Morgunblaðið - 17.05.1962, Page 17

Morgunblaðið - 17.05.1962, Page 17
MOPGVNBL AÐIÐ 17 Fimmtudagur 17. maí 1962 m i Hinn nýi skíöaskáli ÍR í Hamragiii við Kolviðarhól. — /Jb róttamannvirki Frh. af bls. 8. jc Vegleg sundlaug í Vesturbænum f nóvember sl. var Sund- laug Vesturbaejar vígð, en á síðasta kjörtímabili var varið til byggingar hennar 9,1 millj. kr. Er sundlaugin hið feg- ursta mannvirki og umhverfi rennar allt mjög fallegt, og hefur aðstaða sundiðkenda í borginni batnað mjög með til- kömu hennar. Stærð laugar- innar er 25 x 12 m, en út frá aðallauginni er bogmynduð vaðlaug, um 200 fermetrar að stæ-rð, ætluð börnum. f>á er i byggingunni komið fyrir gufubaðstofu og hvíldarber- bergjum, en síðar verða byggð ir þar staerri búningsklefar. Vesturbæingar hafa frá upp- hafi sýnt mikinn áhuga á bygg ingu Sundlaugar Vesturbæjar. Mannvirki þetta hefur vakið óskipta athygli allra sem þangað hafa komið, en þar er m. a. komið fyrir gosbrunni og fiskasafni í forsalnum til ánægju og yndisauka fyrir gesti. A Stuðningur borgarinnar við framkvæmdir félaganna Fyrir nokkrum árum var úthlutað ailstórum íþrótta- svæðum til nokkurra íþrótta félaganna í borginni. Svæði þessi eru dreifð um borgina, svo að allir unglingar borg- arinnar eigi sem skemmst að fara til íþróttaiðkunar. Hafa íþróttafélögin m. a. reist fé- lagsheimili sín á svæðum þessum, og reka nú 6 þeirra félagsheimili, sem öll hafa verið reist á undanförnum áratug. Ekkert þessara félags heimila er alveg fullgert, en öll hafa þau þó verið tekin í notkun. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur stutt þess ar framkvæmdir fjárhags- lega, en borgarsjóður greiðir 30% kostnaðar við félags- svæði, vellina og félagsheim- ilin, og lagði fram á síðasta kjörtímabili 1.4 millj. kr. til þessara framkvæmda. Með þessum stuðningi hefur iiþróttafélögunum verið gert 'kleift að byggja ílþrótta- velli, íþróttahús, félags heimili, skíðaskála og skíða- lyftur. Leikur enginn vafi á því, að þessi félagsheimili og sú starfsemi, sem íþróttafé- lögin reka í sambandi við þau, hefur orðið íþróttalífi borgarinnar mikil lyftistöng. Auk þessa hafa tvö íþrótta- félög reist stór íþróttahús, og þau hafa komið sér upp 4 grasvöllum og jafnmörgum malarvöllum, og eru 2 malar vellir til viðbótar þegar í undirbúningi. Verður lögð á það áherzla í framtíðinni, að þau félög, sem bolmagn hafa til að reisa eigin félagsheim- ili, geti fengið lóðir fyrir í- þróttasvæði sín og félags- heimili og þau styrkt til þess arar starfsemi. •k Fjölga verður skíða- lyftum Sjö skíðaskálar eru nú reknir á vegum íþróttafélag- anna, en þar að auki reka skátafélögin nokkra skála. — Nú er þörfin því brýnust fyr ir fleiri skíðalyftur, en sýni- legt er, að með f jölgun þeirra væri aðstaða mjög bætt til skíðaiðkunar, og má telja víst, að í kjölfar þess mundi aukast mjög áhugi á skíða- íþróttinni og skapaður grund völlur fyrir verulegum fram- förum í þessari íþróttagrein hér á landi. if Nýr golfvöllur Innan 1—2 ára mun verða tekinn í notkun nýr golfvöllur, sem Golfklúbbur Reykjavíkur er að koma sér upp í Grafarlandi. Verður hinn nýi völlur vafalaust til þess að vekja aukinn áhuga á þessari íþrótt. Við völlinn verður svo byggt búningsher- bergi og myndarlegt félags- heimili. íþróttanámskeið fyrir yngstu kynslóðina. í næstu viku hefst nám- skei.ð í frjálsum iiþróttum, knattspyrnu og hand'knattleik fyrir ófélagsbundna æsku í borginni, á aldrinum 6—11 ára, sem Reykjavíkurborg efn ir til í samvinnu við íþrótta bandalag Reýkjavíkur, en borgarsjóður greiðir allan kostnað af þessum námskeið um. Er gert ráð fyrir, að nám skeið þessi standi yfir fram í miðjan júlimánuð. Á s.l. ári var efnt til hliðstæðra nám- skeiða í júní og júli, og var aðsókn og árangur svo góð- ur, að sjálfsagt þótti að halda þessari starfsemi áfram. Er stefnt að því að auka þe9sa starfsemi svo, að hún geti eftirleiðis staðið yfir alla sum armánuðina. Má með þessu móti vafalaust glæða mjög á huga æskufólks á íþróttalífi, en mest er þó um vert, að með slíkri starfsemi má beina ungl ingunum frá götunni og að heilbrigðum og þroskandi við fangsefnum. ★ Aðstaða til sjóbaða í Nauthólsvík verður bætt. Loks má nefna, að af hálfu yfirvalda borgarinnar er mikill áhugi á því að bæta aðstöðu til sjóbaða í Nauthóls vík, m.a. með byggingu varn argarðs og upphitun vatnsins í víkinni með afgangsvatni frá hitaveitunni. Má búast við, að undirbúningur þessara framikvæmda muni hefjast á næstu árum, og e.t.v. á næsta kjörtímabili. ★ Mörg stórvirki. Eins og