Morgunblaðið - 17.05.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 17.05.1962, Síða 3
Fimmtudagur 17. maí 1962 MORCUNBL71Ð1Ð 3 Hlíðarhús, tcikning Jóns Helgasonar dr. theol. Talið frá vinstri: Norðurbær, Vesturbær, Sundið', Skálihn, Miðbær, Jónsbær, en þangað fiutti Einar ársgamall og bjó fram undir ENGINN, sem nú er ungur að árum, mundi af þessari lýs- ingu þekkja, að hér væri átt við Reykjavík. En þetta er sú mynd, er Gestur Pálsson dró upp í fyrirlestri sínunt, „Lífið í Reykjavík“ og við honum blasti á síðustu tugum 19. ald- ar. „Það er óhætt að fullyrða, að þó einhver maður hér í bænum sofnaði núna og svæfi í fimm eða tíu ár, þá væri hann viss um, þegar hann vaknaði, að hann hefði bara sofið í fáeina klukkutíma. Því hvert sem hann liti, þá stæði allt í sömu skorðum eins og hann skyldi við það, þegar hann sofnaði; húsin yrðu kannske dálítið fleiri, en sjálfsagt með sömu gerð og sama Iagi“. TJnt, þessa mynd af Reykja- vík fórust Einari H. Kvaran svo orð: „Ilún er skríngiteikning, en engin ljósmynd. En ég efast um, að í bókmenntum nokk- urrar þjóðar sé til snilldar- legri skringimynd af litlum kyrrstöðubæ". En frá því Gestur reit sinn fyrirlestur og Einar H. Kvar- an sá hér „lítinn kyrrstöðu- bæ“ hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hannes Hafstein varð ráðherra 1904 og Páll Einarsson fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur 1908. Vatnsber- ar heyra sögunni til og ungt fólk lætur sér ekki til hugar koma, að eitt sinn þótti mikl- um áfanga náð, er tekið var að nota gasljós til götulýs- inga í stað „grútartýra" eða steinolíuljóskera. Einar Magnússon gjaldkeri Man 75 ár aftur í tímann Þessar hugleiðingar gáiu blaðamanni Morg u nblaðs ins tilefni til að hitta gamlan Reykvíking, Einar MagnÚ3- son, fyrrum gjaldkeri hjá Sparisjóð Reykjavíkur, að máh, spyrja hann um fortíð- ina og grennslast um liðna daga. — Ég kom fyrst árs gamall til bæjarins, var sendur hing- að ofan úr Mosfellssveit í fóstur og hef búið hér síðan. Fyrst man ég eftir mér fyrir 75 árum, — þá var ég sex ára, segir Einar og kímir. Það var eins og séra Bjarni sagði einu sinn: „Við áttum Vesturgöt- una, við Einar“. — Og margar endurminn- ingar um hana? — Það er nú líkast til. Þá bjó Hallgrímur bisk- up Sveinsson á Vesturgöu 19. Það var siður að táka ofan fyrir honum, meðan hann var dómkirkjuprestur. — Þess vegna man ég, að við strák- arnir 'hópuðumst saman í Austurbænum, þegar hann varð biskup, og ræddum um, að nú yrðum við að taka ofan fyrir honum með enn meiri „respekt“ en áður. — Austurbænum? — Já. Hann var nefndur svo vegna þess, að hann var austastur Hliðarhúsa, sem þá stóðu með miklum blóma. Hlíðanhús voru fimm til sjö bæir, sem stóðu í röð, líklega á svipuðum stað og Vestur- gata 26 er núna og svo ská- 'halt niður undir Ægisgötu, sem nú er. Miðbærinn var rifinn fyrst, árið 1896, en Vesturbærinn stóð lengst, allt fram til 1930. — Já, það er orðið breytt nokkuð síðan, allt saman, mannfól'kið og allt. Ekki efni á að kaupa nautakjöt að vori til — Mannfólkið? — Já, mér finnst allt annað fólk búa hér í Reykjavík nú en áður fyrr. Þá var þetta allt öðru vísi. Þá var hér hálfgerð kúgun, fólkið þurfti að vinna undir drep við lítið kaup. — Sérstaklega finnst mér fól'kið orðið kærulausara með peninga nú, það var fast- heldið og trútt hér áður. Ég man t.d. eftir því, að menn komu hér og lögðu inn nautgripi í viðkomandi verzl- un. Þá voru áskriftalistar látnir ganga um, hverjir vildu kaupa kjöt. Kom þá fyrir, að skrokkurirvn gekk eloki allur út, alþýðufólk taldi sig þá ekki hafa efni á að kaupa nautakjöt að vori til. — Hve margt fólk bjó í Reykjavík þá. — Ég hef séð það í Árbók- um Jóns biskúps, að rúmlega tvö þúsund manns bjuggu hér, er ég fluttist hingað. Þá var enginn Laugavegur en farið hjá Skólavörðunni Laugavegur var ekki Iagður fyrr en ég var sjö ára og Hverf isgatan ekki fyrr en 1001. Bankastræti hét Bakarastígur eftir Bernhöfts- 'bakaríi, en það breyttist eft- ir 1885, er farið var að kalla hann eftir Landsbankanum, sem þá fluttist í leiguhús- næði hjá Sigurði Kristjáns- syni. — Þá hefur landbúnaður- inn sett mikinn svip á bæ- inn? — Um þetta leyti