Morgunblaðið - 19.06.1962, Page 24
Fiértasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Inniendar fréttir: 2-24-84
17 júní ræður
Sjá blaðsíðu 8 og 13.
136. tbl. — Þriðjudagfur 19. júní 1962
í HRETINU er grekk yfir út-
’ nes Norðurlands fyrir síðustu
helgi leiddi rigningin til þess i
að lækir og ár uxu í Ólaís-
firði svo mjög að beljanidi
straumur lá um götur bæjar-
ins undir austurhlíðum fjall-
anna. Hér sjáum við eina göt-
una eins og árfarveg og vatns
flaumurinn er sem stórfljót
væri.
Maður drukknar í
Fjallsá í Úræfum
ÞAÐ sviplega slys varð síð-
astliðinn laugardag við brú-
argerð yfir Fjallsá á Breiða-
merkursandi í Öræfum, að
maður féll í ána og barst
í henni um kílómeters leið
áður en hann náðist. Lífgun-
artilraunir báru ekki árang-
ur. —
Fundur
í kvöld
EKKI náðist samkomulag um
hlutaskiptingu á síldveiðum
á fundi samningsaðila s.l.
föstudag en sáttasemjari hefir
boðað nýjan fund í kvöld kl.
20.30.
Minkur við
Siglufjörð
SIG'LUFIR-Ðl7 18. júní. — í gær
fann Ólafur Jóhannsson, lögreglu
þjónn, minkagreni í landi Staðar
hóls handan Siglufjarðar. Tókst
honum að vinna einn yrðling, en
aðrir úr fjölskyldunni sluppu.
Fær Reykjavíkur-
borg Viðey
Vestasti og austasti Hlutinn fást
Laust eftir kl. 3 á laugardag-
inn voru starfsmenn við Fjallsá
að taka mót utan af stöpli und-
ir hinni nýju brú. Var verk
þetta unnið niðri í ánni. Skyndi
lega féll einn starfsmannanna,
Gunnar Þorsteinsson, bóndi á
Hnappavöllum í Öræfum, bróð-
ir Páls Þorsteinssonar alþingis-
manns, í ána. Fjallsá er talin
ein með mestu vatnsföllum á
landi hér eftir að kemur fram
á sumar og straumþungi er þar
nú orðinn mjög mdkill. Nokkra
stund sást Gunnar í ánni, en
hvarf svo sjónum samstarfs-
manna sinna. Þegar var brugð-
ið við og haldið niður með
ánni, en Gunnar náðist ekki
fyrr en hann hafði borizt um
kílómeters leið. Á staðnum
voru menn er kunnu til björg-
Gunnar Þorsteinsson.
unar og hófu þeir þegar lífgun-
artilraunir og héldu þeim áfram,
þar til læknir kom frá Horna-
firði eftir 3 klukkustundir og
hann síðan, en án árangurs. —
Gunnar heitinn mun hafa verið
um hálfa klukkustund í ánni,
Hann var ekki syndur.
Gunnar Þorsteinsson var 49
ára að aldri og lætur eftir sig
konu og þrjú börn, elzt 17 ára,
en yngst 4 ára. Eitt barna hans
átti að fermast á sunnudaginn.
REYKJAVÍKURBÆR hefur fyr-
ir nokkru hafið umleitanir um
að fá Viðey, og hefur þegar verið
keyptur skiki vestan á eynni, en
ekki hefur náðst neitt samkomu-
Siglufjarðarskarð teppíst
UM kl. 5 í fyrradag, laugardag,
fengu Siglfirðingar staddir í
Reykjavík þær upplýsingar hjá
Vegamálastjórn, að Siglufjarðar
skarð myndi opnast á miðjum
degi í gær, sunnudag. Héldu
Bræðslusíld-
arverðið
145 kr.
málið
MEÐ tilvisun til laga nr. 97/1961,
um Verðlagsráð sjávarútvegsins
og samkvæmt úrskurði yfirnefnd
ar í dag, skal verð á síld, sem
veidd er á Norður- og Austur-
landssvæði þ. e. frá Rit norður
um að Hornafirði og fer til
vinnslu í síldarverksmiðjur, á
verðlagstímabilinu 10. júní til 30.
septemiber 1962, vera sem hér
segir:
Hvert mál (150 lítrar) kr. 145,-
Verðið er miðað við að síldin
»é komin í löndunartæki verk-
emiðjanna.
Ef sild er flutt með sérstökum
flutningaskipum til fjarliggjandi
innlendra verksmiðja, taka sild-
veiðiskipin þátt í flutningskostn-
aði er nemur kr. 14,00 fyrir hvert
mál síldar, er dregst frá framan-
skáðu verði.
