Morgunblaðið - 19.06.1962, Page 8

Morgunblaðið - 19.06.1962, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júní 1962 Arfur sögunnar grund- völlur athafna æskunnar f?æðo Ge/rs Hallgrímssonar, borgar- stjóra á Arnarbóli 17. júni FÁTT SETUR ánægjulegri blæ á borgina 17. júní en æsku- menn og konur, sem lífsglöð ganga um göturnar skrýdd hvít um húfum, merki þess að mik ilvægum áfanga er náð á lífs ins leið. Við heyrum það að vísu íagt nú óvenju háum röddum, að æskan sé á refilstigum og verði tæpast vandanUm vaxin að erfa landið. En þeir, sem fella þennan dóm, hlutu nákvæmlega sömu umsögn eldra fólksins fyrir 30 til 40 árum. Athafnir og umsvif unga fólksins, sem nú er að hefja lífsbaráttuna, talar sínu máli um, hvers má af því vænta í framtíðinni. Nokkur dæmi af handahófi skulu nefnd; Nemendur Mennta skóla færa upp Útilegumenn Matthiasar Jochumssonar í 100 ára minningu verksins, gagn- fræðaskólanemar í Hagaskóla sýna Mann og konu Jón Thor- oddsen, — tugir nemenda Tón- listarskóla halda ánægjulega tónleika að loknu námi vetrar ins, fjölbreyttar sýningar lýsa skólastarfi, félagslífi og áhuga- málum skólaæskunnar, 2 þús. unglingar taka þátt í ýmis kon ar skipulagsbundnu tómstunda- starfi á viku hverri í Reykja- vík, þúsundir æskumanna skipa sér til keppni, leiks og starfa í æskulýðsfélögum, í- þróttafélögum og skátafélögum, — en starfsemi landssamtaka þeirra eiga hér hálfrar aldar farsælan feril að baki á þessu ári. Það mun sönnu nær, að aldrei hafi íslenzk æska verið myndarlegri og mannvænlegri, áhuga- og umsvifameiri en nú. En æskunni hafa aldrei fyrr verið búin betri kjör. — Allt fram á þessa öld gáfust æsk- unni tæpast tómstundir, — ann ars vegar var 16—17 stunda vinna dag hvern eða hins veg- ar var á útmánuðum svo þröngt í búi, —• eins og segir í ævi- sögu Hannesar Þorsteinssonar, að „vorum vér þá látin hírast í rúmunum allan daginn, „dægra“ sem kallað var, þá er kaldast var í veðri, auðvitað í þvi skyni, að vér fyndum síður til sultarins en ef vér værum á stjái“. Á 18 ára afmæli lýðveldisins getum við þegar litíð er yfir farinn veg, glaðzt yfir hinum uppvaxandi æskulýð í landinu, — en fæst þeirra, sem nú ljúka stúdentsprófi, — muna þó lýð- veldisstofnunina sjálfa. Þótt 18 ár sé ekki langur tími í sögu þjóðar, — þá hefur á þessum árum vaxið upp ný kynslóð í landinu, sem á að vernda lýðveldið og leiða þjóð- ina áfram á braut frelsis og fullveldis. Það skiptir heldur ekki Mdlverk Nýkomnar stórar glæsilegar eftirprentanir af miljónkróna verkum stóru meistaranna allt frá Van Gogh til Picasso. Fást aðeins í Húsgagroaverzlun ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70. Geir Hallgrímsson. meginmáli, þótt unga fólkið muni ekki þá hátíðlegu stund, — er lýðveldið var stofnað, — ef það skilur mikilvægi þess at- burðar. Örfáir íslendingar lifa nú, sem sáu og muna Jón Sigurðs- son. — Þeim fer og fækkandi, sem minnast þess, þegar fyrsti ís- lenzki ráðherrann var skipaður, — og töluverður meirihluti þjóðarinnar er fæddur eftir að fslendingar fengu fullveldið 1918. En fslendingar hafa kynslóð eftir kynslóð tekið í arf bar- áttusögu þjóðar sinnar frá land- náms- og þjóðveldisöld til þessa dags. Framtíð íslendinga veltur ef til vill fyrst og fremst á því, að þessi arfur sögunnar, reynsla kynslóðanna megi verði grund- völlur athafna æskunnar. Gömul og ný reynsla kennir okkur íslendingum, að fjárhags- legt sjálfstæði einstaklinga og þjóðar er skilyrði