var ekk- ert nema tún fyrir ofan Vest- urgötuna upp að Landakoti. Þar var Geirstún, Biskups- tún, Ólsenstún og Markúsar- tún. Mjól'k seldu aðallega Geir Zoega, bankastjórinn og biskupinn, en einnig kom Þessi mynd er tekin yíir R eykjavikurhöfn á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. mjólkurpóstur bæði framan af Nesi, frá Nýjabæ og Ráða- gerði, og frá Stóra-Seli. Og ef við strákai'nir vorum í boltaleik á túnunum og átt- um 5 aura gátum við fengið pela af mjólk. — Og það hefur ykkur þótt hátíð? — Já, það má vel segja það. Óðum þarann í mjóalegg í Hafnarstræti — Hér var þá engin höfn, en brimið gekk upp í Mið- bæinn. Ég man eftir því 1892, er kútter var í uppsátri á planinu fyrir neðan Elling- sen. Þá gerði svo mikið út- synningsbrim, að kútterinn reif út og gegnum Siemsens- bryggju og Smithbryggju og austuí í Batterí, þar upp i klettana. Sölubúð Helga Helgasonar tónskálds var þá öðrum meg- in við Steinsbryggju. Brimið smellti hliðinni úr henni og allar vörurnar fóru í sjóinn. Þegar við krabkarnir fórum svo í barnaskólann um rnorg- uninn, en hann var þar sem Lögreglustöðin er nú, óðum Framhald á bls. 23. ftlslíili ffcninn v«r lioniinimlÉi Þeir Framsóknarmenn munu hafa verið margir, sem gert hafa sér vonir um að aðalmál- gagn flokksins léti af stúðn- ingi við kommúnista þegar fyrir lá staðfest hver „þjóð- fylkingaráformin“ voru. Þessir Framsóknarmenn, sem eru ör- yggir lýðræðissinnar, hafa vafa- laust ekki gert sér fulla grein fyrir því, hve alvarleg sam- vinnan við erindreka heims- kommúnismans væri. — Þess vegna hafa þeir fram að þessu umborið kommúnistasamstarfið, þótt þeir værú því í rauninni andvígir. En þegar eðli sam- starfsins hefur verið dregið fram í dagsljósið horfa málin öðrn vtsi við. — Þess vegna mun mörgum hafa gramirt í gær, þeg- ar Timinn tekur. upp beina og harða vörn fyrir kommúnista. wRéyKbóH^bÉ»,* ' ... ■-' •' 'V I Síðustu 2—3 áratugina hafa kommúnistar aldrei verið í slíkum sárum sem síðustu vik- urnar eftir að flett var ofan af starfsaðferðum þeirra og þjóð- svikafyrirætlunum. Þeir . hafa naumast getað borið hönd fyrir höfuð sér og almennt verið for- dæmdir. Eitt blað, málgagn Framsóknarflokksins, hefur þó forðast að víkja að þeim styggð aryrði og vandlega gætt þess að geta ekki um upplýsingar þær, sem nú liggja fyrir um Moskvumenn, þar til í gær að blaðið segir um upplýsingar þær, sem Morgunblaðið hefur birt um þjóðsvikin: „Hverri reykbombunni eftir aðra er skotið á loft og í öllum ] er innihaldið það sama: „hinn ‘ alþjóðlegi kommúnismi“.“ Þetta stóð i einni ritstjórnar- grein en í annarri er talað um „afturgengnar lygasögur“. Breyting sú, sem orðin er á opinberri afstöðu Framsóknar- leiðtoganna til kommúnista er því síður en svo á þann veg, sem lýðræðissinnaðir Fram- sóknarmenn hafa vonað. Áður forðaðist Tíminn að ræða illa um kommúnista, en fór hins- vegar varlega i beinar varnir fyrir þá. En þegar bandamenn- irnir eru í sárum, þá rennur Tímanum blóðið til skyldunnar og tekur upp beina vörn fyrir umboðsmenn Kreml. Og eins og fyrri daginn finnst þessu blaði sjálfsagt að beita fölsunum og ósannindum, því að auðvitað veit Tíminn jafnvel og allir aðrir, að hvert orð, sem Morg- unblaðið hefur birt úr skýrslum kommúnista, eru þeirra eigin orð, enda hafa kommúnistar naumast gert tilraun til að hrekja nokkurt atriði, og sízt hefði þeim dottið í hug að tala um „reykbombu“. Ver4? a? tapa Augljóst er þannig, að þeir menn, sem vilja fara „þjóðfylk- ingarleiðina“ í nánu bandalagi við kommúnista, hafa nú tögl og hagldir í Framsóknarflokkn- um. Þeir gera sér vonir um að auka fylgi flokksins í komandi kosningum og sú fylgisaukning á að vera sönnun þess að þeir hafi rétt fyrir sér, en hægri menn flokksins rangt. Sú spurn ing hlýtur þess vegna að vakna í hugum margra lýðræðissinn- aðra Framsóknarmanna, hvort ekki sé nauðsynlegt að snúast í komandi kosningum gegn þessari vinstri forystu, svo að von verði um það, að áhrif þeirra, sem fyrst og fremst berj ast fyrir lýðræðislegum hug- sjónum í Framsóknarflokknum, verði aukin, í stað ofurvalds þeirrar klíku, sem þar ræður nú ríkjum..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.