Seljendur síldarinnar skili síld
dnni í umhleðslu tæki móttak-
anda.
(Tilkynning frá Verðlagsráði
sjávarútvegsins).
heimildarmenn mínir á stað
heimleiðis í samræmi við þær
upplýsingar.
Þegar á skarðið kom um miðj-
an dag í gær, var vegurinn alls
ófær vegna snjóa. Milli tveir og
þrir tugir bifreiða biðu þess að
komast yfir skarðið, en báðar
ýtur vegamálastjórnarinnar voru
bilaðar.
Heimildarmenn mínir voru um
hálfa aðra kluikkustund að ganga
í snjó og ófærð þann kafla veg-
arins, sem var undir fönn. Virt-
ist það vera eitt til tvö dagsvenk
að ryðja snjó af þeim vegi, sem
vegamálastjórn hafði auglýst
opinn til umferðar.
Fjöldi fólks varð að koma sér
fyrir á bæjum, allt frá Hofsós og
út í Fljót, og beið þess að vegur-
inn opnaðist. Voru ekki færri en
20—30 bílar, sem biðu Skaga-
fjarðarmegin, þar af 3 stórir
vöruflutningabílar.
Tilkynnt var í útvarpi að veg
urinn yrði fær um kl. 20 í kvöld.
— Stefán.
lag um kaup á mestum hluta
eyjarinnar, sem er í eigu Stefáns
Stephensen.
Það er nokkuð útbreidd skoð-
un að Viðey sé í lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur, en svo er
ekki og hefur ekki verið. Eyjan
er í Seltjarnarneshreppi. Samt
sem áður hafa bæjaryfirvöldin
í Reykjavík leitað eftir kaupum
á Viðey, eins og áður er sagt.
Lítinn hluta vestast á eynni átti
Guðmundur Kr. Guðmundsson
og hefur hann verið keyptur.
Annan lítinn hluta austast á
eynni á Útvegsbankinn og er
gert ráð fyrir að samningar tak-
ist um söluna á honum til Reykja
víkurbæjar. En um stærsta hlut-
ann er óvíst, þar eð ekki hefur
náðst samkomulag, er eftir kaup
um hefur verið leitað.
Atli ásamt móður sinni, Ingibjörgu Júlíusdóttur.
(Ljósm. Mbl.: ól. K. M.)
Cóð laxveiði
í Viðidalsá
LAXVEIÐI hófst í Víðidalsá
hinn 15. þ.m. og fengust 15 laxar
þegar fyrsta daginn á tvær
stengur. Laxinn er vænn eða
frá 8—14 pund. Síðan hefir verið
nokkur afli og alls veiðst um 30
laxar. Veiðiveður hefir verið ó-
hagstætt.
Pilturmn, sem slasaðist
i flugslysinu kominn heim
SL. laugardag var pilturinn,
sem slasaðist í flugslysinu
við Korpúlfsstaði 16. maí sl.,
útskrifaður af Landakotsspít
ala eftir mánaðar legu þar,
en pilturinn slasaðist mikið.
Hann heitir Atli Ingvarsson,
Kleppsvegi 36, 18 ára að
aldri. Hefur hann að mestu
náð sér eftir slysið.
Fréttamaður Mbl. hitti
Atla að máli á heimili hans
í gær, ásamt tveimur kunn-
ingjum hans. Eru þeir félag-
arnir allir skátar, og unnu
að því fyrir slysið að smíða
canoebát fyrir landsmót
skáta á Þingvöllum í sumar.
Voru þeir að ræða um áfram
hald á smíðinni er frétta-
manninn bar að garði.
Atli sagði að hann hefði
að mestu náð sér eftir slysið,
en þó hefði hann fyrirmæli
um að reyna ekki á sig
næstu þrjá mánuðina. „En
eftir mánuð má ég fara í
útilegur og það er aðalatrið-
ið“, sagði hann.
Atli sagði að hann myndi
eftir því er flugvélin var að
steypast til jarðar, en ekkert
um sjálft slysið. Næst mundi
hann eftir því er hann var
að klöngrast út úr brakinu
af vélinni og þegar hann
var fluttur í slysavarðstof-
una. Atli sagði að hann
hefði ekkert á mótd því að
stíga upp í flugvél aftur.
Um bátinn, sem þeir félag-
ar eru að smíða í Skátaheim
ilinu, er það að segja að
hann mun verða fullbúinn
innan skamms. Ætlunin var
að smíða tvo slíka báta fyr-
ir landsmótið, en smíðin féll
niður er Atli slasaðist. Ekki
var annað að heyra á þeim
félögum í gær en að nú
skyldi tekið til óspilltra mál-
anna váð smíðina að nýju.