stjórnarfars- legs frelsis hennar.. Vandamál líðandi stundar munu berja að dyrum æsku- mannsins og þjóðin mun hér eftir sem hingað til þurfa að kveða á um, hvernig tekjuskipt- ingu skuli háttað í þjóðfélaginu, hvort viðurkenna beri sérstak- lega þau störf, sem ábyrgð og sérfræðikunnátta er samfara, — ekki með tilliti til þeirra, sem með þau störf fara, heldur með tilliti til þess hags, sem allur almenningur i landinu mundi af því hafa. Unga kynslóðin þarf sem hin eldri að kveða á um, hve miklu þjóðarteknanna verja má til og hvernig tryggja má félagslegt öryggi gamals fólks, fatlaðra og sjúklinga, með það fyrir augum að dAga ekki úr heldur fremur auka heildarafköst og hagsæld þjóðarinnar til lengdar. Á öld véla og tækni, sem hrífur huga æskumannsins, hlýtur honum framar öðrum að vera ljós nauðsyn þess, að við verðum ávallt að spara hluta af því, sem aflast, og kaupa nýj ar vélar og fullkomin tæki, ef við viljum tryggja framkvæmd- ir, framþróun og sífellt betri lífskjör landsins börnum til handa. En um leið og við hljótum að leysa þessi mál á innlendum vettvangi, ef lýðveldið á að standa traustum fótum, þá verða lífskjör á íslandi ekki heldur bætt í framtíðinni fiema við lítum á okkur sem jafningja annarra þjóða og höfum hug- rekki til að færa okkur í nyt alþjóðlega verkaskiptingu og efnahagssamvinnu. Á atomöld berast nú að æsku manni margvíslegri áhrif með skjótari hætti en nokkru sinni fyrr og af æskumanni verður í einkalífi jafnt og í þjóðlífi kraf- izt ákvarðana og ábyrgðar, er víðtækara og örlagaríkara gildi getur haft fyrir fjölskyldu hans og þjóðfélag en áður hefur þekkzt. Aldrei fyrr hefur því meiri nauðsyn verið á því, að í fræðslu- og uppeldisstarfi heim- ila, skóla og áhugamanna sé lögð áherzla á að ala upp sjálf- stæða og óháða einstaklinga, er hafa sterka skapgerð og sið- ferðilegt þrek til að vera sjálf- um sér og sínum nógir um leið og þeir eru ábyrgir gerða sinna gagnvart samfélaginu. Hættan er, að sú staðreynd, að mannkyn allt getur fyrirvara lítið afmáðst af jörðunni fyrir eigin tilverknað, ali upp með einstaklingnum kæruleysi, — að einstaklingurinn telji sig þess vegna hvort sem er engu fá um- þokað um gang þjóðmála og jafnvel heldur ekki um eigin örlög. En því nálægari, sem hættan er, því skýrari, sem mörkin eru milli lífs og dauða, því meiri ábyrgð hvílir á hverjum og ein- um til að standa vörð um það, sem honum er kærast, frelsi fósturjarðarinnar og heill fjöl- skyldu sinnar. Á þessu ári, 1962, megum við minnast sérstaklega raunastunda þjóðarsögu, 1262, þegar Islend- ingar gengu erlendu valdi á hönd, og 1662, þegar íslending- ar voru neyddir til að vinna einræði eið. Það hlýtur því að vera efst I huga okkar, hvernig við getum verndað og varið, tryggt og treyst sjálfstæði okkar og lýð- ræðið í landinu. Æskumaðurinn og við öll verðum að gera okkur grein fyrir, hvort það verður gert með einangrun og hlutleysi eða hlutttöku og samstöðu með öðr* um frjálsum þjóðum. Á þjóðhátíðardegi berum við fram þá ósk, að æskumaðurinn megi áfram ganga til góðs göt- una fram eftir veg og eiga sér bjarta og fagra framtíð, því að framtíð hans er framtíð íslenzku þjóðarinnar. Aðalfundur ptesta- félags Islands AÐAL.FUNDUR Prestafélags Is- lands verður haldinn á Þingvöll- um á morgun. Fundurinn hefst með morgunibænum í Þingvalla- kirkju kl. 10 fyrir hádegi. Þar talar séra Eiríkur J. Eiríksson. Fundurinn hefst þegar að lok- inni bænargjörð. Meginefni fund arins verða