af þessu yfirfiti má sjá hefur mikið áunnizt í íþróttamálum á sfðustu ár- um, mörg ný stórvirki þegar hafin og enn önnur i undir- búningi. Borgarfélagið hefur ekki legið á hlut sínum í þessum efnum, enda má segja, að hötf uðsjónanmið þeirra, sem hér hafa ráðið má'lum á undan- förnum árum og nú halda um stjórnvölinn, sé það — að veita íþróttahreyfing unni þá aðstoð, sem henni er nauðsynleg á hverjum tima og unnt er að láta í té. - íþróttastarfsemin t Framh. af bls. 1 að byggingu útisundlaugar í Laugardal, sem fullgerð verður stærsta sundlaug hér á landi, og opnar möguleika til þess, að hér verði efnt til alþjóðasundmóta. Er áreiðan lega ekki ofmælt, þótt sagt sé, að hún geti valdið þátta- Bkilum í sundíþróttinni hér á landi og skapi sundfólki okk- ar aðstöðu til jafns við sund- fólk annarra þjóða. Auk þess arar laugar munu á næstu árum verða byggðar þrjár sundlaugar í Laugardalnum. Það var án alls efa merk- asti áfangi íslenzkra íþrótta- mála á síðari árum, þegar íþróttaleikvangurinn í Laug- ardal var fyrst tekinn í notk un, en hann var vígður á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka, 17. júní 1959, með fjöl mennasta íþróttamóti, sem nokkru sinni hefur verið efnt til hér á landi. Þar er nú óhorfendasvæði fyrir 13.000 manns, en þegar leikvangur- inn verður fullbyggður munu rúmast þar 30.000 manns. Síðustu daga hefur verið unnið við að steypa upp kjallara íþróttamiðstöðvar- innar í Laugardal, en því verki er nú lokið. Bygging hennar mun hafa mikla þýð- ingu fyrir íþróttahreyfing- uaa í heild, en þar verða einkum skrifstofur og gisti- húsnæði fyrir íþróttaflokka, sem sækja íþróttamenn okk- ar heim. Reykjavíkurborg mun veita þeim aðilum, sem f yrir þessari by ggingu standa, veglegan stuðning, og er reiknað með, að fram- lög borgarinnar muni nema 20—30% af heildarkostnaði hennar. Eitt stærsta átak borgar- innar í íþróttamálum á sl. kjörtímabili var bygging Sundlaugar Vesturbæjar, sem vígð var í lok síðasta árs. Lagði borgarsjóður 9.1 millj. kr. til þessa nytsama og fagra mannvirkis á tíma- bilinu. Unnið verður að því á næstu árum að bæta aðstöðu til skautaiðkana frá því, sem nú er, m. a. með því að koma ; upp vélfrystum skautasvell- um í borginni. Mun þá ræt- ast margra ára draumur hinna fjölmörgu skauta- manna borgarinnar. Auk þess, sem borgarfélag ið sjálft hefur ráðizt í bygg- ingu fjölmargra og glæsi- legra -íþróttamannvirkja, hef ur það einnig veitt framtaki hinna einstöku íþróttafélaga á þessu sviði dýrmætan fjár hagslegan stuðning. Borgar- sjóður hefur greitt 30% kostnaðar við félagssvæði þeirra, íþróttavelli og fé- lagsheimili, og lagði t. d. fram á síðasta kjörtímabili einu 1.4 millj. kr. til fram- kvæmda þeirra. Þessi starf- semi hefur haft farsæl áhrif á íþróttalífið í borginni, og er stefnt að því að veita henni þann stuðning, sem unnt er, og stuðlað verður að því að koma upp æfinga- svæðum í q/'Í'ut borgar- hverfum. Það, sem hér að framan hefur verið nefnt, eru að- eins nokkur hinna stærstu verkefna á sviði íþróttamála, sem unnið hefur verið að og unnið er nú að. Fjölmargt er ótalið, eins og t. d. að stefnt er að því að hefja undirbún- ing að gerð malarvallar í Laugardal og halda íþrótta- vellinum á Melunum vel við, þar til hinn nýi völlur verð- ur fullgerður; einnig, að stefnt mun að því á næstu árum að bæta aðstöðu til sjó baða í Nauthólsvík, m. a. með byggingu varnargarðs og upphitun vatnsins í vík- inni með afgangsvatni frá hitaveitunni. Ekki má heldur gleyma því, að það er fleira en hin- ar verklegu framkvæmdir einar, sem máli skipta. í næstu viku mun hefjast í- þróttanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6—11 ára, sem Reykjavíkurborg gengst fyrir í samvinnu við íþróttabandalag Reykjavík- ur. Þessi námskeið munu standa fram í miðjan júlí og verða með svipuðu sniði og á sl. sumri. Árangurinn af þeim nám- skeiðum var svo góður, að sjálfsagt þótti að halda þessari starfsemi áfram og auka hana, og er stefnt að því, að þessi námskeið geti staðið -yfir alla sumarmán- uðina í framtíðinni. Með þessu er vakinn áhugi æsku borgarinnar á íþróttalífi, henni beint af götunum og að heilbrigðum viðfangsefn- um. Námsmeyjar Húsmæðra- þeirra að bregrða sér á dans dansleikinn. Hér sjást nokkr skóla Reykjavikur héldu ný leik — gömlu dansana — í ar þeirra, þegar þær tóku lega peysufatadag sinn. Á Þórskaffi. Meyjarnar settu lagið með hljómsveit Guð- þeim degi er orðin venja að sjálfsögðu svip sinn á mundar Ingólfssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.