósson um músíklífið i Reykj* vík á árunum áður. 21.00 Leikrit: „Andrés og hivalurinn** eftir Gunnar Falkás, i þýðingu Bjarna Benediktssonar. — Leik- stjóri: Balvin Halldónsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. —- 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.