félagsmál og undir- búningur undir væntanlega 'kj arasamninga. Séra Jónas Gislason í Vík mun flytja fyrirlestur á vegum endur skoðunarnefndar um félagsfræði legar rannsóknir á starfsramma kirkjunnar fyrr og nú. Um kvöldið, kl. 19, verður Geislavirkni í injólk NEW YORK. 16. júní (AP) — Áhyggjur fólks hafa vaxið við það að fyrstu 10 daga júnímán- aðar hefur geislavirkni í mjólk aukist allverulega, einkum í mið vestur ríkjunum. Ekki er dregin dul á, að hér sé um að ræða af leiðingar af kjarnorkutilraunum Bandaríkjanna á Kyrrahafi. Því hefur hins vegar verið lýst yfir af hálfu opinberra aðila, að ekk ert sé að óttast. borðhald í Valhöll fyrir presta- félagið og Prestkvennafélag ís- lands. Ræðumaður kvöldsins verður af hálfu prestafélagsins séra Einar Guðnason í Reykholti. Auk venjulegra áætlunarferða milli Reykjavíkur og Þingvalla fara bílar frá Bifreiðastöð ís- lands frá Reykjavík kl. 8.30 f. h. og eftir kl. 10 um kvöldið frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Verðlaun fyrir frímerkjaritgerð í SAMBANDI við Dag frímerkis- ins í apríl sl. var efnt til rit- gerðasamkeppni í 12 ára bekkj- um barnaskóíanna um efnið: Hvað getum við lært á því að safna frímerkjum? Mest var þátttakan í Melaskól- anum í Reykjavík, en þar tóku 8 hekkjardeildir þátt í samkeppn- inni. Veitt voru þrenn verðlaun, frímerki og frímerkjabækur. 1. verðlaun hlaut Helgi Magn- ússon 12 ára G í Melaskólanum. 2. verðlaun hlaut Valgerður Andrésdóttir 12 ára E, einnig i Melaskólanum. 3. verðlaun hlaut Þórunn Skaftadóttir 6. bekk A i Barnaskóla Keflavikur. Stúdentar frá Verzlunarskólanum ásamt skólastjóra. Fremri röð (frá vlnstri): Ellen Úlfars- dóttir Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Hólmfríður ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, dr. Jón Gísla- Son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Margrét Helgadóttir og Björg Hemm- ert Eysteinsdóttir. Aftari röð: Skúli Þorvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Baldvin Hermanns- son, Jón Asgeir Sigurðsson, Baldur Sveinsson, Einar Matthíasson, Björgúlfur Guðmundsson, Valdimar Guðnason og Ólafur Geirsson. Sfúdentar Verzlunarskólans EINS og sagt var í blaðinu á sunnudaginn voru nokkrir full- trúar eldri árganga viðstaddir skólauppsögn í Verzlunarskólan- um. Theódór Georgsson lögfræð- ingur hafði orð fyrir 15 ára stúd- entum og lagði ríka áherzlu á, hversu þau tengsl væru traust, sem tengdu gamla nemendur við skólann. Fyrir 10 ára nemendur talaði sr. Ólafur Skúlason, sem flutti mjög skemmtilega ræðu rrm reynslu sína í skólanum og góða minningu þaðan. Tíu ára stúdentar faarðu skólanum að gjöf vandaðan diktafón. Auk þeirra verðlauna, sem skólinn er vanur að veita fyrir góðan námsárangur efstu nem- endum ber þess að geta, að Bald- ur Sveinsson hlaut viðurkenn- ingu frá skólanum sem umsjón- armaður og nemendur, sem skar- að höfðu fram úr í erlendum tungumálum hlutu verðlaun sem hér segir: Ingibjörg Haraldsdótt- ir og Hólmfríður Ólafsdóttir bókaverðlaun frá Dansk-íslenzka félaginu, Katrín Jónsdóttir og Guðrún Kristín Magnúsdóttir bókaverðlaun frá franska sendi- ráðinu, Katrín Jónsdóttir, Ingi- ‘björg Haraldsdóttir og Ellen Úlf- arsdóttir bókaverðlaun frá þýzka sendiráðinu og Baldur Sveinsson bókaverðlaun frá fél. Anglia. Á ársprófi 5. bekkjar hlaut Jónas Blöndal einkunnina 7,13 og var hæstur. Var hann sæmd- ur bókaverðlaunum frá skólan- m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.